Lögberg-Heimskringla - 02.03.1979, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 02.03.1979, Blaðsíða 6
6' Lögberg-Hoimskringla, föstwlagur 2. ínars, 197Í) ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦HALLDÓR KILJAN LAXNESS ♦ ♦ 1 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ : : : ♦ ♦ ♦ ♦ : ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦* ♦ ♦ I ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ! ♦ : ♦ ♦. ♦ BREKKUKOTS ANNÁLL HELGAFELL 1957 Ja þú veist nú Georg að konan mín er komin af þessum danska kaupmannsaðli sem varð að íslenskum útvegsbænd- um suðurmeð sjó, sagði Gúðmúnsen. Monsieur Gaston est sorti. Hún er það sem kallað er fin kona og við vitum hvað það er; og hvað það kostar. Bara ekki grásleppu, að minsta- kosti ekki í eldhúsinu. Og því síður í stofunni. Og allrasíst í svefnherberginu. En sönn rómantík, til hennar hefur ævin- lega staðið minn hugur í lífinu og það veistu líka góði, ann- ars hefði ég ekki mokað í þig gulli og silfri í tíu ár. Við vitum að það eru hvergi eins vel steikt fransbrauð og hjá konunni þinni, sagði hinn heimsfrægi maður Garðar Hólm. Já þið eruð góðir, sagði afi minn. Mikið asskoti eruð þið góðir. Komið þið inn. Eg vona að kellíngin hafi eitthvað volgt. Að minstakosti er altaf hægt að hleypa upp á grá- sleppukjafti handa ykkur. Þegar höfðíngjarnir voru geingnir til stofu, sagði afi minn: Jæa fáið þið ykkur nú sæti og sýnið af ykkur kæti. Og þegar þeir voru sestir: Segið þið nokkra fiskisögu piltar? Garðar Hólm varð fyrir svörum: Uppgrip af skötu í París í vor Björn minn; ég át hana til að æra uppí mér sult á Hótel Tríanon á hverju kvöldi í mánuð. Hákall sömuleiðis útmetinn þar syðra. Semsé raie og requin, svo maður sletti frönsku einsog de Ia Gvendur. Björn afi minn settist á lúkurnar, gretti sig reyndar ekki enn, né ók sér, en einsog jafnan þegar hlátur og annað ósið- legt háttalag var í aðsigi byrjaði hann að segja ajæa og óekkí. Og bætti við: Það er gott að heyra að þú hefur haft fisk, deingur minn. Eg veit það muni hafa glatt hana móð- ur þína. Það er gott að hafa fisk. Væri litið útum stofugluggann okkar litla mátti sjá bald- inbrána sprínga út á milli steinanna í stéttinni; rófurnar og kartöflurnar voru að koma upp í garðinum; og fúna gerðið lága milli túns og kálgarðs á kafi í rænfángi, njóla og hvönn; túninu hallaði niðrað tjarnarendanum, þar spratt sóleyan; síðan tók Vatnsmýrin við þar sem krian býr, þar taldi Runólfur Jónsson að væru mógrafir meiri en annars- staðar á jörðu; síðan hrokkelsabúðin Skerjafjörður, þvínæst Bessastaðir og loks fjölhn á túnglinu. Á ég annars ekki að kaupa af þér alt helvítis móverkið einsog það leggur sig Björn minn? sagði Gúðmúnsen kaup- maður. Ha, sagði Björn í Brekkukoti. Alla rómantíkina einsog hún leggur sig, sagði kaupmað- urinn. Rjómatíkina? spurði afi minn. Hvaða tík er það? Garðar Hólm varð skjótari í svörum: Það er sú tík sem ekki fæst til að lepja annað en rjóma. Hahaha, sagði Gúðmúnsen. Mikið er annars mart skrýtið í málum. Eg hef verið að læra frönsku nýlega. Tókuð þið eftir því að ég sagði áðan le petit garfon. Er það ekki stór- merkilegt að þetta skuli hljóma alveg einsog Lubbi Tíkar- son. Síðan hló kaupmaðurinn ákaflega. Hérna hefurðu tvo aura Gvendur, sagði alheimssaungvar- inn og gretti sig. Og farðu svo út. En kaupmaðurinn var orðinn alvörugefinn aftur. Ég vil kaupa þetta kot, sagði hann. Það verður að fara að byggja hallir á íslandi. Hvað segirðu, Björn? Ég skal Ék skal segja yður læknir. að það vcldur mér áhyggjum hvað það er orðið erfitt fyrir mig að halda á einkaritaranum mín- um. Tæmdu úr peningaskúffunum í pokann hér, annars segi ég konunni þinni að þú hafir fengið óvænt launahækkun. Þetta var hörkugóð spurning hjá