Lögberg-Heimskringla - 13.03.1981, Page 4
4-WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 13. MARS 1981
Ritstj órnargr ein
Varnarsigur
Annars staðar í blaðinu er minnst
á nýútkomna grein um Guttorm J.
Guttormsson. Greinarhöfundur,
sem er Sveinn Skorri Höskuldsson,
styður þar með dæmum að þótt
Guttormur fæddist og lifði langa ævi
í miklum landfræðilegum fjarska
við bókmenntahræringar á Islandi,
tókst honum að skapa verk með
nýju sniði á móðurmáli sínu.
í grein sinni bendir Sveinn Skorri
þó öðrum þræði á þann þrönga
stakk sem einangrun frá ættjörðinni
óhjákvæmilega sníður smáu þjóðar-
broti vestur á sléttum Norður
Ameríku.
Auk þeirrar einangrunar sem pró-
fessorinn nefnir má benda á
yfirþyrmandi þrýsting sem ríkjandi
menning kjörlandsins skapar. Þessi
tvö andstæðu, en þó engu að síður
samvirku öfl, þekkja allir sem ekki
voru hluti engilsaxnesks þjóðfélags
þegar þeir fyrst stigu á land eða sáu
dagsins ljós í Norður Ameríku.
Þjóðbrotamenning Norður
Ameríku verður þó ekki afgreidd
með jafn einföldum hætti og nú var
gefið til kynna. Rás tímans hefur
Guðjón
Guðjón Árnason stórbóndi á
Espihóli við Gimli varð níræður
þann 25. febrúar síðastliðinn.
Nokkru áður höfðu þau hjónin Guð-
jón og Petra haldið upp á sextíu og
átta ára brúðkaupsafmæli.
Guðjón er af kunnu fólki kominn
og börn hans, barnabörn og barna-
barnabörn hafa getið sér góðan
orðstír. Þegar sá hópur er saman
kominn, má Guðjón hafa sig allan
við að telja.
Mikill mannfagnaður er að Guð-
jóni hvar sem hann fer. Ekki verður
honum fótaskotur á móðurmálinu,
heldur er gullaldaríslenska allra
tíma honum svo tungutöm að manni
gæti helst dottið í hug að hann væri
stokkinn út úr klassískri Islendinga-
sögu eða hefði lært tungu hinna
fornu goða.
Guðjón Árnason er með stærri
mönnum og svo tignarlegur á velli
að manni dettur helst í hug að hann
mishraða strauma og ryður ekki
ávallt farveg sinn í einni svipan.
"Ekki eru allir Jómsvíkingar
dauðir", heyrðist mælt í vestur-
íslenskri byggð eigi alls fyrir löngu,
og hefur þó róðurinn verið þungur.
Lögmál lífsins í henni Ameríku er
svo fastmótað að þeim sem reynt
hefur að hrófla eitthvað við því
kann að virðast sú viðleitni lítið ann-
að og meira en stundargletta við
örlögin. Slíkar stundarglettur eru þó
meiri athygli verðar en margur
virðist fus að veita þeim. I stuttu
máli má skilgreina þær sem menn-
ingarlegt og þó fyrst og fremst mál-
farslegt viðnám sem fólk gjarna
veitir þegar það skynjar sína eigin
varnarstöðu. í þessu sambandi er
ekki úr vegi að stíga eitt viðbótar-
skref með því að beina athyglinni að
því að hæfileikar og mannkostir
birtast oft miklu skýrar í kænlegri
vörn heldur en linnulausri sókn.
Sóknin treystir á mannafla. Vörnin á
allt undir hyggjuviti hins fáliðaða.
Fornar hetjur gátu sér hvað
mestan orðstír í gjörtaparðri varnar-
stöðu. Hugvitsamlegt viðnám gegn
Guðjón Árnason
sé í ætt við fjallatinda umhverfis
Eyjafjörð, en forfeður hans áttu
heima í skjóli við þá tinda.
Ekki er Guðjón þekktur að því að
grípa á lofti dægurflugur múg-
mennskunnar. Hann fer sínar eigin
ofurefli var þeirra stundargletta, og
einmitt þetta geymum við miklu
trúlegar í minni heldur en sigurvæn-
legar árásir.
Ofangreind samlíking er síður en
svo fjarstæðukennd þegar ræða skal
vesturíslenskar bókmenntir. Verk
Guttorms J. Guttormssonar eru,
eins og Sveinn Skorri bendir rétti-
lega á, dæmi um það að landfræði-
leg einangrun fagnar ekki ávallt
skjótum sigri, heldur getur
viðnámið gegn henni aukið
mönnum þrótt. Með svipuðum
hætti má sækja þrótt í lífvænlegustu
strauma ríkjandi tungu og menn-
ingar kjörlandsins, þ.e.a.s með því
Upplýsinga
leitað
Blaðinu væri þökk í upplýsingum
um Jón Sigurðsson sem endur fyrir
löngu fluttist vestur um haf frá
Bjarnastöðum í Vesturdal i
Skagafirði.
götur og er gjörsamlega óragur við
að hreyfa andmælum ef honum gest
miður að andblæ líðandi stundar.
