Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1974 INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR I BYLGJUR SKÁLDSAGA BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR Hann brosti raunalega. — Það eru nú ekki marg ir sem gera það. — Hversvegna ertu að drekka þetta áfengi, sem fer svona iUa með þig? — Vegna þess að það lætur mig gleyma um stundarsakir. Flaskan er eini vinurinn sem ég á. Sársaukinn og vonleysið í rödd hans snertir við kvæmasta strenginn í sál Huldu, og hún segir: —• Áfengið er aldrei vinur þinn til neins. Það er ótæmandi uppspretta ógæfunnar í sinni hryllileg- ustu mynd. Reyndu að forðast það. Ævar horfir undrandi á Huldu. Svona hefir eng inn talað við hann áður. — Það er satt sem þú segir, en olnbogaböm lífs- ins tigna oft vínguðinn. 1 veldi hans er faðmur gleymskunnar opinn, svarar hann alvarlegur. — Vínguðinn lætur engann gleyma, heldur lam ar vit mannsins og siðferðisþrek og dregur sál hans niður í órjúfandi myrkur hræðilegustu spill- ingar. Áttu enga góða vini? — Nei, síðan móðir mín dó, hefi ég engan sann- an vin átt. Hefði hennar kærieiksríka hönd náð til mín, væri ég sennílega ekki eins illa á vegi staddur og ég er nú. Ævar klökknar. Hjarta ungu stúlkunnar brennur af samúð og meðaumkun með þessum ógæfusama pilti- — Er langt síðan móðir þín dó? spyr hún. — Móðir mín dó, þegar ég var nýfermdur. — Hún var góð kona. Faðir minn var fallinn drykkju maður, og móðir mín var mjög óhamingjusöm. — Þegar hún var dáin, fór pabbi af landi burt, og siðan hefi ég ekkert af honum frétt. Páll Hafberg héma var bróðir móður minnar. Hann var einstak- ur gæðamaður. Hann tók mig hingað, þegar ég var orðinn móðurlaus, og kostaði mig síðan í versl unarskólann. Mér leiddist fyrir sunnan, lenti í vondum félagssfcap og byrjaði að drekka. Eg lauk samt prófi, og síðan hefi ég starfað hér við versl- un frænda míns. Eg hefi stöðugt fallið dýpra og dýpra. Enginn til að rétta mér hjálparhönd. — Nú er það orðið um seinan- — Nei, Ævar, það er aldrei of seint að snúa við' — Jú, fyrir mig er það um seinam. — Hulda gleymir tímanum, meðan hún hluBtar á raunasögu hins ógæfusama unga manns. Og á með an þurfti frú Unnur að koma inn í eldhúsið, en þar sauð upp úr pottinum út yfir eldavélina .Vinnu- konan sést hvergi. Skyldi hún alltaf vera að færa Ævari morgunkaffið! Svipur frúarinnar verður æði þungbúinn. Hún snarast upp á loft. Hulda heyrir fótatak hennar í stiganum og þýtur fram úr herbergi Ævars. Þær mætast á ganginum fyrir framan dymar. — Vfljið þér ekki gjöra svo vél að hugsa betur um verkin yðar? segir frú Unnur þóttalega, en Hulda svarar því engu, heldur hleypur niður í eld húsið. — Guð minn góður hjálpi mér! verður henni að orði, þegar hún sér hvemig umhorfs er í eMhú- sinu. Lamandi sársaufcafullt samviskubit gagntek- ur hana. Frúin kemur þegar niður á eftir henni og staðnæmist á eldhúsgólfinu. Rödd hennar skelf ur af reiði og fyririitningu- — Þér eruð dálagleg drós. Þér hafið víst átt eitt- hvað vantalað við Ævar, þó að þér þekkið hann ekki neitt. Eg læt yður samt vita það, að þér verð- ið að láta verkin sitja fyrir skepnuskapnum, á meðan þér eruð í vist hjá mér! Hulda kemur engu orði upp, hún berst við grát- inn. En frúin heldur reiðilestrinum áfram, og orð hennar dynja eins og svipuhögg á vinnustúlkunni. Steinar liggur á legubekk uppi í herbergi sínu og les bók, en það sem er að gerast fer þó ekki framhjá honum. Hann heyrði þegar Hulda fór inn í herbergið til Ævars, og ómur af samræðum þeirra barst til eyma hans. Hann heyrði móður sína koma upp á loftið, og honum er það ljóst, að hún er reið. Hann heyrði þær Huldu fara ofan stig ann, og síðan berst upp til hans hávaði af skamm- arlestri, sem hann kannast vel við. Hann leggur frá sér bókina, sprettur fram úr legubekknum og hraðar sér niður í eldhúsið. Við eldhúsdymar nemur hann staðar og heyrir möður sína segja: —Þið eruð svona, þessar stelpur, hugsið efcki um annað en að hanga utan í hvaða strák sem er. Það er dálaglegt að sjá útganginn héma í eldhúsinu. Maturinn soðinn út um alla eldavél! — Fyrirgefið þér mér. Eg löfa því, að slíkt skuli ekki koma fyrir aftur- Eg var ekki að aðhafast neítt óheiðarlegt, heyrir hann Huldu svara. Steinar hlær um leið og hann opnar hurðina og gengur inn í eldhúsið. — Það er sjálfsagt efcki svo fullkomin eldabuska tUl, að ekki geti soðið upp úr pottunum hjá henni', segir hann glettnislega. Frú Unnur snýr sér snöggt við og lítur kulda- lega á son sinn. Henni virðist þessi afskiptasemi hans furðu kyrileg. -Hingað til hefir hann látið orðasennur hennar við vinnukonumar alveg af- Skiptalausar, en hún er of æst í skapi nú, til þess að vilja deila við hann í áheyrn annarra. — Þið