Lögberg-Heimskringla - 01.08.1980, Side 10
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, HÁTÍÐARBLAÐ 1980
IQngbfrg- ^rtmakringla
Published every Friday by
LOGBERG-HEIMSKRINGLA PUBLISHING Co. Ltd.
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR:
ASSISTANT EDITOR:
PRESIDENT:
SECRETARY:
TREASURER:
Haraldur Bessason
Margrét Björgvinsdóttir
T.K. Arnason
Emily Benjaminson
Gordon A. Gislason
Typesetting, Proof reading and printing Gardar Printing Limited
Subscription $15.00 per year PAYABLE IN ADVANCE
- Second class mailing registration number 1667 —
David
Bj örnsson
n irædur
Davíð Björnsson býr enn búi sínu á 763 Banning St.
hér í borg. Hann varð níræður þann 7. júlí síðastliðinn
og af ýmsum ástæðum viðeigandi að þeirra tímamóta
sé minnst á ritstjórnarsíðu íslendingadagsblaðs Lög-
bergs-Heimskringlu. Má rétt geta þess að Davíð hefur
skrifað mikið, bæði í bundnu máli og óbundnu, fyrir
íslensku vikublöðin í Winnipeg og var um skeið rit-
stjóri Heimskringlu. Þá er nafn hans nátengt sögu fs-
lendingadagsins, en hann var ritari íslendingadags-
nefndar í næstum tvo áratugi. Stóð hann meðal ann-
arra að baki þeirri ráðstöfun að flytja íslendingadags-
hátíðina frá Winnipeg til Gimli.
Jónas Þór hefur bent á það á öðrum stað í þessu
blaði að snarpar umræður hafi orðið um það hvort
heppilegt væri að velja íslendingadeginum stað utan
Winnipegborgar. Davíð Björnsson ritaði þá einarðlega
grein og leiddi fram svo sterk rök fyrir því að íslend-
ingadagurinn hlyti að eiga sína framtíð á Gimli að ekki
varð á móti mælt. Eftir nærfellt hálfa öld sem liðin er
frá fyrsta íslendingadeginum á Gimli geta menn nú
gert það upp við sig hvort Davíð eigi skilið lof eða last
fyrir greinarskrifið. Hyggjum við þó að hin glæsta saga
hátíðarinnar síðustu 5 áratugina tali sínu máli svo
skýrt að Davíð hljóti lofsyrðin ómenguð.
Fundargerðir fslendingadagsins færði Davíð með
fágætri kostgæfni, enda bæði rit- og stílhagur maður.
Á starfstímabili sínu í nefndinni hafði hann forgöngu
um að safna bréfum frá vesturíslenskum gullafmælis-
börnum. Hefur Jónas Þór gert nánari grein fyrir því
safni annars staðar í blaðinu.
Davíð Björnsson er Húnvetningur að ætt, fæddur
að Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu. Hann ólst upp við al-
geng sveitastörf, hlaut fyrstu skólamenntun sína í
Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Síðar hóf hann nám við
Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal, brautskráðist það-
an sem búfræðingur vorið 1914 og gerðist þá um skeið
kennari við Hólaskóla í verklegum námsgreinum. —
Síðar hóf hann trésmíðanám í Reykjavík og stundaði
þá iðn í nokkur ár.
Davíð fluttist til Vesturheims árið 1914. Vann
hann þá fyrst við fiskveiðar á Winnipegvatni, en hóf
síðan smíðastörf í Winnipeg. Sakir heilsubrests varð
hann að leggja smíðarnar á hilluna. Eftir langa dvöl
á sjúkrahúsi tók hann við íslenskri bókaverslun hér í
borg og miðlaði löndum sínum þannig andlegri fæðu
að heiman í 18 ár. Hann gerðist þá atkvæðamaður í
flestum íslendingafélögum, skrifaði mikið og orti. Ekki
verslaði Davíð einungis með bækur, heldur safnaði
m
Gullafm ælisbörn Islendingadagsins
Á fundi í Islendingadags-
nefnd í janúar árið 1933 var
ákveðið að heiðra alla þá ís-
lendinga í Vesturheimi sem
þar höfðu dvalizt 50 ár eða
lengur. Nefndin óskaði eftir
nákvæmum upplýsingum um
fæðingarstað á islandi, flutn
inginn vestur um haf, hvar
land var numið o.s.frv- Þessi
beiðni var endurtekin næstu
árin, og brátt streymdu bréf
til nefndarinnar hvaðanæva
úr Norður Ameríku, og eru
þau hir\n mesti fjársjóður. —
Gullafmælisbörnin sóttu ís-
lendingadaginn á Gimli ef
þau sáu sér fært. Islendinga-
dagsnefnd lét útbúa borða
handa fólkinu og pallur var
byggður þar sem þessir land
nemar sátu.
Eins og bréfið sem við birt
um hér sýnir, þá er mikinn
fróðleik að finna í bréfum
þessum, og vissulega væri at-
hugandi að skrifa þau upp
og gefa þau út. Það verður
þó að biða betri tima, en
hugsanlega verða einhver
þeirra birt í þessu blaði síð-
ar. J.Þ.
Gullafmælisbréf
8217-19th Ave- N.E.
Seattle, Washington,
June 14„ 1939
Mr. Davíð Björnsson,
(c/o Heimskringla)
853 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man. Canada.
