Alþýðublaðið - 02.10.1960, Síða 12
f
SYNING Svens BjörnssonaB
í Listamannaskálanum hefur
verið vel sótt. Hafa á sjöttá
hundrað manns séð sýninguna,
og 13 myndir hafa selst. Sýn-
ingin er opin alla næstu viku
frá klukkan 13 til 22 daglega.
41. ár-g. — Sunnudagur 2. október 1960 — 223. tbl.
Dýrir bílar og ónýtir víxlar í umferð
BÍLAKOSTUR íslend-
inga er mikill að vöxtum
og undanfarin ár hafa stað
ið yfir f jörug bílavið-
skipti, sem út af fyrir sig
er ekki óeðlilegt. Við er-
umhrifin af góðum og stór
um bílum, eins og þeim
sem eru hér á myndinni,
og v'iljum gjarnan eitt-
hvað á okkur leggja til að
geta ekið í svona farar-
tækjum. Undanfarin ár
hafa umfangsmikil lána-
viðskipti með bíla átt
stað og hafa þau leitt
þess, að óvandaðir náung
ar hafa komið kynstrun
af ónýtum víxlum í um-
ferð. Er nánar skýrt frá
vinnuaðferðum þeirra í
frétt hér á síðunni.
Til að koma í veg fyrir,
að menn séu sviknir í við-
skiptum með bíla þarf að
setja samskonar lög um
bílasölu og nú gilda um
fasteignasölu, og í annan
stað þurfa menn að varast
þær bílasölur eða bílasölu,
sem hirðir ekki um, þótt
viðskiptavnur gang þaðan
út með ónýta víxla upp á
vasann sem greiðslu fyrir
dýrum vagni.
Erfitt er að henda reið-
ur á, hve mikið af óreiðu-
víxlum er nú í umferð eð<
hve margr það eru, sem
hafa tapað stórfé á því
selja bíla fyrir ónýta
víxla. Hins vegar er
kominn tími til að hreinsa
andrúmsloftð í bílasöl-
unni, og þess vegna óskar
Alþýðublaðið að hafa tal
af þeim, sem hafa orðið
fyrir barðinu á þeim, sem
hafa gert sér traust hrekk
lausra manna að féþúfu.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ur það eftir áreiðanlegum
heimildum, að mikið hafi
horið á því, að gefnir
væru út víxlar í bílavið
skiptum, sem ekki eru
jpappírsins virði. Hefur
einkum borið á þessu í
sumar og einn piltur nefnd
ur í því sambandi. Hann
heitir tveimur nöfnum og
n otar þau á víxl. Seljend
ur bíla hafi tekið við þess
um víxlum sem greiðslu,
Qg hafa tapað á því stór
íó.
HEYRZT hefur, að allt að
ein milljón króna í óreiðuvíxl-
um liggi nú hjá lögfræðingum
til innheimtu, samþykktir af
piltinum með nöfnin tvö. Nær
sanni mun vera, að upphæðin
á óreiðuvíxlunum sé ekki yfir
sjö hundruð þúsund, og er það
asrið nóg. Fleiri náungar hafa
& undanförnum árum leikið
j^gfþann leik að gefa út víxla til
greiðslu á bílum, þótt þeir
hefðu enga möguleika á að
standa við slíkar skuldbinding-
ar. Þá hafa seljendur bíla ver-
ið furðulegg. hirðulausir um, að
krefjast tæmandi baktrygginga
fyrir víxlunum. Hefur því ó-
svífni vissra bílkaupenda og
hirðuleysi seljenda haldizt í
bendur, unz svo er komið að
nafnverð óreiðuvíxla eftir ára-
löng bílaviðskipti hleypur á
milljónum.
Það er á margra vitorði, að
ýmsir náungar hafa leikið það
öðru hverju, að kaupa bíla á
því verði, sem sett er upp fyrir
þá, og greiða allt nema lítinn
hluta verðsins í víxlum. Hafa
viðskipti þessi gengið fljótt fyr-
ir sig, þar sem seliandi fær oft-
ast meira verð fyrir bílinn, en
hann hefur reiknað með. Þá
sparar kaupandinn ekki loforð-
in um háar mánaðarlegar af-
borganir. Yfirleitt vill hann
allt gera nema staðgreiða mikið
í bílnum. Með þessu móti fær
hann kannski hundrað og fimm
tíu þúsund króna bíl í hendurn-
ar með því að borga þrjátíu
þúsund úí..Þegar seljandinn er
farinn með víxlana, selur nýi
eigandinn bílinn fyrir áttatíu
þúsund krónur á borðið. Hann
reiknar sér til hagnaðar einar
fimmtíu þúsund krónur af þess-
um viðskiptum, þar sem hann
veit, að ekki er hægt að krefja
hann um greiðslu á víxlunum,
þótt þeir falli, þar sem hann er
eignalaus og ekkert veð hefur
fylgt víxlaviðskiptunum, —
hvorki í bílnum eða öðru.
S’tundum gerir seljandi kröfu
til þess, að ábyrgðarmaður
skrifi á víxilinn, og telur hann
víst tryggari fyrir það. En eins
víst getur verið, að þessi á-
byrgðarmaður sé annar eigna-
leysingi, sem skrifar nafnið sitt
á víxla gegn því að fá brenni-
vínsflösku fyrir hverjar fimm-
tíu þúsundirnar, sem hann á-
byrgist.
Velflestir bílasalar í bænum
gæta þess að viðskipti sem þeir
annast séu klár og kvitt. Hitt
er annað mál, að víxlaskúrkar
geta ekki stundað fyrrgreind
viðskipti nema hafa einhvers-
staðar bækistöð. Alþýðublaðið
getur ekki á þessu stigi nefnt
nöfn, en það aðvarar þá náunga,
sem leika sér að því að hafa fé
út úr mönnum með þessum
hætti. Víxlar eru að vísu þann-
ig gagnslaus pappír, þegar um
eignalausa óreiðumenn er að
ræða, sem hafa gefið út út, að
óvíst er að nokkurntíma komi
Framhald á 2. síðu.
mmimmwwwmwmmmmuu
Rekstur Da
brúnar fyrir
neðan lágmark
í SAMBANDI við athugun
A S í á kærunni út af því að
Dagsbrún neitaði að fallast á
allsherjaratkvæðagreiðslu var
Jón Hjálmarssyni boðið að vera
viðstaddur rannsókn A S í á
undirskriftalistanum og gögn-
um Dagsbrúnarstjórnarinnar.
Tók hann þá íram nokkur
atriði, er hann taldi skiptaí
miklu máli í sambandi við úrx
skurð Alþýðusambandsins i
málinu. Þessi atriði koma
hvergi fram í greinargerð Al«
þýðusambandsins eða úrskurði*
Alþýðublaðinu þykir því rétt
að þessi atriði komi fram,
Framhaid á «>• siðu.
Kosið í
Sandgerði
ALÞÝÐUSAMBANDS-
KJÖR í Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Miðnes-
hrepps hófst í gær. Heldur
það áfram í dag og lýkur
kl. 10 í kvöld. A-listann
skipa þessir menn: Bjarni
G. Sigurðsson, Kristinn
Lárusson og Elías Guð-
mundsson. Til vara: Sum-
arliði Lárusson, Gott-
skálk Ólafsson og Hjalti
Jónsson. Á B-lista eru
kommúnistar og tveir
S j álfstæðismenn.