Lögberg-Heimskringla - 19.10.1990, Page 8

Lögberg-Heimskringla - 19.10.1990, Page 8
8 • Lögberg - Heimskringla • Föstudagur 19. október 1990 Bátasmíði: Smíðaði eftirlíkingn af víkingaskipi í Singapúr usson er nú kominn frá Singapúr þar sem hann smíðaði skipið. „Það kom að máli við mig norskur tengiliður fyrir um það bil ári,“ sagði Lárus Ingi í samtali við Morgunblaðið. „Hann spurði hvort ég væri fáanlegur til að smíða eftirlíkingu af Osenberg víkinga- skipinu, sem stendur í þjóðminja- safninu í Osló, fyrir Marokkóbúa í Singapúr. Ég játti því og hélt til Óslóar þar sem ég skoðaði skip- ið í krók og kring, myndaði og mældi. Fimmtánda desember kom ég til íslands þar sem ég þáði ráð frá gömlum kennurum í Njarðvík en annan janúar var ég kominn til Singapúr ásamt norskum að- stoðarmanni mínum. Ég byijaði á því að kanna aðstæður og útvega efni en ákveðið var að nota FYRIR rúmu ári tók íslenskur veitingahúsaþorp í Singapur. skipasmiður, búsettur í Noregi, Víkingaskipið gengur í gegnum að sér að smiða eftirlíkingu af norskan veitingastað í veitinga- Osenberg víkingaskipinu í Osló húsaþorpinu. fýrir Marokkóbúa sem rekur íslendingurinn Lárus Ingi Lár- Víkingaskipið gengur í gegnum veitingastaðinn. Lárus í andyri norska veitingastaðarins sem stendur í veitinga- húsaþorpinu Marina Village í Singapúr. Changai rauðvið í skipið. Viðurinn er harðari en sá sem notaður í Osenbergskipið en vinsæll til bátasmíði í Asíu. Við vorum þijá mánuði að smíða skipið sem er 20 metra langt og sjö metra breitt en það er tveimur metrum breið- ara en fyrirmyndin. Það gerði ég til að fleiri gætu setið í skipinu, bæði inn í veitingastaðnum, og þar sem það skagar út frá því báðum megin. Auk víkingaskips- ins smíðaði ég anddyri veitinga- staðarins og kom fyrir gosbrunni við skipið,“ sagði Lárus sem lætur vel af dvölinni í Singapúr. „Það var kannski helst að hitinn væri of mikill, yfirleitt um þijátíu gráð- ur,“ segir hann, „en annars gekk þetta eins og í sögu og samvinna við innfædda var með eindæmum góð.“ eftir Pál Lúövfk Einarsson Viötal þetta var birt í Morgunblaðinu þann 22. júlf síöastliöinn. Framhald úr sfðasta blaði - segir Vestur-íslendingurinn og fyrrum veiðimaðurinn Magnús B. Magnús Gómsæt vatnarotta „Fyrst og fremst var sóst eftir skinnum. Stærri dýr, s.s. hreindýr og birnir voru skotin en önnur voru veidd í snörur eða dýraboga, stálboga. - Það er sár punktur, viðkvæmt mál, þegar talað er um dýraveiðar. Boginn er óneitanlega grimmdarlegt veiðarfæri og Greenpeace, Paul Watson og slíkir skrattar hafa notfært sér það. Fólki eru sýndar myndir af refum og öðrum dýrum sem eru látin engjast og kvelj ast í boga. Enginn veiðimaður sem eitthvað er spunnið í lætur slíkt gerast. I fyrsta lagi vilja þeir ekki kvelja dýr að nauðsynjalausu. Og hinsvegar fengju þeir lítið fyrir bráðina ef þeir höguðu sér svona. Hálfdauð ogkvalin dýr draga að sér hrafna og úlfa sem gera sér gott af bráðinni. Það fengist lítið fyrir skinnin ef svona væri staðið að veiðunum. Þegar við notuðum boga vorum við aldrei svo fjarri að við heyrðum ekki þegar dýr steig á hann. Loðdýraveiðar eru grimmdarlegar en er það ekki líka grimmdarlegt að krækja í lax og toga hann og þreyta tímunum saman fyrir sportið eitt!