Alþýðublaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 2
liSSrtjórar. GlsSl J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — FuIlTraar rit- írtjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: ^jðrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíi*_ $4 906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- jfata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasðlu kr. 3,00 eint andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjórl.* Sverrir Kjartansson Óljósar fjárreiður og Ku-KIux-Klan | ÞÆR upplýsingar, sem einn af fyrrverandi l stjórnarmeðiimum MÍR hefur veitt um innra á' j 'stand félagsins, hafa vakið mikla athygli. Það er j fróðlegt að fá staðfestingu á því, að innan Sósía í iistafélags Reykjavíkur sé eins konar Ku-Klux ; Klan hringur, sem vinnur að því að nota fylgi l óbreyttra verkamanna til að lyfta völdum mennta j mönnum í æðstu stöður þjóðfélagsins. Þessi hring I ur hefur einnig viljað ráða — og ráðið — stjórn g j hrkjöri í MÍR. Hins vegar virðast kommúnistar sjálfir vera við i kvæmastir fyrir þeirri fullyrðingu, að þeir hafi i ekki árum saman gert fullnægjandi grein fyrir : fjárreiðum MÍR. Er mjög líklegt, að MÍR sé ein , þeirra leiða, sem notaðar eru til að dæla erlendu j fé inn í starfsemi kommúnista á íslandi. Það skiptir litlu máli, þótt Kristinn E. Andrésson láti * nokkra af nánustu sálufélögum sínum skrifa undir yfirlýsingu um að allt sé í lagi með fjárhag MÍR. . Þrátt fyrir slíkar yfirlýsingar eiga kommúnist j ar algerlega eftir að gefa fullnægjandi skýringu . á því, hvernig þeim hefur verið fjárhagslega kleift að ráðast í margvísleg húsakaup fyrir mill : jónir króna og reisa eitt mesta stórhýsi Reykja* víkur við Vegamótastíg. Engum manni dettur í hug, að Mál og menning hafi getað lagt mikið fé j til þeirrar byggingar. Enginn tekur það alvarlega, • þótt Kristinn hafi á húsþakinu þakkað það „nokkr : um mönnum!t, að húsið komst upp. Hér vantar : skýringu, sem hugsandi borgarar geta lagt trúnað l r i a. Uppljóstranir um MÍR staðfesta tvö höfuðatriði um Sósíalistaflokkinn eða Alþýðubandalagið eða hvað þeir nú hafa kallað sig hverju sinni: í fyrsta Ilagi, að starfandi er innan þessa „flokks!i klíka 1 af línukommúnistum, sem greinarhöfundur Tím- ans líkti við Ku-Klux Klan, og ræður öllu, sem 1 Jhún vill ráða. í öðru lagi eru fjármál þessarar Ihreyfingar allrar næsta dularfull og fullnægjandi skýringar á þeim ekki birtar almenningi. i Alþýðuhlaðið vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif' t enda í { Laugarási. [ Afgreiðsla Alþýðublaðsins — sími 14 900. Kveðjuorð Svein Sveinsson Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. HINN 27. okt. sl. andaðist að heimili sínu, Höfðatúni 5 hér í bæ, Sveinn Sveinsson neta- ■gerðarmeistári og fyrrverandi sjómaður, eftir langvaran'di veikindi. Sveinn heitinn var fæddur 20. febr. 1896, að Ögranesi í Skefilsstaðahreppi, Skaga- fjarðarsýslu. Hann var því fullra 64 ára, þegar hann lézt. Með Sveini Sveinssyni er góður drengur genginn og á- hugsamur um málefni sjó- mannastéttarinnar, þótt sjálf- ur hefði hann naustað. í ungdæmi Sveins áttu ung ir menn ekki völ margra starfa og lá því leið flestra til sjáv- ar. Eins var með Svein, og gat hann sér strax gott orð vegna dugnaðar og drengilegr ar írair):omu. Var hann á ýmsum skipum, en lengst á Ibv. Þórólfi, með hinum lands kunna skipstjóra og afla- manni, Kolbeini Sigurðssyni. Það fór með Svein heitinn eins og svo marga aðra dug- mikla drengi, að þeir ætluðu sér ekki af. Sá sem ekki skilaði ý.el með aimennsku í verkum sínum, varð að víkja. Þá var slegizt um hvert pláss sem losnað; á togara. Þá var öldin önnur en nú er. Sveinn heitinn var hamhleypa til allra verka og sá sér oft ekki af, þóít þrek- maður væri. Ég, sem þessar línur rita, kjmntist ekki Sveinj heitnum fyrr en eftir miðjan aldur. Vorum við þá báðir komnir í land og höfðum naustast. Sveinn heitinn gekk í Sjó- mannafélag Reykjavíkur 2. des. 1920 Hann var ritari félagsins frá 1937—43. Þá var hann einnig fulltrúi félagsins í Sjómarma- dagsráði, sem þá var nýstofn- að. Hann sat einnig á þessu tímabili þing ASÍ og var við samningagjörðir félagsins. — Hann var um árabil í skemmti nefnd þess. Árið 1944 flytur