Lögberg-Heimskringla - 23.10.1975, Síða 1
Jn ] t
Corgsteinn Jonsson,
Box 218
REYKJAvrir, icsland
89. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. OKTÓBER 1975
NÚMER 35
LITRÍK SAMKOMA
Winnipeg háskóli sæmdi biskup íslands,, séra Sigurbjörn Einarsson heiðursnafnbóiinni Doctor of
Diviniiy, honoris causa, þegar hann var í Winnipeg, gestur Canada Iceland Ceniennial Conference.
Biskupinn er á miðri myndinni. Til vinstri handar honum er forseii Winnipegháskóla, dr. Henry E.
Duckworlh, til haegri kanslari háskólans, dr. P. H. T. Thorlakson, en lengsi til hægri Mr. William
Norrie, forseti "Board of Regents” Winnipegháskólans.
BISKUP ÍSLANDS HEIÐRAÐUR AF WINNIPEGHÁSKÓLA
Sunnudagskvöldið 5. októ-
ber 1975, var séra Sigurbjöm
Einarsson, biskup íslands,
sæmdur heiðursnafnbót af
Winnipegháskóla í virðulegri
athöfn, sem fór fram í Mani-
toba Theatre Centre í Winni-
peg. Umkrindgur erindrek-
um Canadastjórnar, Mani-
tebastjómar, Winnipegborg-
ar, fræðimönnum og öðrum
tignum gestum, var hann
gerður Doctor of Divinity,
honoris causa, en fjöldi á
horfenda sótti samkomuna,
og var vel til hennar vandað
í alla staði.
Forseti guðfræðideildar há
skólans, dr. George Taylor,
mælti fyrir veitingu gráðunn
ar og flutti stutt ávarp þvi
til stuðnings að ráðuneyti há
skólans viðurkenndi Biskup
Islands sem kennimann
kirkjunnar, fræðimann, tón-
listamann, skáld og ritstjóra,
og fór nokkrum orðum um
æviferil hans, sagði að unga-
barn hefði hann misst móður
sína, en hún lét lífið við að
bjarga honum úr eldsvoða
þegar heimili fjölskyldunnar
brann, hefði þar endurtekist
saga John Wesley, hins
breska kennimanns, er stofn-
aði Methodista kirkjuna. —
Kvaðst hann sannfærður um
að séra Sigurbjöm, eins og
Wesley, lifði lífinu í inni-
legri þakkargjörð til guðs og
manna og helgaði þeim ævi-
starfið.
Séra Sigurbjörn burtskráð
ist úr Menntaskóla Reykja-
víkur árið 1931, og nam síð-
an guðfræði þar til árið 1933
að hann hélt til Svíþjóðar og
burtskráðist úr Uppsala há-
skóla árið 1937 með M. A.
gráðu í trúfræði, grísku og
fomsögu. — Árið 1938 lauk
hann prófi í guðfræði í há-
skóla íslands og tók prest-
víxlu sama ár.
Næstu árin stundaði hann
framhaldsnám við Uppsala-
háskóla, Cambridge og Basel
og þjónaði Hallgrímskirkju
söfnuði í Reykjavík. Hann
var skipaður lektor í guð-
fræði við háskóla Islands ár-
ið 1943 og prófessor 1949. —
Hann var vígður biskup yfir
Islandi í apríl 1959.
Séra Sigurbjöm hefur
þjónað í mörgum þýðingar-
miklum nefndum Lúterska
heimssambandsins og tekið
virkan þátt í starfi stjómar-
ráðs alheims kirkjusam-
bands. Sem æðsta embættis-
manni Þjóðkirkju íslands,
hefur honum auðnast að
halda nánu sambandi við
presta, guðfræðinema og guð
fræði prófessora háskólans.
Hann er viðurkenndur ræðu
maður og hefur haldið fyrir-
lestra í mörgum heimslönd-
um.
Framh á bls. 8
Leiksviðið í Manitoba The-
atre Centre í Winnipeg var
fullskipað tignum gestum
sunnudagskvöldið 5. okt. sl. í
baksýn sat Fjallkonan í önd-
vegi, umkringd barnakór
Elmu Gíslason, Icelandic
Centennial Children’s Choir.
Fylkisstjóri Manitoba, Hon.
J. W. McKeag, einn ráðherra
Kanadastjórnar John Munro
og fulltrúar fylkisstjórnar en
borgarráðs Winnipegborgar
biðu þess að flytja ávörp og
dr. Kris Kristjanson var þess
albúinn að setja samkomu
sem Winnipegháskóli stóð
fyrir til að veita biskupi ís-
lands, séra Sigurbirni Einars
syni heiðursnafnbótina Doct-
or of Divinity, honoris causa,
í sambandi við hátíðina ,Can
ada Iceland Centennial Con-
ference.
