Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1974, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1974 5 RÆÐA GUNNARS SCHRAM ISLENDINGADAGINN 5 ÁGÚST Árið 1974 er Islendingum mikið hátíðar- og fagnaðar- ár. Þann 17. júní minntumst við 30 ára afmælis lýðveldis- stofnunar á Islandi ng nú að- eins fyrir fáum dögum, þann 28. júlí, fagnaði þjóðin ellefu hundruð ára afmæli Islands- byggðar á Þingvöllum. Það hefur því verið óvenju bjart yfir íslandi á þessu sumri og vorhugur ríkir og framtíðartrú með gjörvallri þjóðinni. Það er heldur ekki að ástæðulausu. Mörg ykkar sem stödd eruð hér á Gimli í dag eruð nýkomin úr ferð heim til gamla landsins, sem þó er og verður ávalt nýtt í hugum allra Islendinga, hvar sem þeir eru komnir á jarðkringlunni. Þið hafið sjálf séð þar blómlegt þjóð- félag í örum vexti, að vísu ekki hallir auðkýfinga, en land, þar sem flestir teljast bjargálna og örbirgð fyrir- finnst •engin, lland framfara og mikilla en harðsóttra lífs gæða. En það skyldi ekki gleym ast að hér er miklum sköp- um skipt á einni öld, frá þeim tíma, er fyrstu vestur- fararnir héldu í landnáms- förina miklu með framtíðina að veði, en kjarkinn og þor- ið að vegamesti, sem aldrei brást. Á því sumri var líka bjart yfir fslandi, eins og á þessu ári, en sú birta yljaði engum um hjartarætur, held ur varpaði hún skíru Ijósi á örbirgð og vonleysi þeirra tíma, sem þá ríktu á Islandi. Hann var kaldur gustur ör- æfajökuls, sem blés í segl vesturfaranna og sá gustur lék á þeim tíma um landið gjörvalt- Á þeirri tíð voru þeir ótaldir, sem 'tekið gátu undir með Hjálmari skáldi á Bólu í Akrahreppi, sem þá orti: Kóróna mín er kaldur snjór, klömbrur hafísa mitt aðsetur þrautir mínar í þúsund ár þekkir Guð einn og talið getur. I hverjum hreppi og í hverri sveit á Islandi var hnípin þjóð, sem tekið gat undir þessi orð skáldsins á Bólu. En önnur úrræði var líka að finna. 1 Egilssögu segir frá því, hvað þeir feðgar Kveld-Úlf- ur og Skalla-Grímur höfðu fregnað af Islandi áður en þeir yfirgáfu Noreg: “Þótti þeim það fýsilegt að leita til Islands, því að þá var sagt þar vel frá landkostum..... Mættu menn þar nema sér lönd ókeypis og velja bú- staði.” Svipað hefur þeim ugg- laust verið í huga, sem hing- að vestur um haf leituðu á vit betra lífs en Island gat þá boðið þegnum sínum. 1 hugum okkar, sem nú lifum, var atorka og áræði feðra ykkar og afa aðdáunarverð, sem byggðu Nýja Island og önnur héruð hörðum hönd- um. Kvæði Stephans G. Stephanssonar segja þá sögu betur en aðrir fá lýst og sú saga verður okkur, sem bú- um hinum megin hafsins, ætíð greypt í minni- Tryggð íslendinga í Vesturheimi við tungu feðra sinna og sögu á vart sinn líka og er öðrum þjóðum sífellt undrunarefni. Islenzk þjóðmenning er þeim ekki framandi fyrir- bæri, heldur lifandi og sívök ul staðreynd, svo sem þessi hátíð hér í dag ber gleggst- an vott um, jafnt og bóka- söfnin á hverju býli, sem af íslensku bergi er brotið, og háskólastóllinn ágæti í Winnipeg, svo aðeins nokkuð sé nefnt. Það megið þið vita, að álíka þjóðrækni, órjúfandi bönd sögu, máls og menning ar kunna Islandinga að meta að miklum verðleikum. En hverfum nú lengra aft- ur í tímann til þess eylands, sem fyrir ellefu hundruð ár- um sat ósnortið nyrzt í At- lantsálum. I Landnámu seg- ir svo um för Hrafna Flóka: „Ok er menn spurðu af landinu. þá lét Flóki illa yf- ir, en Herjölfr sagði kost og löst af landinu, en Þórólfr kvað drúpa smjör af hverju strái á landinu, því er þeir höfðu fundið. Þvi var hann kallaðr Þórólfr smjör.” Nú eru að vísu upprunnir beir tímar að Mendingar eru famir að miðla öðrum þjóð- um smjöri, en samt mun Herjólfur hafa