Lögberg-Heimskringla - 02.03.1979, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 02.03.1979, Blaðsíða 3
Lögberg-IIoimskringla, föstudagur 2. mars, lí)lí) Kellogg stofnunin i Banda- rikjunum hefur veitt Islend- ingum styrk að upphæð um 90 milljónir króna Í275.000 dollarar), og eiga þessir pen ingar að renna óskiptir til rannsóknarstofnunar land- búnaðarins. Um það bil heill áratugur er liðinn frá þ\i húsnæði fyrir stofnunina var fokhelt, en vegna fjárskórts hefur ekki verið unnt að ljúka þvi. Nú verður þetta fé notað til þess að fullgera húsnæðið, og einnig til þess að koma upp tölvubúnaði fyrir rann- sóknarstofnunina. Til viðbót ar þessu framlagi frá Banda rikjunum mun Háskóli ls- lands leggja fram 30-40 mill- jónir króna af happdrættis- fé Háskólans. 1 þessu sambandi má geta þess, að nýlega voru um það fréttir í íslenskuni fjölmiðl- um, að bandarísku neytenda samtökin 'hefðu i hyggju að veita fé til Neytendasamtak- anna á Islandi. Formaður samtakanna á Islandi hefur borið þessa frétt til baka. — Ilann hefur einnig sagý að Neytendasamtökunum á Is- landi hafi nokkrum sinnum boðist fé, en það hali ávallt verið afþakkað. Sú sé skoð- un sin, að samtökin eigi að geta staðið á eigin fótum með eigin fjáröflun, en fjár til reksturs samtakanna er einkum aflað með áskriftar- gjöldum félaganna sjálfra. )á PENNAVINIR Eg undirrituð óska eftir því að verða áskrifandi að blað- inu. Vilduð þið svo lika koma á framfæri í blaðinu, að mig langar til að eignast penna- vinkonu af íslenskum ætt- um. Eg er 24 ára húsmóðir með mörg áhugamál, og ég er afkomandi í föðurætt Júl- iusar Sigurðssonar og Guð- rúnar Skúladóttur, sem bú- sett voru í Hrafnsey í Breiða firði. Virðingarfyllst, Sigrún Karlsdóttir, Fifuhvammsvegi 39, Kópavogi, Iceland. Kæra Lögberg-Heimskringla Við erum hérna tvær ís- lenskar stúikur frá Reykja- vík og okkur langar til að skrifast á við vestur-íslenska krakka, bæði stelpur og stráka. Við erum báðar fjórtán ára og kunnum svo- litið í ensku. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Kolbrún Linda Sveinbjörnsdóttir, Meistaravellir 27, Reykjavík, Iceland og Álfhildur Sylvia Jóhannsdóttir, Sörlaskjóli 20, Reykjavík, Icelahd Alda Ásgeirsdóttir, Sunnuflöt 28, 210 Garðabæ, Iceland óskar eftir pennavinum frá Kanada á aldrinum 14-15 ára. Það væri ágætt ef þeir kynnu að skrifa a íslensku, amiars ensku. Helstu áhuga- mál: popp, útilegur, frimerki o.fl. Mig langar að komast í bréíasamband við stráka og bú Kloymdir að kyssa mÍK blesskossinn á þinn venjulega sofandahátt. stelpur á aldrinum 13-14 ára. Skrifa á islensku. Sigrún Ólafsdóttir, Raufarfelli, A-Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu, 801 Selfossi, Iceland. Mig langar að komast i bráfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 15-16 ára Skrifa á íslensku. Þórunn Olafsdóttir, Raufarfelli, A-Eyjcifjölluin, Rangárvallasýslu, 801 Selfossi, Iceland. HALLÓ KANADA Eg vona að öllum Vestur-ls- lendingum líði vel. En ég hef hérna eina bón, sem mig langar til að biðja ykkur að veita mér. Mig vantar illi- lega pennavinkonu í Kanada 16-20 ára gamla. Áhugamál mín eru poppmúsik, falleg- ar stúlkur, bílar og margt fleira. Eg er fæddur 2/11 1960 og ég heiti Gunnþór Sigurðs- son og á heima í Laugarnesi við Kleppsveg, Reykjavík, en svona til öryggis ætla ég að skrifa þetta líka á ensku ef þið skylduð ekki