Lögberg-Heimskringla - 09.10.1992, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringfa • Föstudagur 9. október 1992
ÁFANGASTAÐIR / Af hverju gerír fjaríægöin fjöllin blá?
#
/ GRASGARÐINUM blakta íslenskir fánar við hún í
hlýrri golu og íslenskt kaffíborð dregur gesti til sín með
kleinum og pönnukökum. Minnir á 17. júní hátíðahöld. En
garðurínn er ólíkur íslensku umhverfí. Trén eru hœrrí ög
gróskumeirí. Sléttlendið víðáttumeira og teygk sig í allar
áttir. Engin truflun né ölvaðir unglingar. Og engin hrópandi
böm ryðjast áfram yfír nœsta mann. Gestir ígarðinum njóta
lífsins í fríðsemd. Allt með svo rólegu yfírbragði, að engu er
líkara en gamla ísland hafí runnið á framtiðarhjólinu inn í
betra veður, betra og streituminna mannlíf.
Inngangur I Gimligarö, sem grunnur var lagöur aö 1937.
eftir Oddnýju Sv. Björgvlna
slendingadagurinn
er runninn upp (í
103 skipti) hjá
íslenska þjóðarbrotinu í Kanada. Eg
er stödd í lystigarðinum á Gimli.
Geng á milli söluborða, þar sem sel-
dar eru brúður í íslenskum
þjóðbúningum og lopapeysur. íslens-
ka vatnið er á tilboðsverði í dósum og
gestir spyrja hver annan hvernig
hreina vatnið bragðist — sjá greinil-
ega fýrir sér silfurtæra árfossa gamla
Fróns. Önnur sýn leitar á hugann,
lautir og bakkar við rennandi læki og
ár, mengaðir af rusli og drasli eftir úti-
hátíðir og tjaldferðir landans.
Óvænt sýn; „íslenski kaffipokinn“
á skrautlegum sýningarbási. Vestur-
íslenskar konur eru búnar að stofna
hlutafélag um gamla „uppáhellingar-
léreftspokann“. Ljóti, brúni pokinn
sem landnemarnir fluttu með sér
þykir sérstakt fyrirbæri í Kanada. En
kaffið bragðaðist alltaf vel hjá íslen-
sku húsmæðrunum sem veittu það
óspart. Gamansaga gengur um skyl-
durækna vinnukonu sem lagði kaffi-
pokann í lút til að fá hann hvítan! Og
kaffipokinn selst vel.
Kaffiborðið kemur úr ömmueld-
húsi, „Amma’s Kitchen." íslenska
amman stendur dyggan vörð um að
hefðbundnir íslenskir réttir gangi til
afkomendanna. Gamla vínartertan
skipar heiðurssæti ásamt kleinum,
pönnukökum og ástarbollum. Á
hlaðborði íslendingadagsins er líka
slátur, lifrarpylsa og rúgbrauð með
rúllupyslu. Allt svo skemmtilega
íslenskt. Hamborgarar og pylsur með
öllu hvergi í sjónmáli. Og þótt leitað
væri með logandi ljósi er ekki hægt
að fínna séríslenska fyrirbærið, sjopp-
una.
Konur á íslenskum búningi reika
um garðinn, njóta athygli. Vissulega
eru fleiri hér en fólk af íslenskum
uppruna. En íslenska svipmótið er
furðanlega auðþekkjanlegt. Eftir að
hafa gefið sig á tal við einn þyrpast
fleiri að. Vestur-íslendingar njóta
þess að hitta landann frá gamla Fróni,
spreyta sig á að tala ,,ömmumálið.“
Allir kynna sig að góðum íslenskum
sið með því að rekja ætt sína og teng-
ja hana við landshluta.
Yfir garðinn hljóma eldheit ætt-
jarðarlög og aðskiljanlegar lofræður
um íslenskan menningararf.
Fjallkonan (íslenska ættmóðirin eða
amman) talar til bama sinna. Hrósar
11
Lögð áhersla á betra samband við nemendur"
Guörún Friögeirsdóttir, skólastjóri Bréfaskólans, og Ásta Ögmundsdóttir, starfsmaöur hans,
hafa I nógu aö snúast þessa dagana, enda mikiö aö gera viö skráningu á námskeiöin.
Tlmamynd Áml Bjarna
„Nú síðustu daga höfum við varla
litið upp, það er búið að vera svo
mikið að gera hjá okkur,“ sagði
Guðrún Friðgeirsdóttir skólastjóri
Bréfaskólans í samtali við Tímann, en
nú stendur yfir innritun í mámskeið
Bréfaskólans. Þar er boðið upp á fjöl-
breytt nám, íslensku fýrir íslendinga
og útlendinga, stafsetningu, sálar-
fræði, tungumál og margt fleira. Mest
eftirspurn er eftir námskeiðum, sem
gefa einhver réttindi, einingar á
framhaldsskólastigi eða lau-
nahækkanir og því hefur slíkum
námskeiðum verið fjölgað.
