Lögberg-Heimskringla - 26.01.1996, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 26.01.1996, Blaðsíða 8
8 • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 26. janúar 1996 Álfakirkja or the Church of the Elves is the name of this curious volcanic rock at Goðaland, opposite the tourist hut of Þórsmörk. Alfakirkja kallast þessi kynlegi móbergsklettur á Goðalandi. Hann blasir við frá skagfjörðsskála á Þórsmörk. Elf Stories: Anew book on the Icelandic book market, “Icelandic Folk Stories - Elves And TroIIs, ” con- taining selected folk tales about super- natural beings, which have been close to the nation’s heart for many cen- turies. Ólína þorvarðardóttir wrote the introduction and prepared the book for print and Ólafur M. Jóhannesson illus- trated. These stories describe various interactions between humans and supernatural beings — gruesome trolls, enchanted hidden people, and the glit- tering world of elves and fairies. “Elf stories are a branch of mytholo- gy, where elves and dwarves are men- tioned and said to have their origin either underground or in the heavens. In Snorri’s Edda, “light-elves” are men- tioned. They are said to be fairer than the sun and goodwilled. They lived in the world of elves located in the heav- ens, close to the world of the gods. “Dark-elves” are cunning and ill natured beings, darker than pitch and living underground. Dwarves are also referred to in Snorri’s Edda, they origi- nated as maggots in Ymir’s flesh — i.e. in the soil and the earth. But the gods gave them human wits and likeness though they lived in rocks and under- ground (Snorri’s Edda.:29). Folklore offers various explanations for the origin of elves and the hidden people, which do not always jive with mythology. In Jón Arnason’s “Folk Tales” this explanation is offered: Once upon a time God visited Adam and Eve and they showed Him everything they had including their children — those who were clean and washed. Eve did not want to bring her unwashed chil- dren before God, so she hid them. But God knew about it and he said that “what was hidden from Him would also be hidden from men.” These children became invisible to humans and lived in hills, knolls and rocks. They are the ancestors of elves, while humans are descendants of the children Eve showed to God (Huld- umanna genesis — Jón Árnason, 1:7, sbr. JÁ 111:4). Another story relates that in the beginning God created a woman for Adam from the soil. This woman was so fickle that neither Adam nor God could have anything to do with her. Finally God gave her a husband according to her own nature and named him Álfur and her Alvör. All trolls and elves are descended from them. (Álfur and Alvör: JÁ 111:4). The original stories all agree that the hidden people live in the earth, with the exception of Snorri’s Edda where the World of the Elves is mentioned. They mainly reside in knolls, cliffs and rocks, except the fairies who do not reside in bumt rocks or lava, as lava is home to ill natured beings, according to one story. (JÁ 1:28-29). It appears that Icelandic folklore does not distinguish between eives on the one hand and hidden people on the other and both terms have been used from the beginning for supernat- 'ural beings residing in knolls and cliffs. The 535 stories on supernatural beings from which selections for this book were taken do not make any clear distinction between elves and hidden people. However careful exam- ination indicates that the hidden peo- ple are more representative of the national folklore, while the elves are found more in fiction. Thus the hidden people resemble humans in appear- ance and dress, but elves are elegant, wearing colourful clothing and their dwellings are elabörate, more in tune with fairytales than folklore. The elves can be either good or ill-natured beings. The hidden people appear to be neither good nor bad by nature, but rather show their better or worse sides according to the situation. As stated before this distinction is unclear and barely worth noting, and there are many stories of elves and hidden peo- ple which make no such distinction. One story has it that a hidden-woman became upset when a boy was scolded with the words, “don’t be such an elf.” She is reported to have said: “We hid- den people are no more elves than you humans are!” (JÁ 1:3). Continued next week Álfasögur: Bókin Islenskar þjóðsögur - Álfar og tröll hefur að geima úrval þjóðsagna um náttúruvættir landsins sem hafa um aldir verið þjóðinni