Lögberg-Heimskringla - 27.01.1978, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 27.01.1978, Síða 6
LOGBERG-HEIMSKRINGLA, FOSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 JÓN TRAUSTI ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁSEXTÁNDU ÖLD é ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ REYKJAVÍK „Hvað? Vissirðu um komu okkar?” Anna hló. „Mig dreymir svo margt fyrir daglátum. Sáuð þið ekki mann á svörtum hesti ríða hér einhvers staðar úti í myrkr- inu? Það er draummaðurinn minn.” Lögmaðurinn horfði á hana með undrun og hálfgerðri skelfingu. Ulu heilli höfðu þeir séð þennan skuggariddara og farið að elta hann. „Hefirðu gert samning við djöfulinn?” „Gerði nokkuð til, þó að svo væri? — Væri það nokkur flekkur á ættinni?” „Þættist þú ekki ríkur, ef þú ættir svona fríðan hóp?” mælti Anna. Lögmaður breiddi tjöldin aftur fyrir rúmið, en ansaði engu, Hann átt-i ekkert bam. „Þú veist, hvar Hjalti er,” mælti hann, eins og hann rank- aði eftir við erindi sínu. „Hefirðu nokkurn tíma efast um það?” „Segðu mér, hvar ha...” Hann hætti við setninguna í miðju kafi. Hann vissi, að ekki var til neins að segja hana. „Hvað er í þessari kistu?” mælti hann og sparkaði í stóra kistu, sem stóð hjá rúmj önnu. „Það er fötin bamanna minna.” Lögmaður virti kistuna fyrir sér. Hún var nægiiega stór til þess, að þar mætti leyna manni. „Opnaðu kistuna! Eg vil fá að sjá ofan í hana.” „Nei, það geri ég ekki. Þér er óhætt að trúa orðum mín- um.” „Opnaðu kistuna, segi ég!” „Nei.” „Fáðu mér þá lykilinn!” „Lyklunum mínum sleppi ég aldrei við nokkum mann.” Lögmaður stóð um stund þegjandi og horfði á kistuna. Þá heyrðist óp og háreysti frammi í bænum. Skelfingar- óp kvenna skáru gegnum háreystina. „Er það með þínum vilja, bróðir, að menn þínir geri ó- spektir í bænum?” spurði Anna. Lögmaður opnaði hurðina og kallaði fram í bæinn með voldugri röddu til manna sinna. Það hafði gerst frammi í bænum, að menn lögmanns söfnuðust að skálanum, þar sem allt heimilisfólkið var sam- an í einum hnapp, og kvenfólkið fáklætt, engu síður en karl- mennirnir. Allir menn lögmanns voru komnir þangað, þeir líka, sem dyranna áttu að gæta. Og þeir, sem verið höfðu að elta manninn á svarta hestinum, voru nú að tínast að líka. Þessi vopnaði, hálfdrukkni hópur fór nú að þrífa djarft til kvennanna, en karlmennirnir vörðu þær. Drógu þá hinir sverðin úr skeiðum og ógnuðu þeim. En þegar þeir heyrðu rödd lögmanns, urðu þeir lunga- mjúkir. Enda var ekki röddin mild. „Komið þið hingað, þrælbein, erkibófar, pútusynir! Kom- ið þið hingað, og standið hér fyrir neðan stigann, allir sam- an. Hver, sem vogar að óhlýðnast mér,' skal fá sverðið mitt í gegnum skrokkskrattann á sér.” Lögmaður lét aftur hurðina og starði á kistuna miklu enn um stund, svo opnaði hann huðina og kallaði út fyrir: „Komið þið með smíðatól, — meitil eða fleig og hamar eða öxi. Þau hljóta að finnast í smíðahúsinu.” Svo lét hann hurðina aftur og mælti við önnu: „Eg skal sýna þér, hvort ég skal ekki opna kistuna, hvort sem þú vilt eða ekki.” Anna hló með sömu storkuninni og áður. Smíðatólin voru rétt inn fyrir, og lögmaður fór að fást við kistuna. Hún var sterk og gaf sig ekki með góðu. Hann þrútnaði og blánaði í framan af áreynslunni, og það var sem æðamar í andiitinu á honum ætluðu að springa. Höggin og slögin heyrðust um allan bæinn. „Þú vekur bömin mín með þessum látum,” mælti Anna storkándi. Lögmaður svaraði engu. Hann strauk af sér svitann og Afsakaðu — hcll þetla væri kirsuber! ★ Þessi iluj>ur lellar að \crðu eimi þeirra. þeKur allt ReiiRUi' á al'l- urfóluniiin lijá mér! Þegar þú hefur haft þennan brandara þinn i frammi við mig, ertu vonandi til viðtals um að hursta skóna mfna? ★ hamaðist svo á kistunni, þar til loks að hann gat sprengt hana upp. Þar lágu samanbrotin barnaföt og ekkert annað, — eins og Anna hafði