Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 13.10.1977, Page 5
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. OKTOBER 1977 5 Svörlueyjar komu þeir ár- lega og hafa þar minningar- hátið sína. öllum heimildum þer saman um það, an Islend ingum •'og Tndíánum hafi komið vel saman og dæmi eru þess, að Indíánar lærðu islensku. — Þeir hafa unnið mikið með og fyrir íslend- inga og reynst þeim vel, sem sýndu þeim traust og bi'ugð ust ekki í viðskiptum við þá. Fiskimenn höfðu og snemma viðdvöl i eyjunni. Árið 1868 dvaldi hér Henry McKinney við skógar högg og skoskur maður, Thomes Hillgrow frá Selkirk rak hér sögunarmyllu, er gæt og mikill fiskur skammt undan landi. Haust.ið 1876 voru flestir sæmilega undir veturinn búnir. Karlmenn- irnir höfðu komist upp á lag ið við dýraveiðar og skógar- högg og konur lærðu að nota hveitikjarna i staðinn fyrir kaffi, sætan jurtasafa i stað sykurs og blöð ákveð- inna jurta i staðinn fyiir te. Ógæfan mikla skellur ó . . En þennan vetur skall ó- gæfan yfir. — Hin alræmda bólusótt kom upp. Um þriðj- ungur íbúanna á Mikley tók fyrstu Islendmgaí íur Komu. Það var vorið 1876 sem mað ur að nafni, Magnús Hall- grímsson, heyrði um sögun- armyllu Thomasar Hiilgrow og réði sig i vinnu hjá hon- um. Magnús festi sér og land og nefndi í Ingólfsvík. Þetta sumar komu ýmsir aðrir og má þar nefna hjónin Mar- gréti og Helga Tomasson, sem settust að á Reynistað og urðu áhrifamikil í byggð- inni lengi síðan. Svo var og um fjölskyldu þeirra. Sonur þeirra hjóna var Kristján — Hann kvæntist Sigþóru, sem lifði mann sinn. Þau hjón voru afar mikilvirk i fram- faramálum eyjarinnar og sjálfur minnist ég Sigþóru með mikiili virðingu og þökk. Fyrsta barnið, sem fædd- ist á Mikley var Guðmundur Jónsson. Hann fæddist á Reynistað 2. september árið 1876. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason Guðmunds- sonar frá Vaði í Skriðdal og Haildóra Guðrún Guðmunds dóttir. Guðmundur kvæntist, Herdisi Jónsdóttur sem fædd var á Teig í Óslandshlíð. Frumbyggjar á Mikley hófust þegar handa um upp- byggingu sína. Ýmsir bundu vonii* við sögunarmylluna, en Thomas Hillgrow reynd- ist. þungur i skauti, uns hann kvæntist íslenskri konu. Þá varð hann löndum allur þægi iegri. Eyjarskeggjar komust yfirleitt betur af en aðrir Ný-íslendingar. Nægur við- ur var til húsa, beitilönd á- veikina og þrjátíu dóu af völdum hennar. Nýja Island var allt sett i sóttkví og stóð svo fram til 20. júlí 1877. — Afleiðingar þessa ástands urðu hörmulegar, vistir þrutu og engin viðskipti við umheiminn voru leyfð. En baráttan hélt áfram. Árið 1878 voru ibúar a Mikley orðnir 204. Aðstæður höfðu nú batnað á ný, en sumarið 1879 var mjög vot- viðrasamt og 5. nóvember um haustið urðu mikil flóð i Winnipegvatni og ollu þau geysilegum skaða á húsum og löndum. Þessir atburðir, trúardeil- ur og annað olli því, að marg ir fluttu burt úr Nýja Is- landi. Árið 1881 voru aðeins um 250 manns eftir í þess- um byggðum af 1500 er flest var. Þá voru átta eða t.íu fjölskyldur eftir í Mikl- ey. Þetta sama ár varð Nýja Island hluti af Manitoba- fylki. Með þeirri ákvörðun dagaði uppi draumurinn um hið Nýja Island, sem margir Jandnemanna báru í brjósti sér og börðust. fyrir, að gæti orðið að veruleika. Mann- flutningum þessum og breyt ingum fylgdi mikill sársauki og sveið lengi undan. En aftur rofaði til . . . En aftur rofaöi til. íbú- um fjölgaði og þegar nýja öldin var tvítug voru um 500 manns í Mikley. Saga eyjar- innar er um flest sérstæð. — Fólk bjó að eigin efnum og þáði lítt. af öðrum. Skógur- inn var ruddur og stór og vönduð hús byggð. — Hvert. býli bar íslenskt. nafn. Skáli var reistur, kirkja og sam- komuhús. — 'lbúarnir lögðu vegi og gerðu sjálfir undir- stöðurnar í vatninu fyrir raf magnsstaurana, er stjórnin taldi