Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1974 5 Framh. af bls. 1 „Square dans” hópurinn frá Winnipeg sýnir Vesturheimskan fótaburð í Háskólabíói Aldrei hafo Vestur- fslendingar kynnst þjóð sinni betur Framh. af bls. 1 viðvíkjandi. — Mun það í fyrsta sinn, sem færi hefur gefist á svo náinni samvinnu milli félaganna. Eftir hádegi sama dag þáðí hópurinn boð Forseta Is- lands, Kristjáns Eldjáms, að sækja messu í Bessastaða- kirkju. — Síðan var haldið heim til hans, og þar skýrði forsetinn í stórum dráttum stjórnmálasögu íslands frá 874 til 1974. Skúli Jóhanns- son þakkaði honum boðið og ræðuna og afhenti honum gjafir frá Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi. — það voru míkrófilmur af síð ustu þrem árgöngum Lög- bergs-Heimskringlu, en þeg- ar hópur Vestur-Islendinga heimsótti ísland 1971, færðu þeir landinu míkrófilmur af öllum íslenskum blöðum og ritum, sem gefin höfðu ver- ið út vestan hafs upp að, þeim tíma- Einnig afhenti Skúli forsetanum innramm- aða mynd af málverki Árna Sigurðssonar af lendingu ís- lensku frumherj£mna" á Víði nesi í Manitoba og skylti til minningar um 1100 ára land- námsafmæli Islands. Að at- höfninni lokinni sátu gestirn ir veislu í boði forsetans. Á samkomu, sem Þjóð- ræknisfélag Islendinga í Reykjavík hélt Vestur-ís- lendingum í Háskólabíó 12. júlí, sameinuðust gestimir frá Vancouver og Winnipeg, Reykvíkingum og öðrum. — Þar tók Sigurður Sigurgeirs- son, fyrrum formaður Þjóð- ræknisfélagsins í Reykjavík, fyrstur til orða, en fólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra Islands flutti erindi. — Fyrir hönd Þjóðrænisfélags Islendinga í Vesturheimi, af- henti Skúli Jóhannsson hon- um mynd af lendingu ís- lenskra frumherja í Víði- nesi í Nýja lslandi og skylti til minningar um 1100 ára af mæli Islands byggðar. Stef- án J. Stefánson ávarpaði hóp inn, en “Square dans” flokk- ur frá Winnipeg, „Dans í gamni” kom tvisvar fram á þessu móti og varð ekki ann- að séð en að áhorfendum væri vel skemmt. Bæjarstjórn Reykjavíkur hélt Vestur-íslendingunum veislu á Kjarvalsstöðum sama dag og þar afhennti Skúli Jóhannsson bæjar- stjóra, Birgi ísleifi Gunnars- syni, mynd af lendingunni í Víðinesi og þakkaði gest- risnin'a fyrir hönd gestanna. Vel var hópnum tekið á Akureyri, en þar dansaði „Square dans” hópurinn 20. júlí og var klappað lof í lófa. Daginn eftir sátu gestimir frá Vancouver og Winnipeg dagverð í boði bæjarstjórnar Akureyrar, og lýsti borgar- stjórinn, Bjöm Einarsson ánægju sinni yfir því að Ak- ureyri. og Gimli í Manitoba væru nú formlega tengdar systraböndum. Skúli Jóhannsson ávarpaði samkomuna og afhenti bæj- arstjóra myndina af landtök- unni í Nýja íslandi, en skylti afhenti hann Geir Bjömsyni, sem þakkarvott fyrir starf Bókaforlags Odds Bjömsson- ar, er gefið hefur út Vestur- íslenskar æviskrár, og séra Benjamín Kristjánssyni, sem lagt hefur ómetanlega Vinnu í að safna efni í bækurnar og búa þær undir prentun. Minni myndir og heiðurs- skjöl afhenti hann Áma Bjamarsyni, Gísla Ólafssyni, Steindóri Steindórssyni og Sigurði O. Bjömssyni. á ný í vitund okkar sem ein hin kærasta endurminning, sem við eigum. Á næsta ári verður minnst í Kanada merkilegs aldaraf- mælis- í októbermánuði árið 1875 var stofnuð fyrsta var- ahlega íslendingabyggðin í Kanada að Gimli í Nýja-ís- landi, í Keewatin héraði, sem nú er í Manitoþafylki. I þessu sambandi hljótum við að minnast þess að fyrsta alvarlega tilraunin til fastrar búsetu Evrópumanna á meg inlandi Norður-Ameríku, þ. e. á Vínlandi hinu góða, var gerð í kjölfar landkönnunar Leifs Eiríkssonar. Þorfinnur karlsefni, góður fardrengur, sigldi fyrst af Islandi og þá af Grænlandi við 160 manns, og höfðu þeir með sér alls konar fénað og búshluti. Þorfinni og Guðríði, konu hans fæddist hið fyrsta haust leiðangursins sonur, er hét Snorri, og hefur hann þá að öllum líkindum fæðst á landi sem nú er kanadísk grund. Þeir Þorfinnur og menn hans sneru heim frá Vín- landi eftir þrjú ár, og settust þau Þorfinnur og Guðríður að á Islandi og bjuggu þar til æviloka. í dag em hér stödd sum af börnum landnámskynslóðar- innar íslensku frá síðustu öld, enn fremur margir full- trúar annarrar og þriðju kyn slóðarinnar. Við erum hing- að komin til að halda hátíð- legt með frændum okkar enn eitt merkisafmæli í hinni löngu og viðburðaríku sögu Islendinga, allt frá því Fólkið itreymdi um Almannagjá á Þjóðhátíðina á Þingvöllum 28. júli. Ávarp dr. Thorlakson að öndvegissúlur Ingólfs Amarsonar, hins fyrsta land námsmanns ,rak á land í Reykjavík. Á ellefu alda ferli sínum hefur íslénska þjóðin átt mis jöfnu láni að fagna, rann fyrst sitt forna .frægðarsker- ið, en bjó síðan oft við harð- indi og hörmungar, er mjög reyndu á þrek hennar og þol gæði. En allt þetta hefur hún lifað af og er nú í flokki hinna framsæknustu smá- þjóða á tuttugustu öld- Á morgun, 29. júlí, mun mér veitast sú ánægja að af- henda forsætisráðherra eina bók rétt sem sýnishorn úr mikilli bókagjöf, er Kanada- stjóm mun á næstunni senda íslensku þjóðinni í tilefni 11 alda afmæliáins og varðveitt verður, þegar þar að kemur, í Laijdsbókasafni Islands. Þessari bókagjöf er ætlað að efla þann kost kanadískra bóka og annarra gagna, sem fyrir er, en sumt í honum endurspeglar ýmist í bundnu máh eða óbundnu hvort tveggja í senn, holl- ustu og þegnskap Kanada- manna af íslenskum ættum við fósturlajidið, Kanada, og lifandi áhuga þeirra á ís- lenskri tungu og menningu og þann metnað, sem þessi arfur hefur vakið með þeim. Megi ísland ætíð verða það farsælda frón og hag- sælda hrímhvíta móðir, sem skáldið Jónas Hallgrímsson orti svo fagurlega um fyrir nær hundrað og fjörutíu ár- um. (Tekið úr Morgunblaðinu)

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.