Kæri herra;
Samkvæmt grein í Heims-
kringlu 7. júní 1939 sem hef-
ur að fyrirsögn Gullafmælis-
börn íslendingadagsins sendi
ég yður eftirfylgjandi upp-
lýsingar:
Eg er fæddur að Grund á
Jökuldai í Norður Múlasýslu
á islandi á mánudaginn í ní-
undu viku sumars, eftir því
sem ég veit bezt 18. júní
1860. Skírður Gunnlögur. —
Faðir minn var óðalsbóndi
þar, hét Vigfús. Hans faðir
hét Pétur Pétursson, óðals-
bóndi á Hákonarstöðum á
Jökuldal, og Grund arfhluti
föður míns úr hinu mikla svo
kallaða Hákonarstaðalandi-
Faðir minn drukknaði í Jök-
ulsá fyrir mitt minni sumar-
ið 1862. Hann og Gunnlögur
Pétursson, einn af allra
fyrstu íslenzku landnemun-
um í Minnesota (Lyon
County) voru tviburar. Því
tók ég upp Peterson nafnið
eftir að ég kom til Ameríku.
Móðir mín, og kona föður
míns, var Halldóra dóttir
Jóns Einarssonar óðalsbónda
í Snjóholti í Eiðaþinghá, og
konu hans Guðnýjar, dóttur
séra Sigfúsar Guðmundsson-
ar prests að Ási í Fellum, dá
inn 1800. Sjá Presta tal og
Prófasta á Islandi eftir Svein
Níelsson.
Föðurætt min ,hin svokall
aða Hákonarstaðaætt, rekst
til séra Gunnlaugs Sölvason-
ar prests að Möðrudal, kall-
að á Fjöllum, og var hann
þar prestur um 1628.
Mitt síðasta heimili á Is-
landi var bærinn að Fossi í
Vopnafirði. Þaðan fór ég til
Ameríku árið 1876. — Kom
fyrst til Duluth, Minnesota.-
Settist fyrst að i íslenzku ný-
lendunni sem þá var þar
allareiðu byrjuð, í Lyon og
Yellowmedicine Counties. —
Var í Granite Falls, Minne-
sota frá 1878 til 1883 og
stundaði þá alþýðuskólann.
Fékk stöðu sem vikadreng-
ur við ríkisþingið í St. Paul,
Minnesota veturinn 1879. —
Var víst fyrsti Islendingur
sem komst í þingþjónustu í
Ameríku. Háföi $3.00 á dag
og sparaði af því $1.20. Tók
skólakennarapróf vorið 1880
og kenndi í skóla í Yellow-
medicine County og gerði
aðra vinnu, mest búðarvinnu
í Granite Falls þar tii vorið
1883 að ég fór suður til Dec-
orah, Iowa- — Stundaði þar
fyrst Business College og út-
skrifaðist eftur þrjá mánuði
frá Breckenridge Business
College. Heimsótti norska
prestaskólann þar, the Luth-
er College. Varð þess var að
þar var ágæt kennsla í tungu
málum. Skrapp upp til Gran-
ite Falls, Minnesota um sum
arið og vann við heyskap og
þreskingu um haustið. Spar-
aði vel kaup mitt og fór um
haustið til baka til Dechorah
og skrifaðist sem nemandi
við Lutner College. Tók próf
og komst upp í þriðja bekk
með þeim skilyrðum að ég
yrði að skila tveggja ára lat-
ínunámi fyrir utan það sem
í bekknum var. Þar hitti ég
fyrst Daníel Laxdal, er varð
lögmaður í Cavalier, N.Dak.,
en hann var þá í þriðja bekk.
Hann hjálpaði mér með lat-
ínuna, en ég gat hjálpað hon
um í reikningi og sumu öðru
sem hann var ekki svo vel
undirbúinn í- Stundaði nám
í Luther College þangað til
ég var kominn upp að hebr-
eskunni um jól 1885. Fór þá
alfarinn til Garðar, N.Dak.,
þar sem ég hafði allareiðu
ICWAMniH TO GIJROPB
ONABIGBIRD
&ALOWFARE
Stop in Iceland for only $25* a day
on your way to
Scandinavia'or Great Britain.
Now vou can take advantage of Icelandair’s $25* a day stopover tours of
Iceland while you’re taking advantage of our low APEX fare from New
York toGreat Britain orScandinavia.
Iceland is a land of volcanoes, giant waterfalls, Viking museums, glaciers,
^eysers, concerts, art shows, dutv-free shoppingand ho't-spring pools. And
it’s all yours för 1 to 3 days for just $25*a day.
You’ll get transfers between airport and Reykjavik, room at the first-class
Hotel Ixrftlcidir, breakfast daily, one lunch, city sightseeing tour, and for
those staying 2 or3 days, a 10 hourcountryside tour.
So on your next trip to Norway, Sweden, Denmark or Great Britain, stop
over in Iceland for a few days.
l'or further information see vour travel agent or contact Icelandair, RO.
Box 105, West Hempstead, NY 11552. Phone 212-757-8585 (New York
Gity only) or call 800-555-1212 for the toll-free number in your area.
‘I'riccs in cffcct May 1 thru Scpt. 30. 1980 and subjcct tu changc.
ICELANDAIR
•Still your best value to Europe
hann þeim. Kom hann sér upp fágætu safni vestur-
íslenskra bóka og handrita, sem hann síðar gaf Lands-
bókasafni íslands.
Hér eru ekki tök á að gera grein fyrir menningar-
störfum Davíðs Björnssonar. Hins vegar eru þeir mjög
samaldra hann og íslendingadagurinn og við hæfi að
senda báðum hugheilar árnaðaróskir. H.B.