Alþýðublaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 3
LEOPOLDVILLE, 11. okt. NTB —AFP. Rajeswar Dyal, umboðs maður Sameinuðu þjóðanna í Kongó, greip í dag inn í er Mo- butu hótaði að beita valdi til þess að handtaka Lumumba. Hafði Mobutu lýst yfir, að yrði Lumumba ekki framseldur fyr ir klukkan þrjú, mundu her- menn hans ráðast á fylkingar hermanna Sameinuðu þjóð- anna, sem vernda hann. Dyal sagði, að Lumumba hefði full- an rétt á vernd hersveita SÞ, Vilhjálmur Finsen lézt í gærdag VILHJÁLMUR FINSEN, fyrrum sendiherra og blaða- maður andaðist í Oslo í gær- dag, 77 ára að aldri. Vilhjálmur Ólason Finsen fæddist í Reykjavík 7. nóvem- ber 1883. Foreldrar hans voru O. Peter Finsen, póstmeistari, og kona hans, María Þórðar- dóttir. Vilhjálmur varð stúd- ent 1902, las málfræði með ensku sem aðalnámsgrein við hásliólann í Kauþmannahöfn, en hvarf frá því námi 1903 og lagði stund á hagfræði. Cand. phil. í Kaupmannahöfn 1904. Vilhjálmur Finsen starfaði lengi að blaðamennsku, stofn- aði m. a. Morgunblaðið 1913 með Ólafi Björnssyni ritstjóra sem meðeiganda. Starfaði í ut anríkisþjónustunni um árabil. m. a. sendiherra íslands í Os- ló í nokkur ár. Vilhjálmur var heiðursfélagi í Blaðamannafé- lagi íslands. RÓM, 11. okt. (NTB). Rúm- Iega eitt hundrað ungmenni fóru í dag mótmælagöng-u að austurrískia konsúlatinu í Róm til þess að mótmæla stefnu aust urrísku stjórnarinnar í málum Suður-Tyrol,. þar eð hann væri bæði þingmað ur og ráðherra. Dyal gaf þessa yfirlýsingu nokkrum mínútum áður en frestur sá, sem Mobutu setti, rann út. Hersveitir Sameinuðu þjóðanna mynda þéttan hring umhverfis bústað Lumumba. en þar fyrir utan eru hermenn Mobutu, gráir fyrir árnum. íSpenningurinn náði hámarki skömmu fyrir þrjú, en þá átti að láta til skarar skriða, en ekkert gerðist eftir að Dyal hafði Ibirt yfirlýsingu sína. Hann segir að handtaka Lum- umba væri brot á grundvallar- lögum Kongó (stjórnarskrá er engin) og yrði þingið fyrst að afnema þinghelgi hans. Hann sagði, að Mobutlu hefði vikum saman komið í veg fyrir, að hægt væri að halda þingfund. Stjórnarnefnd Moþutus, und- ir forsætf Bomboko, sat á fundi í allan dag og gefið er í skyn, að þar hafi verið samþykkt að grípa til róttækra aðgerða. Einn af stuðningsmönnum Lumumba var í dag handtek- inn er hann lentli í handalög- máli við borgaraklæddan liðs-. foringja í iher Kongó, skammt frá bústað Lumumba. Maðurinn hrópaði fyrst á hjálp og fór síð an að gráta, en hermennirnir bundu hann og fluttu tif Leo- poldherbúðanna. Hersveitir Sameinuðu þjóðanna horfðu að gerðalausar á þennan atburð og gátu ekkert að gert Upplýsingamálaráðherra stjórn arnefndarinnar sagði í dag, að stöðugt fleiri Belgíumenn, sem orðið höfðu að flýja frá Kongó í sumar, sneru nú til baka Á sunnudag komu áttatíu Belgiu- menn. Strangt eftirlit er með öUum, sem koma og verða allir að viðurkenna full yfirráð Kon gómanna sjálfra í öUum málum og gildir þetta um alla innflytj endur hvaðan sem þeir koma og af hvaða kynþætti, sem þeir eru. MWWMHMIMMMMMIMVW ndverjar fá stórlán NYJA DELHI, 11. október. (NTB.) Bandaríkjastjórn hefur boðið stjóminni í Indlandi 250 millón dollara lán, að því er áreiðanlegar heimildir í Nýju Delhi segja. Er lán þetta boðið í sambanði við fimm ára áætl- un Indverja. Bretar hafa boðið indversku stjórninni 35 milljón sterlings- punda láy(. Biandaríkistjórn hefur boðizt tii þess að senda Indverjum landbúnaðarvörur fyrir einn milljarð dollara og sovétstjórnin hefur boðið Ind- verjum 500 miljón. dollara lán. J*' Oþarfa skriffinnska FYRIR nokkru vóru tekin í notkun ný öku- skírteini. Blaðið hefur orðið þess vart, að þegar fólk, er átt hefur eldri skírteini, þarf að fá ný, tekur það mun meiri tíma en áður og virðist óþarfa skriffinnska og töf í kringum málið. Áð- ur gátu menn komið á lögreglustöðina og endur nýjað skírteini sín fljót lega. Notuð var t. d. eldri myndin, ef því var að skipta. Ef maður kemur !nú á lögreglustöðina með öll vottorð og vill fá nýtt skírteini, er hon um fyrst tilkynnt, að hann verði að láta gera nýjar myndir af sér i sér stakri stærð. Þegar hann svo kemur með þær er honum sagt, að koma eft- ir sólarhring. Æskilegt væri, að lögreglan aug- lýsti, að nýjar myndir þyrfti og af sérstakri stærð, svo að fólk þurfi ekki að gera sér margar ferðir vegna ekki merki- legri viðskipta en þeirra að fá endurnýjað öku- skírteini. !