Lögberg-Heimskringla - 29.09.1978, Qupperneq 4
4
Lögborg-Heim.skringla, föst.udagur 29. september 1978
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA
Publishcd evory Friday by
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
1400 Union Tower Builriing, 191 Lombard Avenue,,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR: Jón Asgeirsson
ASSISTANT EDITOR: Sharron Wild
PRESIDENT: T. K. Arnason
SECRETARY: Emily Benjaminson
TREASURER: Gordon A. Gislason
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
— Second class mailing registration number 1667 —
Printed by GARDAR PRINTING LIMITED, Arborg, Manitobs
FUNDUR í WINNIPEG
FUNDURINN, sem haldinn var í Icelandic Canadian
Frón í Winnipeg í síðustu viku var heldur fámennur.
Hann sótti ekki nema um 25 manns, en á dagskrá var
áríðandi mál, — húsnæðismál' félagsins. f því sam-
bandi hefur einkum tvennt komið til álita, — hvort
félagið eigi sjálft og.eitt að huga að framtíðarhúsnæði
f.yrir starfsemi sína, eða hvort leita eigi eftir samstarfi
við aðra, t.d. félög af svipuðu tagi innanvið hinn
norræna menningarramma. Raunar er slíkt samstarf
þegar fyrir hendi, að mjög litlu leyti þó, og hefur und-
irrituðum virst. það held.ur laust í reipunum.
Annar varaforseti Icelandic Canadian Frón, A1
Nelson, hefu.r skýrt L-H frá því helsta, sem um var
rætt á fundinum. Samkvæmt því hefur fundurinn, þótt
fámennur væri, verið gagnlegur, og verður ekki annað
séð, en nú sé að komast verulegur skriður á þetta
brýna hagsmunamál.
Enn eru þó nokkuð skiptar skoðanir innan félags-
ins í sambandi við framtíðarstefnuna, sem nú er verið
að marka, og er það að vonum. Hins vegar virðast
flestir hallast að því, eftir því sem næst verður komist,
að því fyrr, sem unnt verði að leiða húsnæðismál fé-
lagsins til lykta, bví betra.
Því virðist það vera vilji meirihluta þeirra, sem
hafa látið málið til sín taka, að leitað verði nú þegar
eftir hentugu húsnæði fyrir félagsstarfscmina, og verði
þá jafnframt kannað hvort önnur þjóðernisfélög vilji
hafa samstarf í þá átt.
Á fundinum var skýrt frá samstarfi Norðurland-
anna í Calgary og Edmonton, sem minnst var á í síð-
asta tölublaði L-H.
Nú liggur fyrir hugmynd um að reisa frá grunni
stórhýsi, og yrði það þá gert á vegum Scandinavian
Center, eða þeirra aðila, sem áttu gamla “senterið” við
Young Street, áður en það var selt, og ætti þá Iceland-
ic Canadian Frón aðild að því samstarfi. Sú tillaga
var Iögð fram á öðrum fundi í Icelandic Canadian Frón
sem haldinn var íyrir nokkru, og getið hefur verið
lítillega um hér í blaðinu.
En samkvæmt því, sem hér að framan kemur
fram, eru félagsmenn nú að fjarlægjast þá hugmynd,
og er helsti ókosturinn við hana talinn vera sá, að bið-
tíminn sé of langur, þar til u.nnt verði að taka það hús-
næði í notkun, sem reisa á frá grunni. Því sé æskilegra
að fá húsnæði, sem hægt væri að taka í brúkið fyrr.
S. A. Thorarinson, aðalræðismaðúr, var einn fund-
armanna á Þriðju.dagsfundinum, og tjáði A1 Nelson
blaðinu, að hann hefði komið fram með athyglisverða
hugmynd um kaup á húsnæði i su.ðurhluta borgarinn-
ar. Það væri að mörgu leyti mjög hentugt, og því
fylgdi stórt landrými. Sumum finndist það of langt úr
leið, en fundurinn var sammála um það, að athu.ga það
betur, og kanna til fulls, hvort það hentaði.
Á þessu stigi málsins verður ekki skýrt nánar frá
því sem hér u.m ræðir, en sýnt er að félagsmenn telja
húsnæðismálið brýnasta hagsmunamál félagsins. já
Hattó!
Hattó!
„Reykjjavík radio kallar __
Reykjavík radio kallar.....
Þctta er tilraunasending .,.
Þetta, heyrði Örn Arnason í
Montreal fyrir nokknini dög
um, er ha nn var að hlusta. á
stuttbylg.jusendingar í út-
varpstæki sínu.
