Alþýðublaðið - 23.10.1960, Blaðsíða 15
Hann hafði farið snemma út hún var ekki viss um að hún
og hann kom ekki aftur fyrr hefði fullt vald á röddu
en stundu fyrir kvöldmat. sinni. Felicia skildi þetta sem
Gamla frú Grise kom til há- feimní og reyndi að dylja
degisverðar. Hún borðaði án það.
þess að segja nokkuð. ,,Mér fnnst þessi lauksúpa
Klukkan sjö þennan furðu mjög góð hjá Lizzie. Adam
lega dag stóð Jenny klædd finnst hún svo góð, þess
stutta kvöldkjólnum sínum vegna höfum við hana svona
ein í stofunni, þegar Adam oft.“
kom inn og gekk beint til Sonur hennar lagði skeið-
hennar. ina frá sér við þessi orð henn
Hann nam staðar fyrir ar og hrukkaði ennið reiði-
framan hann: „Gotlt kvöld, lega. Það lá í augum uppi að
'ungfrú Thorne,“ sagði hann þessi orð höfðu ekki fallið í
og brosti við, svo snérist alltof góðan jarðveg. Og eftir
hann á hæl og gekk að litlu það töluðu Jenny og Felicia
borði sem blöðin lágu á. — einar.
Hann stóð þar og leit í blöð-
in án þess að virða hana við
lits. Montinn og imislyndur g
ungur maður að því er Jenny
fannst. Fyrstu orð Feliciu þegar
Hún sá strax að hann var Jenny kom inn til hennar
sami maðurinn og hafði næsta morgun voru: „Segið
skelft hana svo nijög á gil- mér nú hvernig yður leizt á
inu. Það var kannske ekki son minn.“
nema skiljanlegt þó hann Hún lá í legubekknum, —
yrði skelfdur yfir að sjá ferskjulitt teppi huldi lík-
hana þar. Þetta var einka- ama hennar. Jenny sá móta
eign og hún hafði ekki haft fyrir löngum, grönnum fót-
leyfi til að vera það. Kann- leggjunum sem virtust ekki
ske hafði hann alls ekki orð hið minnsta afskræmdir af
ið neitt . skelfdur, aðeins svo. löngum veikindum. 'Við
reiður yfir að hún skyldi hlið hennar hafði Anna sett
leyfa sér að stíga fseti sínum háfjallasól, borð með hand-
þangað. klæðum, nuddkrem og ann-
Eftir smástund sagði hann að álíka.
án þess að líta upp: „Eg get nuddað þessu á
„Maturinn er borinn fram handleggi mína og háls, það
klukkan átta.“ skaðar varla gömlu, þurru
„Mér skildist að það væri húðina mína, sem er slétt
klukkan hálf átta,“ sagði eins og smábarns húð! Segið
Jenny og vissi um leið að þér mér það nú.“
Felicia hafði verið að leika „Frú Grise,“ sagði Jenny
á hana. Þetta var sennilega hikandi. „Það er mjög erfitt
vani Adams að koma hing- fyrir mig að segja álit mitt
að rétt fyrir matinn og lesa því ég veit alls ekki hvernig
dagblöðin. Jenny hálfvegis Grise kapteinn var áður fyrr.“
móðgaðist, henni fannst „Nei, vitanlega er það
þetta ósmekklegt af Feliciu. rétt! Eg skal segja yður það.
En það leið ekki löng stund Hann var glaðværasti, elsku-
unz hringt var til borðs. — legasti og yndislegasti dreng-
Þúsundþjalasmiðurinn hann ur, sém nokkru sinni hefur
John gekk um beina þegar verið til. Hann söng og blístr
•Adam hafði ekið Feliciu inn aði allan daginn og hann
í stofuna. kom að minnsta kosti fimm-
- Jenny fannst þetta ein- tíu sinnum inn til mín á dag.
kennilegt augnablik. Hún Og framar öllu öðru, „hún
varð köld af skelfingu, þeg- leit undan, en ekki fyrr en
ar hún settist við borð með Jenny hafði séð að augu
allri fjölskyldunni. Hvað var hennar voi’u társtokkin, til-
hún eiginlega að gera hér í bað hann mig. Hann hafði
þessu búri, innan um betta ekki sagt ljótt orð við mig
fólk? Castania — hið híjóm- alla sína ævi.“ Hún lagði
mikla nafn — hafði fengið höndina yfir augun og brosti.
sitt fórnarlamb. Varð hún „Þarna getið þér sjálf séð,
einnig að fórna hamingju þér hljótið að hafa tekið eft-
sinni hér tuttugu árum ir því hvernig hann er við
seinna? mig!“
Ljósi-n í silfurkertastjök- „Eigið þér við að hann sé
unum á borðinu hurfu henni núna • •.
