Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 25.10.1973, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. OKTÓBER 1973 Lögberg-Heimskringla 303 Kennedy Street, Winnipeg, Man. R3B 2M7 Published every Thursday by Editor Emeritus: INGIBJÖRG JÓNSSON Editor: CAROLINE GUNNARSSON President, S. Aleck Thororinson; Vice-President, K. W. Johannson; Secretory, Dr. L. Sigurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johonnson. EDITORIAL CONSULTANTS: Winnipeg: Prof. Horaldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Voldimor J. Eylonds, Tom Oleson, Dr. Thorvoldur Johnson, Dr. Philip M. Petursson, Hjolmor V. Lorusson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Richord Beck. Icelond: Birgir Thorlocius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jock. Subscription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667" Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. Blindur er blaðlaus maður? Hvort sem það er satt eða ýkt að blindur sé bókalaus maður, hættir manni til að trúa þessu eins og flestu sem suðar í eyrum manns frá blautu bamsbeini, svo fer að mað- ur getur varla greint hvort það á upptök sín innam hlustanna eða utan. Blöðin hafa aldrei verið talin svona ómissanidi nauðsynjar vara, né blaðamönnum skipaður jafn hár sess í mamnfélag- inu og bókahöfundum. Þó geta verið skiptar skoðanir um það hvor stéttin vinni þarfara verk og víst er um það að maður finmur fljótt hvers maður hefir misst ef uppáhalds dagblaðinu manns er ekki fleygt að dyrunum á sínum tíma. Fátt lætur jafn notalega í eyrum og að heyra dagblaðið, feitt og þungt, skella á gólfið fyrir utan dymar. Þá heldur manni engin bók, því á þröskuldinum liggur dagsaga heims- ins, sönn að mestu leyti, og fullt svo spennandi og meðal bókarskrudda. Líklega má komast af með útvarp og sjónvarp af og til, en varúðarvert er að treysta þeim oftar en af og til. Frétta- menn þeirra spæna þessu út í svo smáum skömmtum að það er ekki fyrir ófróða menn að dæma um hvort kjaminm er í því sem þeir eru að miðla, eða hinu sem eftir verður, en ófróðir eru allir, sem ekki lesa blöðin og það grandgæfilega- Sjónvarpið hljóp til dæmis illilega á sig á dögunum, þegar það lýsti því yfir að nú virtist „þorskastríðið“ milli íslands og Breta vera að taka enda, því forsætisráðherrar beggja hlutaðeigandi þjóða væru að enda við að semja frið í Lond- on. Þá var ekki um annað að gera en snúa sér til aðal dag- blaðsims í Winnipeg, sem oftast veit viti sínu og spyrja það hvort einhver stóralda hefði sópað málinu snögglega áfram, síðan það birti sína hógværu ítarlegu fregn, daginn áður, svo og hinu, hvor þeirra væri að renna af hólmi, Ólafur eða Heath. Blaðið sagðist ekki hafa fengið frekari fréttir af málinu og eins og allir vissu, hefði sú fregn engu komið upp öðru en því að forsætisráðherramir tveir ræddust við í London, en væru mjög dulir á það sem þeim færi á milh. Útvarpið og sjónvarpið sneiddu bara fyrstu máisgreinina af skeytinu frá London, en hirtu víst ekki um að lesa það sem á eftir fór. Þar í fólst mergurinn málsins,þess vegna varð fréttin ýkt að hún var stytt um of. Víst varð ekki hjá þessu komist, því á svo mörgu veltur í heiminum þessa dagana að á hálfum klukkutíma er ófært að gera ítarlega grein fyrir öðru en íþróttafréttunum. Ef einhvers staðar í álfunni er verið að stangast um fótbolta eða hendast um á skautum með prik í svellboltaleik þá er ekki fréttir að hafa öðru en því. Blöðin komast ekki upp með svona Lagað. Þeim er ætlað að hafa upp á fréttunum og færa mönnum þær á prenti, svo orðin standi kyrr og óafmáanieg á meðan þau eru marg- iesin, gagnrýnd og rifist við þau í það endalausa. Svo verður því ekki neitað að prentfrelsi og máifrelsi eru eitt og hið sama. Jafnvel í tiltölulega frjálsum þjóðfélögum eru blöðin hið eina óbrigðula athvarf málfrelsisins. Auðvit- að hefði breska félagið „Vinir íslands“ getað skotist út í Hyde Park í London til að kappræða um 50 mílna landhelgi ísiands, en enginn hlustar á það sem sagt er í Hyde Park, því þar er mönnum ekki ætlað að taia af viti, aðeins ryðja burt því sem iiggur þeim of þungt á brjósti. Alltaf fxmdust ráð til að neita þeim sem þetta