Lögberg-Heimskringla - 02.10.1975, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 02.10.1975, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBER 1975 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHED EVERY THURSDAY BY LOGBERG-HElMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd. 67 St. ANNE’S ROAD, WINNIPEG, MANITOBA R2M 2Y4 CANADA TELEPHONE 247-7798 EblTOIt: CAROLINE GUNNARSSON ■DITOR EMERTTUS: INGIBJORG JONSSON RREMDENT. K. W- J0HANN90N, VICE-PRESIDENT, DR. L. JB4USMBN, •ECRETAHY-TREABORER, emily benjami nson, AOV'T MANAGER, B. ALECK THORARINSON BUBBCRIPTION $10.00 PER YEAR — PAYABLE IN ADVANCE — BECOND CLASS MAILING REGISTRATlON NUMBER I6B7 - PRINTTED BY GARDAR PRINTING LIMITED — PHONE 247-8140 V.ÐA MINNI BÚSÆLD EN Á SLÉTTUNUM IKANADA Það mun koma mörgum á óvart, svona rétt undir vetur- inn, að frétta það frá Ottawa, að nú sé innflutningur í sléttu fylkin að stóraukast — ekki úr öðrum heimslöndum eins og áður var, heldur úr veðurblíðunni á vesturströnd landsins og úr stórborgunum í austri, sem halda iðnaðarframleiðslu landsins í greipum sér, búa yfir margskonar atvinnumögu- leikum og hafa dregið að sér unga og gamla, sem vildu kom- ast áfram, eins og sagt er í daglegu tali. Svo rammt hefur samt kveðið að útflutningi úr sléttu- fylkjunum síðan í lok seinni heimsstyrjaldar, að fólksfjölda í Saskachewan hefur fækkað tilfinnanlega og Manitoba hef- ur aðeins haldið í horfi. Þetta gekk svo langt, að oft var sagt austur í Ontario, að Toronto væri stæðsta borg Manitobafylkis, og ekki laust við að nokkur beiskja fylgdi orðunum .Svo margt atgerfis- fólk fór þangað frá Manitoba og Saskatchewan til að leita gæfunnar, að stundum var því fleygt fyrir að þessi sléttu- börn skipuðu bestu stöðurnár í Toronto eins og Skotamir í London á Englandi. „Líttu bara í kringum þig,” sagði blaðakona einu sinni við mig í Toronto, „þær koma hingað frá Winnipeg, Regina, Saskatoon og Edmonton, eru öllum verkum vanar og fá strax vinnu við blöðin.” Að sjálfsögðu er alltaf nokkur hluti þeirra, sem starfa við blöðin á sléttunum að austan, því það er í eðli blaðamannsins að vilja sjá sig um í heiminum og vera ekki við eina fjölina felldur ævilangt. Sumir þeirra viðurkenna meira að segja að framtíðarhörfur í strjálbýlinu á sléttunum séu betri en þær, virðast í.fljótu bragði. Fjöldi sléttubúa hefur síðastliðna áratugi leitað í veður- blíðuna vestur á Kyrrahafsströnd. Það er munur að geta tínt rósir í garðinum sínum á jóladag eða mega standa í því krókloppinn, að moka fönnina frá húsdyrunuiri og kafa svo snjó upp að hné til að komast ferða sinna. Veturinn er þaulsetinn á sléttunum, en þó er það ofsagt í fréttinni frá Ottawa að hann helgi sér sex mánuði ársins. Hann ræður ríkjum á sléttunum fimm mánuði þegar verst lætur, en þa& er nóg til þess að aðeins mergur þjóðarinnar sjái sér fært að bjóða honum birginn. Mörgu er um kennt að fólkið hefur flúið víðáttu slétt- unnar og þyrpst í þéttbýlið fyrir austan þær og vestan. En nú beinist fólksstraumurinn að sléttufylkjunum frekar en frá þeim, segir í fréttinni frá höfuðstaðnum, vegna þess að nú eru atvinnuhorfur betri þar en víðast hvar annarsstaðar í landinu. Af allri þjóðinni eru, til dæmis 7.2 prósent vinnu- lausir sem stendur, en í Manitoba aðeins 2.6 prósent. Þar var meiri keppni eftir vinnukrafti en vinnu síðastliðið sumar. Eftir skýrslum að dæma vantaði 8,200 mann , vinnuliðið. Mest kvað vera um útflutning frá Kyrrahafsströndinni. „Fólkið streymir þaðan aftrir austur á sléttumar,” segir fréttagreinin frá Ottawa. „Atvinnuleysi ,verkföll og órói í mannfélaginu gerir því lífið leitt. Því er bætt við í greininni, að menn geti sætt sig við veðurhörku og tilkomulítið