hafið nú víst heldur lítið vit á þess háttar hlutum, sjóararnir, segir hún og gengur snúðugt út úr eldhúsinu. Steinar sest niður við borðið, og augu hans hvfla á Huldu. • — Þú skalt ekki taka þetta nærri þér. Mamma er svo ansi stórlynd, en hún á þrátt fyrir allt góð- ar tilfinningar í hjarta sínu. — Það var eðliilegt, að henni mMíkaði við mig. Mér þykir svo sárt að hafa brugðist sfcyldu minni. Og svo heldur hún mig óheiðarlega stúlkuskepnu- — Rödd Huldu titrar af grátklökkva. — Það hefir hún sagt í reiði sinni, á slíku er ekki mark takandi. Eg er viss um að hún heldur ekkert Ijótt um þig í neinni alvöru, segir hann, og blíð viðkvæmni skín úr augum hans. Hann langar helzt til að taka Huldu í faðm sinn eins og lítið saklaust barn og hugga hana, en hann stillir sig. Hún er svo gerólík öllum þeim stúlkum, sem áður hafa þénað hjá móður hans. Þær svöruðu henni yfirleitt ófeimnar og fullum hálsi, þegar hún fann að við þær, og Slík rifrildi enduðu vanalega með því, að hún vísaði þeim á dyr, eða þær fóru án þess. En Húlda er svo safclaus og góð, að henrii liggur við gráti út af smá yfirsjón. Enginn yrði líklegri til þess að laða það góða fram í sál móður haris en einmitt hún. Steinar horfir með heitri aðdáun á litlu vinnu- stúlkuna, þar sem hún keppist við að hreirisa elda- vélina og koma öllu í samt lag aftur. Samviisku- söm, sakl'aus og góð. þannig hefir hann alltaf um dreymt að stúlfcan sín ætti að vera, og hér er hún komin til hans. Huldu skal ekkn verða miéboðið oftar, þegar hann er heima. Með það eitt í huga gengur harm út úr eldhúsinu- ÞRIÐJI KAFLI I Kaldur vetrarstormur stendur inn Straumfjörð. — Sjór er mikill útifyrir, og tadsvert brim inrnneð ströndinni. Fiskibátamir liggja við festar inni á höfninni, og sjómennimir njóta hvíldar í landi. 1 kvöld er dansleikur ákveðinn í Höfn. Hulda er ein íeldhúsinu og er að ljúka við uppþvottinn frá krvöldverðarborðinu. Steinar kemur inn spari- klæddur. Hann nemur staðar við borðið hjá henni og segir brosandi: — Ætlar þú að koma með mér á danrieikinn í kvöld? — Eg get ekki beðið frúna um leyfi til að fara þangað. — Eg skal tala við mömmu. — Hvað ætlar þú 'að tala við mig? Frú Unnur stendur óvænt í eldhússdyrunum. — Þú kemur eins og kölluð hingað, segir Stein- ar. — Hefir þú nofckuð á móti því, að Hulda fari á dansleikinn í kvöld? — Hefir hún beðið þig að fá leyfi fyrir sig? — Nei, ekki gerði hún það, en ég spyr þig. — Mér er víst sama, hvar hún eyðir svefntíma sínum, ef hún vanrækir ekki störfin, segir frú Unnur kuldalega og gengur burt. — Þá er leyfið fengið, Hulda mín- Eg bíð eftir þér, segir Steinar og tekur sér sæti við éldhús- borðið. Hulda lýkur við eldhússtörfin og býr sig síðan á dansleikinn. Úti kveður stormurinn köldum rómi við dimmt vetrarkvöldið. Hulda og Steinar koma út úr kaupmánnshúsinu og halda af stað upp svell hála götuna, sem þau greina varla fyrir myrkri. Þau hafa aðeins gengið stuttan spöl, er Hulda rennur til á hálkunni og er nærri dottin, en sterk- ur armur grípur skyndillega um herðar henni og ver hania fálli, og þýð rödd hvíslar: — Má ég ekki leiða þig, Hulda? Hún hlær vandræðalega. — Gatan er -svo hál, og myrkrið er svo svart, segir hún og rétti Stein- ari höndina. — Þá leiði ég þig yfir torfærumar, segir hann, Og hlý, þróttmikil hönd styður hana upp flughála götuna g*egn stormi og myrkri. Ný og unaðsleg öryggiskennd streymir um hana all'a frá traustu handtaki hans. Voldug og áður ókunn tilfinning vakniar í innstu hjartafylgsnum hennar, og spor- ip verða svo undur létt að samkomuhúsinu. Dansinn var þegar hafinn. Steinar leiðir Huldu inn í salinn og býður henni þegar í dans. í fyrsta sinn kemur hún í faðm hans og þau svífa saman út á gólfið. Hjarta hins unga sveins slær ört, og blóðið ólgar í æðum hans heitt og þróttmiikið- — Hann gleymir öllum veruleika nema henni einni, sem hann þrýstir í faðmi sínum, og slíkan unað sem nú hefir hann aldrei áður fundið í d'ansi. En Steinar er skyndilega vakinn úr þessum sæla vökudraumi. Einn af hásetum hans kemur til hans og biður hann að taáa einslega við sig. Steinar leið ir Húldu til sætis. — Eg kem fljótt aftur til þín, segir hann bros- andi og gengur síðan út úr salnum með félaga sín- um. THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS AS POSSIBLE. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subscription Form Name: ....................---------- Address: ........................... Enclosed find $10.00 in payment for subscription for one year. Make cheques payable to: LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, 512-265 Portage Ave. Winnipeg, Man. R3B2B2 Telephone 943-9931

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.