hugleiknar. Ólína þorvarðar- dóttir skrifaði formála og bjó bókina til prentunar en Ólafur M. Jóhannesson myndskreytti. I kynningu segir að hér gefi að líta sögur af margvíslegum sam- skiptum manna og vætta; hrikalegum tröllskap, seiðandi hulduverum og gli- trandi veröld álfheima. í byrjun er gripið niður í formála Ólínu þar sem hún gerir grein fyrir uppruna álfa og huldufólks og segir þar: “Álfasögur eru ein grein goðafræð- isagna, enda er í goðafræðinni getið um álfa og dverga sem ýmist eiga uppruna sinn í jörðu eða á himni. I Snorra-Eddu er sagt frá ljósálfum sem voru fegri en sól sýnum og góðviljaðir. Bjuggu þeir í Álfheimi sem var staðsettur á himni, í nágrenni við goðheim. Þar segir einnig frá dökkálfum sem voru viðsjárverðar og illa innrættar verur, svartari biki og búsettar í jörðu. Ennfremur er þar getið um dverga þá er kviknuðu sem maðkur í holdi ýmis, það er að segja í moldinni og niðri í jörðinni: En af atkvæði guðanna urðu þeir vitan- di mannvits og höfðu mannslíki og búa þó í jörðu og í steinum. (Snorra Edda.:29). Þjóðsagnargeymdin hefur á tak- teinum ýmsar sögur af uppruna álfa og huldufólks, og ber þeim misjafnlega saman við goðafræðina. I þjóðsögum Jóns Ámasonar er frá því greint að Guð almáttugur hafi einhverju sinni vitjað Adams og Evu og hafi þau sýnt honum allt sem þau áttu, þar á meðal börnin sín, þau sem hrein voru og þvegin. Óhreinu bömin vildi Eva þó ekki hafa fyrir augliti Guðs, svo hún faldi þau. Guð vissi hins vegar hvað hún hafði gert og mælti svo um að það sem ætti að vera hulið fyrir honum slcyldi einnig vera hulið fyrir mönnum: Þessi böm urðu nú mönnum ósjáan- leg og bjuggu í holtum og hæðum, hólum og steinum. Þaðan eru álfar komnir, en mennirnir eru komnir af þeim bömum Evu sem hún sýndi Guði. (Huldumanna genesis - Jón Árnason, 1:7,sbr. JA III: 4). Önnur sögn greinir svo frá, að í upphafi hafi Guð skapað konu af moldu fyrir Adam. En þessi kona var svo ókyrr hjá honum og stygg að hvorki Adam né Guð gátu neinu tauti við hana komið. Fór svo að lokum, að Guð skapaði henni mann eftir hennar eðli og nefndi hann Álf, en hana Alvör og em af þeim komin öll tröll og álfar. (Álfur ogÁlvör-JA 1:28-29). Öllum upprunasögnum ber samanum um það að heimkynni hul- dufólks séu í jörðu, ef undan er skilin frásögn Snorra Eddu um Álfheim. Aðallega eru bústaðir þeirra í hólum, klettum og steindröngum, en ei búa ljúflingar í brunu grjóti segir á einum stað, því hraunin eru heimkynni illra vætta og dauðra manna (sbr. JÁ 1:28- 29) Svo virðist sem íslensk þjóðtrú geri ekki greinarmun á álfum annars vegar og huldufólki hins vegar, enda þótt þessar tvær náfngiftir hafi verið viðhafðar um huldar verur í hólum og klettum frá öndverðu. í þeim 535 álfa- og huldufólkssögum sem liggja til grundvallar því álfasagnaúrvali sem hér birtist, er ekki að finna neitt sem með óyggjandi hætti greinir að álfa og hul- dufólk. Þó má með gaumgæfni finna óljós merki þess að huldufólkið standi ef til vill nær sjálfri þjóðtrúnni, en álfarnir skáldskapnum. Þannig er hul- dufólkið að mörgu leyti líkara mann- fólkinu, og jarðneskt í útliti og klæðaburði. Álfar berast meira á með litklæðum sínum og íburðarmiklum híbýlum sem oft minna meira á sag- naveröld ævintýra en þjóðtrúarsagna. Álfar geta ýmist verið góðar eða illa innrættar verur. Huldufólk virðist hins vegar hvorki illt né gott að upplagi, hel- dur sýnir það sínar betri og verri hliðar eftir tilefnum. Eins og fyrr segir er þessi greinarmunur þó svo óljós að vart er þess virði að rýna í hann, enda fjölmar- gar álfa- og huldufólkssagnir sem gera engan slíkan mun. Til er þó saga sem greinir frá því að huldukona hafi reiðst við það að drengur var atyrtur með orðunum álfurinn þinn! Átti hún þá að hafa sagt: Við huldufólkið erum ekki meiri álfar en þið mennimir! (JÁ: 1:3). Framhald ■ Kobbi the Seal MORGUNBLADID Kobbi, one of the seals at the Wildlife Observatory in Iceland, was not disturbed by the children’s presence and continued playing with three of his seal friends when the photographer arrived and snapped this picture. As you can see Kobbi is well fed and that is impor- tant to seals in order to keep warm in the icy sea. At the observatory, how- ever, they are kept in fresh water and fed capelin and herring daily at 11 a.m and 4 p.m. Accoring to Gauti Gunnarsson, obseratory keeper, the meal times are a favourite with visitors. Four seals are now at the observa- tory, all five years old or young in the lifespan of seals.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.