Lögberg-Heimskringla - 08.11.1985, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 08.11.1985, Side 4
4-WINNIPEG, FOSTUDAGUR 8. NOVEMBER 1985 Ritstjórnargrein ______ Konur í verkfalli Fátt virðist hafa vakið eins mikla athygli undanfarið en verkfall það er íslenskar konur fóru í á dögunum. Dagblöð, sjónvarp og útvarp hafa óspart haft "uppátæki” þetta í flimtingum. Sá er þessar línur hripar er að ýmsu leyti ósáttur við umfjöllun fjölmiðla og verður hér að neðan útskýrt í stuttu máli hvers vegna. Fyrst er að nefna ómaklega "árás” á okkur íslenska karlmenn en samkvæmt fréttum hér í fjölmiðlum erum við alsendis ófærir um að rista okkur brauðskorpu, sjóða ofaní okkur hafragraut eða sjóða eitt eða tvö egg í morgunnmat. Karlmenn voru m.ö.o. sendir út á guð og gadd- inn. Á venjulegu íslensku heimili er afar algengt að finna húsbóndann í eldhúsi við matseld en eiginkonu við skriftir, lestur, þvotta eða ýmis konar öonnur heimilisstörf. Þá er rétt að hafa það sömuleiðis í huga að til að ná endum saman vinna bæði hjónin úti og deila með sér heimilisstörfum. Lendir þá oft matseld í hlut karlmannsins. Þetta vita íslenskar konur og voru því ekkert að vor- kenna karlmönnum sínum verkfallsdaginn. Næst skal þess getið að lítið virðast fjölmiðlar hafa reynt að afla sér upplýsinga um tilgang verkfallsins. Heldur er meira kapp lagt á að lýsa því ófremdarástandi er ríkti verkfallsdaginn. Getur það verið að þeir (fjölmiðlar) óttist að kröfur þær er íslenskar konur settu fram eigi erindi hingað? Það er áreiðanlegt að kanadískum konum finnst þeim jafn misboðið á vinnumarkaðnum og stallsystrum þeirra á íslandi. Ætli það sé ekki nokkuð öruggt að einhvers staðar finnist kennari, bankamær eða verksmiðjustúlka í Kanada og Bandaríkjunum sem finnst hún beitt óréttlæti. Á að trúa því að þær fái allar jafn hátt kaup og karlmenn í sömu stöðum? Líklega er lítið að óttast hér í Norður Ameríku því lítil von er til nefnilega nokkra sérstöðu því þó svo að "útlendingar" séu til á íslandi, sumir íslenskir ríkisborgarar, þá eru þeir tiltölulega mjög fáir. Kanadíska þjóðin og sú bandaríska samanstanda hins vegar af fólki af mjög svo ólíkum uppruna. Gárungarnir hafa eðlilega vorkennt íslenskum karlmönnum hent að því ástandi gaman og líkt því við verkfall kvenna í klassíska verkinu Lýsistrata. Hafa margir gert því skóna að gleðikonur í stórborgum Norður Ameríku myndu ugglaust styðja verkfall eiginkvenna en nú er málið orðið flókið og því sjálfsagt að slá botninn í spjallið. J.Þ. Bananar og brennivín Framh. úr síðasta blaði. — Hættið, Óli byrsti sig. — Ég held að þið séuð að verða kolþreifandi vitlausir. Er þetta ekki skemmtiferðalag? — Ég verð að komast strax heim. Karl réri fram og aftur og hélt enn um höfuðið.. - Við ætíum nú að fara lengra. Óli gat ekki annað en kímt í laumi. Hann vissi ósköp vel hvað var að Karli. Það voru timburmenn og samviska Karls sem voru að reyna að þjarma að honum í sameiningu. — Ég fer allavega heim. Ég hlýt að komast með rútunni. Jón og Óli litu hver á annan. Svo tók Jón af skarið. — Hvað sem við gerum, þá leggjum við okkur nú allir og sofum í nokkra tíma. Það virtist enginn hafa neitt við þetta að athuga og eftir skamma stund var orðið hljótt í litla tjaldinu. Þegar þeir vöknuðu leið öllum mikið betur, en hvað sem þeir félagar reyndu að segja eða gera Karli til geðs, þá var hann óhagganlegur. Hann neitaði að fera lengra og heimtaði að fara heim. Það varð því úr þeir höfðu komið. Heldur þótti sumum þetta leiðinleg endalok, en við að halda hópinn. Þeir voru hljóðir á heimleiðinni og hugsuðu þess meira. Þeir kviðu heimkomunni, því einhverja skýringu urðu þeir að gefa á þessari breyttu áætlun. Tíminn leið og mennirnir fengu um annað að hugsa. Slátturinn hófst og tíðin var með afbrigðum góð. Menn máttu ekki vera að því að hittast. Hver sólskinsstund var dýrmæt. Þó var það einn fagran dag seint um sumarið að Karl fékk óvænta heimsókn. Þar var kominn Óli vinur hans á Bakka. Karl var uti á túni að rifja og Óli kom þangað til hans. Karl undraðist mjög hvað það gæti verið sem drægi Óla þangað í þessari blíðu. Hann trúði því varla