Lögberg-Heimskringla - 27.01.1978, Page 1
92. ARGANGUR WINNIPEG, FOSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 NUMER 3
GREINARGERÐ UM KYNNISFERÐ TIL KANADA
í JÚNÍ-JÚLÍ 1977
ÞJÓÐHÁTTASÖFNUN
í Vesturheimi
DAGANA 27. júní til 18.
júlí 1977 dvaldist undirritað-
ur í Manitobafylki, Kanada,
á vegum nefndar utanríkis-
ráðuneytisins sem fjallar um
aukin samskipti við Vestur-
Islendinga, Þjóðræknisfélags
Islendinga og Þjóðminja-
safns Islands.
Tilgangurinn með þessari
fremur stuttu för var eink-
um að kanna. með úrtaki,
hvort ástæða væri til að
hefja rækilega þjóðháttasöfn
un meðal Vestur-Islendinga,
en slíkt fyrirtæki er afar
' tímafrekt, ef það á að vera
annað en kák eitt.
Á þessum tíma heimsótti
ég Winnipeg, Sefeirk, Gimli,
Riverton, Mikley og Árborg,
hitti fjölda Vestur-lslend-
inga að máli og kom á fundi,
samkomur og söngæfingar
hjá þeim. Allýtarleg samtöl
átti ég við um 30 manns á
aldrinum 75-95 ára. — Voru
þau sumpart tekin á segul-
band, en að nokkru punktuð
niður.
Niðurstaða þessara athug-
ana varð aðallega tvennskon
ar:
1. Mjög lítið er orðið eftir
af fólki, sem man eftir sér
frá Islandi. — Þeir hinir fáu
hafa hinsvegar einatt margt
athyglisvert fram að færa.
Minni þeirra er stundum ein-
kennilega skýrt, hvað snert-
ir tíniabiliö kringum hin
miklu umskipti, sem búferla
flutningamir voru. Eg nefni
sem dæmi Jón Pálsson, 90
ára, sem fór 7 ára gamali
vestur frá Reykjum í,Skaga-
firði, en geymdi þó með sér
skýrar þjóðlífsmyndir úr
bernsku. Eg tel það væri ger
legt fyrir 1—2 menn að ná
mikilvægustu upplýsingum
frá þessum tiltölulega fá-
menna hópi á nokkrum mán
uðum.
2. Hitt er miklu umfangs-
meira mál, en virðist ekki
síður athyglisvert, hvaða
þjóðsiði og trú fólk flutti
einkum með sér vestur og
hvað var skilið eftir og hvers
vegna. Hvað ef þeim siðum
og trú lifði áfram og hvað
dó út eða breyttist frá kyn-
slóð tál kynslóðar, hvar, hve-
nær og hversvegna.
Eg þóttist geta dregið þá
bráðabirgðaályktun af þess-
um áþreifingum, að menn
hefðu hneigst til að taka með
sér þær venjur og þjóðtrú,
sem góðar voru og gleðileg-
ar, eins og t.d. sumardaginn
fyrsta, en skilja hinar ótta-
blöndnu eftir heima, svo sem
t.d. Grýlu og drauga, eða
milda þær a.m.k. Er þetta
raunar í samræmi við það,
að fólkið fluttist burtu i leit
að betra lífi, og þá mátti sýn
ast ástæðulaust að flytja
með sér meiri bölvun en ó-
hjákvæmilegt var. En þessi
kenning þyrfti mun nákvæm
ari prófunar við.
Til könnunar á þessu sviði
yrði að nota úrtak frá
hverri byggð og hverri kyn-
slóð til að rekja þróunina. —
Ekki tel ég mig þess umkom
inn að áætla, hversu tíma-
og mannfrekt slíkt verkefni
gæti orðið. Þar þyrftu hag-
skýrslufræðingar að vera
með í ráðum.
Ætlunín var einnig að
kanna, hvort ekki mundi
reynast unnt að koma upp
cinhverskonar þjóðhátta-
nefnd þar vestra, sem unnið
gæti slíkt söfnunarstarf í
samvinnu við þjóðháttadeild
Þjóðminjasafnsins. á Islandi.
