Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 4
4 LÖGBERCf-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1974 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Publishod every Thursday by LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. LTD. 512-265 Portage Avenue, Winnipeg, Man. R3B 2B2 Editor Emeritus: Ingibjörg Jonseon Editor: Caroline Gunnarseon President, K. W. Johannson; Vice-President, Dr. L. Sigurdson; Secretary-Treasurer, Emily Benjaminson; Adv’t Manager. S. Aleck Thorarinson. Subscriplion $10.00 per year — payable in advance TELEPHONE 943-9931 “Second class mail registration number 1667” Printed by: GARDAR PRINTING LIMITED Komdu með plastið, engin vill pappírspening Einu sinni vildi maður allt á sig leggja, meira segja strita baki brotnu, til að eignast fáeina pappírsseðla með mynd af krýndum kolli öðru megin og einhverju sem útgef- endumir höfðu velþóknun á hinu megin. Til dæmis er mynd af moldroki á sléttunum í Saskatchewan á gömlu seðlunum, sem voru hundrað centa virði þegar þeir voru upp á sitt besta. Þetta hefur víst verið með ráði gert þegar maður hugs ar út í'það. Því á yngri árum þessa seðils þótti hann svodd- an dýrmæti að það komst upp í vana fyrir mörgum að snúa honum við einu sinni eða tvisvar og grandskoða hann á alla kanta áður en þeir kvöddu hann í hinsta sinn, en moldrokið aftan á honum kom svo ónotalega við taugamar, að mann dauðlangaði til að biðja bankann um að geyma hann fyrir sig og halda fast í hann, en til þess var víst ætlast, þó fáir hefðu efni á að láta peninga liggja og hvíia sig í bankanum. Nú eru þessir gömlu kunningjar famir að lýjast eins og alllt annað sem þvælist mann frá manni árum saman, og bú- ið að gefa út nýja seðla með drottningunni á sínum stað en þinghúsinu í Ottawa og silfurtæru fljóti á baksíðunni. En þá eru seðlarnir að fara úr móð, hvað fallegir sem þeir eru. Ef maður gerist svo djarfur að ætla sér að borga fyrir sápustykki með gjaldgengu skýrteini frá landsbanka Kanada, er maður spurður því maður taki þetta ekki út í reikninginn sinn, hvort maður sé búinn að týna plastspjald- inu, sem maður eigi alltaf að bafa hanbært þegar maður ætli að hafa viðskipti við verslunina. Svo er tekið við drottn- ingunni og þinghúsinu með hangandi hendi og þau látin detta ofan í skúffu, en sá næsti í röðinni réttir fram hart og skínandi plastspjald. Því er stungið upp í opið ginið á ein- hverju nýmóðins verkfæri sem skellur skoltunum yfir spjald ið þegar slegið er á kollinn á því. Svo skrifar eigandinn und- ir plast samninginn og tekur spjaldið aftur. Svona gengur það ár eftir ár og aldrei lýist plastspjaldið. En ef nokkur er enn á reiki í heiminum, sem vill hafa gamla lagið á þessu, má hann helst ekki koma upp um sig, því þá getur farið svo að hann fái fulltrúa í heimsókn, sem reyni að koma honum til að ná sér í plastspjald svo hann geti fengið að safna skuldum hjá húsbónda hans. Þessi verslunaraðferð hefur gengið svo vel í Bandaríkj- unum að nú herma skýrslur að um 400 milljónir plastspjalda séu í umferð þar, og aðal gjaldeyri meginþorra manna. Hvað kemur til- að stór fyrirtæki vilja heldur safna skuldunautum en peningum. Nýlega var þessi tilhneyging tekin til athugunar í blaðinu, Christian Science Monitor og hún skýrð þannig að ef versJanimar festu sér ekki viðskipta vini hlytu þeir að lenda hjá keppinautum þeirra, en ekkert festi menn jafn seigum böndum við eina verslun og þessi spjöld. Með plastspjald í vasanum sjá menn heldur ekki í hvert cent, eins og þegar þeir telja fram seðlana einn af öðrum þangað til pyngjan er orðin tóm. Þetta verður að skiijast svo að verslunarfyrirtæki sjái hagnað sinn í því að sem flestir versli upp á framtíðina. — Þegar þau innheimta slculdimar, sem plastspiöldin safna á bækur þeirra, hafa peningamir vasaskipti- Oftast hafa þeir stutta viðstöðu áður en þeir flytja sig búferlum allir á sama stað, láta ekkert af sér verða eftir til að lenda hjá öðrum. Þeir eru svosem nógu gimilegir enn, dollararnir sem menn afla sér í sveita síns andlitis, þó enginn þykist vilja líta við þeim þegar þeir bjóða sig fram einn og einn í senn. Það þykir bara hagkvæmara að senda frá sér smáspjöld til að skelía á þá eymarmarki fyrirfram og hóa þeim svo öllum á sinn stað þegar þar að kemur. Nú er allt annar móður en áður var í þessum málum, bankamir famir að ota að mönnum peningalánum eins og algengri verslunarvöru, sóa meira að segja dollurum í lif- andi blóm til að gera heimilislegt ixmi hjá sér, senda svo frá sér notaleg bréf, sem bjóða mönnum að líta inn til sín og ræða vandamál undir fjögur augu ef þeir þurfi á smáláni að halda. Þetta hefði nú þótt draumur