Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1974 7 LEIFUR HALLGRÍMSON FORMAÐUR RÆÐA GUNNARS SCHRAM Framhald af bls. 5. að vera hissa á því og þar við baetist að nú kveða skáld svo á Islandi að næsta fáir nema, og tengsl þjóðar og bókar orðin minni en áður var, á tímum sjónvarps og hreyfi- mynda. Svarið er þó vitan- lega ekki það að hverfa á vit fortíðar. Heimaalið bam er og verður ávalt heimskt. Það felst hins vegar í því að laga íslenzka menningu eða er- lendum straumum án þess að hún glati þó kjarna sínum, römmum safa og frjómagni. Islendingar eru hér heldur engir beiningamenn, ekki að eins þyggjendur heldur einn ig veitendur. Engin sögu- eða miðaldamenning var glæsi- legri en sú íslenzka. Háskóli íslands og Ámastofnun halda því merki á lofti í dag en hér má miklu meira verk vinna, gera ísland að ævin- legum höfuðstað norrænna fræða í veröldinni, að sönn- um Svarta Skóla í menningu og tungu sögualdar. Það verð ur eitt landnámsverkið nýja. Hitt atriðið varðar stöðu Islands í veröldinni í dag. — Þar er stefnan enn að miklu ómótuð þótt samstarfið við norrænar og aðrar vestrænar vinaþjóðir eigi sér alllanga sögu. En þar getur Island gegnt miklu mikilvægara hlutverki vegna sögu sinnar og þjóðmenningar en m'argir 'hafa gert sér ljóst, ekki sízt innan Sameinuðu þjóðanna. Við ættum að skipa okkur í fararbrodd þeirra þjóða, sem berjast gegn kúgun, frelsis- skerðingu og mannréttinda- brotum og styðja á allan hátt þær þjóðir, sem enn eiga í sj álfstæðisbaráttu og búa við erlenda áþján. — Og hvaða þjóð getur mælt af meira sannfæringakrafti fyrir af- vopnun og sáttagerð í veröld inni en hin íslenzka, þótt upphaflega sé hún af víkinig- um komin? Fram til þessa höfum við látið okkur slík mál litlu skipta, meðal annars af skilj- anlegri vanmáttakennd ný- frjálsrar smáþjóðar- En Is- lendingar þurfa ekki að biðja afsökun'ar á sjálfum sér í veröldinni né læðast með veggjum í samfélagi þjóðanna. Þeir hafa bæði til þess menntun og manndóm að styðja þann málsstað, sem þeir telja réttlátan og til hag sældar fyrir þær mörgu þjóð ir og þjóðarbrot, sem enn sitja í hlekkjum fátæktar og kúgunar. Mál er því að hér verði straumhvörf og rödd Islands hljómi skír og ótvíræð í ver- öld nútíðar og framtíðar, þar sem engin þjóð er lengur ey- land, heldur deilir örlögum með fjarlægum jafnt sem ná lægum þjóðum og kynþátt- m BRÉF FRÁ Eg veit þig langar til að fá fréttir í blaðið og þar sem ég hef nú dálítið ætla ég að senda þér línur. Eg er nýflutt í Lundar þorp og dvel á heimili vin- konu minnar, því ég gat ekki verið ein alla daga í Laufási, en sonur minn, sem ég var hjá er úti a'lla daga. Eg gat fengið vinnukonu til að líta eftir mér þennan komandi vetur en hefði þurft að borga henni meira kaup á mánuði en ég þarf að borga hér. — Konan sem ég dvel hjá heit- ir Margrét Bjömson. Hún lítur fjarska vel eftir mér- — Morgunmaturinn bíður mín bgear ég kem á fætur og all- ar máltíðir á réttum tíma. Svo var það sérstök á- nægja fyrir okkur að tengda systir mín, sem býr í White Rock, B.C. kom fljúgandi til Winnipeg 7. október, og dva'ldi hér hálfa þriðju viku, fór þá til Winnipeg og ætlaði að standa þar við hiá sjmi mínum Eric og fjölskyldu hans, eina viku og fljúga þá aftur heim til White Rock. Hún heitir Sigrún Sigurdson og hafði búið í þessari byggð þar til hún og Guðmundur maður hennar fluttu til Al- berta 1930. Þau heimsóttu Lundar árið 