verið meiri raunsæismaður en félagi hans Þórólfur. Það dvlst eng um, sem eitthvað til lslands bekkir, að bað er með harð- býlustu löndum í veröldinni, raunar á mörkum hins byggi lega og óbyggilega heims eins og fyrsti forstjóri UNESCO komst að orði, er hann sótti landið heim. Vitni þess er m.a. sú staðreynd, að ekkert hús er til á Islandi eldra en frá ofanverðri 18. öld og þau aðeins örfá, sem staðist hafa hamhleypur höf- uðskepnanna. Þannig mátti íslenska þjóðin berjast um aldir við óblítt umhverfi og erlenda yfirstjóm, sem sjaldnast skildi hvað gagnast mætti írienzku mannlífi og hvað til framfara horfði fyr- ir land og þjóð. Þessar voru hinar dimmu aldir, þegar við borð lá að íslenzka þjóðin byði lægri hlut í lífsbarátt- unni og hlutskipti hennar yrði áþefekt örlögum ís- lenzka þjóðarbrotsins á Grænlandi. Árið 1801 töldust Islendingar ekki fleiri en 47 þúsund og jafnvel aðeins 35 þúsund eftir bólusóttina miklu einni öld áður. Og um miðja 19. öld, skömmu áð- ur en vesturflutningamir hófust var meðalævi karl- manna á íslandi 31.9 ár. — Þessar tölur varpa skýru Ijósi á það, hvernig hag þjóð- arinnar var komið ó sex alda svörtu nýlendutímabili. þeg- ar snærishönk og járn í hníf bl'að töldust til eftirsóknar- verðari gæða lífsins. Barátta Jóns Sigurðssonar og samverkamanna hans olli hér aldarhvörfum. Hið end- urreista Alþingi 1843 veitti þeim vettvang til umræðna um nauðsyn þess að landið fengi sjálfstæði í öllum sér- málum og alhliða framfarir hófust í atvinnumálum þjóð- arinnar. Jón Sigurðsson fór aldrei með veraldleg völd á Islandi, því á hans ævi var Is land óaðskiljanlegur p>artur af danska ríkinu. Engu að síður reyndist hann leiðtog- inn, sem af bar, leiðtoginn, sem lagði til kveikjuna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar, er lauk með fullum sigri á Þingvöllum 17. júní 1944. Þess vegna er í ásjónu Jóns Sigurðssonar greypt ímynd sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar og hans mun minnzt með- an byggð stendur í landinu. En hvar er íslenska þjóðin á vegi stödd nú 30 árum eft- ir að hún stofnaði lýðveldi sitt á Þingvöllum við öxará? Á þessum tíma hafa undra- verðar framfarir átt sér stað í landinu, sem hafa skipað ís lenzku þjóðinni á bekk með þeim þjóðum veraldar, sem við einna mesta velmeg- un búa- Aðeins þrjár eða fjórar þjóðir í veröldinni hafa hærri þjóðartekjur á mann en Islendingar en á síð asta ári komu 4.700 dollarar í hlut hvers Mendings. At- vinnuvegir þjóðarinnar hafa verið byggðir upp frá grunni með glæsibrag, Aðeins tí- undi hluti þjóðarinnar býr nú í sveitum og stundar land búnað, en afköstin hafa margfaldast með nýjustu vél tækni. Fáar þjóðir eiga full- komnari togaraflota en Is- lendingar í dag, enda dregur hver íslenzfeur sjómaður margfalt meiri afla á land en kol’legar hans í nágranna- löndunum. Undirstaða þess- arar velmegunar hefur verið stæfekun landhelginnar, fyrst í 12 mílur og svo í 50 mílur fyrir tveimur * árum. Hve sú landhelgi er Mend- ingum mikilvæg sést bezt af því að fiskveiðilögsagan er nú helmingi stærri en landið sjálft að flatarmáli og innan hennar eru flest beztu fiski- miðin. Og á næsta leiti er út- færsla landhelginnar í 200 mílur en þá mun íslenzkt yf- irráðasvæði ná hálfa leið til Færeyja og langt upp á Grænlandsjökla, — ef mið- línan skipti ekki löndum! En þrátt fyrir háar þjóðar- tekjur er Island enn næsta ó- numið land — raunar síðasta víðáttan í Evrópu. Aðeins 1% af íslandi er ræktað og enn drögum við sjálfir ekki á land nema röskan helming þess fiskjar, sem í hafinu vakir. Landnám framtíðar- innar verður því bæði á sjó og landi, ef svo má að orði kveða. Stóraukin ræktun