í þoku. „Þreytandi og ókurteis,
„Þér eruð svo föl, ungfrú já. Ekki við ömmu sína eða
Thorne,“ sagði gamla frú þjónana aðeins við m.ig!“
Grise með sinni djúpu og „Það er svo oft sem vart
þurru í’öddu. „Kunnið þér verður við það í slíkum til-
illa við yður hér?“ fellum að sjúklingarnir snú-
Jenny tautaði fáeip . orð,. ast gegn þeim, sem þeir í
raun og veru elska mest.“
„Það var dásamlegt að
heyra yður segja þetta, ung-
frú Thorne. Þér hafið þegar
unnið fyrir kaupi yðar!“
„Segið mér eitt, ber kap-
teinn Grise einhver fleiri um
merki um — þetta áfall, sem
hann fékk?“
„Nei,‘ alls ekki. Eg get ó-
mögulega ímyndað mér Ad-
am hræddan. Hann var góður
fjallgöngumaður og mikill
skíðamaður. Það var eins og
hann eltist við hætturnar, . .
eins og hann þyrfti alltaf að
eiga eitthvað á hættu. Þess
vegna var það sem hann gekk
í flugherinn.“
„En núna? Eftir slysið?“
„Það var ekki beint flug-
slys. Adam féll þegar hann
kom út úr flugvélinni og
hann fékk slæmt höfuðhögg.
Hann var meðvitundarlaus í
marga daga .. en ég er viss
um að hann fékk alls ekki
neitt áfall, líkamlega séð er
hann fullhraustur. Hann
væri alveg með sjálfum sér,
ef hann væri ekki svona skrít
inn. Læknarnir segja, að hann
þurfi aðeins að forðast allar
geðshræringar og svo • •
„Svo það eina, sem þér
hafið áhyggjur af, frú Grise,
er geðvonska hans og ókurt-
eisi gagnvart yður.“
Spurningin kom Feliciu á
óvart og hún sat kyrr um
stund.
„Það er ekki réttlátt gagn-
vart mér frú Grise að segja
mér ekki allt af létta. Ekki
ef þér skiljið að ég hjálpi
ykkur, Adam.“
Eftir langa þögn leit Fél-
icia í augu Jennyar. Hún
hvíslaði svo lágt að Jenny
varð að halla sér að henni til
að heyra hvað hún sagði:
„Eg geri ráð fyrir að ég
losni aldrei undan þessu fargi
.... Hafið þér heyrt sögu
Castaníu?“ f
„Já, frú Grise,“ svaraði
Jenny rólega. „Eg hef heyrt
hana.“ Hún var. stolt. vfir hug-
rekki sínu.
Og það var eins og rólegt
svar Jennyar hefði hjálpað
Feliciu því rödd hennar var
styrkari, þegar hún hélt á-
fram: „Það hefði nú átt að
gleymast á tuttugu árum. Við
hérna á Castaníu vorum svo
til búin að gleyma öllu, já,
jafnvel móðir Philips var hætt
að hugsa jafn biturt um það.
Við töluðum aldrei um það,
við gerðum okkar bezta til að
gleyma því. Það var úr sög-
unni.“ . . Felicia strauk yfir
leggi sína.“ Hefði ég ekki ver-
ið svona, hefði það aldrei kom
ið fyrir! Aldrei! 'Við skulum
ekki tala um það, það er allt
of hörmulegt.11
„Nri, við ætluðum alls ekki
að tala um það, við ætluðum
að tala um son yðar.“
„Já, já, ég veit bað. Eg
reyndi alltaf að dylja Adam
þess, sem skeð hafði, eftir því
sem mér var unnt. Og hann
hefur ekki virzt hugsa neitt
um það né vera neitt óham-
ingjusamur vegna þess sem
skeði. Mér tókst að siá svo um
að móðir Philips gæti ekki
eitrað hugarfar hans, en hún
reyndi í lengstu lög að halda
við glóðum hatursins. Og
börn gleyma svo auðveldlega,
sérstaklega litlir, hraustir
drengir eins og Adam. .... “
Felieia hikaði. Jenny heyrði
að klukkan á arinhillunni sló
fáein högg. Hún beið í ofvæni
eftir framhaldinu.
„En núna ■ • eftir að hann
veiktist, eftir að hann kom
aftur heim, er engu líkara, en
hann þrái aðeins að róta aft-
ur upp í þessum harmleik."
„Eigið þér við, að Grise
kapteinn . .. .“ sagði Jenny.
