Alþýðublaðið - 03.11.1960, Blaðsíða 13
SÍÐAST í ágúst 1944 skrifáði
liðsforingi í eftirlitsbátadeild
Bandaríkjahegs. á Salomons-
eyjum þessa fregn heim til
sín:
„í gærkvöldi lét George
Ross líf sitt í þágu málstaðar,
sem hann trúði meir á en
nokkur okkar hinna. Hann var
hugsjónamaður í orðsins
fyllstu mierkingu. Jack Ken-
nedy, sonur fyrrverandi sendi
herra, var í sama bát og fórst
eínnig. Sá, sem sagði, að beztu
rnenn þjóðanna farist jafnan
í. stríði. verður ékki sakaður
um að hafa tekið of d.iúpt í
érinni.'1
Tveimur dögum síðar var
sungin messa fyrir sál Kenne-
dys, Ross ocr hinna 11, sem á
eftirlitsbát PT 109 voru.
En það hafði verið of
snemmt að syrgia hina týndu.
Hér er sagan af því. sem raun
verulega gerðist. Hún sýnir
hvernig menn geta yfirunnið
allt ef viljinn til lífs er nógu
sterkur.
John F Kennedy var skip-
stjóri á eftirl:tsbát PT 109,
sem var í könnunarferðum
um Blackettsund, um miðbik-
Saiomonsevia Þessa nótt um
ihálfþrjú var dimmt 'af nóttu,
skýjað og nýtt tungl. Kenne-
dy var við stvri, en George
Ross skoðaði sióndeildarhring
inn í kík:. Allt í einu hrópaði
maðurinn í skotbvrginu fram
an á hraðhátnum: „Skip á
stjórnborða.“
Kennedv sá skinið og bjóst
til árásar »n báturinn var að-
eins knúinn einn: vél til þess
að koma í w«r fvrh’ að kiölfar-
ið sæist bQtnr Hann snerist of
'hægt og sk'níð. sem reyndiít
vera jáþansikur tundurspillir,
æddi í éH tn H°irra með 40
hn-úta h’*3sn A'Hr á PT 109
störðu ana'starfullir á tundur-
spiliinn, sem r°nri,di sér beint
á bátinn 0« boí-nlfnÍB bió hanr
sundur í +n’c>nnt. Kennedy
hugsaði: T^iq svona er bá
að deyja.“ ^ n-nota ausnablikl
féll hann 5 bokið og sá tund-
urspillin kbn-fq bát.inn.
Aðeins ■"ólamsðurinn, Mc-
Mahon, neðan þil.ia og
meidJdist ^qnn <=r hann kast-
aðist á biéW'o Afvþnffur blossi
gaus upn nið hann er gas-
geymarní- ""•niffn Hann
bvrgði í höndum sér,
dró und:n f"“tnrna og bjóst
við dauðq 'biin. En sjór
skvettist "fv bann á næsta
augnabli.ki ocr biargaði það
.sennilega b'f; hans. Hann
skreiddi.st nnn olían brann
yfir hörð' Tiono qem hann
lá hálfur í Wi Vbrhorð sjáv-
arins ]oeoíí; hann barðist
um til að 1nwqrnir næðu hon-
um ekki.
Johnston. h'nn vélarnaður-
inn, hafð' verið sofandi á dekk
inu. Við áreksturinn kastaðist
hann í sjó;nn og haftn lenti í
kjölsogi tundurspillisins þar
sem hann cnarsn°r:st Næsta
dag var hann allur blár og
marinn.
Framhlu+.i bátsins, þar sem
Kennedy var. skem-mdist lítið
Kyrrahafseyjum skömmu
áður en þeir atburðir gerð
ust, sem skýrt er frá í
greininni. Kennedy er
lengst til hægri.
MYNDIN er af sjó-
liðinu, sem lenti í hrakn
ing-unum með Kennedy,
imiverandi forsetaefni
Demokrata i Bandaríkj-
unum, en þáverandi sjó-
liðsforingja. Það var fyr-
ir dugnað og einbeitni
Kennedys, að mennirnir
björguðust. Myndin er
tekin í herstöð á einni a£
og hélzt á floti. Tundurspillii-
iun hvarf í myxkrið. Þögnin
var lamandi, ekkert heyrðist
nema suðið í brennandi olíu.
Kennedy hrópaði: „Hverjir
eru hér?“
Fjórir menn svöruðu veik-
um rómi, McGuire, Mauer og
Albert, allt óbreyttir sjóliðar.
og einn liðsforing'i, Thom.
'Smám saman heyrðist til
þeirra, sem fallið höfðu í sjo-
inn. Ross, þriðji stýrimaður,
Harris, McMahon, Johnston,
Zinsser. Starkey, sjóliðar.
Tveir svöruðu ekki, Kirksey
og Marney.
Harris hrópaði utan úr
myrkrinu: „Kennedy, McMa-
hon er illa 'særður.“
Kennedy hafði verið í
keppnisl'ði Harvardháskclans
í sunij fimm árum áður og
hann stakk sér án umhugsun-
ar til sunds og synti í átt til
McMahons og Harris, sem,
voru um hundrað metra í
hurtu. Hann náði í McMahon
og dró hann með sér á sund-
inu í átt til bátsinsj Það tók
hann 45 mínútur að fara þessa
hundrað metra. Harris fylgd-
ist með þeim, en á miðri leið
kvartaði hann um eymsli í
fætj og kvaðst ekki ‘komast
lengri. Kennedy er frá Boston
og Harris sömuleiðis. „Þú læt
ur illa af Bostonarbúa að
vera.“ sagði Kennedy aðeins
og Harris hélt sundinu áfram
án þess að kvarta frekar.