í gamla daga, þegar mold- rok var á sléttunum og allt lenti aftan á gömlu hundrað- centa bankaseðlunum. CQ. FÁEIN KVEÐJUORÐ Á TÍMAMÖTUM í lífi mínu gekk ég hik- andi á fund Sigurðar Nordals prófessors, sem ég hafði þá aðeins einu sinni séð álengdar, Lítið þekkti ég þá til hans annað en það sem Davíð Stefánsson hafði sagt mér frá honum. Ég man að hann sagði að margir væru þeir erlendir menntamenn, sem virtu Island mest fyrir það að þar væri Sigurður Nordal. „í þeirra augum er islenzk menn- ing og Nordal nær eitt og hið sama, hann er samnefnarinn", sagði Davíð. Ég leitaði á fund Nordals til þess að fá að ræða við hann um nokkur vandkvæði sem ég var kominn í með framhald á námi mínu á styrjaldartímanum. Aldrei líður mér úr minni þessi fyrsti fundur okkar. Nordal hlustaði þolinmóður og athugandi á frásögn mína. Síðan sagði hann mér sitt álit, talaði um málið af áhuga eins og það væri honum hugfólgið ÚFlausnarefni, og þá tók ég eftir þvi, sem ég átti eftir að reyna svo oft síðar, þegar mál var borið undir Sigurð Nordal, að viðbrögð hans og tillögur voru einí, og hann hefði þegar áður hugsað það og gert sér grein fyrir því. Þó er mér hitt of^r í huga, að hann kom svo máli sfhu.yið mig, kornungannmann og honum ókumí'ugan, að ég fór af fundi hans léttari í skapi og öruggari I minni sök og mér fannst meiri maður en áður. Langt er nú liðið síðan þetta var. Nordal varð kennari minn og vinur. Samfundirnir urðu margir, en þó að vísu of fáir, það finnur maður þegar öll sund eru lokuð. AHa tíð fann ég umhyggju hans fyrir mér og vissi að hann fylgdist með ferli mínum. Veit ég vel að sömu sögu munu margir aðrir nemendur hans segja. Og hvert sinn sem leiðir okkar lágu saman, reyndi ég hið sama og á hinum fyrsta fundi. Frá Sigurði Nordal fór maður fróðari, hressari, ríkari en áður. Brunnur þekkingar, mannvits og næsta ótrúlegrar yfirsýnar, það var Sigurður Nor- dal, og sannarlega „the grand old man“ islenzkra fræða í bezta og víðfeðmasta skilningi. Nú svalar þessi brunnur ekki lengur. Og þó. Fágætur persónuleiki og vinur er að vísu horfinn, en éftir stendur ævistarf Sigurðar Nordals sem gjöf hans til ókom- irina tíma. Og minning hans lifir dýrmæt í hugum okkar margra, sem megum því happí hrósa að hafa átt með honum samleið. Hvorki vileg né get, nú að leiðarlokum.látið undir höfuð leggjast að bera fram persónu- lega þakkarkveðju og láta í ljós djúpa virð- ingu fýru'’ æviftarfi svo mikilfenglegu að við fátt verður jáfnað í sögu þjóðar vorrar. Kristán Eldjárn MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1974 Það er mikil blessun að hún Kolfreyja mín er létt á fóðrunum. Eg ætti fullt í fangi með að hafa ofan í okk ur báðar, eins og ég er lystug á góðan mat, og allt er að verða dýrt í búðunum. En Kolfreyja er svo ólík öðrum tröllum að hún kemst í op- inn dauðainn ef moli af nest- inu mínu hrekkur óvart ofan í hana. Allt stendur í henni og svo þarf að fá sérfræðing til að losa um iþetta og hrista það úr henni. Einn þessarra náunga hristi kollinn yfir henni svo ég varð hálf smeyk um að Kol- freyja biði heilsutjón af vær imgunni, sem snjóaði ofan í hana úr hárinu á honum. — Svo var hann svo óforskamm aður að segja mér að Kol- freyja ætti að vera grafin og gleymd fyrir löngu, þetta væri eldgamalt hró frá ár- inu 1948 og mér væri nær að fá mér aðra í hennar stað, það mundi ekki kosta meira en eina fimm hundruð doll- ara. Eg bað hann vel að lifa það stutta, sem hann ætti eft ir, því mér sýndist hann vera kominn nokkuð yfir 26-ára aldurinn. v „Það er nú allt annað jneð mig,” sagði hann. „Það hafa ekki orðið neinar umbætur á fólki síðan ég kom til sög- unnar og enginn hefur meira vit á ritvélum en ég.” Eg þagði við þessari at- hugasemd, því mér leiddist að benda manninum á speg- ilinn, en hann var bæði sköll óttvu- og skegglaus og hefði sannarlega ekki þolað saman burð við nýju strákana ,sem nú eru í móð- Eg fór öðru vísi að honum, „Jæja,” sagði ég, „reyndu þá að fixt Kolfreyju fyrir mig ef þú ert svona smart. Allir geta selt þennan nýmóð ins hégóma, sem þið eruð með á markaðnum, en ég verð víst að fá mér einhvem sem hefur enn meira vit en þú á því sem er gamalt og gott eins og Kolfreyja mín.” Þetta duigði til þess að hann kraup aftur fyrir fram an Kolfreyjuog kom henni í gang. Næsta dag kom til mín óboðinn strákur, sem reyndi að koma að „replacement” fyrir Kolfreyju, en ég sagðist ekki vilja sjá þetta fimm- hundruð dollara no good thing, sem væri fullt af alls- koriar innyflum, sem mundu bila á hverjum degi. Svo fór um við Kolfreyja á harða sprett þapgað til hann fór og lét okkur í friði. C.Q.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.