Lögberg-Heimskringla - 06.06.1974, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNI 1974
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg, Manitoba. R3B 2M7
Editor Emeritus: Ingibjörg Jonsson
Editor: Caroline Gunnarsson
President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson;
Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager,
S. Aleck Thorarinson.
Subscription $10.00 per year — payable in advance
TELEPHONE 943-9931
“Second class mail registration number 1667”
Printed by: WALLINGFORD PRESS LTD.
Er vorið að bíða þess að börnunum
sé hleypt út?
Hvað hefur tafið vorið þetta drottins ár? Þaið er að vísu
ekki nýr kedpur, að það stingi nefinu allra snöggvast ofan i
snjóinn héma á sléttunum einhvemitíma í febrúar, líði
svo úr loftinu og láti bíða eftir sér langt fram á sumar. Þetta
er gamla lagið, en hitt feastar tólfunum, að fíflarnir skuli
ekki þora að stinga kollunum upp úr sinunni fyrr en maí er
allur af dagatöflunni.
Sumstaðar eru þó trén að verða edlítið liitverp, en ekki
geta það verið sólarkossamir, sem hafa komið út á þeim
grænkunni, því hún hefur ékki oft látið sjá sig þetta svo-
kallaða vor, bl'essunin, kannski vegna þess að sum oln-
bogabömin hennar héma í Kanada hafa stundum látið í það
skína a ðsléttufylkin séu hennar bækistöð og hún komi varla
við annarsstaðar í landmu.
Ekkert heyrist enn í hunamgSflugunum, fiðrildi sjást
ekki á sveimi, og hafi nokkur enn slegið “muskitu” í rot
væri gaman að fá af því fréttir.
Ætli vorið sé virkilega að bíða þess að blessuðum böm-
unum sé hleypt út úr þessum stíum, sem þau hýrast í allan
vorlangan daginn, með augun límd við hvítt krítarkrot á
grænum veggtöflum, sumstaðar dkki ednu sinni gluggi svo
þau geti gónt út í veðrið.
Þetta er meðferð, drottinn minn dýri!
Betri ævi áttu krakkar í gamla daga. Þá voru glugga-
kríli á öllUm skól'akytrum, svo maður gæti horft út í bláinn
og verið frjáls að sínum hugsunum þangað til reglustrikan
kom manni í koll. Oftast var gætilega haldið á því vopni og
sjaldan hefur það víst gert verra enn að vekja mann til með-
vitundar um þann voðalega veruleika að tugthúsvistin væri
undirbúningur undir lífið, enda var ekki haft fyrir því að
li'ta töflúmar grænar í þá daga. Allt, sem fólki var ætlað að
læra var hvítt á svörtu og engir útúrdúrar eins og í náttúr-
unni fyrir utan gluggann.
Þar náði' umheimurinn út að sj óndeildarhring og beið
þess að lokunni væri kippt frá dyrunum og stóðinu hleypt
út í veður og vind. Engir bílar tóku við föngunum við dyrn-
ar og fluttu hvem fyrir sig á sinn stað. Þá lauk öl'lum heraga
jafnslkjótt og fylkingin leystist upp fyrir utan dymar og all-
ir urðu allt í einu sjálfs síns herra. Þedr, sem langt áttu í
skóla gátu treint sér frelsið alveg fram að sólsetri, ef þeir
kunnu að slóra- Allí var líka fyrirgefið ef manni hugkvæmd
ist að koma við hjá kúnum í leiðinni og hafa þær heim með
sér. Og alveg var óhætt að lofa þeim að ráða ferðinni- —
Kussurnar fóru alltaf stystu leið og oft gat það verið ævin-
týralegt að fylgja þeim í gegnum fen og foræði. Enginn
fæðist nefnilega í sokkum og skóm og því syndlaust að flysja
þetta af sér þegar á liggur.
Svo þarf að kynna sér svo margt einmitt þegar allir
jafningjar manns eru að valkna til lífsins, því jafndngjar
verða allir, sem fylla sarpirm í sama berjamó, þó sumir
þeirra séu kannski æðri verur af því þeir fdjúga á milli
landa á egin vængjum og eru alitaf sólarmegin á hnettinum.
