Lögberg-Heimskringla - 29.09.1978, Qupperneq 1
Boi’g3teinn Jónsson
Box 218 ^
Reykjavik, Icoland
Preserves Herit-age — Assures Future
92. árgangur
Winnippg, föstndagur 29. spptember 1978
Númer 30.
:
■
TVENNIR TfMAR
ÞAW ER MARGT ÖLtKT með húsunum tveimur, sem
prýða forsíðu hlaðsins í dag. Ekki eru J»au einasta gjörólíb
útlits, heldur er byggingarefuið talsvert annað, að ekki sé
minnst, á innra eðli húsanna,
Þetta myndarlega b.jálkahús stendur í íslenska kirk.jugarð-
inum á Gimli, og á myndinni situr Joe Thordarson fyrir
framan húsið. Það er hann, sem átti mestan þátt í því, að
bjálkakofinn var smíðaður, og honum komið fyrir á þessum
stað. Með þessu er minnt á fyrstu íslensku landnema í Kan-
ada og fyrstu vistarvemr þeirra, ef tjöldin eru frátalin.
Joe Thordarson hafði yfir
umsjón með verkinu, og
hann annaðist einnig garð-
inn í sumar, og það verk hef
ur honum farist. vel úr hendi
nú sem endranær.
Er við áttum leið þar um
einn sunnudag um miðjan
september var Joe að vökva
hlómunum i garðinum.
Það var auðséð á þeim, að
vel hafði verið um þau hugs-
að, og mikil rækt við þau
lögð. Nú fer hins vegar að
hausta að, og blómin fara að
fölna. Breytist þá allur svip-
ur gamla kirkjugarðsins, en
bjálkakofinn mun standa
þar til þess að minna okkur
á frumbýlisár Islendinganna
sem námu jand fyrir vestan
Atlantsála, i grend við vatn-
ið mikla, Winnipeg vatn.
Joe Thordarson hefur not-
íð aðstoðar margra ágætis
manna og kvenna við að
koma þessu verki i fram-
kvæmd, og má til dæmis
nefna meðnefndarmenn hans
Bill Erlendson og Joe Jo-
hannson.
Talsverður kostnaður er
þessu fylgjandi, og er því
beint til þeirra, sem vilja
létta undir og leggja fram fé
þessu málefni til stuðnings,
að hafa samband við Joe
Thordarson, P. O. 211,
Gimli, Manitoba. já
í þessu glæsileg? húsi hefur^
Royal Canadian Mint að-^
setur sitt, í Winnipeg.
SLÁ KANADAMENN
MYNT I YRIR ÍSLAND
- bankastjori og rekstrarstjóri Seðlobanko fslands komo til Kanada
JÓHANNES NORDAL, seðlabanliastjóri og Stefán Þórar-
insson, starfsmanna- og rekstrarstjóri bankans voru á ferð
í Kanada í síðustu viku til þess að ræða um möguleika á
því, að Kanádanienn taki að sér mynt fyrir íslendinga.
I viðtaJi við Lögberg-Heimskringlu sögðu þeir, að nú væri
einkum verið að kanna, hvort það reyndist fjárhagslega
hagkvæmt að láta slá myntina hcr.
AUt frá þvi árið 1940 hef-
ur íslenska myntin verið
slegin hjá Royal Mint í Lon-
don, og aðspurðir að þvi,
hvers vegna nú væri leitað á
aðrar slóðir, sögðu þeir, áð
vegna fyrirhugaðra breyt-
inga á íslensku myntinni
hefði þótt rétt að lcita til-
boða annars staðar frá, og
þess vegna væru þeir nú
komnir til Kanada til þess
að ræða frekar við viðkom-
andi aðila hér, og til þess að
skoða. aðstæður. Luku þeir
báðir miklu lofsorði á allan
aðbúnað, og kváðu aðstæð-
ur til mintsláttu hér til mik-
illar fyrirmyndar enda hefði
Royal Canadian Mint sér-
staklega gott. orð á sér f.vrir
vandaða vinnu og fullkom-
inn frágang.
Royal Canadian Mint hef-
ur nú fengið i hendur sýnis-
horn af nýju islensku mynt-
inni, og mun fyrirtækið síð-
an gera verðtilboð i verkið.
Lögberg-Heimslcringla birt-
ir nú í fyrsta skipti myndir
a.f nýju islensku myntinni,
og fylgja með sérstakar skýr
ingar á enskn. (sjá bls. 3).
Sem kunnugt er af fyrri
TIL ÁSKRIFENDA
í CALGARY
Æjög illa hefur gengið að
;oma blaðinu á tilsettum
íma til áskrifenda í C-alg-
iry. — Nú verður vonandi
irejling þar á, því eftirleið-
5 verða öll Calgary-blöðin
end í einu lagi beint. til
iumarliða og Auðar Ingvars
on, og þau munu síðan póst
eggja blöðin til áskrifenda.
Það er von okkar, að
ramvegis fái því áskrifend-
rr í Calgary blaðið mun fyrr
m til þessa. já
fréttum hefur verið rætt um
veigamiklar bre^dingar á
verðgildi islenska gjaldmið-
ilsins, og hefur þá einkum
verið t.alað um þann mögu-
leika að taka “tvö núll aftan
af”, eins og Finnar gerðu
fyrir nokkrum árum. Hundr
að kallinn verður þá króna.
Gert er ráð fyrir, að þetta
mál verði tekið til umræðu
og afgreiðslu á haustþingi,
og á ekkert að vera þvi til
fyrirstöðu að byrja að slá!
Það kom fram i viðtalinu
við þá Jóhannes og Stefán,
að ekki hefði raunar verið
talið árennilegt., eða hag-
kvæmt, að leita tilboða í
Kanada áður, einkum vegna
fjarlægðarinnar milli land-
anna, og mikils flutnings-
kostnaðar.
Nú hefði hins vegar skap-
ast nýtt viðhorf er skip Sam
bandsins hófu reglubundnar
siglingar til Halifax, og
hefði það haft talsverð áhrif
á gang málsins.
Það virðist því margt
benda til þess, að framvegis
verði islenska myntin slegin
í Kanada, og verður ekki
annað sagt en vel fari á þvi.
Þeir Jóhannes Nordal og
Stefán Þórarinsson höfðu.
viðdvöl í Ottawa og Toronto
áður en þeir komu til Winni-
peg. Þeir heimsóttu Islend-
ingabýggðir i Nýja-lslandi
og bæjarstjórinn á Gimli,
Ted Arnason og kona hans
Marjorie, tóku á móti þeim.
Héðan fór seðlabanka-
stjóri til Washington, þar
sem hann situr fund Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins ásamt.
Tómasi Árnasyni, fjármála-
ráðherra. já
THE NEW ICELANDIC MINT
- See page 3