I>á fór Miss Snjólaug Sig-
urdson fingrum um píanóið,
fólksfjöldinn stóð á fætur og
leit upp með hrifningu þegar
kröftugur karlakór tók und-
ir við hljóðfærið og söng O,
Canada. — Þar var kominn
Karlakór Reykjavíkur, öll-
um á óvart nema kanslara
háskólans, dr. P. H. T. Thor-
lakson, og sjaldan mun þjóð
söngurinn hafa verið betur
sunginn. Síðan söng kórinn
ó, guð vors lands.
Hon. Russ Paulley, vara-
forsætisráðherra Manitoba,
flutti kveðjur fylkisins fyrir
hönd forsætisráðherra, Hon.
Edward Schreyer, en Willi-
am Hollonquist, borgarráðs-
maður talaði fyrir hönd borg
arstjórans, Mr. Stephen
Juba.
Við þetta tækifæri var
þeim dr. Ernest Sirluck, for-
seta Manitobaháskóla og dr.
Henry E. Duckworth, forseta
Winnipegháskóla afhent
skilti af Grettir Leo Johann-
son, fyrir hönd Kanada-
manna af íslenskum upp-
runa, og þeir þeðnir að koma
beim fyrir í háskólunum. —
Skiltin eru eftirlíkingar í
smáum stíl af málmplötunni,
sem Vestur-lslendingar gáfu
Framh á bls. 8
JOAN MAGEE KENNIR ÍSLENSKU
I WINDSOR# ONTARIO
Joan Magee átti erindi á
hátíðina, Canada Icelandic
Centennial Conference, þar
ræddu alkunnir fræðimenn
Norræn fræði og bókmenntir
og þar var hún á réttri hillu.
Hún hefur árum saman gefið
sig að fombókmenntum
Norðurlanda, kennir nú 90
manns íslensku í Windsor,
Ontario og er að þýða ís-
lenska Biskupssögu í tóm-
ÍSLENDINGUR VIÐ STÝRIÐ Á MANITOBA CENTENNIAL CENTRE
Robert Goodman er af ís-
lenskum uppruna í báðar
ættir, fæddur og uppalinn í
Winnipeg og þykir vænt um
borgina sína. Hann stjórnar
rekstri Manitoba1 Centennial
Centre og kann vel við sig
við stýrið. Enda mun það
varla ofsagt að þessi miðstöð
lista og góðra menta sé óska
barn Manitobafylkis. Hún er
í sjálfu sér höfuðstaður í höf
uðborginni miðri, og af-
kvæmi aldarafmælanna
þriggja, sem hafa rekið
hvert annað með stuttu milli
bili síðan Fylkissambandið
náði 100 ára aldri árið 1967,
svo Manitobafylki 1970 og
Winnipegborg 1974.
Á þessum árum hefur einn
hrörlegasti hluti borgarinnar
kashtað ellibelgnum og þar
verið reist nýtýsku leikhús,
“Manitoba Theatre Centre,”
glæsilegt samkomuhún, —
“Centennial Concert Hall,”
og stórkostlegt minjasafn og
sólkerfismyndahús, “Mani-
toba Museum of Man and
Nature — Planetarium.”
Bob Goodman er fram-
kvæmdarstjóri Centennial
Concért Hall. Manitoba
Museum of Man and Nature
— Planetarium starfa undir
eigin stjórn, en húsakynnin
og öll þjónusta heyra undir
Centennial Concert Hall og
Bob Goodman. Fastir starfs-
menn eru þar 85 talsins, en
Framh á bls. 7
stundum. Þetta aldarafmælis
ár íslenska landnámsins í
Manitoba lagði hún sérstak-
lega stund á að kynna sér
sögu íslensku landnemanna í
Vesturálfu, og lét því ekki
síðasta þátt hátíðarinnar
fara fram hjá sér, var í ferð-
inni með skipinu Lord Sel-
kirk, sem rakti slóð landnem
anna yfir Rauðá og Winni-
pegvatn fyrir 100 árum. Á
skipsfjöl talaði Joan ofurlítið
um áhuga sinn á íslenskri
tungu og íslenskum mennt-
um.
Hún er bókavörður að
mennt og hlaut B.A. gráðu í
þeirri fræðigrein frá Toronto
háskóla árið 1953. Hún byrj-
aði ævistarfið í barnadeild al
menna bókasafnsins í Winds-
or og þar fór hún fyrst að
sökkva sér ofan í íslenskar
fornsögur. — Bömin leiddu'
hana út í þetta. 1 safninu
voru nokkrar þýðingar af
fomsögunum, og Joan tók
eftir því að krakkarnir sóttu
ákaft í Grettissögu og Gísla-
sögu Súrssonar, sjálf komst
hún á bragðið um leið og
hún byrjaði að athuga benn-
Framh á bls. 8