M.a. er nú boðið upp íslen-
skunám fyrir útlendinga og sagði
Guðrún að nú væru komnir vel á
áttunda tug erlendra nemenda, sem
væru búsettir víðs vegar um heiminn.
„Ég fékk nýlega bréf frá Suður-Afríku
og ég hef meðal annars fengið bréf frá
Kína, Malasíu og fleiri fjarlægum
stöðum.“
þeim fýrir vel unnin störf,
en segir líka hvað má
betur fara. Gestir hlusta
hljóðir, sumir með tárvot
augu. Ennþá bregður fyrir
þeirri hugsun, hvort
maður hljóti ekki að vera
staddur inni í fallegri,
hvítþveginni framtíðar-
ímynd af gamla íslandi.
Dagsstundin í íslen-
ska grasgarðinum var
lærdómsrík. íslensku
landnemarnir í Kanada
eru stoltir af íslenskum
uppruna og sýna stolt sitt
með því að lifa samkvæmt
honum. Vestur-íslendin-
gar njóta virðingar fyrir
menntun og hæfileika.
Óvenjumargir af íslen-
skum uppruna skipa hér
æðstu stöður. íslenski
menningararfurinn hefur
fleytt landanum langt í suðupotti
þjóðanna.
En hvað með okkur sem urðum
eftir heima á íslandi? Hvar erum við
á vegi stödd? Og af hverju gerir fjar-
lægðin fjöllin heima svona blá og
Islendinga fjarri ættjörðinni svona
mikla? -
Pessi grein birtist í MBL 6. sep-
tember s.l., Oddný Sv. Björg-
vinsdóttir blaðakona var hér í
heimsókn ásamt eiginmanni
sínum Heimi Hannessyni en þau
voru í fylgdarliði Ólafs G.
Einarssonar er hann flutti minni
Kanada á 103. íslendinga-
deginum. Það er augljóst að
Oddný hefur verið snortin af
þeirri virðingu, hlýhug og
bræðraþeli sem fylgir þessum
degi.
Birgir
I blaðinu 25. september birtist
auglýsing frá Bréfaskólanum á
íslandi, þar sem boðið er upp á
íslenzku kennslu. Við rákumst á
þessa mynd og grein í dagblaðinu
Tíminn, og þótti ekki úr vegi að birta
hana hér, með smá úrdrætti úr
umsögninni sem henni fylgdi.
Bréfaskólinn býður þeim sem ekki
hafa tök á að nýta sér íslenzku nám,
sem boðin eru í stærri byggðarlögum,
upplagt'tækifæri til að læra eða
hressa upp á málið í kyrrð og ró
heima hjá sér með öðrum, eða á eigin
spýtur. Frekari upplýsingar má fá frá
blaðinu.
Birgir
ICELfiNDIC EXERCISE:
Fráfall Guðmundar
gamla stúdents
Hálfstoliö og hálffrjálst.
Framhald
Guðmundur útskrifaðist þó og
hefði getað orðið prestur, en það
vildi hann með engu móti, jafnvel
þó unnustan síiti við hann heitorð;
því foreldrar hennar sáu henni
engan farborða, nema hún yrði
prestkona að minnsta kosti.
Framhald í næsta blaöi
GENGISSKRÁNING
Nr. 176, 17. september 1992
Kr. Kr. Toll-
EJn. Kl. 09.16 Kaup Sala Gangi
Dollari 56,60000 56,76000 52,76000
Sterlp. 98,82400 99,10300 104,69400
Kan. dollari 46,28600 46,41600 44,12300
Dönsk kr. 9,69510 9,72250 9.68120
Norsk kr. 9,20920 9,23530 9.16710
Sænsk kr. 9.95970 9,98790 10.25080
Finn. mark 11,68210 11,71520 13,59790
Fr. franki 10,89720 10,92800 10,99340
Belg.franki 1,80430 1,80940 1,81870
Sv. franki 42.91130 43,03260 41,92130
Holl. gyllini 33,06460 33,15810 33.24830
Þýskt mark 37,24170 37.34700 37.49960
it. lira 0,04426 0.04439 0.04901
Austurr. sch. 5,33080 5.34590 5,32630
Port. escudo 0,42000 0.42120 0,43030
Sp. peseti 0,53780 0,53930 0,57710
Jap. jert 0,45398 0,45526 0,42678
(rskt pund 98,06000 98.33700 98.90700
SDR (Sérst.) 80,42460 80,65200 78,03310
ECU, eur.m 72,45080 72,65560 75,76600
Tollgengi fyrir seplember er sölugengi 28. ágúst Sjálf- virkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70
The Death of Old
Guðmundur the Student:
Half-stolen and half-created
Contlnued
Nevertheless, Guðmundur graduat-
ed and could have become a pastor,
but he completely refused to do so,
even though his fiancée broke off their
betrothal because her parents did not
feel that she would be well-provided-
for unless she bccame the wifc of a
pastor.
Contlnued next week