Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 29.02.1980, Qupperneq 1

Lögberg-Heimskringla - 29.02.1980, Qupperneq 1
94. ARGANGUR Winnipeg, föstudagur 29. febrúar, 1980 NUMER 7 Preserves Heritage - Assures Future Forsetakosiiingarnar: FJÓROÍ FRAMBJÓÐANDI TIL FORSETAKJÖRS FERÐIR VIKING TRAVEL MILLI ÍSLANDS OG KANADA NÆSTKOMANDI SUMAR Við upphaf þessarar hugleið- ingar er rétt að hvetja alla þá sem ætla að ferðast til Is- lands í sumar á vegum ferða skrifstofunnar Viking Travel á Gimli að senda nú þegar út fyllt þau form sem ferðaskrif stofan hefur þegar útbýtt meðal fólks. Leiguflug til Islands, sem hofust fyrir meira en áratug á vegum Þjóðræknisfélags Is lendinga í Vesturheimi mörk uðu þáttaskil i samskiptum íslensku byggðanna hér í Vesturheimi við Island. Áð- ur höfðu að vísu verið farn- ar nokkrar hópferðir austur um hafið, en samt tíðkaðist það helst að einstaklingar færu þessar ferðir einir síns liðs eða þá með fjölskyldu- meðlimum sínum. Þegar beinar flugsamgöng ur hófust milli fslands og Norður Ameríku á fimmta tug aldarinnar, opnuðust nýj ar leiðir í umræddum sam- skiptum. Þá þótti löndum hér vestra það talsvert ævintýri að svífa þá leið á hálfum öðr um degi sem hafði heimtað fleiri vikur af æviskeiði þeirra þegar þeir fluttust al- farnir frá fslandi á misjöfn- um farkosti, sem ætíð reynd- ist hastur á öldum Atlants- hafsins. En nú þart ekki lengur að verja í það heilum sólarhring að fljúga frá Winnipeg til ís- lands. Flugvélar á vegum Viking Travel þjóta þetta á rúmum fimm klukkustund- um- Fyrst er flogið norður yfir Winnipegvatn, og jafn- vel þeir sem fiskað hafa á vatninu um áratugabil átta sig þá á því í fyrsta sinn hve Sumar í langt vatnið er. Við höfum það fyrir satt að vatnið sé 360 mílur á lengd og jafnvel ennþá lengra ef mílunum er breytt í kílómetra. — Þegar hratt er flogið, skiptir það þó fremur litlu máli hvor mælieiningin er notuð. Frá norðurenda Winnipeg- vatns er sveigt ögn til aust- ur í áttina að borginni Churc hili við norðaustur horn Manitóbafylkis. Má skjóta þvi hér inn að þar er sjaldn- Reykjavík ast mannaferð að sjá úr lofti Er okkur tjáö að vetur séu þar svo kaldir að fólk dvelj- ist mest í niðurgröfnum vist- arverum sem tengdar séu með jarðgöngum. Sumur séu Vigdls Finnbogadóttir að heimili sínu í Reykjavík Nýlega var hér í blaðinu gerð grein fyrir þrem frambjóð- endum til embættis forseta íslands. Fjórði frambjóðand- inn hefur nýlega ákveðið að gefa kost á sér við forseta- kosningarnar- Er það Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri. Er þetta í fyrsta sinn sem kona gefur kost á sér til hins háa embættis. 