Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 19.09.1974, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER 1974 SAMBYLI igtiA fcjuwji 3(. XvaAan í>au sem inni voru, þegar komið var inn með þessar byrðar, urðu í fyrstu orðlaus af undrun og skelfingu- Læknirin skildi tafarlaust, hvað gerst hefði, og þó að hann sjálfur hefði unnið sæmilegt morgunverk, fannst honum það smán, að Jósafat skyldi hafa verið skilinn eftir í Logandi húsinu — og enginn munað eftir honum, fyrr en Gríma gerði það. Frúin fór að gráta Þetta var svo óum- ræðilega sviplegt. Gríma hafði farið út frá þeim, alheil, fyrir örstuttri stund. Frúnni fannst sem hún þefði misst einhvem nákominn ástvin sinn. En Siggi horfði á þau þama í rúminu mjög alv- arlegur. Nokkurra daga gömul endurminning rifj- aðist upp fyrir honum. Hann hafði komið inn í hús, þar sem jafnaldri hans lá í rúminu hjá systur sinni. Og nú sagði hann: — Þau eru orðin systkin. — Þau sýnast að minsta kosti vera orðin jafn- ingjar, sagði læknirinn. Hann hafði einhvem veginn gengið áð því vísu að þau væru bæði önduð. En nú gekk hann að líkömunum og tók að athuga þá. — Þau eru ekki dáin, sagði hann eftir ofurlitla etund. RÆNA OG RÆNULEYSI Nokkrir dagar voru liðnir. Þau Jósafat og Gríma lágu bæði í St. Jósefs-spítalanum í Landakoti. — Hún lá í almennings-stofu, en hann í eins manns herbergi. Gunnsteinn Gunnarsson stundaði þau bæði. Gríma hafði skaðast mikið og verið mjög veik, en var ekki talin í verulegri lífshættu. Um Jósafat var öðru máli að gegna. Sú fregn hafði bor ist út um bæinn, að lítil von mundi vera um hann. Veikindahitinn hafði verið magnaður, og Jósa- fat hafði gengið illa að fá rænuna, eftir að nokkurt líf hafði þó farið að færast í hann aftur. Auðsjá- anlega voru hinar og aðrar endurminningar frá deginum fyrir brennuna að þvælast fyrir honum. — Þama er þá draugurinn minn, heyrðu menn hann segja einu sinni. En þú skalt ekki leggja ofan á mig þetta skiftið. Eg er eikkert hræddur við þig- Og þá tók hann að hella á drauginn heilli bunu af smánarorðum og vísa honum á þann stað, sem þjóðtrúin hefir gert að réttu heimkynni drauga og allra illvætta- En allt í einu var eins og draugurinn væri kom- inn með víxil, sem hann vildi fá framlengdan. — Eg framlengi engan víxil, sagði Jósafat þá ... ' og það fyrir svona bölvaðan draug eins og þig... Þú getur talað við frú Findal um það. Með köflum voru stórveldin rík í hug hans. — Stórveldin hafa logið og stolið og gint og gabbað. Er ég skyldugur til að vera betri en stór- veldi? Eg er eins og stórveldi. Einhver sagði það áðan. Eg man ekki, hver það var. Þá varð hann vondur, eins og hann yrði fyrir einhverjum andmælum, reis upp í rúminu, fleygði ofan af sér fötunum, hnyklaði brúnimar og hróp- aði: — Það er lygi. Eg er stórveldi. Þá hneig hann máttvana niður á koddann. Syst- irin, sem á þetta hlustaði, tók að breiða ofan á hann og hagræða honum. Hann hafði veður af henni og spurði hana í hálf-ræfilslegum róm, hvort það væri ekki satt, hvort hann væri ekki stórveldi. — Eg veit ekki, sagði systirin. Það getur vel verið. En það er ekki nóg . — Ekki nóg? Ekki nóg að vera stórveldi? sagði Jósafat. — Þér þurfið líka að verða guðs bam, sagði systirin. — Já, já. •. líka að verða