Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 18.09.1975, Qupperneq 6

Lögberg-Heimskringla - 18.09.1975, Qupperneq 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1975 Svo fór Krabbe að lýsa veikindum Sveins. Einn dag hafði Krabbe fundið hann úti á steinriðinu fyrir utan dyrnar, þar sem hann beið eftir því að hann kæmi heim úr læknisferð langt utan úr héraðinu. Það hafði verið mjög kalt um daginn, og drengurinn verið orðinn stirður og blár af kulda. Litlu seinna fór hann að kvarta um að sér væri illt í hálsinum ,en sagðist þó ekki vilja hætta við að fara og sækja „elsku mömmu”. Hann var svo æstur, og þóttist keyra yfir fjöll og dali, og yfir skýin. — Englar og álfar þyrptust utan um hann, svo að hann komst ekki áfram, gat aldrei náð „elsku mömmu” sagði hann. Daginn eftir hafði hann fengið skarlatsótt. í óráðsköstunum var hann stöðugt að kalla á — elsku mömmu. — Þá setti Krabbe myndirnar af Ester á borðið hjá honum til þess að gera hann rólegri ,en hon- um nægði það ekki. „Eg finn að þær eru ekki lif- andi,” sagði hann. Ester andvarpaði lágt; það særði hana að hugsa um hve lengi hún hafði verið í burtu frá baminu sínu. „Þolirðu ekki að ég segi þér meira af honum? spurði Krabbe. „Jú, jú, haltu áfram, haltu áfram,” sagði hún í bænarrómi. Hann dró hana hægt að sér. Hún lagði höfuðið, breytt og þungt að brjósti hans. „Fer vel um þig?” spurði hann og strauk hár hennar. „Æ, já! bað fer svo vel um mig, má ég liggja s\'ona ofurlitla stund, — eg er svo þreytt! • „Svo lengi sem þú vilt, meðan þú finnur þar hvíld”, sagði hann og þrýsti henni fastar að sér. Svo fór hann aftu rað tala um barnið. Það rifj- uðust uop fyrir honum ótal smáatvik, sfem hann sagði frá, en sem öllum mundi hafa þótt lítilfjór- le? eða ómerkileg. néma móðurinni. Hún hlustaði nákvæmlega á hvert orð. „HaJt'i áfram. haltu áfram,” sagði hún ákaft og biðiandi, eins og bam sem verið e rað segja ske^mtiiegt ævintýri. Hann fór aTltaf lengra og lengra aftur í tímann, 'oct ssgði frá vmsu frá fvrstu árunum sem Sveinn lifði. og þá fcr Ester að skióta ýmsu inn í frásögn- ina. Það greip hana einhver óráðskæti. „Manstu betta?” spurði hún hvað eftir annáð, og svo fór hún sjálf að segja frá, en það varð ssmhengisJaust eins og óráðshjal, svo að Krabbe vrn-ð órólegur. Hann ætlaði að standa á fætur og hringja, til þess að biðia um liós. en hún vafði'handleggjun- um um háls hans og hélt honum aftur. Farðu ekki frá mér,” sagði hún kvíðafull og þvi>sti heitri kinninni að andliti hans. . „Kysstu mig, svo að ég finni ekki framar kossa bans. Gættu mín, annars fer ég frá þér aftur . ... þú varst svo kaJdJyndnr við mig, og ég þráði, þráði — og svo kom hann . . . Veistu að það var bamið hans, baraið, sem aldrei fæddist nema í huga hans sem drap Svein?” hvísJaði hún og þrýsti sér fastar upp að honum. Krabbe ýtti henni frá sér og þaut á fætur og hringdi ákaft. Vinr»ikonan kom inn með lampann. ..Hiálpaðu mér að koma frúnni .