1 blaðaviðtali lætur Vigdís þess getið að ákvörðun henn ar um framboð sé byggð á fjölda áskorana sem henni hafi bonst. Vigdís er þekkt kona í ís- lensku menningarlífi, einkan lega þó fyrir leikhússtjórn í Reykjavík. Hún er nú for- maður framkvæmdastjórnar nýstofnaðs leikhúsráðs. Þá telur Vigdís vel fara á því að íslenskar konur eigi sinn full trúa við forsetaframboð. Þo fer þvi fjarri að upphafs- stuðningur til framboðs henn ar sé úr röðum kvenna. — 1 rauninni má svo að orði kveða að samkvæmt nútíma- hugmyndum um almenn rétt indi fólks sé spurningin ekki um karl eða konu heldur hæfa manneskju. hins vegar svo stutt á þess- um siooum að fæstum þyki taka því að koma upp á yfir- borðíð Sleppum þó öllum sögu- sögnum. Þegar flogið er yfir Churchill á leið til Islánds, rennur það fyrst upp fyrir mörgum Manitóbabúanum að fylkið er mikið að um - fangi. 1 rauninni er spölur- inn frá Winnipeg til Churc- hill drjúgur áfangi á Islands- flugi. Hudsonflóinn er fljót- farinn því að þar er svo mik- ið íshröngl. Fyrr en Vcirir er komið að suðurodda Græn- lands og Island komið í sjón- mál undir vorhimninum Viking Travel gekkst i fyrsta sinn fyrir leiguflugi frá Winnipeg til Islands sum- arið 1976. Næsta ár voru tvær ferðir farnar og síðan ein á ári. Nú er ekki lengur hafður mmmmmmmmmmm HLAUPÁR I ár er hlaupár, og þetta^ blað LogDergs-neims- kringlu kemur út 29. febrú ar. Þeir <sem fæddir eru þennan mánaðardag eiga afmæli aðeins fjórða hvert ár og eldast þvi fjórum sinnum hægar en állur þorri mannkyns. Allt þaö sem fyrst litur sól á þess- um mánaðardegi má vænta langrar ævL Vænt- um við þess að útgáfudag- ur þessa blaðs sé tákn þess að óliðin ár Lögbergs Heimskringlu megi nú fjórfalda. Vigdís Finnbogadóttir er fædd árið 1930, dóttir Finn- boga Rúts Þorvaldssonar prófessors í verkfræði og Sig ríðar Eiriksdóttur sem lengi var formaður Hjúkrunarfé- lags Islands. Hún er með há- skólapróf í frönskum bók- menntum, ensku og uppeld- is- og kennslufræðum. Hún hefur gegnt margs konar störfum á Islandi í sambandi við ferðamál og verið leið- sögumaður erlendra ferða- manna um landið- Frá árinu 1972 hefur hún verið leikhús stjóri í Iðnó. Vigdís er ógift en á sjö ára gamla kjördóttur. á sá hátturinn sem lengi tíðk aðist um leiguflug að flugvél ar flygu tómcir aðra leiðina. Vélar Viking Travel koma hlaðnar Islendingum þegar þær fljúga aftur vestur um. Á íslandi annast félagið Samvinnuferðir og Þjóðrækn isfélagið fyrirgreiðslu við væntanlega farþega. ANNRÍKI HJÁ PÓSTINUM Blaðinu barst í síðustu viku bréf frá póstinum þar sem þeir kvarta sáran yfir ann- ríki sl- mánuð. Þar gæti fal- ist skýring á þvi að nokkuð hefur verið um kvartanh' vegna þess hve blaðið hefur borist lesendum seint i febrú armánuði. I fréttabréfi þessu kemur fram að unnið hefur verið allan sólarhringinn við að koma út pósti en þó ekki tekist að koma öllu út í tæka tíð. „Það er eins og jólin séu að koma” segja þeir á aðal- pósthúsinu. Ástæðan fyrir þessu mikla annriki telja þeir vera m.a. að þennan mánuð eru sendir út skatt- seðlar og mikill póstur var samfara kosningunum þann 18. febrúar. Til þess að kór- óna allt saman var svo allt kortaflóðið fyrir Valentine’s Day. Hefur þetta mikla álag komið harðast niður á ann- ars og þriðja flokks pósti og utanlandsposti. Vomr standa þó til að allt verði komið í samt lag um mánaðamótin febrúar-mars.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.