Lögberg-Heimskringla - 01.03.2002, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 01.03.2002, Blaðsíða 3
Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 1 Mars 2002 • page 3 SKOÐANIR • VlEWPOINT Takk fyrir gott blað Til ritstjóra Lillian Vilborg, Ég skrifa þetta til að þakka fyrir blaðið. Nú veit ég ekki hvort þú lest íslensku, en ég veit að einhver við blaðið mun þá geta þýtt fyrir þig. í blaðinu frá 1. febrúar, sem ég fékk í dag (aldrei hefur blaðið borist svo fljótt) er þrennt, sem mig langar til að minnast á. Ég byrja ven- julega á að lesa Editorials, sem kanski er sama og leiðari á íslensku. Þessar greinar eru alltaf skemmtileg blanda af reynslu frá íslandi og Kanada. í blaðinu sem ég fékk í dag er minning, sem færði mig 50-60 ár aftur í tímann. Þetta var nákvæm lýsing á kaffitíma á engjum í æsku minni. Ilmurinn af heyinu, kaffið í flöskum sem vafið var um dagblöðum og set- tar í ullarsokk, hestamir að bíta rétt hjá, samræður um heyskap- inn. (Skyldi þurrkurinn haldast. Ætli þetta verði fullþurrt í dag) Kleinur mað kaffinu og reyndar líka partar. Þeir voru steiktir eins og kleinur en í þeim var rúgmjöl, enginn sykur en í staðinn voru þeir smurðir með smjöri. Aðeins eitt var frábrugðið. Það voru engar engisprettur suðandi. Annað, sem mér þótti vænt um að sjá, var bréf frá frænda mínum, útskurðarmeistaranum Einari Vigfusyni í Arborg. Reyndar var ég sérstaklega glöð að hann skyldi biðja um greinar á íslensku vegna þess að margir myndu hafa gaman af að lesa á því máli. Ég veit að Einar og Rosalind kona hans tala, lesa og skrifa ágæta íslen- sku. Móðir Rosalindar, Olga Jóhaneson talar ekki bara íslensku heldur talar hún norðlensku. Hún ber orð eins og -hafði og sagði- fram eins og gert var í Skagafirði og Eyjafirði áður fyrr og enn má heyra þennan framburð hjá www.icelandic-goods.com email snorri@icelanciic-goods.com einstaka manni. Ég dvaldi í Gimli í þrjá mánuði (okt-des) árið 1998 og þá hitti ég marga sem töluðu málið mitt góða. Þar vil ég fyrst nefna Margréti Sigmundson, sem er yndisleg kona, en hjá henni dvaldi ég mest af þessum tíma. Og ein- nig hitti ég marga á Betel eins og Guðný Peturson, Ragnar Holm og Alífu en nú man ég ekki í svipinn eftimafn hennar. Og þá má ekki gleyma Davið Gislason og hans ágætu þekkingu á íslensku. Þá er í blaðinu bréf frá Bill Holm. Ég hafði þá ánægju að hitta hann tvisvar hér á íslandi. Hann vill fá meira af ljóðum í blaðið, en nefnir ekki hvort það ætti að vera á íslensku eða ensku. Mér dettur eitt í hug. Ef til vill hefðu lesendur gaman af að heyra um þann mikla áhuga sem er á vísnagerð á íslandi. Hér eru haldnar skemmti- samkomur þar sem eina skemmtiatriðið er að hagyrðin- gar fara með vísur sínar, og allar eiga þær að vera skemmti- legar og oft á kostnað kollega sinna, sem eru þá fljótir að svara fyrir sig. Það er yfirleitt húsfyliir á þessum samkomum. Þekkt er ein samkoma alþingismanna þar sem ekki má flytja ræðu, nema hún sé í bundnu máli. Þá get ég sagt frá því að í haust var hér á ferð kona frá Gimli. Hún er af íslen- skum ættum og íslenskan hen- nar vakti svo mikla athygli útvarpsmanns að hann tók við- tal við hana fyrir útvarp. Þessi kona er Shirley McAllen Ekki meira að sinni. Bestu þakkir til þín og starfsfólks Lögbergs- Heimskringlu. Sigrún Björgvins ICELAND To the Editor Lillian Vilborg, I write this to thank you for the paper. I don't know if you read Icelandic, but I know that someone at the paper will be able to translate it for you. There are three things I want to mention regarding the paper from 1 February, which I received today (the paper has never arrived this quick before). I usually begin by reading the Editorials, which is perhaps the same as leiðari in Icelandic. These articles are always an entertaining blend of Icelandic and Canadian experi- ence. Your article in the paper I received today triggered a memory, which brought me back 50-60 years. It was an exact description of coffee time in the hayfields I had in my youth. The fragrance of the hay, coffee in bottles wrapped in newspaper and put into woollen socks, the horses graz- ing close by, discussions about the