Það sýnist a.m.k. kostnaðar-
minna. Um þetta ráðgaðist
ég einkum við Harald Bessa-
son prófessor við Manitoba-
háskóla. Niðurstaða okkar
var sú, að tormerki væru á
því að vinna slík verk, nema
maður kæmi til frá Islandi,
þótt e.t.v. mætti finna að-
stoðarmenn vestra.
1 fyrsta lagi þarf sá, sem
stýrir könnuninni, að þekkja
vel til íslenskra þjóðhátta,
sögu og annara aðstæðna til
að skynja, hvaða samsvaran
ir eða andstæður vestra
væru öðrum fremur athygli
verðar. Liggur þetta vita-
skuld í augum uppi.
I öðru lagi taldi Harcddur
af 20 ára reynslu, að Vestur-1
Framha. á bls. 5
lcelandic tradition
imported to Canada
BONFIRE IN
HEARTLAKE
Dr. Thor Jakobsson has im-
ported an old Icelandic Tra-
dition to Canada, the Dec-
ember 31st bonfire. He said
in an interview with Lög-
berg-Heimskringla that this
event turned out to be a suc-
cress in the area where he
lives, and it had been decid-
ed that a bonfire would be
arranged at least for the
next hundred years.
Maybe this appeals to oth-
er individuals or organizat-
ions in Canada? Why Not?
SEE ALSO PAGE 3
ii
< >
< >
< i
< >
< >
< >
< *
< >
< >
< >
i
95 ÁRA AFMÆLI
JAKOBÍNU JOHNSON
26. JANÚAR 1978 voru líðin 95 ár frá þvi hún fædd-
ist á Islandi. Hún fluttist vestur um haf með foreldr-
um sínum árið 1904, og hefur ekki komið til Islands
síðcm.
Árið 1883 fæddist Jakobina Kristjana Jónsdóttir
að Gestreiðarstöðum á Jökuldalsheiði i Norður-Múla-
sýslu. Hún er dóttir hjónanna Jóns Jónssonar Westdal
og önnu Kristrúnar Gunnlaugsdóttur.
Eftir að þau komu til Kanada árið 1904, þá tóku
þau sér land f jórar mílur sunnan við Wynyard, og þar
átti Jakobína heima þar til hún giftist Steingrimi John-
son. Hann dó árið 1946. Þeim varð þriggja barna auð-
ið. Jakobína býr nú á Betel, Selkirk, og þar hittum
við hana nokkrum dögum fyrir 95 ára afmælið. Og
það verður með sanni sagt, að okkur rak i rogastans,
er okkur var sagt, að þessi kona ætti 95 ára afmæli
innan fárra daga. Svo er hún ern og frá á fæti að með
ólikindum er. Hún talar reiprennandi íslensku, og það
höfum við eftir starfsliði Betelheimilisins, að Bina
fylgist vel með öllu, sem gerist, sérstaklega ef eitthvað
íslenskt er á ferðinni, þá léttist á henni brúnin, —
meira en venjulega.
Það gladdi okkur, þegar hún sagðist ávallt lesa
Lögberg-Heimskringlu, og það höfum við fyrir satt,
að hún les blaðið i hverri viku, og hún les allt sem í
því er. Það var því ekki amalegt að heyra hana lýsa
yfir ánægju sinni með blaðið, — henni finnst Lögberg-
Heimskringla gott blað, og stuðningur hennar er vel
metinn.
Á þessum merku timamótum sendi ég Jakobínu
Johnson bestu kveðju blaðsins og mina, og óska henni
alls hins besta í framtíðinni. já
íslendingafélag í San Diego
Á FORSlÐU Lögbergs-
Heimskringlu 24. mars í
fyrra var meðal annars frétt
um það, að stofnað hefði
verið Islendingafélag i San
Diego.
Islandsvinurinn John Long
átti frumkvæðið að stofnun
félagsins, og í viðtali við
hann í Tímanum, sem birtist
skömmu eftir að hann hafði
verið á Islandi í sumar,
stendur meðal annars þetta:
„Fólk vilar ekki fyrir sér
að leggja á sig langar ferðir
til þess að njóta samvista
við klúbbfélaga, ég veit um
ein íslensk hjón, sem búa í
80 mílna fjarlægð frá San
Diego. Þau lásu um félagið í
Lögbergi-Heimskringlu, og
konan var hreint klökk, þeg
ar hún kom til okkar í fyrsta
Frarnha. á bls. i