Sveinn sig norður til æskustöðvanna. Þar gengst hann fyrir stofnun út- gerðarfélags Höfðakaupstaðar. og starfar það fyrirtækl enn í góðu gengi. Sveinn fluttj aftur suður 1952. Þá stoinaði hann ásamt fleirum netagerðina „Höfða- vík“, og við það fyrirtæki vann Sveinn hin síðari árin. 17. febr. 1923 kvæntist Sveinn heitinn eftirlifandi konu sinni, Kolfinnu Magnús dóttur, en þau höfðu alizt upp í sömu 'sveit. Þau Kolfinna og Sveinn eiga sex uppkomin börn, sem öll eru gift. en þau eru: Þórólfur, giftur Ölmu Nor- mann. Ásgerður, gift Sigur- jóni Júlíussyni. Sigurbjörg, giit Jóni Jóhannssyni. Svav- ar, giftur Elsu Engilbertsdótt- ur. Ingibjörg, gift Sigmundi Friðrikssyni. Árdís, heitbund- in Kristni Ólafssyni. Auk Framhald á 14. síðu. Hannes -fc Prestur á hlaupum ! Orðsending frá einum þeirra. Bréf frá Einari um málblóm og fleira. PRESTURINN Á BORG á Mýrum, en það er þó enginn klerkur — heldur brunarústir, — og prestsleysi, hefur sent mér skilaboð og vakið athygli mína á því, að séra Einar Guðna son í Reykholti þjóni Borg, enn fremur að séra Leó 6é í Staf- holti. ■GOTT OG VEL — Séra Einar er líklegur til þess að sinna vel sálunum ’ Borgar-prestakalli. Þetta er heldur ekki mergur- inn málsins, heldur hitt, að prestur stökkva frá brauðum .sínum til Reykjavíkur, af hverju sem það nú er — og kirkja brauðins sem þeim hafa verið veitt auð. Þannig er verið að breyta kirkjumálum í landi hér — og það hlýtur að vekja athygli — og kvíða margra. ÉG SNÝ EKKI aftur með með það, að löggjafinn hlýtur að taka til yfirvegunar afstöðu sína til kirkjunnar þegar þróun beinist inn á svo óvenjulegar brautir. — Gaman væri að heyra álit biskupsins um þetta. Skal h o r n i n u skrá í kirkjusögu framtíðarinn- ar: ,,Og það gerðist á öndverðri biskupstíð hans herradóms Sig- urbjarnar Einarssonar, að prest- ar hlupu úr brauðum sínum til Reykjavíkur og skildu þau eft:r vegalaus11 — ? — Ég vona ekki. EINAR skrifar mér á þessa leið: „Snemma í október þ. á. kom greinarkorn eftir „knatt- spyrnuunnanda“ í pistlum Vel- vakand Morgunblaðsins. Grein- arhöfundur notaði orðið mál- blóm, og gerði Velvakandi þá athugasemd við orðið, að hér væri um nýyrði að ræða, sem greinarhöfundur hafi sjálfur búið til. ORÐIÐ málblóm er orðið all- gamalt í málinu og þykir mér undarlegt, að blaðamaður við Morgunblaðið skuli ekki kannast við það orð, því ritháttur Morg- unblaðsins á 3 tug aldarinnar mun hafa valdið myndun orðs- ins. Til er blóm á íslandi, sem nefnt er Týsfjóla. Ég hygg, að ég fari með rétt mól, að það hafi fyrst verið Spegillinn, .sem nefndi ýmsar ambögur og mál- villur hjá Morgunblaðinu á þeim árum fjólur. Mætti til dæm is nefna orðið fiðurfé (d.fjerkræ) yfir það, sem á íslenzku heitir alifuglar. í MJÖG laglegu smákvæði, um Tótu litlu tindilfættu, sem sungið var í einum a£ skop- leikjum höfuðstaðarins á þeim árum, er þessi eftirfarandi kafli: „Seint ert þú á labbi“, sagði fjólupabbi. „Ekkert varðar þið um það, Ég þarf að fá eitt Morgunblað, Maður getur alltaf á sig blómum bæti “, svaraði hún Tóta litla tindilfætt. Þetta kvæði mun hafa átt drýgst an þátt í því, að orðið málblóm varð til j* _ .; ÉG VIL þakka „knattspyrnu- unnanda" fyrir athugasemdir hans við málfar knattspyrnuþul- arins. Ég var sjálfur áheyrandi og mér ofbauð. Þeir, sem tala úr ræðustóli þjóðarinnar, eiga að vera til fyrirmyndar um málfar. Annars hafa aðrir knatt spyrnuþulir ekki losnað við það áður að verða sekir um mál- spjöll. Ég minnist þess að hafa heyrt t. d. þessa setningu: „Það var hendi á íslendinga“. Þarna var þág'ufall notað í stað þol- falls. Hins vegar segir „knatt- spyrnuunnandi" um talsháttinn að keyra um þverhak, sem hahn breytir í að velta um þverbak: „Orðið keyra hefur í meðvit- und minni aldrei verið annað en illa gei'ð danska og þess vegna notaði ég það ekki“. HÉR er aðeins hálfsögð saga, Orðið keyra í merkingunni að aka er komið úr dönsku, en orð- ið að keyra í merkingunni að knýja hest áfram með keyri er góð og gild íslenzka, t. d. að keyra hest .sporum og orðtakið að keyra um þverbak, sem mua vera komið úr reiðmannamáli og er vönduð íslenzka, sem ekki má breyta af fávizku“ Hannes á horninu. J j 213. cjm. imQ á- -Aiif^a«Abi^iA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.