haying. (Wondering if the weather is going to keep being dry? Will the hay be dry enough today?). We had klein- ur with the coffee and actually partar as well. They were cooked in hot fat like kleinur but they were made with rye flower, no sugar but buttered instead. Only one thing was different. There weren't any grasshoppers chirping. The second thing I was happy to see was a letter from my relative, the woodcarver Einar Vigfuson from Arborg. In fact I was especially glad to see that he asked for articles in Icelandic because niany would enjoy reading that language. I know that Einar and his wife Rosalind are excellent speak- ers, readers and writers of Icelandic. Rosalind's mother, Arnason Funeral Service Ltd. Serving Interlake Area Chapels at Lundar and Ashern lst Avenue N., Ashern Telephone: 768-2072 'co op\ Riverton Co-op Association Ltd. GROCERIES - MEATS - PRODUCE FISHING & HUNTING SUPPUES ~ APPLIANCES - HARDWARE 378-2251 Serving the community since 1925 Riverton, Manitoba Olga Jóhaneson doesn't just speak Icelandic she speaks northern Icelandic. She pro- nounces words such as hafði and sagði like they did in Skagafjörður and Eyjafjörður in the olden days and a few individuals still can be heard to use this pronunciation. I stayed in Gimli for three months (October-December) in 1998 and met many people at that time who spoke my beloved language. First of those I want to name is Margrét Simundson, who is a wonderful woman, and stayed with her most of the time. And I also met many from Betel like Guðný Peturson, Ragnar Holm and Alíf, but I can't recall her last name right now. And I must not forget David Gislason and his good knowledge of Icelandic. Then there is a letter from Bill Holm in the paper. I had the pleasure of meeting him twice here in Iceland. He wants more poetry in the paper, but doesn't mention whether it should be in Icelandic or English. I just thought of some- thing. Perhaps the readers would be interested in hearing about the great interest there is regarding poetry writing here in Iceland. Here we have gath- erings where the only enter- tainment is poetry readings where poets recite their poetry which must be amusing, often at the expense of their col- leagues, who are then quick to respond in kind. There is usual- ly a full house at these gather- ings. There is one well-known meeting where the members of the Icelandic legislature cannot deliver a speech unless it is in poetic form. I can also tell you that this fall there was a woman from Gimli travelling here. She is of Icelandic descent. Her com- mand of Icelandic aroused such attention that she was interviewed on the radio. This woman is Shirley McAllen. This will suffice for now. Thank you and the staff at Lögberg-Heimskringla very much. Sigrún Björgvins ICELAND Mlnntst DETET DE l EL ÍERFÐASKKÁM YÐAR Aikins ■ Creative Legal Solations • Smr* IS79 Aikins.MacAulay&Thorvaldson Greetings from J. Timothy Samson, Q.C. Kristin L. Gibson J. Douglas Sigurdson Thor Hansell Michael E. Guttormson Graham E. Robson Helga D. Van Iderstine Keith C. Eyrikson AlKINS, MACAULAY &THQRVALDSON BARRISTF. RS AND SOLICITORS ÍATINT AND TRADE-MARK AGENTS 30th Floor Commodity Exchange Tower, 360 Main Street, Winnipeg, Manitoba, Canada R3C4G1 Tcl: (204) 957-0050 Fax: (204) 957-0840 E-Mail: amt@aikins.com Wcb Sitc: www.aildns.com Poetry and Short Story CONTEST The Icelandic Festival of Manitoba invites you to submit poetry (three entries per person limit) and/or a short story (one entry per person). Prize money will be awarded and successful entries will be published in the festival booklet. Categories are as follows: Poetry lunior (12 and under) lstprize $35 Intermediate (13-18) lst prize $50 Open lstprize $100 Short Story Open lstprize $100 Submissions which contain material reflecting Icelandic interest or lcelandic culture will be given preference. Entries will not be retumed. Send your material before April 19, 2002 to: FESTIVAL WRITING CONTEST c/o Helga Malis, Box 2153, Gimli, MB R0C 1B0 <m Rin* mi ww&t mri u r*FW .NHY'riwrN tk nm \ r\n wwiMr

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.