> MMMMMMMMMMMMMMMI Kommúnistar misstu stjórn- ina i Jökli í Ólafsvík KOMMÚNISTAR misstu stjórn ina í Verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík um síðustu helgi. Hins vegar fengu þeir kjörna fulltrú ana á þing ASÍ. í stjórnarkjörimu urðu úrslit þau, að A-listi kommanna hlaut 101 atkv. og B-listinn 108 atkv. Stórn félagsins skipa nú: Elin- bergur Sveinsson form., Guðni Sumarliðason varaform., Guð- brandur iGuðbjartsson ritari, Þórður Þórðarson gjaldkeri og Eyjólfur Magnússon meðstjórn andi. Æ fulltrúakjörinu urðu úrsiit þau, að A-listi, listi stjórnar og tkúnaðarmannaráðs, hlaut 107 atkv., en B-listi, listi borinn fram af tilskildum fjölda félags manna, hlaut 102 atkv. útur í enskri knattspyrnu LONDON, 11. Okt. (NTB). TJpp er komið stórkostlegt mútumál í ensku knattspyrnunni, í gær upplýsti Roy Paul, fertugur kniattspyrnumaður, sem áður spilaði með- Manchester City, að hann hefði tvisvar þegið nokkra peningaupphæð fyrir að ,,gera út um leiki“. í dag segir skozki landsiiðs- maðurinn Bobby Evans hjá Chelsea, í vaðtali við Daily Mail, að hann hafi eitt sinn boðið leikmanni hjá Evertlon 50 þús. krónur fyrir að sjá svo ti) að Everton tapaði leiknum. Ev- ans er 32 ára að aldri og hefur leikið 72 landsleiki fyrir Skot- land. ,,Þetta var 'heimskulegt,“ sagði hann „Og leikferli mín- um lauk með þessu athæfi.“ Þessi mútumál hafa vakið gífurlega athygli í Bretlandi. Adenauer og Erhard sammála BONN, 11. okt, (NTB.) Kon- rad Adenauer, kanzlari Vestur- Þýzkalands, og Erhard efna- hagsmálaráðherra hafa komið sér saman um stefnuna í ei’na- hagsmálum,. Þeir ræddust við í hálfa aðria klukkust. í dag,. Þá hafði greint á um hvernig leysa ætfi þann vianda, er skapast af hinni miklu þenslu í efnahags- lífi Vestur-Þýzkalands. Forustumenn Chelsea hafa kall- að Evans á sinn fund og ætla að ræða þessi mál við hann. Fulltrúar FUJ í Reykjavik á þingi SUJ FÉLAG ungra jafnaðar- manna í Reykjavík hélt fyrsta fundinn á þessu hausti í fyrra- kvöld að Freyjugötu 27. Var fundurinn vel sóttur og mikill áhugi ríkjandi á vetrarstarfinu sem er að hefjast. Kosnir voru 16 fulltrúar á 18. þing Sambands ungra jafn- aðarmanna, sem haldið verður í Keflavík um næstu helgi. — Þessir fulltrúar voru kjörn- ir: Auðunn Guðmundsson, Árni Gunnarsson, Ásgeir Jó- hannesson, Björgvin Guð- mundsson, Björgvin Vilmund- arson, Edda Imsland, Eyjólfur Sigurðsson, Jóhann Þorgeirsson Jón Á. Héðinsson, Jón Kr. Valdimarsson, Karl Þorkels- son, Kristín Guðmundsdóttir, Lárus Guðmundsson, Lúðvík Gizurarson, Sigurður Guð- mundsson og Örlygur Geirs- son. Jafnmargir varafulltrúar voru kjörnir. Þá var kjörin upp stillingarnefnd fyrir aðalfund félagsins, sem verður haldinn síðar f þessum mánuði, rætt um félagsmálin og nýafstaðnar Alþýðusambandskosningar. NEW YORK, 11. okt. (NTB). Eistneski varakonsúHinn í New York, Ernst Jaakon, upplýsti í morgun, að eistneskur maður, sem var í áhöfn rússneska fiar- þegaskipsins Baltika, er flutti Krústjov og aðra kommúnista- foringjj, vestur um haf, hafi beðist hælis í Bandarikjunum, sem pólitískur flóttamaður. Victor Jaanimets, 29 ára Eist lendingur, kyndari á Baltika, fór í land í New York í gær ásamt öðrum úr áhöfn skipsins. Honum tpkst að sleppa frá fé- lögum sínum og er hann nú í vörzlu bandarísku innflytjenda- yfirvaldanna. Hann kveðst ótt- ast, að úijsendarar Rússa reyni að ræna sér ef hann fær ekki vernd. Jaanimets sagði starfsmönn um innflytjendayfirvaldanna, að hér um bil hver einasti Eist lendingur hefði gert hið sama og hann ef þeir fengju tækifæri til. JaanimeHs er sagður vera rólegur og í fullu jafnvægi, en hann er hræddur við Rússa og útsendara þeirra. Rússar hafa farið fram á að fá að kanna málið. — 12. okt. 1960, 3 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.