mál vildu ræða um húsnæði og banna þeim þannig málfrelsið. Það er að segja allstaðar nema í blöðunum- Þegar leitað var þangað stóðu dálkar eins stórblaðsins opnir þó skoðanir þess væru andvígar skoðunum þeirra sem í hlut áttu. í lesenda dáiki þess komst bréf frá einum féiagsmanna fyrir almennings sjónir um- yrðalaust. C. G. Brandur og Björn Brandur Finnsson frá Árborg kom að máli við mig á Gimli í sumar og sagðist hafa snúið nokkrum vísum eftir mig, frá einu máli til annars á víxl. Fara þau hér á eftir í upprunar legri mynd og þýðingum. Hlutleysi- Þá sjónarmið í orða-öng öndverð eru vegin, ég sé þá skoðun, sem er röng, samhliða minni eigin. Neutralily. When points are pondered in the throng It pleases me alone To see opinions, although wrong, Aligned beside my own. Mine precious. She is queer but rather cute, coyly rears and ambles, has a sneer upon her snoot, sniggers, leers and rambles. Mín yndisleg. Og með skottið upp, í móð, um þurt og vott hún kjagar, gerir spott það fríða fljóð, flyssar, glottir, vagar. Um Alómslöðina. Æ mig skortir vit og viljann, verður því erfitt að sikiljann, en mér finnst að margoft hylj’ann meininguna, Haildór Kiljan. Brandur Finnsson. Pálskoma á Egidíusarmessu Pálll Hallsson kom í heimsókn til Björns Jónssonar í Swan River tiltekinn dag. Höfðu þeir þá ekki mæist við um ianga hríð og þóttist Björn eiga eitt og annað útistandandi hjá Páli úr handraða hans fræðakistu. Tók Björn á móti þeim Maríu á langferðastofunni með þessum ummælum: Sækir að Páll með svása kván, sá vill mín húsin bukka- Gerist nú allra veðra ván og veltisöm mín lukka. Um það ég Langa tíð var án á ég nú kost að rukka. Bjöm Jónsson. Við undirbúning ferðar til Bæjaralands í haust varð mér þessi vísa af mimni er ég las Kvæði af herra Bimi, gamlan dans, en þar segir: „Vér skulum ganga fyrir sunnan Rín, / þar blandast bjór og vín.“ Ríð ég mig fyrir sunnan Rín, rekur af landi ísa, þar sem blandast bjór og vín og bjartar hallir rísa. Bjöm. Hún stakk óviljandi upp í póethúsið um daginn hún Emilía, og þá dillaði strákur- inn í mér. Mig hefir nefnilega lengi langað til að skokba til þeirra og segja þeim bara hreint og beint að þeir megi nú hætta að leika sér og fara að hugsa um verkin sín eins og pósthús gerði í gamia daga. — Ég ætlaði að segja þeim að þá hefði póstþjónust an verið alveg gailalaus og allir elskað póstmanninn sinn næst manninum sínum, en nú væri fólk farið að fíla allt öðm vísi um pósthúsið. Ég var að hugsa um að segja þeim frá meðferðinmi sem áskrifendur Lögbergs-Heims kringju hafa fengið hjá þeim allan tíman síðan póstgjald- ið hækkaði og þjónustan lækkaði. „Fólk er hætt að fá póstinn sinn þegar það á að fá hann.“ — Hvar í fjandan- um fehð þið þetta fyrir póst- mönnunum," ætlaði ég að segja, „að þeir skuh ekki geta haft upp á því til að troða því í pokann sinn og koma því til fólksins á rétt- um tíma?“ Svo ætlaði ég að hóta þeim að fá sérfræðing frá Cuba til að sprengja utan af þeim skelina sem þeir skríða alltaf í þegar maður hringir til þeirra til að spyrja þá hvers vegna eitt lítið blað sé stundum sex vikur á leið- inni frá Winnipeg til Van- couver. „Og er maður fer til ykkar með sprengjur á ann- að borð,“ ætlaði ég að bæta við, „þá er best að gera reyk úr öllum þessum nýmóðins vélurn ykkar og láta gamal- dags menn taka við af þeim. Þeir voru nefnilega alveg eins göldróttir og þessar nýju vélar, mennimir á póst- húsinu í gamla daga, en beittu göldrunum á allt ann- an veg. „Svo ætlaði ég að segja þeim historíuna af bréfinu mínu. Utan á því stóð bara Caro- line Gunnarsson, Winnipeg, en póstmaðurinn fann mig tafarlaust, eins og ég væri borgarst j órinn. Þessi fabúla var of lengi í smíðum í kol'linum á mér. — Um daginn hringdi pósthús- ið og sagði Emilíu að hún væri of sein á sér að koma til þeirra einhverjum reikning- inn, þetta tefði fyrir þeim að koma blaðinu af stað. „Hvað — fáið þið ekki póst inn ykkar?“ sagði Emilía. — „Ég sendi ykkur þetta fyrir mörgum dögum. Er einhver óreiða á afgreiðsiunni á bréf- unum til ykkar?“ Hann sagði bara „goodbye“ og þaut víst af stað að gera hreint fyrir sínum dyrum.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.