En svona eiga bömiin að njóta vorsins, og þó sjóndeildar
hringur stórborganna kreppi alltof mikið að þeim nú á dög-
um, sést þó enn í hvít ský fyrir ofan iþessi háhýsi, sem eru
að leggja undir sig allar mannabyggðir. Nú hefur líka rignt
svo rausnarlega, að strákar geta sjálfsagt fundið froska til
að gæla við á smá stöðuvötnum í görðunum hedma; stelpur
og strákar þeyst á hjólunum sínum út um hvippinm og
hvappinm með flaiksandi hárið.
En endilega verður að léysa þau úr skólimum sem fyrst,
því vorið kemur ekki fyrr en það fær krakkana út til sín.
C. G.
$ýyJUL
Tjikkendð er orðið svo
dyrt í búðunum að ég var að
hugsa um að fá lámaða hænu
og láta hana liggja á í svít-
inu hjá mér. Það mætti láta
sándprúffa einn skápinn og
hola henni þar niður á með-
an hún er að þessu, gera sér
svo rnaf úr familíunni henn-
ar þegar hún er uppkomin.
“Ja, nú héld ég að þú sért
löksins orðin alveg kreisí,”
sagði virikona mín þegar ég
nefndi þetta við haea, bauð
henni meira að segja að fara
í bisnesið með mér, af því ég
veit að hún skemmti sér oft
við að naga tjifcken bein. —
Einusinni urðum við sednar
á mítingu niðri í bæ af því
hún var svo lengi að tjúa
merginm úr drommistikk-
unni.
“Nú, nú,” sagði ég með
minum besta búkonu svip.
“Eg óM nú upp með hæn-
um og þær gerðu ekki ann-
að en leáta sér að felústað og
liggja á í leyná. Svo komu
þær með ungana rétt fyrir
frísupp á haustin og ef þeir
fengu ekki kvef, gátu þeir
vaxið upp í pottinn og orð-
ið að tjikken dinner með
vorinu.”
“Þetta var í gamla daga,“
sagði vinkonan. — “Þú ert
marga hænualidra á eftir tím
anum og ættir að reyna að
þegja yfir þessu ef þú villf
eklri að ég fari að reikna út
árin síðan þú varst krakki
út á farmi, og leitaðir að
móðursjúkum hænum í
stéiblumni.“
”Já móðursjúkar voru þær,
greyin, sígaiggandi og svo
æStar þegar ég kom inn til
þeirra að þær þeyttu af sér
fiðrinu í nasdmar á mér.“
”Þær eru nú orðnar betri
á taugumum núna,“ sagði sú
sem allt þykist vita, “og þær
kunna ekki orðið að liggja á,
því vélamar tóku við af
þedm fyrir löngu. Einusinni
vildu þær ekkert annað gera
sé rtál gamans en unga út
eggjum, en nú eru þær
happý að vera ekki lengur
tæd dán við nestin, mega
bara spásséra úti í sólskin-
inu, krafsandi og gaggandi,
eins frjálsar og haninn.
Nú hafa þau bæði djobb. —
Hænan verpir eggjunum,
sem eru elduð ofan í fólkið
á morgnana, en haininn gal-
ar og þarf að vera fyrstur á
fætur til að vekja farmara
konumar, sem elda eggin
ofan í farmarana. Þetta hedt-
ir “equal rights.” C.G.
GISLI ASTÞÓRSSON:
Það er að vísu satt að sú
stumd er ekki emnþá runnin
upp hér á íslandi að hús-
mæður tölti út í búð á
morgnana með hjólbörur
fullar af peningum, en sú
stund er samt óðum að nálg-
ast. Maður sér það á svipn-
um á húsmæðrunum þar
sem þær Staulast náfölar út
úr verslununum á morgn-
ama með aðra höndina skjálf
andi á hjartastað en inn-
kaupatöskuna lafandi í hinni
með inia pilsu í botninum.
Þetta er ekki óðaverðbólga:
Þetta er verðbólga er hnýbt
hefur verið aftam í stélið að
organdi eldflaug sem er þeg-
ar komin hálfa leið til Ven-
usar.