guðs bam, át Jósafat eftir henni. En það var bersýnilegt, að sú litla glóra af rænu sem hann hafði haft síðustu augnablikin, var nú sloknuð, og að hann vissi ekki, hvað sagt hafði ver ið við hann, né hvaðJiann hafði sjálfur verið að segja. Og enn bylti hann sér nokkurra daga í rúm- inu, eirðarlaus og rænulítill. Svo var það einn morgun ,að hann vaknaði með fullri rænu, þó að sótthitinn væri enn mikill. — Hann fór þá að grafast eftir bví, hvemig í þessu öllu lægi. hvemig hann hefði veikst, og hvemig hann hefði komist þangað í spftalann. Systirin sagði honum, að húsið hans hefði brunnið, hann hefði verið nærri bví dauður í eldinum, og að roskin kona, sem héti Gríma og nú væri sjúkling- ur hér í sDÍtalanum, hefði biargað honum. Við siá'ft hefði legið, að hún hefði lagt Iff sitt í sölurn ar fyrir hann, og hún hljóti að vera með afburðum góð kona. — Góð! Hún Gríma? ..... Hún hefir auðvitað kveikt í húsinu, sagði Jósafat í mestu vonsku. - Systirin vildi ekki fara að ándmæla honum neitt svona veikum. En hún hristi höfuðið. Henni fanst ekki Jósafat vera á þeirri leiðinni að verða guðs bam. Gunnsteinn Gunnarsson læknir kom inn til hans. Jósafat leit á hann undrunar og reiði-aug- um. Enn mundi hann ekki vel, hvað læknirinn hafði gert hanum. En óvinur hans var hann — hann var ekki í neinum vafa um bað. Og læknir- inn var ekki heldur í neinum vafa um svipinn á Jósafat. — Eg hefi komið til yðar, síðan þér komuð hing að ,sagði læknirinn, af því að þér hafið verið van- ur að leita til mín, þá sjaldan er eitthvað hefir orðið að yður. En það getur verið, að þér viljið heldur einhvem annan. Eins og þér getið nærri, væri það reiðilaust af minni hálfu. Jósafat hugsaði sig um stundarkom. — Hann minntist þess, að hann hafði æfinlega haft gott traust á Gunnsteini Gunnarssyni — sem lækni- — Nei, sagði hann, mér er sama. — Mig langar ekkert til að skifta um ... Hvað segið þér mér af heilsufarinu? — Þér hafið verið mikið veikur, sagði læknir- inn. — Eg fer nú nærri um það, sagði Jósafat önug- ur. Og ég er ekki upp á marga fiska enn. — Þér eruð samt mikið hressari nú en þér hafið verið. Þér hafið verið rænulaus svo að þér sjáið, að þér eruð betri. — Haldið þér, að þetta verði langvint? sagði Jósafat. — Það er að minnsta kösti bezt að búa sig und- ir það að þurfa að vera þolinmóður. En Jósafat var alls ekki þolinmóður. Hann varð því óþolinmóðari, sem hann vitkaðist betur og alit fó rað verða honum ljósara. Hann var stórreiður. Hvaða tíma hafði hann til að liggja hér? Nú féll víxill nærri því á hverjum degi. Enginn var til að sinna þeim .Hann misti víxilréttinn. Hann hafði átt að útkljá verulega gróðavænleg húsakaup fytr^ ir fáum dö'gum. Nú fór það allt í vitleysu... Já, það var svo margt og svo margt, sem hann þurfti að gera. Hann þurfti að stefna að minsta kosti fjórum mönnum. Hann þurfti að kyrrsetja mann, sem hann hafði mikinn grun um, að ætlaði að laumast burt af landinu með stóra skuld við hann — og nú var skipið sjálfsagt farið með dónann ... Verkin, sem hann hafði þurfti að inna af hendi einmitt þessa dagana, voru eins og mý á mykju- skán, þegar hann fór að hugsa um þau- Þetta var nóg til þess að gera mann vitlausan ... Og hann lá hér, með gnmmilegum sótthita, sárþjáður