landslag ef þeir hafr atvinnu. Sléttufylkin búa yfir náttúru auðæfum, sem áður voru ó- þekkt, eru eign þjóðarinnar og skapa henni nú nýja atvinnu- vegi. Það verður síst talið neyðarúrræði fyrir vinnufæra menn á besta aldri að sætta sig við veðráttuna á sléttunum við nútíðar aðbúnað þegar því er, haldið fram að þar bíði þeirra meiri búsæld en víða annarsstaðar í landinu. Tilkomulaust landsag! Þeir sem þekkja sléttumar að- eins of myndum sem voru teknar út um glugga á eimreiðar- lest í gamla daga ættu að bregða hefðbundnum vana, fara bílferðir austur úr fylkium vestur að Klettafjöllum og stytta sér ekki leiðina með því að fljúga dottandi yfir Manitoba og Saskatchewan. En sleppum því. Sléttirmar hafa átt sinn þátt í að brauð fæða þióðina og afla henni erlends gjaldeyris, frá því fyrst var rótað við jarðvegi þeirra af atorkumönnum ,sem settu ekki veðráttuna fyrir sig. C.G. 5yjÆ Ætli nokkmm hafi dottið í hug að finna eitthvað upp til að gefa krökkunum inn og tefja fyrir þeim að vaxa? — „Þau eru ekki fyrr komin í nýja skó og strigabuxur en þau em vaxin upp úr þeim, og hvergi hægt að spretta upp saumunum og færa þetta út,” sagði kona við mig um daginn. „Já ,þetta vex eins og ill- gresi”, sagði ég í sakleysi, „Nei, nei, ekki eins og ill- gresi, eins og karrot og kart- öflur á góðu ári,” sagði móð- irin, „sum verða löng og mjó eins og karrof, sum hnöttótt eins og kartöflur. Þau vaxa sitt í hverja áttina, krakka- greyin, en ekkert þeirra kemst í fötin sín eftir þrjá eða fjóra mánuði, og það þó maður taki þau vel við vöxt — þetta kostar skildinginn”. „Þér veitti ekki af að fá teijuband í peningana þína svo þeir nái utan um krakk- ana,” sagði ég. Hún sagði að það væri al- veg vonlaust ,en það ætti kannski að vera teijuefni í buxunum svo það tognaði úr þeim jafnótt og úr krökkun- um. Eg sagði henni að einu sinni hefði allt mjöl verið selt í sterkum pokum, að mömmurnar hefðu litað þá rauða, bláa, gula og græna, síðan notað þá í kjóla og skyrtur á stráka og stelpur. Allt var þetta saumað með sterkum tvinna, sem aldrei bilaði, faldar og saumar breiðir, svo hægt væri að síkka og víkka öll föt. „Bam ið óx og brókin með því, sagði ég. — „Maður varð að skera flíkurnar sundur með hníf þegar maður var orðinn leiður á þeim.” Eg sagði henni líka að einu sinni hefði ég lent í svínastí- unni ef faldurinn á kjólnum mínum hefði ekki verið sterkur eins og stál. Eg var nefnilega búin að klifra hátt upp í tré í einu hominu á. stiúnni til að sýna frænda mínum hvað ég gæti og stríða svínunum með því að herma eftir þeim. En ég datt hátt upp í tré, festi kjólinn og hékk með kollinn öfugan yfir svínastíunni. — Frændi hélt undir höfuðið og kallaði á hjálp, en faldurinn á kjólnum gaf sig ekki og mér var bjargað. Eg er hrædd um að tauið og tvinninn nú á dögum dygði ekki í svona ævintýrum. C.G. SKIPSTRAND Á GOMLUEYRI Tvær franskor skútur stranda ó Gömlueyri órið 1870 SÖGUNA um skipstrand á Gömlueyri fyrir 100 árum sendi frú Þóra S. Þórðardóttir forseta Þjóðræknisfélagsins hér vestra, Stefani J. Stefanson, með þeim ummælum að hana langaði til að hún birtist í Lögbergi-Heimskringlu. Söguna hefur Þóra skrifað eftir frásögn móður sinnar, Ástríðar Benjamínsdóttur, sem var unglingsstúlka þegar atburðurinn gerðist, kom á heimilið, sem tók á móti skipbrotsmönnum og hlynnti að þeim af alúð og drengskap. Hún kynntist erlendu gestunum og gleymdi aldrei þeirri viðkynningu. — Þóra er siálf alin upo á Litlahrauni og þekkir þar alla staðhætti. — Minningar móður sinnar segist hún hafa geymt í eigin minni eins og helgan dóm, en nú finnst sér tími til kominn að þessi sanna frásögn komi fyrir almennings sjónir. Sagan á erindi til Vestur-íslendinga, því