Lögberg-Heimskringla - 06.02.1975, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 06.02.1975, Blaðsíða 6
e LÖGBERG-HETMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1975 INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR 1 BYLGJUR SKÁLDSAGA BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR — Nei. — Ertu hættur að dansa? — Getur verið, ég veit það ekki almennilega. Að minnsta kosti ætla ég ekki á dansleikinn í kvöld. — Er áfengið kannske þegar úr sögunni líka? — Já, áfengi bragða ég aldrei framar, — segir hann og gengur út úr eldhúsinu. Frú Unnur er lostin djúpri undrun, en þessi yfir lýsing Ævars gleður hana jafnframt. Hún hefir alltaf viljað honum vel, þó það hafi sjaldan kom- ið fram í verki. En hvað hefir gerst í lífi óreglu- manns? Það hlýtur að vera eitthvað stórkostlegt, ef hann er allt í einu hættur að neyta áfengis. — Ýmsar getgátur leita fram í hug frú Unnar, sem hún reynir að leysa, og hún vill vera ein með hugsanir sínar. — Þér megið fara upp í herbergi yðar, ég Skal gefa Steinari kvöldkaffið, segir hún við Huldu. — Eg þakka yður fyrir, það er ágætt. Hulda hraðar sér burtu úr eldhúsinu, og frú Unnur er þar ein eftir. Ævar Bergmann stendur við gluggann í herbergi sínu og horfir á fólkið, sem streymir upp að sam- komuhúsinu. I kvöld finnur hann enga löngim hjá sér til að fyigjast með því. Allt hans fyrra ógæfusama líf líður eins og leifturmynd um huga hans. Flest laugardagskvöld um þetta leyti mörg undanfarin ár var hann vanur að falla fyrir eitur- vegum Bakkusar, drekka frá sér vitið, liggja ó- sjálfbjarga í saumum. Vakna síðan að morgni kvalinn af samviskubiti og viðbjóði á sjálfum sér. Nú er sem hiekkir hafi fallið af honum ,hann er frjáls maður. — Og ósegjanlega heit og djúp sigurgleði fyllir sál hans. — Hann snýr sér frá glugganum aftur og gengur um gólf nokkra stund. í einu horni herbergisins stendur kista með bók- um móðu rhans. Þær hefir hann ekki hreyft í mörg ár. Nú grípur hann sterk löngun til að kanna þennan vanrækta fjársjóð- Hann gengur að kist- unni og opnar hana og tekur bækurnar upp úr henni, hverja fyrir sig. Þar er úr mörgu að velja, bæði innlendar og erlendar sögur- og fræðibækur. Móðir hans var gáfuð kona og víðlesin. Neðst í kistunni finnur hann biblíu móður sinn- ar. Enga bók hafði hann séð móður sána handleika oftar. Hann flettir upp í biblíunni. Víða eru undir- strikaðar heilar setningar, og hann nemur staðar við eina slíka og les. — Komið til mín allir þér, sem erfiði og þunga eru hlaðnir, ég mun veita yður hvíld. Ævar ies þessa dásamlegu setningu upp aftur og aftur, og sál hans drekkur hvert orð hennar eins og þyrstur maður tæra svalalind. Hann veit það nú, að hingað hefir móðir hans sótt svölun og hvíld í sinni þungu lífsbaráttu. Ef til vill hefir hennar góða ástríka hönd undirstrikað orð meistar ans mikla í þeim tilgangi, að drengurinn hennar veitti þeim frekari athygli, ef hann einhvemtíma fletti hinni helgu bók- Ævar gengur með biblíuna að náttborðinu, þar sem myndin af móður hans stendur, og leggur bókina þar. Hér eftir skal hann sækja svölun og þrótt í þá sömu lífsins lind og móðir hans hafði gert. Hann raðar hinum bókunum niður í kistuna aftur og iæsir henni. í kvöld hefir hann fundið þann dýrmætasta