Það er ekki heldur satt
ennþá að prísamir hækki
stumdum tvisvar á dag en
þeir hækka nærri sjálfkrafa
tvisvar í viku eða því sem
næst. Það þarf fífldjarfam
mann og jafnframt bjartsýn
an til þess að áræða að taka
leigubíl núna, þó að ekki sé
nema bæjarleið. Aksturinn
vestur á Framnesveg getur
kostað 250 krónur þegar
manngreyið stígur upp í bif
redðina og leggur af stað- Á
leiðinni yfir Tjamarbrúna
getur prísinn hrokkið upp í
300 krónur. Og um það bil
sem bílstjórinm er að opna
bakdymar og bjóða farþega
sínum kurteislega að gera
svo vel, þá getur sá boðskap
ur rétt eins verið að berast
gegnum ta'lstöð bílsins að í
þessum svifum hafi gjaldið
fyrir aksturdnn því miður
verið að hlaupa upp í 400 kr.
Þe*tta er þó ekki leigubíl-
stjórunum að kenna sem eru
orðnir að minnsta kosti eins
ringlaðir og húsmæðumar.
Maður sér þá stundum aka
hringtorgin hring eftir
hring og horfa stjörfum aug
um framan í vegfarendur. —
Sú var tíðin að hirðumenn
meðal atvinnubílStjóra höfðu
dálitla blikfeöslkju undir
skiptimynt sína í hanska-
hólfinu í bílnum sínum og
svo misjafnlega bústið seðla
veski í rassvasanum að hífa
upp þegar viðskiptavinurinn
þóttist geta státað af hundr-
að króna seðli. Nú er aHt út-
lit fyrir að tunna í fram-
sætimu, sem yrði einumgis
unddr smápeninga, dugi ekki
þegar líður fram á sumarið.
Leigubílstjórar næsta árs
verða kammir með jeppa-
kerru aftan í sig og væna
skóflu.
Það er verst vdð þessa vit-
fírringu að hún á eiginlega
engum að vera að kenna. —
Það er alltbaf dálítil sárabót
ef hægt er að finna hrapp-
inm, því að þá getur maður
þó fjandakomið sagt honum
sína meiriingu og á þann hátt
Skottið á bröndótta
hleypt af svolithim dampL
En nú eru allir eins saklaus-
ir og tíu ára barn í klaustur-
skólá. Það eru helst fyrr-
verandi rílrisStjómir sem
hafa sprengt verðlagið upp
jafnvel fyTrverandi mann-
eskjur sem em fyrir óra-
löngu komriar undir græna
torfu. Það er Gísla, EirQri og
Hellga að kenna, það er ár-
ferðimu að kenma, það er
ansjósunni í Perú að kenna.
Eitt er víst: Það er öl'lum
öðrum að kenna en mönmm-
um sem halda um stjórnar-
taumana-
Kannski er þetta rétt. —
Kamnski er það bara ímynd-
un okkar (eins og við vær-
um á geðvedkrahæld) að þeir
rnenn séu að fást við að
stjóma ofckur sem lofuðu þó
að gera það fyrir bráðum
þremur árum — nú, eða hót-
uðu því ef menn vilja vera
með hótfyndni. — Kannski
vom þeir bara að gabba
okkur. Mér hefur meira að
segja dottið í huig að kannski
sitji þeir bara aHir í kring-
um stóra borðið í stjómar-
herberginu og raði púslu-
spífli.
— Ertu búinn að tala við
Kanann, Einar?
— Nei, ég er að leita að
litla bröndótta stykkinu sem
vantar hérna aftan í rófuna
á kettinum mínum.
Ég átti einu sinni frænku
sem lét einmitt svona. Mað-
urinn hennar var að reyna
að leyna því fyrir okkur, en
hann var að fal'Ia úr hor. Eg
minnist hans alltaf núna
þegar ég sé kjötfarsið sem
maður fær fyrir fimm hundr
uð krónur og sem húsmæð-
urnar þurfa að nota teskeið
við þegar þær em að móta
bollumar.
Þeigar grauturinn brann
við hjá þessari frænku
minni, þá Labbaði hún sig
bara fram í stofu og tók til
við púslluspilið. Hún gekk
Iíka með rautt papponef und
ir lokin og stakk sér kollhnís
fram af svölunum þegar hún
var búin að fínna lítla brönd
ótta stykkið sem vantaði í
rófuna á kéttinum. Þá var
hún tekán úr umferð. En það
Afmæliskveðja til
Gunnars
Gunnarssonar,
rithöfundar
Varð hálf-níræður 18. maí í
ár.
HeiH höfuðskáldi
hálf-níræðu!
Ofnar þökkum
óskir hlýjar
heila álfu
og hafdjúp brúa,
en aldrei er llangt
til Isl'ands stranda.
Richard Beck