Að þessu loknu synti Kenne
dy meðal mannanna í sjónum.
Þeir yoru allir í björgunarbelt
um og aðstoðaði hann þá við
að komast að bátsflakinu. Það
tók þrjá klukkutíma að koma
þeim ollum þangað.
Mennirnir teygðu úr sér á
þröngu þilfarinu, eða réttara
sagt því, sem éftir var af því.
Sumir sofnuðu, aðrir ræddu
um hve dásamlegt væri að
vera enn á lífi.
Þegar lýsti af degi sáu þeir
kletta Kolombangareyjarinn-
ar þar sem Japanir höfðu
10 000 manna ]ið, þrjár sjómíl
ur í burtu. í vesturátt var
Vella Lavella þar sem Japan-
ir höfðu einnig mikið 3ið og
í suðri í aðeins mílufjarlægð
sáu þeir herbúðir Japana á
'Gizo. Kennedy skipaði mönn-
um sínum að liggja kyrrum
svo þá bæri ekki við himin á
þilfarinu. Flakið sökk æ
meira.
McMahon var hræðilega
brenndur og Johnston hóstaði
í sífellu, eiturgufur frá brenn
andi olíunni höfðu farið í
lungu hans. Kennedy skipaði
þexm ósærðu að liggja í sjón-
um til að McMahon og John-
ston gætu hvílst í næði. Um
tíuleytið var flakið alveg kom
ið að því að sökkva og Kenne-
dy gaf skipún um að allir
skyldu synda til smáeyjar í
þriggja mílna fjarlægð. Þeir
tjóðruðu saman nokkra viðar-
bjálka sér til stuðnings á sund
inu, festu skóm á þá og sömu-
leiðis lukt, sem þeir vöfðu í
björgunarbelti.
Kenne'dy festi taug við
björgunarbelti McMahons og
dró hann þannig á sundinu.
iSjórinn freyddi um andlit
hans og hann komst ekki hjá
að súpa drjúgum.
Þeir voru fimm klukkutíma
að komast til eyjarinnar.
Þetta var eiginlega ekki nema
ihólmi, hundrað metrar að
þvermáli. hringlaga. Kennedy
lagðist örmagna niður. Hann
hafði svo til stanzlaust verið
15 og hálfa klukkustund á
sjónum, drukkið ókjör af sjó
og þjáðist af magaverkjum.
En hann hugsaði enn skýrt.
Undanfarnar nætur hafði jafft
an verð sendur eftirlitsbátur
eftir Fergusonsundinu. Fergu
sonsundið var örskammt frá
hólmanum, sem þeir voru á.
Kannski ...
Hann reis á fætur Setti á
sig skó og björgunarbelti, batt
skammbyssu um háls sérogtók
luktina, stóra og þunga lukt
með þungri ralhlöðu. „Ef ég
sé bát, þá sendi ég Roger. þeir
svara þá með Willco,“ sagði
hann við félaga sína.
Kennedy var hálftíma að
synda til næstu eyjar, það var
kolniðamyrkur. Hann var óra
tíma að berjast við að komast.
upp rifið, kóraUarnir stungu
hann í fæturna. Loks komst
hann að Ferguson sundinu.
Hann fór úr skónum og synti
út í sundið, tilbúinn að veifa
til efirlitsbáts ef nokkur
kæmi. Hann tróð marvaðann
og beið þess að bandarískur
bátur kæmi, en hvergi heyrð-
ist vélarhljóð. í vestrj sáust
ljósglampar á Gizo, en enginn
bátur fór um Fergusonsund
þessa nótt. Þeir voru allir á
ferðinni umhverfis Gizo.
Þetta var vonlaust.
Kenneidy sneri til sama
Iands. Hann var mjög þreytt-
ur og straumurinn bar hann
af leið. Hann sá fram á að
ihann kæmist ekki til félaga
sinna svo 'hann sendi ljós-
merki og hrópaði Roger, Ro-
g'er. Þeir heyrðu í honum og
héldu að hann hefði fundið
bát, þeir flýttu sér til strandar
en sáu ekkert nema mauvild-
in.
Kennedy barst með straumn
um framhjá eyjunni. Honum
fannst hann aldrei bafa kom-
izt í annað eins, en eihhvern
veginn gaf hann aldrei upp
vonina um björgun. Hann
fleygði skónum, en hélt dauða
haMí í luktina. í langa hríð
flaut hann hálfsofandi í yfir-
borðinu, stundum hélt hann
að hann væri orðinn brjálað-
ur, stundum brökk hann upp
við kuldann. Björgunarbeltið
hélt honum uppi og hann flaut
framhjá Gizo og síðan aftur í
suður með straumnum, sem
snerist við flóðið. Næsta morg
un var hann kominn á ná-
kvæmlega sama stað og hann
hafði verið daginn áður. 1 ann
að sinn lagði hann af stað til
félaga sinna. Hann komst
þangað fyrir ofurmannlegan
viljastyrk. Hann var að æla í
fjörunni þegar félagar hans
sáu hann.
Um kvöldið fór Ross út í
Framhald á 14. síffu.
STRÍÐSHETJAN FRÁ
Alþýðublaðið
3. nóv. 1960 13