Lögberg-Heimskringla
sagöi frá tilraunasendingum
íslenska. útvarpsins við síð-
’mm^"^mmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmammmm^mmmmmrnm
fsland-Bandaríkin
HAGSTÆD
VIÐSKIPTI
Viðskipti tslend.inga við
Bandarikjamenn hafa verið
hagstæð á undanförnum ár-
um, og á þessu ári hefur
hlutfa.il milli útflutnings og
innflutnings verið tslending-
um enn meira í hag, en
næstu ár á undan.
Bandaríkin eru efst á list-
anum yfir þau lönd., sem ts-
lendingar selja vörur til, en
i fyrra nam heildarútflutn-
ingur landsmanna til Banda-
ríkjanna alls um 30%.
Á sama tima voru Banda-
ríkin 1 áttunda sæti á. lista
yfir þau lönd ,sem tslending
ar kaupa vörur af, og nam
innflutningur á varningi frá
Bandaríkjunum til Islands
alls um 6.6% f fyrra, og
hafði þá minnkað úr 10,5 og
9,3% á næstu. árum á undan.
Vöruskiptajöfnuður ís-
lendinga er óhagstæður við
Norðurlöndin, Sovétríkin,
Frakkland og V-Þýskaland.
svo dæmi sé nefnt, en versl
unin við Bandaríkin, Bret-
land, Spán. Portúgal, Niger-
iu og Kina er hagstæð.
REYKJAVIK KALLAR
ustu kosningar, og var Orn
þá einn þeirra, sem við höfð
um samband við. Hann hlust
aði þá, fyrir okkur, en heyrði
ekkert. Siðan hefur hann
hlustað nokkrum sinnum á
12175 hz, en aldrei heyrt
neitt frá íslandi fyrr en nú.
Hann heyrði kallmerkið
mjög greinilega, og svo var
bætt við. “This is Reykjavík
Radio transmitting for final
adjustment purposes ..
Örn hefur verið búsettur í
Kanada í allmörg ár, og
varð h.ann að vonum harla
glaður að heyra frá “gamla
gufuradióinu” helma 4
Fróni.
Lögiberg-Hefmskríngla
Sími
(204) 943-9945
Þetta var að kvöldi dags,
og strax næsta morgun sett-
ist. Örn aftur við iækið, og
vit.í menn, — var þá ekki
verið að lesa hádegisfrétt-
irnar. — F.nda þött heyra
mæt.ti, að þarna var verið að
útvarpa hádegisfréttum, þá
heyrðust ekki orðaskil, og
gat Örn ekki fylgst með þvi,
sem sagt var. Það var karl-
maður, sem. las, og í’ar engu
likara en hljóðið bærist hing
að yfir Atlantsála i gusum,
— stundum heyrðist sama
og ekki neitt, og á næst.a and
artaki flæddu hljóðbylgjurn-
ar i hlustirnar, án þess unnt
væri að greina orðaskil.
Að loknum lestri frétta
las konurödd tilkynningar.
Heyrðist þá öllu betur, að
sögn Arnar, þótt ekki gæt.i
hann fylgst með þvi, sem
verið var að tilkynna.
örn kvaðst hlakka til
þess að hlusta í vetur, — oft
eru betri skilyrði í loftinu á
veturna, og móttökuskilyrði
stuttbylgjusendinga þvi
betri.
Hann sagðist eiga mjög
gott útvarpstæki, eða eins og
hann orðaði það sjálfur, —
„ef sendingarnar nást ekki á
þetta tæki, þá nást þær ekki
á neitt tæki". Hann hefur
SONY ICF 5900 W.
Ekki er vítað til þess, að
útvarpssendingar frá Island.i
hafi heyrsi fyrr hér í Kan-
ada. Okkur væri þökk i þvi
að heyra frá lesendum, ef
einhverjir skyldu hafa heyrí:
einhvern tíma i útvarpinu á
Islandi, annað hvort í Kan-
ada eða i Bandaríkjunum.
iá
Lögberg-Helmskringla skýrði frá þvf á sínum tfma, aö Islendingar hefðu le.yft bandarísku fyrirtækl að
hefja rannsóknir á setlögum landgrunnsins, og er gert ráð fyrir að niðurstöður þetrra rannsókna segí tl!
um, hvort hugsanlega er að flnna olíu við strendur landsins.
Nýlega voru tveir fulltrúar bandaríska fyrirtækisins á Islandi til viðræðna við stjórnarvöld og var þá
þessi mynd tekin af þeim. — Þeir eru báðir ísienskir, — vinstra megin er David Einarsson, jarðeðlis-
fræðingur, hann or fæddur hér vestan hafs, — hægra megin er Sighvatur Pétursson, verkfræðingur, sem
heíur starfað um nokkurt árabil f Bandarfkjunum.