fjársjóð sem m'annlífið á. Hann gengur að legubekknum sínum, leggst upp í hann og tekur biblíuna og gleymir sér við lesturinn. Steinar kemur spariklæddur niður úr herbergi sínu. Hann opnar eldhúshurðina og lítur þar inn af gömlum vana. Frú Unnur situr þar ein. Hún vaknar úr djúpum hugleiðingum við komu sonar síns og rís á fætur. — Hvað ert þú að fara, góði minn, spyr hún. óvenju blíð í máli- — Á ballið, auðvitað. — Viltu ekki kaffi, áður en þú ferð? — Jú, ef þú hefir það til á hitabrúsanum. Það vottar fyrir háði í rödd hans. Frú Unnur roðnar, og svipur hennar þyngist. — Þár væri kannske sama, þó ég hellti því beint úr könnunni, hún stendur héma heit á élda- vélinni. Steinar brosti kalt. — Já, mér er víst sama, hvaðan gott kemur, seg ir hann og sest við borðið. Frú Unnur framreiðir kaffið handa honum. Nýjar freistandi hugsanir vakna í hug hennar, en hún fyrirverður sig fyrir að láta þær í ljós með orðum. Hún hefir alltaf haft skömrn á ósannindum — En samt — hún verður að tefla djarft og sigra, hvað sem það kost- ar. Hún tekur sér sæti við borðið á móti syni sín- um og segir: — Þú ert þá ekki hættur að dansa — eins og frændi þinn? — Hvaða frændi? — Hann Ævar. — Er hann hættur að dansa? —- Já, og það sem meira er, hann segist aldrei ætla að bragða áfengi framar. Steinar lítur undrandi á móður sína. — Hér gerast stór tíðindi, án þess að maður fylgist nokk- ið með því. Þetta eru gleðilegar fréttir. Frú Unnur brosir kalt og dularfullt: — Honum hefir nú kannske verið sett það Skilyrði, að hann hætti að drekka. — Sett það skilyrði? Og af hverjum? — En ef hann væri búinn að velja sér lífsföru- naut. — Er hann nú trúlofaður líka? — Margt er ólíklegra. — Og hverri? Frú Unnur hikar við að svara, en svo segir hún: — Mér þykir það sennilegt, að um trúlofun sé að ræða, þegar stúlkur eru að drösla dauðadrukkn um mönnum upp í herbergi þeirra og sitja svo hjá þeim langt fram á nætur. — Hvaða stúlka hefir verið svo hugulsöm við Ævar? — Vinnukonan héma- Eg hefi oft komist að því í vetur, að hún hefir gert það. — Svo! — Steinar ýtir bollanum óþyrmilega frá sér, stendur snöggt á fætur og fer út. Frú Unnur horfir á eftir syni sínum, og harð- neskjulegu brosi bregður fyrir á andliti hennar. Samtalið snerti hana svo óþægilega. Henni er það fullljóst, hvert hugur hans stefndi. En hún skal herða sóknina enn betur, hvað sem það kostar. — Hún gengur síðan upp í herbergi sitt og leggst til hvíldar ,en svefninn flýr hana. Áleitin kveljandi innri rödd rænir hana ró og friði. Steinar gengur hratt upp að samkomuhúsinu. Blóðið ólgar í æðum hans. Á hann að trúa móður sinni? Er það sannleikur, að Ævar sé hættur að neyta áfengis, og Hulda trúlofuð honum? Hann getur ekki trúað því, en kemur honum þetta ann- ars nokkuð við? Hulda er búin að hrinda bonum frá sér, ást hans er djúpt særð, en hún er jafnheit og áður- Og hann er fús að fyrirgefa allt. Sann- leikann í þessu máli verður hann að fá að vita af- dráttarlaust. Reynist það rétt, sem móðir hans segir, skal hann ekki standa í vegi fyrir hamingju frænda síns. Þá ætlar hann að hverfa burt frá æskustöðvunum, sigla til útlanda, út um öll heims ins höf og koma aldrei heim aftur. Steinar er kominn upp að samkomuhúsinu, fyrr en hann varir. Háværir hljómar hinnar