Fyrir nokkrum árum þegar Islend-
ingar áttu í vök að verjast vegna
ágangs erlendra þjóða á fiskimiðum
undan íslandsströnd, gerði einhver
þá tillögu að senda Guðjón til
íslands á víkingaskipi og skyldi
hann hafa syni sína alla sem áhöfn í
þeirri för og stugga við herskipum.
Sú ferð var ekki farin, en ekki er að
draga það í efa að enginn myndi
sóma sér betur í stafni rennilegs
langskips en Guðjón Árnason. Sigl-
ing hans gegnum lífið er nú orðin
lengri en flestra annarra. Við
væntum að hún megi enn lengjast.
Guðjóni sjálfum og öllu hans
samferðafólki til gleði og ánægju.
H.B.
Around
Dr. and Mrs. Gestur Kristjansson
have just returned from a very en-.
joyable winter holiday in Florida.
While there, they visited the Tampa
Bay area, Bradenton, Sarasota and
the beginning of the Strawberry Fes-
tival in Plant City. Plant City is the
sister city to Portage la Prairie, Man-
itoba. It is known as the Strawberry
capital of the world. There are over
2,000 acres in strawberry cultiva-
tion in Florida, with Plant City
producing 80% of the state's annual
harvest. Norma and Gestur enjoy
að beina þeim í farveg sköpunar.
Herbragðið er með öðrum orðum í
því fólgið að snúa vörn í sókn.
Varnarsigra, ef svo má að orði
komast, vinna þeir einir sem hafa
vit og vilja til að skilja þær aðstæður
sem örlögin hafa búið þeim, og
hefur sá skilningur verið höfuð-
forsenda þess að Vestur-íslending-
um tækist að skapa varnaleg verð-
mæti á móðurmáli sínu. Hér koma
þeir mjög við sögu Stephan G., Gutt-
ormur og Jóhann Magnús Bjarna-
son, svo að dæmi séu talin. Þessir.
íslensku fulltrúar héldu vöku sinni á
þeim vígstöðvum sem áður var
reynt að skilgreina í þessum pistli.
Afrek þeirra voru að nokkru leyti
fólgin í því að brjóta þessar
aðstæður svo vandlega til mergjar á
nýrri og óíslenskri slóð að þær gætu
orðið órjúfanlegur hluti verka
þeirra.
Nú eigum við þá Stephan G.,
Guttorm J. og Jóhann Magnús
aðeins í bókum, og svo kann í fljótu
bragði að virðast að rödd þeirra hafi
færst í nokkurn fjarska. Sú rödd er
þó ekki þögnuð. Síðastliðið ár vöktu
þrír höfundar af íslenskri ætt mikla
athygli fyrir bókmenntaframlög sín
um Kanada þvert og endilangt.
Ætternið eitt skiptir þó ekki máli,
heldur hitt að höfundarnir þrír
byggðu á sama grunni og þeir
Stelphan G., Guttormur J. og Jóhann
Magnús. Tóntegundin var að vísu
ögn frábrugðin og tungan önnur en
forðum. Engu að síður gætir hér á
mjög ótvíræðan hátt endurnýjunar
þess arfs sem við ekki vildum týna.
Nýju skáldin kunna skil á sínum
vígstöðvum. Þótt liðsafnaður þeirra
sé enn í hófi, er líklegt að víglínur
allar verði nú dregnar umhverfis
stærri spildu en verið hefur um
sinn.
Spyrji einhver hvort íslenskur
bókmenntaarfur hér vestra hafi ekki
fyrir löngu orðið einangrun og
ofurefli að bráð, má vitna óbeint til
orða vesturíslensks skálds, sem eitt
sinn uppgötvaði þá staðreynd eftir
svaðilför og hrakninga að lífið
myndi sterkara en dauðinn. H.B.
their golf and the Florida winter
sunshine made that most enjoyable.
They played several golf courses in
the Tampa Bay area, namely; Airco,
Rocky Point, Nine Eagles, Airport
and Diamond Hill. They are both
'A' golfers, Gesturs' handicap being
11 and Norma's an 18. Last sum-
mer, Gestur won the low net trophy
in the Manitoba Seniors, placing in
the top ten and Norma won the
Manitoba Amateur Senior B trophy
and the Manitoba Doctors Wives
Tournament.
Lögberg - Heimskringla
Published every Friday by
LÖGBERG- HEIMSKRINGLA INCORPORATED
1400 Union Tower Building, 191 Lombard Avenue,
Winnipeg, Manitoba R3B 0X1 — Telephone 943-9945
EDITOR: Haraldur Bessason
ASSISTANT EDITOR: Margrét Björgvinsdóttir
ADVERTISING AND SUBSCRIPTIONS: Stan Belobaba
REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson
Umboðsmaður Plaðsins á íslandi Skólagerði 69 Kópauogi Simi 40455
Posthólf 135 Reykjavík
Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd.
Subscription $15.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE
$20.00 in Iceland
— Second class mailing registration number 1667 —
Arnason níræður
and About