í rúmið og sondu óðara eft.ir Hald Jækni — hún er veik, eins og þú sérð,” sagði hann við stúlkuna og benti á Ester. sem talaði óráð í sifellu. Hann bar Ester siálfur inn í svefnherbergið og Jagði hapa í rúmið. Svo lét hann vinnukonuna annast autannað sem þurfti að gera. „Konan vðar hefir skarJatsótt. Mig* furðar að bér skuluð ekki hafa verið búinn að taka eftir éin kenrtunum fvrir löngu.” sagði Hald Jæknir, þegar hann kom til Krabbe frá því að skoða Ester. ,.Hún hefir auðvitað tekið veikina af baminu,” bætti hann við. Krabbe sat sem ti! dauða dæmdur og studdi höfðinu á borðplötuna. „Er hún mjög hættuJega veik?”'spurði hann án bess að líta upp. Gamli læknirinn Jagði hendina vingjamlega á öxl honum. „Já, hún er mjög hættulega veik. Þessi veiki er ætíð mjög hættuleg fyrir fólk í þessum aldri, og það veit enginn betur en þér sjálfur ,kæri vinur. En þér megið fyrir alla muni ekki sitja hér í sinnu leysi og örvæntingu, þér verðið að fara inn til hennar...” „Eg get það ekki. Við læknamir erum ekki fær- ir um að stundá nánustu vandamenn okkar.” „Hvaða heimska, Krabbe! þér verðið að herða upp hugann. Farið þér nú ,og skoðið konu yðar, og svo skulum við tala um hvað helzt skuli gera, er þér komið aftur. Núna fyrst verður að kæla á henni höfuðið með ís; hún er örvita —- hitinn er svo óvanalega miki'U.”„ . v „Hvað sagði hún, um hvað var hún að ^ala með- an þér voruð hjá henni?“ spurði Krabbe í flýti. „Ó, bað var samhengislaust rugL auðvitað tómir höfuðórar — hún var eitthvað að tala um ófætt barn sem hefði drepið Svein. Veikín og sorgin yfir missi barnsins hafa í sameiningu haft mikil áhrif á heilann.” Krahbe andvarpaði eins og honum yrði léttara. „Þér hafið rétt fyrir yður, herra HaJd”, sagði hann, „veikin hefir aðallega gagntekið heilann. — Það er undarlegt að ég skyldi ekki taka eftir því undir eins, þegar hún fór að tala um Svein í sam- band.i við ófætt barn.” „Ssgið þér mér eitt, Krabbe, hafa verið nokkr- ar Jíkur til þess þetta ár, að konan yðar mundi eiga bam? Hefir hún átt það í blóðJáti? Við frétt- um að hún hefði verið Jasin í bauSt,, rétt áður en hún fór. Ef eitthvað sJíkt hefír komið fyrir, þá er það míög eðlilegt að hún minnist þess í óráðinu, mælti Hald eftir noklcra þögn.” „Nei, nei! en — hún var þá taugaveikluð og ■<rarð bunglynd. Hin hrióstuga og þunglamaJega náttúra hér vfir á heiðinni hefir stundum haft slík áh’-if á hana á haustin. Hún er svo næm fyrir á- b.rifum. Eg fékk hana þá til bess að fara burtu um tíma til að Jétta sér upp og skemmta sér. Þér vitið það líka, læknir, að þvílíkar hugmyndir, sem koma fram hjá fólki í veikindum, hafa sjaldnast við nokkrar ástæður að styðjast.” , „Nei, auðvitað elcki, auðvitað elcki, góði Krabbe, það var bara ímyndun, mér datt í hug þegar ég heyrði til konunnar yðar... Krabbe stóð á fætur. „Nú fer ég inn til — til sjúklingsins. Eg þalcka yður fyrir vinsemd yðar. Það er rétt sem þér seg- ið. Eg á að hrinda af mér þessu þrekleysi og takast sjálfur á hendur læknisstörf í eigin húsi mínu. — Það er lítilmenska af mér að fela mig fyrir því sem mér mætir”, sagði Krabbe og rétti Hald hend- ina. „Viljið þér ekki að ég bíði hér þangað til þér komið aftur frá konunni yðar?” spurði Hald. Krabbe hristi höfuðið. „Nei, ég þalcka yður fyrir, þá verð