villtu gleði streyma á móti honum, er han gengur inn í veit- ingasalinn. Sjómenn hans og félagar sitja þar að víndrykkju. Steinar tekur sér sæti við borðið hjá þeim. Þeir blanda áfengi í glas og bjóða honum. — Hann horfir á glasið án þess að snerta það. Ef hann drykki nú úr því, myndi það sennilega deyfa sárustu kvöl hans. En hann hefir aldrei bragðað áfengi og heitið því að gera það aldrei- En nú? — Hann horfir nokkur andartök á rautt og girni- legt vínið. Á hann að drekkja sál sinni í gullnum eiturveigum þess? — Nei, það reynist aðeins tál. Steinar ýtir glasinu frá sér, stendur upp frá borðinu og kveður félaga sína. Gleðin svellur í rökkvuðum danssalnum. Steinar gengur þangað og svipast um eftir Ævari, en árangurslaust. Hann verður að trúa því, að frændi hans sé ekki mættur á þessum vettvangi gleðinnar í kvöld. Eru þá orð móður hans virkilega sönn? Hjartað þýtur í barmi Steinars, heitt og ólgandi. Hann býður í dans þeirri stúlkuni, sem næst hon- um situr, og dansar eins og óður maður, en finnur hvorki ánægju né svölun í dansinum. Æstur hug- ur hans kallar fram aftur og aftur mynd Ævars og Huldu í faðmi hans. Danslagið hljóðnar. Steinar leiðir stúlkuna til sætis og gengur út úr salnum- Hann verður að kæla blóð sitt í nætursvalanum. Hann reikar burt frá samkomuhúsinu, og spor hans liggja heim á leið. Steinar sér Ijós í glugga Ævars, — frændi hans er þá ekki sofnaður enn. Steinar lítur á úrið sitt, klukkan er orðin tólf. Það er víst ekki vel viðeig- andi að koma í heimsókn á þessum tíma sólar- hringsins, en hann má til. Óvissuna þolir harm ekki lengur. Enginn skuggi skai falla á hamingju Ævars af hans völdum, því heitir hann. Steinar gengur inn í húsið og fer rakleitt upp á loft. Hann drepur létt á dyr frænda síns. Ævar opnar dyrnar og horfir undrandi á gestinn. — Fyrirgefðu frændi, að ég ónáða þig á þessum tíma dags- • — Það er ekkert að fyrirgefa, gerðu svo vel og komdu inn fyrir. Steinar gengur inn í herbergið, og Ævar býður honum sæti. Það fyrsta sem dregur að sér athygli Steinar, er Bitolian á náttborðinu hjá honum. Þá bók hefir hann aldrei séð þar fyrr. — Eyðir þú kvöldinu við lestur heilagrar ritn- ingar, meðan ég og aðrir teygum bikar léttúðugrar gleði í dansi og söng? — I þetta sinn gerði ég það. — Ertu kannske hættu rað sækja skemmtistaði? — Það veit ég nú ekki, að minnsta kosti lang- aði mig ekkert að heiman í kvöld. — Er það satt, að þú sért búinn að afneita áfeng inu með öllu? — Já loksins! Orðin hljóma sem feginsandvarp frá brjósti Ævars. Steinar starir þögull fram fyrir sig nökkur augnablik, — svo er þá rétt, að Ævar sé hættur að neyta áfengis, og eru þá orð móður hans að öllu leyti sönn? Næsta spuming biýst fram af vörum Steinars: — Hvað veldur slíkum straumhvörfum í lífi þínu, frændi? — Ung og saklaus stúlka. THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS AS POSSIBLE. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Subacrlplion Fonn Name: --------------- Address:_________________ Enclosed find $10.00 in paymeni for subscriptíon for one year. Make cheques payable to: LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, 512-265 Portage Ave. Winnipeg, Man. R3B2B2 Telephoœ 943-8831

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.