Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1974
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Published every Thursday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. LTD.
S12-26S Porlage Avenue, Winnipeg, Man. R3B 2B2
Editor Emeriius: Ingibjörg Jonsson
Editor: Caroline Gunnarsson
President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson;
Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager,
S. Aleck Thorarinson.
Subscription $10.00 per year — payable in advance
TELEPHONE 943-9931
“Second class mail registration number 1667”
Printed by: GARDAR PRINTING LIMITED
ÓGLEYMANLEGUR HÁTIÐISDAGUR
Aldrei hefur verið jafn fjöjmennt á Þingvöllum til foma og
var þegar Aljbingi sat þar á 1100 ára afmæli íslensks land-
náms 28. júlí í sumar. Og sjaldan mun hin stórbrotna nátt-
úrufegurð staðarins hafa notið sín betur en í sólríki þess
heilladags. Fast að 60.000 manns streymdu fram og aftur um
Almannagiá frá morgni til kvölds, dreyfðust um vellina og
hátt upp í fjallshlíðar, þar til björgin voru alklædd fólki í
litfögrum klæðum.
Þar var drjúgur fjórðungur þjóðarinnar samankominn,
og allar kynslóðir- Smáböm trítluðu um grýtta gjána við
hlið foreldra, sem báru hvítvoðunga á örmum sér, ungling-
ar og aldrað fólk gekk sömu leið og öllum virtist létt um
spor, eins og fjallgöngur væru þeim í blóð bomar og grýttir
vegir kæmu ekki ónotalega við yljamar.
Eftir frásögn Morgunblaðsins, voru 4000 manns komnir
til Þingvalla um hádegi daginn áður en hátíðin hófst og bíl-
amir streymdu þangað það sem eftir var dagsins. Fólkið
var hvaðanæva af landinu en flest frá höfuðborgarsvæðinu.
Var talið að rösklega 3000 manns hefði gist þar aðfaramótt
laugardagsins 27. júlí. Enda talaði ég við nokkur ungmenni,
sem voru ferðbúin þegar þau losnuðu úr vinnu fóstudags-
kvöldið. Þau fóru í bílum og á reiðhjólum með tjöld og vist-
ir, en sumir lögðu land undir fót og bám mal á baki að sið
féðranna
Klukkan 10.57 var blásið í lúðra af efri barmi Almanna-
gjár og leikið Island farsælda frón. Þá var klukkum Þing-
vallakirkju hringt og þingfundur hófst að Lögbergi. Aðeins
eitt mál var á dagsskrá, tillaga til þingsályktunar um land-
græðslu og gróðurvemdaráætlun til minningar 1100 ára af-
mæli samvistar lands og þjóðar. Hér er um að ræða verk-
efni, sem eftir áætlun mun kosta ríkissjóð miljarð (biljon)
krónur á næstu fimm árum- Þó varð ekki annað merkt en að
þær þúsundir skattskyldra borgara, sem hlýddu á mál þing-
manna, tækju tillögunni með velþóknvm. Þessa afmælisgjöf
töldu þeir aðeins réttmæta skuldagreiðslu þjóðarinnar fjnrir
ellefu alda búsetu í landinu, og rányrkju kynslóð fram af
kynslóð.
En á íslandi hefur mannshöndin ekki verið ein um að
eyða gróðri jarðar, þó skæð sé. Þar hafa stórvirk náttúruöfl
skapað og eytt í sömu andránni frá aldaöðli. Þar skóp guð
og eldur Þingvelli löngu fyrir landnámstíð. Þar eyddu Skaft
áreldar blómlegum byggðum og grófu gróður jarðar undir
ösku aðeins rúmum 900 árum eftir landnám. Aðeins rúmt
ár er nú liðið síðan Helgafell steypti eldi og ösku yfir Vest-
mannaeyjar, eyddi þar mannvirkjum og jarðargróðri, en
byggði um leið sjómönnum eyjanna betri höfn en þeir hefðu
annars getað eignast fyrir offjár. Og nú sækir þetta fólk aft-
ur heim til eyjanna fögru, hreinsar þær af gjalli og ösku,
græðir hlíðar og tún, byggir upp bæina sína, hrósar happi
yfir höfninni og gerir sér von um að gufan sem enn stafar
upp úr hinu nýja hravrni búi yfir hitamagni, sem verði beisl-
að og endist til að hita upp húsin þeirra næstkomandi hundr
að ár. x
Landið hefur mótað skapgerð þessa fólks og aldrei verður
með sanni sagt að íslendinga hafi skort manndóm til að
halda velli að minnsta kosti eins vel og nokkur önnur þjóð
hefði gert í því landi, sem feðurnir völdu þeim. Vísindin og
tækni nútímans hafa búið þjóðinni betri aðstöðu en liðnar
kynslóðir áttu við að búa, til að bæta fyrir eigin syndir og
þau spjöll, sem orðið hafa af náttúrunnar hendi. Þessi þjóð
sér ekki í aurana til að tryggja sér framtíð í landinu.