1935, þegar böm in okkar hjónanna héldu upp á silfurbrúðkaup okkar. WHEN ©iDi STRIKES ÞEIR SEM SLASAST AF ■ ' GLÆP ■* ANNARRA ^Æ GETA FENGIÐ Æ HJALP Æ MEÐ Æ ; ÞESSARI ^^^Æ AÐFERÐ ■ FYRST GERA ■ Æ LÖGREGLUNNll ■ AÐVART Æ Æ UM A Æ GLÆPINN Æ SVO ■ SKRIFA EÐA HRINGJA ■ The Criminal Injuries Compensation Board ■ 333 Maryland Street, ■ Winnipeg, Manitoba R3G 1M2 f" Ph. 775-7821 Hon. Howard Pawley, Attorney-General, Province of Manitoba. LUNDAR Svo kom Sigrún aftur fyrir sex árum síðan og dvaldi þá hjá mér á Laufási. Hún varð 85 ára í maí sl., svo mér finnst hún reglulega dugleg að ferðast. Hún á fimm syni og fjórir þeirra eru vestur við haf en einn í Edmonton. Hún sér þá stöku sinnum og siegir að allar tengdadætum- ar séu sér mjög góðar og sjái sig oft. Ein kemur til hennar í hverri viku- — Rúna legir íbúð í fínni block, teppi á gólfi og allt eftir því. Það vildi svo vel til að Margrét Bjömson átti af- mæli á meðan Sigrún dvaldi hér, og öll böm hennar og bamaböm héldu henni veislu; en aðeins nánustu ættingjar og við Sigrún vom boðnir þangað. — Svo fóru bömin mín með okkur til allra kunningja hennar — — vorum boðnar í mat eða kaffi alia daga. Svava dóttir Margrétar fór með okkur til Portage la Prairie ,þar sem önnur dótt- ir, Ásta, á indælt heimili. — Svo fór hún með okkur eft- ir hádegi til gamallar vin- konu Línu Thorleifsson, en þá hitti svo á að Lína hafði farið til Langruth, en Ásta sagðist koma með hana hing að til Lundar einhvem dag- inn áður en Sigrún færi, og það gerði hún. Þá var borð- að af afmæliskökum, sem Margréti vom gefnar og mik ið tekið af myndum. Indæl blóm í ótal krúsum standa hér erm. öll höfum við gaman af að spila íslenska vist og gerum mikið af því. Margrét og tveir synir hennar spila oft við mig, og eins síðan Rúna fór. Björg Bjömsson, Lundar P.O., Man. DÁNARFREGN Jónína Karen (Carrie) Rhys lést 21. október 1974 á St. Boniface sjúkrahúsinu í St. Boniface, Man. 88 ára að aldri- Mrs. Rhys var fædd á ís- landi en flutti til Kanada ung að aldri. Maður hennar David Craswell Rhys er lát- inn. Hún tilheyrði Catholic Women’s League og unni kirkju sinni af alhug. Hana syrgir einn sonur, Arthur Lyons að Emerson, Man. og ein stjúpdóttir, Dor- othy — Mrs. Oscar Sigurd- son að Bell, Calif., einnig 6 bamaböm, mörg systkina- böm og góðvinir. Útförin fór fram frá Christ the King Catholic Church í St. Vital, Man. — Father Aubin flutti kveðju- mál en hin látna var jarð- sett í St. Bonifaoe grafreitn- um- Framh. af bls. 1 írsframleiðslu með þúsund- manna starfsliði. En hann var lögfræðingur í deild dómsmálaráðherra fylkisins, og iþegar N.D.P. stjómin tók að rannsaka mál ið var þess ekki langt að bíða að allt hans starf snerist um þær rannsóknir og málaferli sem af þeim hlutust. Hann og samverkamenn hans grófu upp upplýsingar, sem áttu eftir að verða gróðra- brallsmönnunum sem möt- uðu krókinn í CFI að fóta- kefli og svifta þá yfirráð- um. Það er flókin og litrík saga, sem geymist í trúnað- arskjali, stíluðu til dóms- málaráðherra fylkisins og undirrituðu af Leifi Hall- grímson fyrir hönd dóms- máladeildarinnar og Scott Wright fyrir hönd Richard- son and Company, félagi ó- viðkomandi lögfræðinga sem stjómin fékk til að taka þátt í rannsóknunum. Það skial er nú í fórum rann- sóknamefndar, er fylkis- stjórnin fól að grandskoða málið- Árið 1971 tók fylkisstjóm- in fyrirtækið lögtökum og skipaði Leif HaTlgrímson