Lögberg-Heimskringla - 06.02.1975, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 06.02.1975, Page 1
Jan. 74 Eorsstoinn Jonsson, Bojc 218 jí t.Y KJA v I [C, I c o 1 and 89. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1975 NÚMER 5 FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓNIN f OTTAWA Forsætisráðherra lslands, Geir Hallgrímsson, kom viS í Ottawa eftir aS hann sat ársþing ÞJóS- ræknisfélagsins í Winnipeg í janúarlok. Hann ræddi við P. E. Trudeau, forsælisráðherra Kan- ada um málefni varðandi báðar bjóðirnar. Myndin að ofan var tekin þegar forsælisráðherra Kan ada og frú sýndu gestunum þinghúsið í Ottawa. Mrs Trudeau er lengst til vinslri, Hon. P. E. Trudeau til hægri, en á miðri myndinni forsætisráðherrahjón lslands, herra Geir Hallgrímsson og frú Erna Finnsdóttir. Copyright Photo — The Canadian Press ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ VEITIR $1000 TIL ALDARAFMÆLIS HÁTÍÐA Á ársþingi Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vestur- heiimi 24. — 25. janúar sl. var samþykbt að veita $1000.00 upp í kostnað við hátíðir sem haldnar verða naestkomandi sumar og haust vegna aldar- afmælis varanlegs landnáms íslending í Vesturheimi. Af þeirri upphæð fær Is- lendingadagsnetfnd $500 til aðstoðar við kostnaðinn af íslendinga hátíðinni á Gimli í ágúst, sem vex með ári hverju og nú mun verða vandað til meira en nokkru sinni fyrr og llíka verða fjöl- sóttari en sögur fara af, því nú er von um að 1200 eða fleiri gestir frá íslandi bæt- ist í hópinn. Aðra $500.00 veitir félagið nefnd, sem skipuleggur fundi og 'hátíðar viðhafnir í byrjun októbermánaðar og nefnist Conference Planning Committee, en dr- P. H. T. Thorlakson, C. C., M. D., er formaður hennar. Dr. Thorlakson fór nokkr- um orðum um starf nefndar- innar og ráðstatfanir viðvíkj- andi fundum og skemmtim- um, sem fara fram 3. 4. og 5. október . Ekki er enn full- gengið frá dagsskrá en þekkt ir fræðimenn hafa nú þegar samþykkt að flytja fyrir- lestra á fundunum og ræða norræn menningarmál. Er því von um að almenningur hafi áhuga á að sækja firnd- ina. Peter G. Foote prófessor og forseti Norrænu deildar Uni- versity College í London é Englandi verður á dagskrá, einnig Einar Haugen prófes- sor í Norrænum tungumál- um við Harvard háskólann, dr. Arne Brekke prófessor í Norrænum málurn við North Dakota háskóla í Grand Forks, N. D., Haraldur Bessa son formaður Islenskudeild- ar Manitobaháskóla, dr. Al- bert Kristjansson formaður félagsfræðideildar 'Manitoba- háskóla, dr. John Matthias- son prófessor í manntfræði við Manitóbaháskóla og Ralph Cohen fréttafulltrúi fyrir Scandinavian Airlines. Framh. á bls. 3 ÍSLENSKAR BARNABÆKUR GEFNAR MINNESOTAHÁSKÓLA Fyrir milligöngu íslenska kvenfélagsins “Hekla Club” í MinneapoliS og St. Paul, hefur 285 íslenskum bama- bókum verið bætt í hið stóif merkilega safna bámabóka Minnesotaháskólans í Minne apolis- — Skýrir Valdimar Bjömson, fyrrum ríkisgjald- keri Minnesota ríkis, ítarlega frá bókagjöfinni og aðdrag- anda hennar í fréttagrein, sem birtist á ensku síðu blaðsins. — Koma þar í ljós dásamlegar undirtektir bóka útgefenda á íslandi og ann- arra aðila, sem gáfu bækum- ar og kostuðu flutninginn vestur. 1 hinu svonefnda Kerlan safni Minnesotaháskólans em 28,000 barnabækur á mörgum tungumálum, auk 1000 handrita og frummynda fyrir 2000 bækur. Safnið ber nafn læknis nokkurs, sem hafði það í hjáverkum að safna barnabókum allstaðar að í heiminum, og arfleiddi svo háskólann að safninu að sér látnum. Á síðastliðnu ári komst ein félagskonan ,í Hekla Club, Mrs. Leola Josefson, að því að í safninu væri aðeins ein bók á íslensku. Hún bar upp þetta vandamál á fundi, en í félaginu er kona, sem bjó lengi í Minneota, Minn„ og heitir Mrs. Hazel Huffman. Dóttir hennar er gift Sigur- byrni Þorbjörnssyni, toll- stjóra íslands og býr í Reykjavík. í heimsókn til þeirra hjónanna, átti Mrs- Huffman tal um bókamálið við t.engdason sinn. — Hann Framh. á bls. 3 FRED EYOLFSON STJÓRNAR FLUGVELLINUM f WINNIPEG FRED EYOLFSON Flughöfnin í Winnipeg er iðandi borg innan borgarinn ar. Þar hafna flugvélar víðs- vegar að, þar fær ferðafólk úr öllum heimslöndum af- greiðslu og fyrirgr., þar er mörgu að sinna, enda heitir hún réttu nafni Winnipeg Intemational Airport. Flug- völlurinn nær yfir 4,200 ekr- ur með öllu, sem honum fylg ir, og um hann lögðu leið sína 1,800,00 ferðalangar síð- astliðið ár — 20 til 25 prós- enta fjölgun frá árinu 1973- í rekstri þessa flókna og fyrirferðamikla kerfis hefur Vestur-íslendingurinn Fred Eyjólfsson völdin, ábyrgðina og áhyggjumar því hann var skipaður framkvæmdarstjóri 17. janúar sl. en hafði þó sinnt mörgum þeim störfum sem fylgja stöðunni frá því nokkru fyrir áramót. Framhald á bls. 8. ERINDREKAR DEILDA Erindrekar deilda á Árs- þing Þjóðræknistfélags ís- lendinga í Vesturheimi 24. janúar 1975 voru: Frón deild í Winnipeg, — Olla Stefanson og Garðar Garðarsson; Lundar deild, Lundar, Man., Jóhann Sig- urdson og Leo Danielson; — Gimli deild, Gimli, Manitoba Stefan Stefcinson, J.B. Thord arson, Guðmundur Peturson, Thordur Bjamason; Esjan, Árborg, Man., Stefan Stefan- son, Helgi Palsson; — Island, Morden Man-, Thomas Thom asson; Brúin, Selkirk, Krist- ín Stefansson, Emily Hendry Leitfur Eiríksson Club, Calg- ary, Björgvin Sigurdson; — Norðurljœ deild, Edmonton, Lucille Oddson; — Báran, Mountain, N.D. Freeman Melsted, Joseph Anderson; Þjóðræknistfélagið á Akur- eyri, Davíð Bjömsson, í Winnipeg.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.