„Já, hann er ákveðinn í að
finna láusnina. Hann er að
reyna að rífa blæju gleymsk-
unnar af bví sem skeði fyrir
svo mörgum árum síðan. Eg
held að hann hafi ekki átt
upptökin. Eg held að það sé
móðir Philips sem standi fyr-
ir þessu öllu saman. Hún hef-
ur aldrei fyrirgefið mér að
ég bjargaði Edith og það var
þrátt fyrir allt framkoma mín
í réttinum sem bjargaði
henni. Og nú hefur henni tek-
ist að smita Adam af sjúklegu
hatri sínu og mannvonsku.
Þau tala um það sem skeði
. . aftur og fram, fram og aft-
ur. Hún gleðst yfir ákefð hans
við að grafa fram það sem
hulið er. Eg sver það • ■. . að
einu sinni fann ég hana fyrir
framan stórt málverk af
Philip, þar stóð hún og sór
þess eið að láta refsa Enid.
Hún hélt að hún væri sek.
Og nú • • nú hefur hún fengið
Adam á sitt band, hann hatar
eins og hún • •.. “
Felicia greip dauðahaldi
um handlegg Jennyjar. „Eg
gæti aldrei afborið það, ef
þau fynndu eitthvað sem
nægði til að taka málið upp
aftur. Eg ég veit ekki einu
sinni hvort Enid er á lífi. Eg
veit ekki hvar hún er. Eg lét
hana fá peninga og bað hana’
um að skrifa mér aldrei ....
aldrei að reyna að hitta mig
.. hennar vegna. Eg bað hana
um að hverfa. Kannske er
hún látin .. en að fara að elta
hana núna .... draga hana á
ný fram í dagsljósið!“ ....
„Þér verðið að gera eitt-
hvað! Þér verðið! Eitthvað
sem getur fengið Adam til að
skipta um skoðun, Annars eru
þetta endalokin,“ hún brosti
aumkvunarlegu brosi,“ ann-
ars verður þetta bani Feliciu
Grise!“
Jenny gaf henni vatn að
drekka og reyndi að róa hana.
Hún opnaði safírblá augun og
sagði þakklát: „Þér eruð svo
góð, ungfrú Thorne.“
„Eg skal gera mitt bezta,
frú Grise, mitt allra bezta. En
væri ekki hægt að senda son
yðar á brott einhvern tíma?“
„Nei, nei. ég hef reynt það.“
„Hafið þér beðið Dean
lækni að ráðleggja yður eitt-
hvað?“
„Ég get það ekki. Þér verð-
ið að muna það ungfrú Thorne
að þér lofuðuð mér að segja
Dean lækni þetta aldrei. Það
væri ekki réttlátt. Roger
Dean hefur aldrei þolað
Adam“. í
Hún var orðin æst á ný og
Jenny sagði róandi: „Þér
skulið hvíla yður frú Grise.
Ég skal sækja Önnu“.
Felice kinkaði aðeins kolli
og lokaði augunum.
Eftir matinn skoðaði Jenny
húsið og landið umhverfis. —•
Hún teiknaði meira að segja
kort af því. Felicia bjó á
neðstu hæð hússins. Þá var
auðvelt fyrir hana að aka
stólnum sínum sjálf út á gras
balann. Klukkan fimm á
hverjum degi fór hún út og
sat f síðdegissólinni og enginn
á Castaniu dirfðist að ónáða
hana. Jenny skildi ekki hvers
vegna hún fór aldrei út að
aka fyrr en gamla frú Grise
útskýrði það fyrir henni: „Fe-
licia þolir ekki að henni sé
lyft upp og niður, hún segist
fá illt í bakið við það. Anna
ein má hreyfa við henni.“
Lítill stígur lá frá húsinu
og yfir grasflötinn. Hann lá
að litlum kofa sem stóð neðar
í garðinum. Þessi stígur-
hafði verið svo mikill hluti
lífs Enid Ambrose að hún
hefði nefnt hann með sjálfri
sér hamingjubrautina. Lítill
lækur rann meðfram honum
og Jenny sá elskendui’na í
anda fyrir sér, leiðast um stíg
inn þar sem ekki sást til
þeirra frá húsinu. . .
Hún hrökk við, þegar hún
heyrði að skóflu var stungið
í jörðina. Hún leit umhverfis
sig og sá að garðyrkjumað-
urinn var að vinna rétt hjá
henni. Hann brosti og gekk til
hennar.
„Vitið þér að þér standið á.
Framhaldssaga
efiir KATHRINE N. BURT
Alþýðuhlaðið r-fy, 23. cfeth 1960 |5