Hún réðist í að leggja hringveg um landið, og víst má
telja það Grettistak að hann varð opnaður Þjóðhátíðarárið.
En hann er líka dýrmæt afmælisgjöf, því hann opnar mönn-
um, nú og um ókomna mannsaldra víðsýni yfir landið og
hlýtur um leið að opna augu þeirra fyrir raunum og afrek-
um liðinna kynslóða- C.G.
Raeða Skúla Jóhannessonar á Þingvöllum
Herra hátíðarstjóri, herra
Forseti Islands, forsætisráð-
herra, tignir gestir, góðir ís-
lendingar.
1 nafni hins íslenzka þjóð-
arbrots í Vesturheimi, færi
ég heimaþjóðinni hugheilar
ámaðar- og hamingjuóskir á
þessum merku tímamótum í
sögu lands og þjóðar, ellefu
alda afmæli Islandsláyggðar.
Vér óskum íslandi og ís-
lendingum velfamaðar og
biðjum þess, að sá huldi
verndarkraftur, sem haldið
hefur hlífiskildi yfir landi og
þjóð frá fyrstu dögum ís-
landsbyggðar, megi svo á-
fram gera um ókomnar ald-
ir.
Vér Vestur-lslendingar er-
um eigi síður en þér sem ætt
landið byggið, stoltir af af-
rekum feðra vorra og mæðra
og þeirri menningarlegu arf-
leifð, sem vér allir erum
bornir til- Vér erum þess
minnugir, að það vom ekki
aðeins frelsisunnandi menn,
sem námu og byggðu Island
fyrir ellefu öldum. Þetta
voru dáðríkir og raunsýnir
hugsjónamenn. Hér á þess-
um helga og söguríka stað,
Þingvöllum, var Alþingi Is-
lendinga stofnað 930, og þar
með lagður grundvöllur að
hinu íslenzka þjóðveldi. Hér
voru sett lög svo merkileg,
að lögbækumar fornu teljast
meðal helztu heimilda um
löggjöf germanskra þjóða
fyrr á tíð. — Landafundir
hinna fomu Islendinga voru
mikil afrek. Með fundi Græn
lands var brautin rudd til
Vesturheims. Leifs Eiríksson
ar dagur er nú hátíðlegur
haldinn árlega, bæði í Kan-
ada og Bandaríkjum Norður
ameríku ,til minningar um
fund Vínlands.
Skáldskapur Islendinga í
fomöld var þeim mjög til
frama og frægðar, og enn í
dag á þjóðin ritsnillinga sem
alheimi eru kunnir. Hinir
fomu sagnameistarar, svo að
eins séu nefndir, þeir Ari
hinn fróði Þorgilsson, Snorri
Sturluson og Sturla Þórðar-
son, sömdu og Skráðu slík
öndvegisrit, að aldrei munu
fyrnast.
Verk þeirra munu um all-
ar aldir teljast til gimsteina
heimsbókmenntanna.
