Alþýðublaðið - 01.10.1960, Page 3
4 hafa
fallið í París
PARÍS. — Skæruliðar
hafa fellt 1124 manns í Par
ís og úthverfum síðan upp
reisnin brauzt út í Alsír
fyrir nærri sex árum.
Þetta var tilkynnt frá að-
alstöðvum frönsku lögregl-
unnar í gær.
Á sama tímabili hafa skæru
liðarnir sært 1354 manns í
þeim 1864 árásum, sem Par-
ísarlögreglan hefur fengið til
meðferðar.
Tuttugu lögreglumenn
hafa verið vegnir og 27 særst
HINIR STÓRU í
KONGÓ Á FUNDI
Sýning á vatns
litamyndum
f DAG verður opnuð sýning
vatnslitamynda eftir listmálar-
ann Sólveigu Eggerz Pétursdótt
ur. Á sýningunni eru 78 vatns-
litamyndir sem frúin hefur
málað á sl. ári. Flestar mynd-
irnar eru frá Reykjavík og ná-
grenni Reykjavíkur.
Þetta er fyrsta sjálfstæða, op-
inbera sýningin, sem frúin hef-
ur haldið, &n í fyrra voru sýnd-
ar nokkrar myndir eftir hana
í Morgunblaðsglugganum. Frú
Sólveig var nokkurn ,tíma við
liám í Handíða- og myndlista-
skólanum í Reykjavík, en
íluttist síðan út til London, og
var þar í eitt ár á myndlistar-
skóla.
Sýningin verður opin daglega
frá 11 f. h. til 11 e. h. til 9. okt.
Elisabetville, 30. sept.
(NTB-Reuter).
í dag gaf Tsjombe út yfir-
Iýsingu þess efnis, að hann
hefði ekki í hyggju að taka á
móti væntanlegri sendinefnd,
sem Mobutu hefur í hyggju að
scnda til Katanga.
Einnig hefur Tsjombe sent
Kasavubu skeyti, þar sem hann
setur fram skilyrði sín fyrir
þátttöku í ráðstefnu ráðamanna
landsins um framtíð Kongo. —
Tsjombe krefst þess í fyrsta
lagi, að ráðstefnan verði hald-
in í hlutlausu landi, að fjöldi
þátttakenda verði takmarkað-
ur, þar sem mikill fjöldi full-
trúa kunni að eyðileggja ráð-
stefnuna, og í þriðja lagi, að
hann fái fyrir fram að vita um
þær tillögur stjórnar Kongó,
sem hún hyggst leggja fram á
ráðstefnunni.
HVER haldið þið bara að
sé þarna og ætli að fara
að fá sér bíltúr um Nevv
York í litla fallega bíln-
um landsins síns? Þó að
þið reynduð í allan dag,
gætuð þið ekki getið upp
á því. Það er hann Kadar,
hvorki meira né minna,
sem gat sér svo góðan
orðstí í Ungverjalandi hér
um árið, þegar fasistarnir
nörruðu verkamenn til að
gera uppreisn gegn vel-
gjörðarmönnum sínum
kommúnistum og hefði
sennilegast komizt upp
með það, ef Rússar hefðu
ekki 'sent dálítið af skrið-
drekum, sem skutu dálítið
á verkamennina í nafni
frelsisins. Síðan hefur
Kadar verið forsætisráð-
herra í Ungverjalandi, og
var meir að segja svo
heppinn um daginn að fá
far á allsherjarþingið í
New York með sama rúss-
neska skipinu og Krúst-
jov.Hvað eru allirlögreglu
þjónarnir að gera? spyrj-
ið þið. Jú, þeir eiga að
passa, að ungverskir að-
dáendur Kadars í Amer
íku kæfi hann ekki í koss-
um.
A BÆJARSTJORNAR-
FUNDI á Akranesi í gær lá
frammi áskorun frá borgara-
fundi um að setja skyldi Daní-
el Ágústínusson, fyrrv. bæjar
stjóra, aftur inn í embættið eða
að öðrum kosti skyldi efnt til
nýrra bæjarstjórnarkosninga.
Meirihluti bæjarstjórnar bar
þá fram frávísunartillögu við
þessa áskoru'fl og var frávísun-
artillagan samþykkt með 6 iat-
kv„ gegn 2. Einn bæjarfulltrúa
sat hjá.