lög tökumann (receiver). Engum var því kunnara um hnútana en honum og hann hefur erft ábyrpðina af rekstri Mani- tóba Forestry Resources og margar áhyggjur. sem enn stafa frá tilveru fyrirennara þess. En við árslok í enduðum september nam ágóðinn af rékstri fyrirtækisins $9.5 milljónum, en framleiðslan 370—400 tonnum af papír daglega. Nær því helmingur traustustu grápappírspoka, sem notaður er í Kanada er framleiddur af Manitoba For estry Resources Ltd. en um það bil 35 prósent af vörunni fer til Bandaríkjanna. Arðurinn af þessari nátt- úruauðlind rennur nú til fvlkisins og hún skapar 1000 fbúum þess atvinnu. Leifur er sonur Þorleifs Hallfrrímson og konu hans, ETinborgar heitinar Jónsdótt ur. Þorleifur er fæddur á SIGURÐUR NORDAL Framh. af bls. 1 Winnipeg og íslendinga- byggðunum í Gimli og Ár- borg í Manitoba, en virðu- legt hóf var honum haldið á Hotel Fort Garry í Winni- peg. Sigurður Nordal var fædd- ur 14. september 1886 og far- inn að nálgast nírætt þegar hann lést, en athafnasamur var hann á bókmenntasvið- inu til dægurioka, því síðasta stórverk hans var að hleypa af stokkunum þrem heftum af Þjóðsagna bókinni og lauk hann við seinasta heftið í fyrra. Leiðólfsstöðum í Dalasýslu en fluttist vestur um haf með móður sinni árið 1888, settist fyrst að í Mikley en gerðist útgerðarmaður og fiskikaupmaður í Riverton árið 1919 og fluttist þaðan til Winnipeg árið 1954. Elín- borg var fædd í Mávahlíð, dóttir Jóhannesar Hoffmann og konu hans, Sólveigar Grímólfsdóttur ljósmóður. — Elínborg lést árið 1958. "HOCKEY" Framh. £if bls. 1 ey Hall of Fame.” — 19 ára gamall sonur hans, Gerry Sawchuk, tók við heiðurs- skjalinu en hann fetar í spor föður síns og þykir líklegur til að halda við orðstýr ætt- arinnar. Að minsta kosti líst Frank Fredrickson drengurinn gæfulegur. „Terry Sawscuk átti heiðurinn skilið,” sagði Frank þegar ritstjóri Lög- bergs-Heimskringlu talaði við hann. „Terry var stór- kostlegur í hockey og það gladdi mig að fá að kynnast svni hans og að hann er á sömu leið og faðir hans, þetta er ágætis drengur.” Frank Fredrickson var fæddur í Winnipeg, sonur Jóns og Guðlaugar Fredrick- son, og sögðu vinir fjölskyld- unnar að Jón hefði leitt son sinn lítinn patta út á svell og kennt honum að renna sér á skautum. Eitt er víst að is- lensku unglingamir, sem til- heyrðu Fálkunum frægu. fvrir og skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina, ólust allir upp á skautum, og þar var Frank dugandi liðsmaður- — Hann var í Winnipeg Falcon klúbbnum 1913—1914, en gerðist tveim árum síðar kapteinn Manitobaháskóla hockey klúbbsins. Allir leik- ir urðu svo að bíða á meðan hann biónaði erlendis í flug- her Kanada. Eftir stríðið tók hann til á svellinu aftur ár- ið 1919. varð kapteinn Fálk- anna, en beir unnu fyrst hinn eftirsótta “Allan bikar” í Kanada og sigruðu síðan í Olvmníu leikiunum árið 1920 Er það afrek frægt í fb’óttasögu Kanada. Hann fór frá einum sigri til annars í meiri háttar hockf»v flokkum álfunnar, var biálfari og framkvæmda stióri í Pittsburgh hokkey f'okkmim 1928—1929 og um Mð Hðsmaður þeirra á svell- inu. 1 leikjunum 1930—1931 meiddist hann á fæti og varð *>ð hætta slíkri þátttöku. en sagði þó ekki skilið við hockev. hélt áfram að þiálfa flokka þangað til eftir seinni h eim sstvr j öl dina. Hann var kosinn í ‘Hockey Hall of Fame’ árið 1958.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.