Lögberg-Heimskringla - 29.09.1978, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1978, Blaðsíða 6
Lögberg-Heimskringla, föstudagur 29. september 1978 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦HALLDÓR KILJAN LAXNESsf ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ANNAR KAPITULI Góð tíð. Þegar ég er ekki í stofunni að hlusta á merkilegt kvik- indi í klukkunni, þá er ég oft að skemta mér útí kálgarði. Grasbruskarnir milli steina í hlaðinu hjá okkur náðu mér í mitti, en heimulan og rænfángið var álíka stórt og ég sjálf- ur, hvönnin ennþá stærri. I þeim garði uxu fíflar meiri en í öðrum stöðum. Við áttum nokkrar hænur og þær verptu eggjum sem voru á bragðið emsog fiskur. I þessar hænur kom eggjahljóð þar sem þær voru að kroppa útundir vegg snemma á mornana; það var þægilegur fuglasaungur enda var ég fljótur að sofna frá honum aftur; og stundum um miðjan dag kom líka í þær eggjahljóð þarsem þær voru að spígspora í stíu sinm, og ég féll enn í leiðslu frá þessum fuglasaung og ilminum af rænfánginu. Ekki má ég heldur gleyma að þakka fiskiflugunni okkar þátt hennar í leiðslu hásumarsins; hún var svo blá að það sló á hana grænum ht í sólskininu; og sælutóni jarðlífsins linti ekki í streingnum hennar góða. En hvort sem ég var nú að skcmta mér í kálgarðinum, á hlaðinu eða í húsasundinu, var afi minn altaf einhversstað- ar nær á þöglan alviskufullan hátt. Ævinlega stóðu ein- hverjar dyr opnar eða á hálfa gátt, bæardyrnar eða hjall- urinn, netakompan eða fjósið, og hann var þar inni eitthvað að dunda; stundum var hann að greiða netaflækju á grjót- garðinum; eða hann var eitthvað að bánga; aldrei féll honum verk úr hendi, en þó var einsog hann væri aldrei beint að vinna. Eingin sýndi hann þess merki að hann vissi að dreingurinn væri nærstaddur, og ég var ekkert að hugsa um hann heldur, en fann þó einhvurnegin altaf ósjálfrátt að hann var þarna á bakvið. Eg heyrði hann snýta sér með laungum millibilum og síðan taka í nefið aftur. Þessi þegj- andi nærvera hans á hverjum lófastórum bletti í Brekku- kotspartinum, — það var einsog að liggja við stjóra; sál- in átti í honum það öryggi sem hún girntist. Enn þann dag í dag þá finst mér oft einsog hurð standi á hálfa gátt ein- hversstaðar skáhalt við mig eða á bakvið mig; ellegar jafn- vel beint fyrir framan mig; og hann afi minn sé þar inni eitthvað að duðra. Þessvegna finst mér heldur ekki nema sanngjarnt þegar ég ræði um minn heim, að þá segi ég fyrst af öllu nokkur deili á honum afa mínum. Björn sálugi í Brekkukoti var borinn og bamfæddur í þessum parti heimsins; faðir hans hafði búið hér í Brekku- koti í þann tíð þetta var jörð og átti eingjar fyrir sunn- an tjörn, þar sem síðar voru gerðar mógrafir handa þess- um tilvonandi höfuðstað. Þá voru hér danskir landstjórar. En í upphafi minnar sögu er kominn ínnlendur landshöfð- íngi sem kallaður var konúngsráðgjafi af því hann stóð undir húsbóndavaldi danakonúngs sem og alþíngisnefna sú er áiti að heita hér. Þegar afi minn fæddist voru ekki nema tæp tvö þúsund manna í þessum höfuðstað. I minni bernsku voru þeir farnir að nálgast fimta þúsundið. I barnæsku afa míns voru ekki aðrir hafðir í mannatölu í þessum stað en fá- einir embættismenn, sem ýmist voru kallaðir höfðíngjarnir eða yfirvöldin, og svo nokkrir erlendir kaupmenn, aðal- lega gyðíngar úr Slésvík og Holsetalandi mæltir á lágþýsku og sögðust vera danir; en í þann tíð máttu ekki gyðíngar versla í Danmörku sjálfri, heldur aðeins í hertogadæmum dana og á Islandi. Aðrir íbúar staðarins voru búðsetumenn ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ -♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Heyrftu! Þaft er bara beinl áfram. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Þetta cr hjartnæm saga hjá þér væni minn. — En ég er ekki. konan þín og þú átt ekki heima hér! ♦ ♦ ; ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ i ♦ ♦ ♦ : ♦ : ♦ ♦ : : ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Eru ekki liönar þrjár vikur síöan þú týndir 50 kallinum? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ l ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ sem stunduðu sjó, og voru oft margir um kú, eða áttu fá- einar kindur. Þeir höfðu litla árabáta og fyrir kom að þeir settu upp segl. I barnæsku afa míns var hver sjálfum sér nógur með fisk nema höfðíngjar og kaupmenn, enda lifðu þeir mest á kjöti. En þegar staðurinn óx og fór að myndast eitthvað í áttina við bæarlíf með dálítilli verkaskiftíngu, og komnir upp iðnaðarmenn og eyrarkallar sem ekki höfðu aðgáng að sjó, og svolitlir peníngar komnir í gáng milli manna, þá fór einstaka maður að hafa sér að atvinnu að fiska í soðið handa náúnganum. Einn sem gerði sllkt að atvinnu sinni var afi minn. Hann var ekki útvegsmaður í þeim skilníngi að hann hefði nokkuð um sig; hann fiskaði ekki með hlutarmönnum slíkum sem þá voru kallaðir út- gerðarmenn. Hann fylti aldrei flokk þeirra manna sem vcrka skreið svo um munar til að leggja inn hjá kaupmönnum; og safna silfri eða gulli í kistu; og taka uppá að kaupa jarðir eða parta þegar minst varir, ellegar eignast hlut í þilskipi einsog þá var að koma í tísku. Það var vani hans' að róa út á mornana snemma þegar gaf á sjó, ýmist úr Grófinm eða Bótinm, og hafði með sér einn eða tvo liðlétt- ínga á bátnum sínum, og lagði netin s^'n einhversstaðar rétt fyrir utan eyar, í hæsta lagi að þeir dömluðu útá Svið. Þeg- ar hann kom að, stóð hún amma mín og ég í lendíngunni með kaffiflösku í sokkbol og rúgbrauðssneið í rauðum vasa- klút. Síðan ók afi minn á stað með aflann í hjólbörum og seldi hann niðrí bæ gegn borgun útí hönd, á götunni eða við dyr manna. A vetrarvertíð og eins að áliðnu sumri veiddi hann aðallega þorsk og ýsu, en stundum kola cða jafnvel smáflyðru; annar fiskur var ekki sýndur. Það sem ckki seldist um leið verkaði afi heima og heingdi uppá rár útí hjalli og herti í skreið. Þegar kom frammá útmánuði hætti hann að róa til fiskjar sem kallað var, og fór að stunda hrokkelsi. Þau sótti hann útí þarann, ýmist í Skerjafirði eða útvið Granda. £g veit ckki hvort menn vita alment að luokk- elsi skiftast í tvo flokka, grásleppu og rauðmaga. Rauð- maginn er einn litfegurstur fiskur sem sögur fara af og að því skapi bragðgóður, en grásleppan þykir lakari og er venjulega sett í salt. Þcir sem veiða hrokkelsi eru aldrei nefndir rauðmagakallar, en altaf grásleppukallar, og slíkur kall var afi minn. Þá er talið vor á Suðurnesjum þegar rauðmagi fer að glæðast og skín á barklituð segl frans- manna útá Flóa. Altaf á mornana úr því komið var undir góulok var afi minn kominn oní bæ með hjólbörurnar sín- ar um fótaferðartíma að selja nýan rauðmaga. Menn sem róa svona skamt út eru vanalega ekki kallaðir sjómenn á Islandi, — ég efast um að afi minn hafi nokkurntíma séð rúmsævi alla ævi. Og það var ekki heldur hægt að kalla hann útvegsbónda þó hann væri að damla með liðléttíngi .uppí þaranum, eða legði net einsog dorgarskot frá landi. I öðrum löndum mundi sá maður hcita fiskimaður eða fisk- ari, sem rær út á skcktu í bítið á mornana og er kominn með fiskinn að dyrum manna um fótaferð. Sjálfur var afi minn h'ka dálítið einsog fiskarar á útlendum málverkum. nema hvað hann var aldrei í stígvélum og þaðanafsíður á klossum, heldur altaf í þessum þjóðlegu mokkasínum sem eru kallaðir íslenskir skór eða þynkuskór og gerðir heima úr álúnuðu skinni; og þegar hann var. á sjó í rigníngu eða ágjöf, þá fór hann í leistabrækur og stakk, hvorttveggja úr skinni sem var borið í lýsi. En þegar hann var á stjái í bænum, þá var hann á þessum grænu íslensku þynkuskóm, og bláum ullarsokkum með hvítri rönd ofantil sem hún amma mín vann; og ef blautt var um, þá bretti hann bux- urnar oní sokkana; og það var aldrei sú for á götunum að sæi örðu á skónum eða sokkunum hans afa míns; og hann var með skeggkraga kríngum hökuna einsog hollenskir eða danskir fiskarar á myndum, og sítt hár í hvítum lokkum, þverskonð að neðan; og þegar hann var ekki með suðvest- ið sitt þá var hann með barðastóran svartan hatt af því tagi sem kallaðir eru guðfræðíngahattar á Þýskalandi en listamannahattar í Danmörku, með lágum brotnum kolli og rauðu silkifóðri innaní; og þessi hattur var aldrei nýr það ég man, og hann varð aldrei gamall heldur, og altaf var hann í sömu brotunum; en hann fauk einusinm af honum afa mínum og þá lét hann hana ömmu mína festa í hann tvö bönd, og batt síðan hattinn undir kverk sér þegar hvast var. FramhaJd í næsta blaðL

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.