sagt. Lögmaður stóð og starði ofan í opna kistuna. Það hringdi við eyrun á honum af þungum æðaslögum, og gegnum þessa hringingu heyrði hann storkunarhláturinn i systur sinni. En kistan gapti beint upp á hann, eins og hún hlægi lika allt hvað af tæki. „Líttu nú ofan í vatnstunnuna, um leið og þú gengur um,” mælti Anna hlæjandi, „og lýstu fyrir þér um leið. Þá færðu að sjá það, sem aðrir sjá.” „Sjá hvað—?” mælti lögmaður önugur og hálfutan við sig. . Anna reis upp til hálfs í rúminu og hálfhvíslaði tifhans: „Þá færðu að sjá — fífl!” ölviman hafði runnið af lögmanni við allt þetta. Hann var bláir í framan af reiði og sneypu, en mælti ekkert — Svo gekk hann snúðugt úr loftinu, kallaði á menn sína og reið á stað. — Daginn éftir var mikil kjöthátíð á Stóruborg. Anna hélt öllum hjúum sínum veislu. 3. YFTOHEYRSLUR Þrem dögum síðar stefndi lögmaður almenningí saman til fundar á Steinum. Fundurinn var ekki haldinn í hellinum því að veður var hið fegursta, heldur undir beru lofti uppi i túninu. Lögmaður stóð upp við stein mikinn, sem ein- hvern tíma hafði hrapað úr fjallinu, og talaði þaðan við mannfjöldann, sem gagnvart honum stóð. — Sveinar hans stóðu þar í hnapp hið næsta honum. Einn þeirra, sá stærsti og sterkasti, hafði bundið um höfuðið. „Það er yður nú kunnugt, góðir menn,” mælti lögmaður, „að vor allra hábornasti og allra náðugasti herra, konung- urinn, hefur af mikilli mildi sinni skipað mig lögmann yfir Suður-og Austurlandi. Mér ber nú að dæma hverjum manni rétt og skil og halda öðrum dómendum, sem undir mig eru gefnir, til hins sama.” Hann þagnaði um stund og leit yfir hópinn. Halldór á Núpi varð fyrir svörunum af hálfu bændanna. Hann tók ofan og hneigði sig djúpt fyrir lögmanni um leið og hann mælti: „Það er okkur mikil gleði og mikill sómi, að yfirvald okk- ar og maður, sem meðal okkar er fæddur og upp alinn, skuli hafa hlotið annan eins frama. Við óskum þér allir til ham- ingju. Heill sé lögmanni vorum!” „Heill sé lögmanni vorum!” hrópaði almenningur og veif- aði höfuðfötum sínum. „Hafi nokkur mál fyrir mér að kæra,” mælti lögmaður, er hann hafði þakkað fyrir hollustuna, „þá komi hann með það fram fyrir mig. Eg er ætíð reiðubúinn að nefna menn í dóma til að jafna sakir manna, eða sætta þá og eyða þar með þrætum og ósamlyndi í héraðinu.” Allt þetta höfðu menn margheyrt áður. Þetta sama, eða eitthvað þessu líkt, var endurtekið árlega og jafnvel oftar á öllum þingum og nálega öllum mannamótum. Menn tóku þessu með þögn og góðmennsku. Enginn hafði neitt að kæra það, sem menn höfðu helst undan að kvarta, var einmitt yfirgangur valdsmannanna sjálfra og ásælni konungsvalds- ins. En nú var búið svo oft að kvarta undan því, og hver hafði árangurinn orðið? Að stynja þeim kveinstöfum upp við lögmanninn, umboðsmann konungsvaldsins sjálfs, var talið vera til lítils; varla ómaksins vert. En nú biðu menn lika með óþreyju eftir einhverju, sem þeim fannst liggja í loftinu. Tíðindin frá Stóruborg höfðu flogið um alla sveitina. Lögmaður horfði þegjandi út yfir hópinn og beið þess, að einhver tæki til máls. — Þegar ekki varð af þvi, hélt hann máli sínu áfram: „En heyrið þið, góðir menn! Jafnframt þvi, sem ég er skipaður til þess að láta hvern mann ná rétti sínum, er mér einnig skylt að sjá um, að ekki séu brotin lög guðs og manna og þeim, sem þau brjóta verði hegnt svo sem vera ber. — Vörður laganna er jafnframt vörður réttvísinnar, og sé lög- unum ekki i heiðri haldið, vex brátt upp illgresi ólöghlýðn- innar. 1 þessu ber hverjum heiðvirðum manni og konungi sínurh hollum að vera valdsmanni sínum samtaka.” Nú fóry menn að hlusta með athygli. „Svo er mál með vexti,” mælti lögmaður og varð nokk- uð ’myndugri, „að fyrir fám árum var maður nokkur, — Hjalti Magnússon að nafni, dæmdur útlægur úr þessu hér- aði... ” Framh. í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.