skilja þetta krafs. My name is Gunnþór and I would very much like to have a girl pen-pal in Kan- ada. I like pop music, beuti- ful girls, cars and many oter things. I was born on the second of november 1960. I write in english and of course in Icelandick. The age of the pen-pal should be 16-20 (girl of course). Love and kisses and I hope that you can do this for me. My address is: Gunnþór Sigurðsson, Laugarnesi við Kleppsveg, Reykjavík, Iceland. P.S. Love and kisses to all the Icelanders in Canada. P.P.S, Hope to hear som- ething SOON. Zi lcelandic Content mmmmmmmmmmmmmmmmmmi Summary Headlining this week’s front page is a first hand look at the total eclipse of the sun Monday, February 26. Editor Jón Asgeirsson joined the viewers in Arborg to view North America’s last total solar eclipse of the century. Thousands of tourists and scientists travelled to Manitoba for the event. Last \veek Lögberg-Heimskringla reported the uncon- firmed news that Ivar Gudmundsson, Consul-General of New York, would be the special guest speaker at the 60th annual convention of the Icelandic National League to be held in Winnipeg April 6 and 7. That report has now been confirmed and Mr. Gudmundsson will definitely be in Winnipeg for the convention. See story on front page. Air Viking has gone bankrupt and page five features an article on the financial demise of that company. Air Viking owned three Boeing 720B aircraft, one of which has now been dismantled permanently. A list of the company’s creditors makes rather interesting reading, especially in a Canadian context. The airline owes mony to two Canadian outfits — Transport Can- ada and Consolidated Aviation Fuelling and Services Ltd. Iceland has recently hosted quite a few musicians from the United States, including a violinist, a pianist, a vocalist, a cþoir and a jazzist. A brief article on their visit i.s found ofi page four- ^\bréf til IGögbrrga- Hfrtmafennglw Herra ritstjóri! Ástæðan fyrir því að ég sendi þetta bréf er sú, að mig langar til þess að eign- ast pennavin í Kanada, og vona ég að þú getir orðið mér að liði í þeim efnum. Það skiptir mig ekki máli af hvoru kyninu, en helst vildi ég að hann væri um eða yfir tvitugt. Sjálf er ég tvítug. Að sjálfsögðu skrifa ég á ensku, og er það í raun- inni ein aðalástæðan fyrir því að ég vil skrifast á við einhvern enskumælandi, — maður heldur þá svo skrambi vel við enskukunn- áttunni. Annars máttu taka það fram, að áhugamálin eru mörg, en helst ber þó að telja ljósmyndun, íþróttir og ferðalög. Með kærri kveðju og fyr- irfram þakklæti, Guðmunda Jónsdóltir, (Steindórssonar loftskeyta manns). Viöimel 50 kj., 107 Reykjavik, Iceland. ANNAR ÞÁTTUR UM GUTTORM í ÍSLENSKA ÚTVARPINU Lögberg-Heimskringla skýrði frá því á sínum tima að íslenska Ríkisútvarpið minntist aldarafmælis Gutt- orms J. Guttormssonar með viðeigandi dagskrá, sem út- varpað var á afmælisdegi skáldsins i nóvember. í síðasta mánuði var út- varpað annarri dagskrá, sem hljóðrituð var hér í Mani- toba. Haraldur Bessason, prófes sor flutti inngangserindi og Gunnar Sæmundsson og Sig urður Vopnfjörð rifjuðu upp endurminningar um Gutt- orm. Þá las Erla dóttir Gunn ars kvæðið Góða Nótt. já OFSAVEÐUR 1 AÐSIGI Ofar skjóli skýjafar skini sólar tálmar. Rær á stóli þungbrýnn þar þrumu-Bólu-Hjálmar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.