“ — En er náttúruvemdarmönnum ekki vorkunn, eru ekki mörg dýr í útrýmingarhættu? „Þeir hafa friðað bjórinn og honum hefur íjölgað. Sumum dýrum hefur fækkað en það er ekki vegna veiða heldur vegna þess að skógamir em minni. Það em ekki veiðamar sem em hættan, heldur það að við emm að eyðileggjaheimkynni dýranna. Héma á Islandi emð þið að planta skógi en í Kanada höggva þeir hann niður og planta engu í staðinn." - Hvaða dýr veidduð þið helst? „Aðallega loðdýr, hreysiketti skógarketti (lynx), minka, refi, otra, bjóra og vatnsrottur í hundraðatali." - Borðuðuð þið þessi dýr? „Vatnsrottan var étin. Þig hryllir við en hún er góð á bragðið. Afturleggimir á skógarkettinum em líka ágætir sérstaklega steiktir með baunum. Minka og hreysiketti aftur á móti átum við ekki.“ - En veidduð þið ekki stærri dýr með rifflum? „Hreindýr, elgi og bjamdýr, þ.c.as. mórauða bimi, ekki fjallabimi (griz- zly).“ ICELfiNDK EXERCISE e.fCrr- Cf/eé'a <T. ttfftjíór-ttax WfviÚ'óZÍiÓZlNH V//.L VÁ Vlé, \ V£NNAVl <UKTW0S- 6ALLA, ^\G6A VlAVN WBVMQl \ yJófr. Vú £1AQ StiRjÖKA "wffA W ■MWÞi\<<bL\y ri OG Wurvl VloTmLA ALVZ4 foltNSKflA 1. The Warden wants you to put on this prison uniform, Sigga Vigga. He dreamt last night that you’re going to escape. 2. This is scandalous! i’ll be like a walking crosswalk! I will protest this on behalf of all the lcelandic underprivileged! - Er ekki stórhættulegt að eltast við bimi? „Ja... Það er betra að vera varkár og sleppa ekki byssunni fyrr en eftir dauðaskotið sem helst þarf að vera það fyrsta. Satt að segja hef ég ekki skotið marga bimi. Eg man þegar það kom ungt dýr í tjaldið til okkar og fór í forðann. Næstunótt satégfyrirhonum og skaut hann. Hann hvarf, og ég á eftir. Það vom ekki nema um hundrað og fimmtíu spor þar sem hann lá særður. Hann hafði tekið mosa ogtroðið í sárið til að stöðva blæðinguna, rétt ein s og maður h efði gert. Egdauðskaut hann. Mér fannst eins ogéghefði drepið mann. Hættumar vom ekki stóm dýrin heldur flugur og pöddur sem gátu gert mann veikan, fjarri öllum læknum. Það var betra að vera nokkum veginn hraustur á þessum slóðum." Úlfhundar - En var engin hætta af úlfum sem fóru í flokkum? „Úlfamir éta þig ekki varla. — Einu sinnikomustþeirþónærriþvíað svelta mig í hel. Ég hafði drepið elg og komið kjötinu af honum fyrir á palli svo dýr kæmust ekki í það. En ég athugaði ekki að það fennti á þessum stað ogþað notuðu úlfamir sér. - Og lærðu af þessu. Þeir röktu slóð okkar að næsta © 3. Then you have to do it in writing. Here you have a pendl and paper. palli og þar steyptu þeir undan pallinum og þetta gerðu þeir þrisvar sinnum. Þegar við komum til baka var ekkert af forðanum sem við höfðum treyst á fyrir okkur og hundana. Þá hefði ég getað skotið kvikindin—ef éghefði bara séð þau. Ég varð að brjótast í veiðikofann eftir vistum. Þetta tafði okkur stórlega við veiðarnar. Annars er mér meinlítið við úlfinn, hann er skynsamur. Besta og gáfaðasta dýr sem ég hef átt var hundur sem var úlfur að þremur fjórðu. Hann hafði gul augu. Móðirin var að hálfu úlfur. Forystuhundur hjá okkur. Hún stakk af seint um vetur. Og seinna þegar ég var að svipast eftir henni á sömu slóðum sá ég þrjá úlfa. Ég ætlaði að ná allavega einum. Tveir þeirra sáu mig og hlupu inn í skóginn en einn sneri sér við. Rétt áður en ég ætlaði að skjóta, þekkti ég dýrið, þar var tíkin komin. I apríl fæddi hún einn hvolp. Hann vildi alltaf hreykja sér hátt, klifra. Ef ég var að vinna uppi á þaki þá var hann kominn upp. Hann var með mannsvit þessi hundur." — Eru dýrin mannleg? Þú sagðir að það hefði verið eins og að drepa mann þegar þú skaust björn. „Já, úlfurinn er eins skarpur og maður. Tófan er klók en ekki eins skörp. Maðurinn hefur ekkert umfram þau dýr sem ég hef veitt, nema grimmdina." © 3. And you address it of ccurse to the Minister of Roads.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.