Bæjarfógeti bar, að hann
he’fði í vörzlum sínum 20 und-
irskriftarlista, sem undirskrif-
aðir væru af 1030 manna, þar
sem skorað væri á bæjarstjórn
að setja Daníel Ágústínusson
aftur inn í embætti bæjar-
stjóra eða að öðrum kosti yrði
efnt til nýrra bæjarsfjórnar-
kosninga. Þess var ekkf getið,
hvort listar þessir væru undir
skrifaðir af kosningabærum
mönnum.
Framsögumaður kommún-
1 ista á bæjarstjórnarfundinum
í gær sagðist hafa þessi skjöl
í tösku sinni og dró upp, —
en vildi ekki leyfa bæjarfull-
trúum að líta á þau.
Um mál þetta urðu litlar
umræður, en fram borin frávís
unartillaga svohljóðandi:
,,Með því að vitað er, að á
borgarafundi þeim, sem hald-
inn var á Akranesi hinn 27.
ágúst sl„ var því eindregið
haldið fram af frummælendum
og öðrum, sem að fundinum
stóðu, að gerðir meirihluta
bæjarstjórnar um að segja
bæjarstjóra upp starfi, hafi
ekki við lög að styðjast. Það
er ennfremur vitað, að þær
undirskriftir, sem vitnað er í,
eru að verulegu leytj byggðar
á sömu rökum Nú er hins
MHwwvmMMmMmmm
vegar upplýst, eftir að dómur
hefur fallið í máli þessu, að
uppsögn bæjarstjóra var í alla
staði lögleg, enda hefur hann
fallizt á það sjálfur með því
að áfrýja ekki dóminum.
r
Nýjar kosningar eru því
aðeins löglegar, að meirihluti
bæjarstjórnar komi sér ekki
saman um kjör bæjarstjóra.
Slíkur ágreiningur er ekki íyr
ir hendi að svo komnu máli.
Að framansögðum ástæði^m
sér bæjarstjórn siff ekki geta
órðið við áskorun þeirri, sfem
hér liggur fyrir og tekur því
fyrir næsta mál á dagskrá.“
Tillaga þessi var samþykkt
með 6 atkv. gegn 2. Einn bæj-
I arfulltrúi sat hjá við atkvæða-
, greiðsluna.
Var þá lokið umræðum um
þetta mál.
S'ettur bæjarstjóri á Ak;ra-
nesi, Hálfdán Sveinsson, bar
svo fram tillögu um að bæjtar-
stjórn auglýsti bæjarstjóra-
stöðuna á Akranesi lausa til
umsóknar, með umsóknarfresti
til 1. nóv. 1960.
Tillaga þessi var samþykkt.
4 tlma í Norður-
sjó - og lifði
BREMEN — Ungkona
velktist í fjórtán stundir í
Norðursjó með andvana
barn sitt í fanginu og lík
mannsins síns bundið við
björgunarbeltið.
Björgunarskip fann Maríu
Meiners síðdegis síðastliðinn
mánudag. Hún var lifandi,
en rænulaus. Hún er 21 árs.
Hún hafði verið með flutn-
ingaskipinu Adelheid, sem
strandaði og sökk eftir mið-
nætti' aðfaranótt mánuda.gs.
Maðurinn hennar var skip-
stjóri á skipinu.
Móðir hennar, sextug kona,
var meðal þeirra, sem fórust
með því
Framkvæmdir
á Akranesi
Á BÆJARSTJÓRNAR-
FUNDI sem haldinn var á
Akranesi í gær, var samþykkt
að fela bæjarráði að athuga
alla möguleika á að steypa slit-
lag á Kirkjubraut frá Skulda-
torgi að Merkjagerði. Gatna-
umbót þessi skyldi fram fára
þegar í haust.
Einnig var á sama fundi
samþykkt, að hefja starfsemi
tveggja deilda heilsuverndar-
stöðva á Akranesi; mæðra-
óeildar og berklavarnardeildar.
Déildirnar munu verða til
húsa í sjúkrahúsi Akraness.
Allt floti •
alls staðar
*
LYONG. — Vínupp-
skeþan á Bcaujolíais-
svæðinu í Frakklandi
varð svo mikil í ár, aS
vatnsgeymar þorpanna
hafa sums staðar verið
teknir undir vín!
Lögreglan kvað hafa á
þeim vakandi auga.
WWWMWMWWWWWWWW
Alþýðublaðið
1. okt. 1960 3