Saga vor, íslendingar, er á
öllum öldum saga um dáðir,
þessi fámenna þjóð hefir háð
lífsbaráttu við margs konar
hamfarir óvæginna náttúru-
afla, plágur og hörmungar
o^ drepsóttir, en komið hert
úr hverri raim. Hún hefir
fengið að kenna á fátækt og
hungri, því að oft var lítil
björg í búi, þá er aflaleysi og
uppskerubrest bar að- En
eins og hin íslenska þjóð hef
ir nú. í ellefu aldir borið
giftu til að sigrast á erfiðleik
unum, vonum vér og trúum,
.. að framtíðin sé hennar. Megi
niðjar Islends og böm ókom
inna alda fá lifað og starfað
í anda þess manns er öllum
öðrum fremur hefur verið ís
lendingum til fyrirmyndar,
sjálfstæðis hetjunnar góðu,
Jóns Sigurðssonar, er lagði
svo traustan gnmdvöll að
endurheimt frelsis og sjálf-
stæðis þjóðarinnar. Megi það
vopn, er hann kunni svo vel
að bregða, sverð andans,
verða þjóðinni enn sem fyrr
beittasta vopnið til trygging
ar frelsi og fullveldi. Megi
íslensk þjóð fá lifað í þessu
fagra og kæra landi um ó-
komnar aldir sem þegnar
fullvalda ríkis, er aldrei
verði fjötrað í hlekki erlends
valds.
Guð blessi ísland og Is-
lendinga.
Skúli Johannsson formaSux Þjóíraeknisfélags íslendinga i Vestur-
heimi afhendir forsætisráSherra íslands ólafi Jóhannessyni gjöf
félagtins.
„Ja, nú er ég orðlaus, og
vitið varðveiti mig frá því að
verða ekki sentalaus líka á
næstu 30 sekundunum,”
sagði ég við bútserinn hjá
Eatons á dögunum.”
„Það er upp til þín, mæ
dír,” sagði hann og brosti
blítt, „en reyndu að bíða 60
sekúndur og þá verðurðu
sloppin hóm frí því þá verð
ég búinn að selja allt rúllu-
pylsu efnið, sem ég á til í
búrinu á bak við kánterinn
hjá mér. Þú ættir að sjá það!
Glænýtt og mátulega ófeitt.
Jólapottarnir í Winnipeg
gleypa við því.”
Allt þettasagði hann á rúm
um 20 sekundum og það, sem
eftir var af mínútunni lennti
í að vikta rúllupylsuefnið,
vefja það í grápappír og
demba því í fangið á mér. —
Svo fór hver konan af ann-
ari að kaupa sér í rúllupyls-
ur til jólana og engin spurði
um verðið nema ég, en ein
konan sagði að familían sín
yrði bara að gera sig ánægða
með ost og spaghetti, hænsna
vængi og fóhom það sem eft
ir væri vikunnar til þess að
geta fengið rúllupylsu á jól-
unum, það dót kostaði ekki
nema sosem 50 til 60 sent
pundið en auðvitað borgaði
maður ansi mikið fyrir bein
in, og þetta væru bein sem
maður mætti ekki einu sinni
gefa hundinum sínum ,mað-
ur yrði að kaupa dýrari mat
einstöku sinnum til þess að
hafa bein til að stinga upp í
aumingja hundinn.
„Vel á minnst,” sagði ég
og skokkaði til bútsersins
þar, sem hann var í óðaönn
að vikta og vefja kjötið. Svo
bauð ég honum að koma til
mín bráðum, og fá sér súpu.
„Maður verður að gera sér
mat úr öllum þessum bein-
um, sem ég keypti af þér áð-
an í óðagoti fyrir dollar
pimdið,” sagði ég og þóttist
ansi smart.
„Bara fáðu mér það aftur,”
sagði hann og rétti fram
lummurnar, „og takk skaltu
hafa, því færri fá en vilja og
komdu nú með það.”
Þá dró ég inn homin, eins
og maður segir, faðmaði að
mér þetta dýrmæta herfang
eins og það væri óskabarn
sem ætti að rífa af mér, og
þaut út.
Allir verða að velja, hugs-
aði ég, hvort þeir vilja held-
ur matinn eða eitthvað af
sentunum sínum- — Enginn
fær að hafa hvorttveggja nú
á dögum. Svo fór ég og
keypti mér egg í soðið, því
allir segja að nóg sé af þeim
nú sem stendur. C.G.