að Óli tímdi að eyða slíkum degi í bæjarflakk. Hann vonaði bara að ekkert væri að. Þó fannst Karli heldur þungur svipurinn á Óla. — Komdu sæll, Karl minn. Þú rifjar. — Sæll vinur. Já, það er ekki yfir tíðinni að kvarta þessa dagana. En hvað kemur til að þú lítur upp frá heyskapnum? — O, ég mátti til með að segja þér nýjustu fréttirnar. — Nú. Karl leit undrandi á Óla. Hann var ekki vanur að koma erindisleysu. — Já, það ér komið upp nýtt mál hér í sveitinni. Fólkið hefur vist ósköp gaman að' tala um það. Þáð er Lögberg - Heimskringla Published every Friday by LÖGBERG - HEIMSKRINGLA INCORPORATED 525 Kylemore Ave., Winnipeg, Manitoba R3L 1B5 Teleplione 284-7688 Ncw Oífice Hours: Monday through Friday 10:00 a.m. - 3 p.m. EDITOR: Jónas Þór BUSINESS MANAGER: Caroline Darragh MAILING: Florence Wagar REPRESENTATIVE IN ICELAND: Magnús Sigurjónsson Umboðsmaður blaðsins á Islandi Skólagerði 69 Kópavogi, Sími 40455 Pósthólf 135 Reykjavík Typesetting, Proofreading and Printing — Typart Ltd. Subscription $25.00 per year — PAYABLE IN ADVANCE $30.00 in Iceland —'Second class mailing registration number 1667 — All donations to Lögberg-Hcimskringla Inc. are tax dcductible under Canadian Laws. búið að kenna honum Dodda vini okkar krakka. Hann er að visu ekki fæddur enn. — Hvað þá. — Já, það á að hafa skeð í ferðalaginu okkar góða. Konan ku heita Sigrún og segir að barnsfaðir sinn heiti Þórður og sé úr þessari sveit. Það er vist enginn annar Þorður hér. Óli horfði upp í bláann himmininn og þóttist ekki sjá hve Karl roðnaði. — Og, þvi ertu að koma til að segja mér þetta? — O, mér datt það bara í hug. Mér fannst er ég frétti þetta að við yrðum að standa með strákgreyinu. Það vorum þó við sem fengum hann til að fara með okkur þessa ferð. Þetta er kannski ekki honum einum að kenna. Karl hamaðist við að strjúka burt ósýnileg óhreinindi af bretti dráttar- vélarinnar. — Hvað segir Doddi? — Nú hann man víst lítið eftir þessu. Jón ekki heldur. Þeir voru nefnilega saman alla nóttina Doddi og Jón. En þú veist hvernig Doddi er. Hann ætlar að giftast stúlkunni, þó að hann sé viss um að hann eigi ekki krakkann. Hún vill vist ólm giftast. Það kom einhver stingur í brjóstið á Karli. Hann var ekki alveg viss um að hann vildi láta Dodda ala upp sitt barn, en hann gat ekkert gert. Óli leit dularfullur á Karl. — Ég held ég viti hver á króann, en það er nú sama. Doddi er heiðursmaður og vinur vina sinna. En ég verð víst að drífa mig heim í heyskapinn. Það er allstaðar nóg að gera. Ekki vil ég heldur tefja þig. Vertu sæll. Óli veifaði í kveðjuskyni og hélt á brott. Karl settist aftur upp á dráttarvélina og hélt áfram að rifja. Hann stundi þungan. Þetta líf. Það var svo margt sem gat skipt máli í þessari tilveru. Bananar og brennivin, þvílíkt og annað eins. Hann keyrði áfram án þess að hafa hugann við verk sitt. Hann sá hana fyrir sér. Þrýstin lærin og rauðar varirnar. Konan hans Dodda. Nei, þetta gat ekki verið satt. Long Island Scandinavian Society Meetings: Third Thursday of each month, at 8 p.m., at Freeport Memorial Library, W. Merrick Rd. and S. Ocean Ave., Freeport. No meetings in July and August. Membership dues: Individual $10. Couple $15. Family of three or more residing at the same address $20. Sylvia Lensu is our new Chairman for Membership. Board of Directors of the Long Island Scandinavian Society President: Claire M. Jay — 868-0682; Executive Vice President: Sýlvia Lensu — 371-3570; Vice Presi- dent, Aland: Selinda Adamcewicz' Vice President, Dennrark: Jorgei Petersen — 488-3358; Vice President, Faeroes; Vice President, Finland: Lot- ta Stewart — 623-5640; Vice Presi- dent, Iceland: Asta Benediktsson; Vice President, Norway: Gunnar Enstad — 226-7043; Vice President, Sweden: Jack Lundgren — 825-0897; Vice President, USA; Treasurer: Jane Antila — 379-4979; Recording Secretary: Helen Olson — 825-3916; Corresponding Secretary: Paul Swan- son — 379-0511; Director: Gunnar Nystrom — 481-8319; Director: Gus Juhlin — 935-5342; Director: Ethel Gardner — 223-6315; Director: Ellen Scheulen - 623-5827.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.