þér. Heyrðu væna mín! Ég er hérna f stórkjörsbúðinni. Á ég að taka eitthvað með heim? láta þig hafa príma kjallara inná Laugavegi. Og gull til að kreista einsog skít það sem þú átt ólifað. Ajæa, sagði afi minn þar sem hann sat á lúkunum. Öekkí. Það hefur verið stirð tíðin í vor, piltar. Hvað segirðu? spurði kaupmaðurinn. i Þá veik afi minn til við mig og sagði: viltu segja mannin- um að ég og við hérna í Brekkukoti séum farin að heyra illa. Hann ætlar að láta þig fá gullpenínga afi minn, sagði ég. Viltu segja þeim að hafi þeir ætlað að tala við mig um fisk þá skuli ég selja honum litla Gúðmúnsen einsog fimm bönd af siginni grásleppu útí innskrift. Gúðmúnsen kaupmaður fór nú að brýna raustina við afa minn: £g vil kaupa af þér þennan part Björn minn, sagði hann. Eg ætla að byggja hérna stórhýsi. Eg borga það sem þú setur upp. £g skal gefa þér band af reyktum rauðmaga Gúðmúnsen litli svo þú hafir eitthvað að taunglast á meðan þú labbar heim, sagði afi minn. Þú manst hvað ég hef sagt Björn, sagði Gúðmúnsen. Mitt boð stendur. Hvaða dag sem er skal ég telja þér út þá fúlgu sem þú tiltekur. Það er ekki gaman að vera orðinn svo heyrnardaufur að geta ekki leingur rifist við menn af því maður heyrir ekki hvað þeir eru að segja; ég tala nú ekki um þegar maður skilur ekki það litla sem maður heyrir. Altíeinu var kominn einhver piparkendur þurkur í and- litið á Gúðmúnsen. Plantinn plómi misti sætleikann. Hann veiddi upp gullúrið sitt og sá að honum var því miður ekki til setunnar boðið, vandamál og annir steðjuðu að: Allons enfants de la patrie, sagði hann, verið þið sælir! Þetta var léleg koma, sagði afi minn. Aungvar góðgerð- ir, — og ætti þó að vera til fisksoð; og jafnvel exportsoð. En ekkert stoðar ef menn hafa æðiber í rassinum. Þú kemur betur næst. Og nú ætla ég að fylgja þér til dyra svo þú farir ekki með vitið úr bænum. Þeir létu aftur á eftir sér. Eftir sat í stofunni sá frægi maður sem súngið hafði fyrir heiminn og hjá Múhameð ben Alí. Glannaskapurinn var ger- horfinn úr fasi gestsins á samri stund og dyrnar lukust aft- ur eftir lagsmanni hans. Hann var hugsi. Og þegar ég bar hann saman við mynd sína á veggnum sá ég mér til undr- unar að á myndinni var draumleiðsla hans heiðbjört og eingl- um lík, en þegar hann sat nú holdtekinn í brekkukotsstof- unni litlu var leiðsla hans orðin myrk, með aðkenníngu af sársauka einsog gullreiðin væri úr augsýn, sú er áðan var ekið yfir himininn. Hann krosslagði fæturna á víxl hvorn yfir annars hné. Hann var í fötum úr bláu efni með rauðum teinum — og dustaði mosakló af annarri skálminm sinni með fíngrunum; eða var það heystrá? Síðan leit hann á mig. Kæri vinur, hvað heitir þú, sagði hann. Álfgrímur, sagði ég. Æ hvurnin læt ég, sagði hann. Auðvitað heitirðu Álfgrím- ur. Meðal annarra orða, hvað heldur þú um heiminn Álf- grímur? £g held ekki neitt, sagði ég. £g á bara heima hérna í Brekkukoti. Við þessi einföldu orð sem ég hafði haldið mest bláttáfram allra orða var einsog gesturinn ránkaði altíeinu við sér. Hann up.pgötvaði mig. Hann horfði leingi á mig; og ég sem hafði verið að vona að ég væri ekki til þó svo ætti að heita að ég húkti þarna í horni. Merkilegt, sagði hann. Stórmerkilegt. SEXTÁNDI KAPÍTULl Gestur og eftirlitsmaður. Maðunnn sem átti púngana tvo einsog Runólfur Jónsson nefndi hann, kommandörinn á bæarstofnumnm emsog Kaf- teinn Hogensen sagði, það er að segja eftirlitsmaður bæar- ins sem ég hélt hann væri, hann var sá okkar kumpána sem einkum prýddi samkvæmið með fjarveru sinni. Eg hafði verið sambýlismaður hans frá því ég fæddist; en þetta sum- ar uppgötvaði ég hann loks fyrir bláskæra tilviljun: þarna var þá maður. Framhald í næsta blaði

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.