landsins bíður og þá ekki síð ur beizlun þeirrar orku ,sem í fossunum og jarðhitanum felst. Það er kannski stærsti þátturinn hins nýja land- náms á íslandi í dag. Araba- þjóðimar við botn Persaflóa sitja á auðugum lindum olí- unnar, hins svarta gulls. En Islendingar eiga ekki síðri auðæfi í hinu hvíta gulld, krafti fossanna og mæfcti iarðgufunar. Aðeins 7% af ís lenzku vatnsafli hefur enn verið beizl'að og aðeins 3% af jarðvarma landsins. Hafið var áður kallað gullkista Is- lendinga en hin óbeizlaða orka á ekki síður skilið þá natfngift. Hún verður undir- sfcaða hins íslenzka framtíð- ar þjóðfélags .meiri en nokk ur öpnur auðlind, stólpi nvrrar stóriðiu og annars iðn aðar, sem eftir á að rísa. — Þannig mun hið nýja land- nám fela í sér uppfyllingu aldamótabrauma þeirra Han- nesar Hafstein og Einars Benediktssonar, tveggja höf- uðslkálda, sem skildu betur en aðrir á þeirri tíð. að hug- vit. fjármagn og tækni eru lykill framfaranna. — Þeir revndust spámenn í sínu föð urlandi. Fiórðungur lslands er heimkynni trölla og útilegu- manna, óbyggðir jökla og hrauns. En á bessu 1100 ára afmæli hefur ísdenzka þióð- in strengt bess heit að gialda skuldina við landið að fullu með vöxtum og vaxtavöxt- um, bæta landkosti og efla búkosti, græða upp bruna- sandinn og fylla dali skógi. Það er verðugt verkefni, því fátfc mótar manninn meir en umhverfi hans. En hver er hagur þjóðar- innar sjálfrar á þessum tíma mótum, þeirra 213 þúsund er í landinu búa? Stundum er velmegun þjóða mæld í töl- inn hagfræðinnar. Sé á þær litið kemur í Ijós, að á Is- landi eru hlutfallslega fleiri bíl'ar, símar og læknar en í því gamla stórveldi, Eng- landi, svo þrjú dæmi séu tek in. En lífshamingjan verður ekki, fremur en sannleikur- inn, ætíð mæld í tölum. Sum ir halda því fram að dans- inn kringum gullkálfinn sé um þær mundir að firra þjóð ina, líf hennar sé í dag mest- megnis ásókn eftir vindi og hún sé sjúk af lífsþæginda- græðgi. Sízt skal því neitað að nýríkur maður er sjaldan eins ráðdeildarsamur á fé og fagnað sem hinn fátækari bróðir hans- En gagnrýnin á lífbægindasókn Islendinga er í hæsta máta ósanngjöm vegna þess að á einum mannsaldri er verið að bæta upp örbirgð aldanna. Það var hin óbilandi siálfsbjarg- arviðleitni. sem hélt lífinu í bióðinni i þúsund erfið ár. — Sú sama siálfsbiargarvið- leitni speglast í óskinni um eigið hús. bíl og sumarleyfi í sólinni á Spáni eða Flórída. Sú hvöt er ekki ámælisverð, heldur bvert á móti eðlileg og sjálfsögð. En það er annar vandi, sem kveður að dyrum Islend inga í dag. Við búum enn í veiðimannaþjóðfélagi, þar sem hagsveiflur líkjast stund um fellibyljunum, sem þjóta yfir kanadísku sléttumar og þið þekkið af eigin raun. — Afleiðingin er sú, að þrátt, fyrir alla hagspeki eigum við Islendingar Evrópumet í verðbólgu í dag, og raunar nánast heimsmet, með öllum þeim erfiðleikum og efna- hagsmeinsemdum, sem því fylgja. Ýmsir bjartsýnir Danir spáðu því við lýðveld- istökuna að Islendingar gætu aldrei orðið fjárhagslega sjálfstæðir. Þrátt fyrir ýms- ar blikur hefur sú hrakspá reynst á sandi byggð, en því skal ekki neitað að enn kunn um við ekki tök á þeim vá- gesti, sem sumir nefna vel- megunarvanda. önnur tvö mál eru hér þó meiri. Það fyrra er hvemig þjóðinni tekst að varðveita tungu sína og menningu í því hafróti breytinga, sem hófst i síðustu styrjöld. Þá var stökkið tekið úr einangr- un í alfaraleið nær á einni nóttu. lslenzk tunga er enn ómenguð, en bömin sjá sögu öldina í» æ meiri móðu fjar- lægðar og hafa sýnu meiri á- huga á popp-fónlist en passíu sálmum- Raunar þarf enginn Framh. á bls. 7

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.