það, verk of kostnaðar- samt. Sími kom til eyjarinn- ar árið 1922. Það tók þrjá til fjóra tíma að ferðast til Riv- erton og níu tíma til Selkirk. Bílferja tók til starfa i sept. 1953 og þótti að vonum hin mesta samgöngubót. Nú hef ur sundið milli eyjar og lands verið brúað og leiðin öll auðveld. Samtímis er eyj- an nú alfriðuð og hefur verið gjörð að þjóðgarði. Aðstæður fyrir ferða- fólk eru góðar. — Skipulögð hafa verið sumardvalarstæði baðstrendur, eru ágætar, hótel er hér fagurt. og stórt, golfvöllur prýðilegur og önnur leiksvæði. Á norður- hluta Mikleyjar höfðu ýmsir átt sumarhús og dvalið þar ár eft.ir ár. Nú er það fólk á brott. Skóli var lagður nið- ur og við það fluttust marg- ar fjölskyldur burtu. Þessi gjörbreyting var ekki með öllu sársaukalaus, en enginn má við þróúninni. Á Mikley búa nú átta íslenskar fjöl- skyldur og svo eru þar bú- settir starfsmenn þjóðgarðs- ins og hótelsins. I sumar hef ég dvalið meðal þessa fólks og notið vináttu þess. Leið mín hefur oft. legið heim til Islendinganna hér og margt. hefur verið spjallað. Nokkuð af þessum kynnum hef ég reynt að færa í letur. Framh. í næstu viku. • PunktAb • . ... á þossu ári selur eitt ísienskt útflutningsfyrirtæki, Ifilda h.f. ullarvörur til Norður-Ameríku fyrir um 500 milljónir króna. Það er um 100% aukning frá fyrra ári. Þá hefur annað íslenskt fyrirtæki, Steinars Júlíussonar, feldskera, fengið pantanir á 1700 skinnkápum, sem eiga að fara til Noregs, og einnig selur Steinar á Banda- ríkjamarkað. I fyrra seldi hann 500 flíkur til Ameríku. . . . . talið er að verð á fasteignum á Islandj hafi hækk- að að meðaltali um 20—25% á þessu ári. .... vísindamenn á fsiandi telja klak þorsksins i ár aðeins um 50% af því, sem það hefur verið síðustu sjö árin. .... kinverjar hafa keypt 8000 tonn af ali hjá íslenska Álfélaginu, og er söluverðmætið um 1600 milljónir króna, Þeir senda sjálfir skip eft.ír farminum, .... kynlegur kvistur er á þaki hússins, sem íslenska sendiráðið hefur í Moskvu. Það er ekki innangengt i hann, og starfsfólk sendiráðsins veit ekki hvað þar kann að vera, en gluggi, sem á lionum er, er ýmist op- inn eða lokaður. Telja sumir, að þarna hafi verið kom- ið fyrir hlustunartækjum, og herma fréttir, að fótatak hafi heyrst ofanað. .... Jónsbók Magnúsar Stephensens seldist. á bókaupp boði í Reykjavík fyrir skömmu á eitt hundrað þús- und krónur, eða um $500, — og er söluskattur inni- falinn í verðinu. On your way fo IVorway, Sweden Iceland-so niueh to see and do. orDcnmark. Why settle for the usual? Make your next trip to Scandinavia an exciting, fun-filled and educational experience with a visit to Iceland. Stopover tours of 1 to 3 days from $10 to $30. All fares include room with bath/shower at First Class Hotel Loftleidir, sightseeing trips and 2 meals daily, transfers between hotel and airport. Exclusive on Icelandic Airlines for passengers flying from New York or Chicago to Norway, Sweden or Denmark. Now this tour is available on the 22-45 day excursion fare. All rates effective Oct. 1,1977. Volcanos, Viking museums, glaciers, geysers, theater, concerts, art shows, duty-free shopping, saunas and indoor hot-spring pool at your hotel, smorgasbord lunches. It’s the land of Leif Ericson, settled by Scandinavians in the year 874 A.D., where people speak the unchanged Old Norse of more than 1,000 years ago. No other scheduled airline jets to Scandinavia at lower fares than we do! See your travel agent or contact Icelandic Airlines, 630 Fifth Avenue, New York, N.Y. 10020. Phone (212) 757-8585 or call (800) 555-1212 for the Toll Free Number in your area. Stopover in Iceland. s10 a-day. Icdandic LOWESTJET FAKES TO TIIE IIEART OF EIHOPK OFAIV'Y SCHEDELED AIRLINE.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.