og allur reifaður, nærri því frá hvirfli til ilja! Hann var stórreiður við þessar umbúðir og við lækninn og spítalann og systurina og sjálfan sig... Hvers- vegna í fjandanum hafði hann ekki getað vaknað í tæka tíð? * En reiðastur var hann Grímu. Að kerling^r- djöfullinn skyldi fara að kveikja í húsinu hans — og láta svo tala um sig á eftir eins og einhvem dýrling fyrir það, að hún var svo náðug að brenna hann ekki alveg inni! Þá skyldi hundur heita í höf uðið á Jósafat, ef sú drós fengi ekki að spásséra upp í steininn, þegar hann væri kominn á fætur! Sótthitinn fór vaxandi aftur, þegar fram á dag- inn leið. Lífið fór að verða óumræðilegt kvalræði. Hvað það væri mikil fróim að fnega bylta sér til í rúminu! En þess var er <?inn kostur — sárin voru svo viðkvæm. öráðið sótti á, barðist við vitið um yfirráðin. Allra-snöggvast brá draugnum fyrir. En Jósafat vildi ekki fyrir nokkum mim sleppa sér út í rænuleysið- Hann hafði um svo margt að hugsa. Hann varð að finna einhver ráð til þess að kippa byí í lag, sem 'komið var í ólag — einhverju af bví. Auðvitað var sumt óbærilegt. En þá gægðist allt í einu fram alveg ný hugsun — álíka mikil boðflenna eins og innbrotsþjófur eða morðingi: — En ef þetta er nú aðdragandinn að dauðan- um?... En ef ég á nú aldrei að komast á fætur aftur? Hann hratt þessari hugsun frá sér eins og hverri annarri vitleysu. Hann fór að hugsa um annað. Nóg var um að hugsa .Voru ekki allar viðskipta- bækur hans brunnar? .. . Og víxlar líka? •.. Hvar stóð hann þá? Allir þessir skuldaþrjótar hans mundu auðvitað þræta fyrir, að þeir skulduðu honum nokkum eyri. Þeir mundu sverja það. — Hann þekkti það svo sem, þetta illþýði. Vi'taskuld hafði hann gengið frá bókunum og öllum verð- mætum skjölum inni í jámskápnum, áður en hann fór að hátta. En þessir skápar reyndust venjulega ónýtir, þegar á þá reyndi. Annað hvort brunnu þeir sundur, eða hitinn varð svo mikill inni í þeim að allur pappír varð ónýtur þar. — En hvað gerir það til, ef ég á nú að deyja? .... En sú vitleysa! Hann þaggaði niður þessa rödd innan úr sál sinni. Hann herti sig að hugsa sem mest. Nú hafði líklegast kvittunin brunnið, sú er hann hafði afhent frú Findal. Þá hafði hún.ekk- ert í höndunum gegn honum. Hann gat lagt þau efni undir sig. Þá var öll hennar rekistefna orðin að engu ... Vel gat verið, að efnahagur hans væri nú kominn í það horf, að honum veitti ekki af að halda utan um það sem klófest varð. — Eg ræð ekkert af um það nú .hvemig ég sný mér í því máli- Við sjáum nú, hvað setur... Og svo er eins og ég sé allur að stákna frá hvirfli til ilja. Hvemig ætti ég þá að geta ráðið nokkuð af nú? Og hann varð reiður út af þeirri ósanngimi, að hann ætti að ákvarða nokkuð, svona á sig kom- inn. Óráðið sótti fast á hann. Draugurinn hans stóð við rúmstokkinn. THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS AS POSSIBLE. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subscriplion Form Name: .............................. Address: .................. Enclosed find $10.00 in payment for subscription for one year. Make cheques payable to: LÖGBERG-HEIMSKRINGLA. 512-265 Portage Ave. Winnipeg, Man. R3B 2B2 Telephone 943-9931

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.