Lögberg-Heimskringla - 06.06.1974, Blaðsíða 12
12
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNl 1974
Heimsækitf Reykjavík
a Þjódhátítfarárinu
i|r
1974
íslenzka þjóðin minnist þess árið 1974, að 1100 ár eru
liðin frá því að norrænir víkingar hófu landnám á
íslandi. Þessa merka afmælis í sögu þjóðarinnar verður
minnzt með margvíslegum hætti um land allt á hátíðar-
árinu.
Á Þingvöllum við Öxará kemur fólk úr öllum landsfjórð-
ungum saman til þjóðhátíðar sunnuaaginn 28. júlí. Um
næstu helgi á eftir, 3.-5. ágúst verður efnt til fjölbreyttra
hátíðarhalda í Reykjavík. Þar verður að sjálfsögðu
minnst þess sögulega viðburðar, er Ingólfur Arnarson
nam fyrstur manna land á íslandi og reisti bæ sinn í
Reykjavík
Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur býður yður velkomin til
þátttöku á hátíðarhöldum ársins í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um dagskrá veitir: Skrifstofa þjóð-
hátíðarnefndar Reykjavíkur 1974, — Hafnarbúðum, -
Reykjavík.