bóndinn, ólaf- ur Þorvaldsson, sem skaut sk.iólhýsi yfir skipsbrotsmennina, fluttist til Ameríku árið 1882 með syni sínum, Kristjáni. — Segir Þóra í bréfi, sem hún lét fylgia greininni að Kristján hafi verið velmetinn borgari og lífsábyrgðar agent í Winni- peg til æviloka. Er ’þar að líkindum átt við Kristján heitinn Ólafsson, sem hefur haldið íslenskum sið og kennt sig við föður sinn Ólaf Þorvaldsson, en ekki tekið upp nafn afa síns. Hér eru færðir í letur at- burðir sem gerðust fyrir rúm um 100 árum eftir frásögn Ástríðar Benjamínsdóttur er þá var nýorðin 13 ára. Hún var fædd 19. desember 1856 að Hrossholti í Eyjahreppi. — Hún ólst upp hjá móður sinni, Helgu Jóhannsdóttur, og stjúpföður- sínum, Birni Gottskálksisyni sem bjó fyrst í Kolviðarnesi , Eyjahreppi, en fluttist að Stórahrauni, næsta bæ sunnan Haffjarð- ar, og bjó þar allan sinn bú- skap. Hann dó 1906, merkur maður. Ástríður var 18 ára, þegar hún fluttist að Stóra- hrauni. Á Litlahrauni bjó Ólafur Þorvaldsson, þá 41. árs, og hafði hann ráðskonu. Kona hans var dáin, hún hét Margrét Kristjánsdóttir. Þau áttu 2 böm, Kristíán og Kristjönu. Hann hætti bú- skap 1882 og fluttist til Ame- ríku ásamt syni sínum Krist- jáni, sem lifði allan sinn ald- ur í Winnipeg og varð egent fyrir stóru lífsábyrgðarfé- lagi og varð mikilsmetirin maður. Hann dó 1943. Ástríður var í nágrenni við ólaf Þorvaldsson á Litla- hrauni, þangað til.hún giftist Jóni Sigurðssyni smið frá Tröðum á Mýrum 1877. Þeg- ar ólafur fór frá Litlahrauni 1882, fluttu þau Jón og Ást- ríður með 3 börn sín og vinnustúlku að Litlahrauni. Ástríður missti mann sinn sama vorið, 28 ára eamlan, úr mislingum og elsta og yngsta barnið síðar á árinu, einnig úr mislingum. Ástriðtir bió að Litlahrauni til da"ðadags. Hún dó 25. á- gúst 1928. Ástríður var þekkt fyrir váfur, var stál minnug og víðlesin. — Skioströndin voru henni því minnis.stæð frá bernsku- og æskudögum alla ævi af sögnum og eigin sión. Stórahraun og Litlahraun eru neðst vestur undir iaðri E1dborc,a,'h’,a"ns. T.itiabraun neðar við sioinn. Undirlendi stutt að sió og útfyri mikið um fiöru og fremst rekaland mikið, 10 kílómetra langt sandrif, sem liggur milli Kaldáróss að sunnan en Hof- f jarðaróss að vestan og heit- ir Gamlaeyri og er innst við bugt Faxaflóa. — Rekaland þetta er Litlahraunsland. Það var 28. mars 1870 að gerði aftaka veður af vestri með fannkomu og stórbrimi. Veður þetta hélst allan dag- inn, en lægði heldur er leið á nóttina. — Frost var ekki miög mikið. Um morguninn var sniómugga og dimmt yf- ir og hæeur vindur af út- suðri. — Ólafur Þorvaldsson var nýrisinn úr rekkiu og fólk hans, nema móðir hans gömul, sem lá rúmföst. Ölaf- ur ætlaði til fiárhúss að gefa fé sínti. Þegar hann kom út á hlaðið og leit í kringum sig, mætti honum óvanaleg sjón. Stór hópur manna kom heim tún;ð í átt frá sjónum. Hon- um var litfð til sjávar, sá hann þá' tvö skip bera við loft á Gömlueyri. Var nú auð sætt, að þetta voru skipbrots menn, sem gengu heim tún- ið. ólafur beið komu þeirra, og brátt var hann umkringd ur útlendingum, sem töluðu allir í einu. Þeir bentu til hafs, til skipanpa og sögðu Fransi, Fransi í sífellu. ólaf- ur kastaði tölu á hópinn og voru þeir 45 menn — blautir sumir fáklæddir og illa til reika. Bóndanum var nokkur augnablik ráðvant, hvað gera skylddi fyrir svo marga menn, en brátt opnaðist leið að. hjarta hans. — Hann sá í einni svipan, hvað gera skyldi. Hann benti þeim að ganga í bæinn, fór á undan þeim. Húsakynni voru lítil fyrir hópinn, þríggja staf- gólfa baðstofa, nýbyggð og björt og vistleg, og frammi- hús með smástofu, öðrum megin við bæjardyr. Þegar

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.