ég að vera einn, þá þarf ég að vera einn”, sagði hann og gekk inn í herbergið til Ester. „Þama sjáum við hvað úr mönnunum verður, þegar óhamingjan mætir þeim sjálfum”, hugsaði Hald læknir með sér, er hann gekk heim á leið. „Krabbe, þessi kaldlyndi og rólyndi jámkarl, sem aldrei missir stjóm á hug né hönd, — hvað er nú orðið úr honum? Hann verður veiklyndur og kjarklaus, mjúkur eins og dula, imdir eins og drottinn lætur hann mæta mótlætinu! — Veslings maðurinn!” Krabbe gat ekki gleymt baminu ,sem Ester hafði verið að tala um í óráðinu. Hann var stöðugt að hugsa um samband þeirra Ester og Ólafs, og það olli honum hinnar mestu hugsýki. Þótt einkennilegt væri, þá fannst honum nú, að hann mundi hafa getað sætt sig við að skilja við Ester og geta þolað, að hún elskaði annan, ef orð hennar hefði nú ekki vakið hjá honum aðra hugs- un, sem tróð hann eins og blýþung mara og veitti honum engan frið, dag né nótt. Ester hafði í augum hans verið umvafin dýrðar- ljóma kvenlegs hreinleika, og það sem honum þótti mest auka yndisþokka hennar ,var höfðing- leg ró og stilling. Það var um hann, eins og menn almennt, sem lifað hafa svalllífi í æsku, að hann hafði ætíð dáðst að kvenlegum hreinleika og skírlífi, slíkri kven- legri fyrirmynd, sem ástríðan hefir ekki snortið heitum anda sínum. Slík fyrirmynd hafði Ester verið. Hún var svo fögur, svo hrein, svo ósnort- in,... þegar hann kynntist henni. Hann hafði gifst og lifað ánægður og öruggur, hamingjusömu lífi í sex ár, án þess að reyna nokk um sinni að skilja til blítar tilfinningalíf konu sinnar, sem hann elskaði. Ester hafði algerlega fullnægt þeim kröfum, ér hann gerði til konu sinnar. Hún var þrifin í um- gengni og hagsýn, góð húsmóðir og heilbrigð og góð móðir bami hans. Hann þurfti mikið á sig að leggja tilsað annast læknisstörf sín,,og auk þess stundaði hann læknis- vísindin af mjög miklu kappi. Hann kynnti sér allt sem fram kom í þeirri visindagrein til þess að geta rannsakað það og revnt. og hann ritaði sjálf- ur mjög mikið um þau efni. —Þessi störf tóku æ meiri tíma hans og hugsun, svo að hann virtist ekki hafa ána^gju af né áhuga á neinu, sem ekki stóð í beinu sambandi við þau. Fjör Ester og fróðleiksfýsn mætti engri sam- hyggð hjá honum. 'Hann skildi alls ekki löngun hennar til þess að öðlast meiri andlegan þroska. Hann sá ekki, að aðalsökin var þrá hennar til þess áð taka þátt í starfi hans og skilja hann, svo að samlíf þeirra gæti orðið innilegra. Þegar hún kom með spurningar sínar og reyndi að fá skýringar á því, sem hana langaði til að vita, vísaði hann henni á bug, hægt og blíðlega. THE LÖGBERG-HEIMSKRINGLA WISHES TO OBTAIN AS MANY NEW SUBCRIBERS AS POSSIBLE. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA SubKription Form Name. ................_______...........___........_____...... Address: ............................................................. Enclosed find $10.00 in payment for subscriptioni for one year. Make cheques payable to: LÖGBERG-HEIMSKRINGLA. • 7 8T. ANNE’6 ROAD, WINNIPEG, MANITOBA R2M 2Y4 CANADA

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.