Alþýðublaðið - 09.11.1960, Page 15
komdu hingað til mín...
taktu í hönd mína... ag ég
skyldi nokkru sinni vera svo
heimsk að álíta... Svona,
svona, þetta er gott Jenny,
þykir þig vænt um mig?“
Jenny hugsaði með sjálfri
sér, he oft skyldi Felicia hafa
spurt mig þessa?
„Já“, sagði Jenny og fór hjá
sér,
• „Þú hefur gert svo mikið
fyrir mig. Það sem ég bað þig
um að gera fyrir mig hefur
tekizt svo óendanlega vel. A-
dam hefur aldrei grunað að ég
fékk þig hingað hans vegna,
og þú varst einmitt rétta kon-
an fyrir. hann. Já, Jenny. —-
Adam er aftur eins og hann á
að sér. Hann er hættur við
þessa fáránlegu fyrirætlun
sína. Hann var hjá mér allan
daginn í gær. Hann talaði við
mig, trúði mér fyrir ýmsu . ..
Ýmsu — viðvíkjandi þér,
Jenny“.
„Mér?“ Undrun hennar
leyndi þeirri tilfinningu henn-
ar að hún hefði brugðist þeim.
„Ertu svo undrandi, Jenny?
Ég þarfnast þín ekki lengur
aði. „Þú ætlar að giftast Roger
Dean!“ Svo leiftruðu augu
hennar. „Það skaltu EKKI! —
Það skaltu EKKI! Það getur
engin kona gifst Roger Dean!
Og hann veit það! Hafi hanri
eltst við þig ... og ég held að
hann hafi gert það. . . ég hef
séð það og ég þekki hann, þá
þýðir það ekki neitt. Treystu
honum ekki og láttu ekki
blekkjast af honum!“
„Uss! uss! ég sagðist alls
■ekki ætla að giftast Roger
Dean!“
Felicia féll saman. Svitinn
perlaði á enni hennar. „Hef-
ur hann ekki...“
„Jú, hann hefur beðið mín
en ég ætla ekki að segja já“.
„Guð minn!“ stundi Felicia
með lokuð augun“. Roger,
Roger! Veslings sárþjáði Ro-
ger! Þeir fordæmdu í helvíti
hrópa á vatn Jenny! Það er
hluti hegningar þeirra!“ Svo
opnaði hún augun aftur. „En
hvað um veslings Adam
minn? Hversvegna geturðu
ekki — hversvegna viltu ekki
elska hann?“
„Reynið þér að vera róleg,
... ég get ekki leyft mér þann
munað að hafa hjúkrunarkonu
hér, þó að ég muni sakna þín.
En ef þið Adam.., aha, nú
roðnar þú! Þú veizt hvað
Adam sagði mér!“
„Ef Adam hefur sagt eitt-
hvað slíkt... þá hefur það
verið vanhugsað hjá honum
... „Ef hún vissi hver ég er og
hvað ég hef gert hér, hugsaði
Jenny skelfd.
„Nei, Jenny. Hann sagði
mér að hann elskaði þig og að
hann vildi giftast þér“.
„Hann hefur ekki sagt það
við mig frú Grise“, sagði
Jenny titrandi.
„Þér varð skyndilega kalt,
Jenny, og þú þorir ekki að
horfast í augu við mig. Hvað
er að?“
, „Það er vegna þess, að hvað
sem Adam finnst get ég aldrei
gifst syni yðar!“
Felicia dró hönd sína að sér
og náfölnaði. „Þú gætir aldrei
gifst syni m í n u m! Finnst
þér, að sonur minn sé eilíflega
brennimerktur vegna þess sem
skeði...“
„Nei, nei, frú Grise“, kall-
aði Jenny. ,Það er ekki þann-
ig! Þér megið ekki halda það!
Ég átti alls ekki við það. „Hún
gekk að glugganum og leit
yfir ána. „Frú Grise“, sagði
hún og orðin ollu henni sárs-
auka. „Ég ætla að giftast öðr-
úm!“
Það varð dauðaþögn, svo
skelfileg þögn að hún leit við.
Felicia sat kyrr föl sem marm-
arálíkneski.
„Frú Grise!“
Varir hennar voru gráar og
hreyfðust varla þegar hún tal-
frú Grise! Ég er hrædd um
yður, tilfinningar yðar eru svo
ofsalegar! Hvað get ég
sagt...“
„Ég skal vera róleg, Jenny.
Sjáðu bara, ég er róleg núna!
segðu mér allt Jenny! En það
verður að vera SATT!“
„Ég held að þér ættuð að
vita sannleikann“, hvíslaði
Jenny. „Bíðið! Leyfið mér að
hugsa mig um. Ég verð að
fara út og hugsa!“
Hún skalf af löngun til að
játa allt. Hún dirfðist ekki að
vera einni mínútu lengur
þarna inni. Hún bað ekki leyf-
is að mega fara, hún opnaði
dyrnar og hljóp út.
18.
Jenny veitti því enga eftir-
tekt hve fagur garðuinn var
þennan morgun. Hún heyrði
ekki fuglasönginn, fann ekki
blómailminn og sem í blindni
gekk hún fram á klettabrún-
ina, gekk eftir braut hamingj-
unnar eins og móðir hennar
kallaði stíginn.
Hún varð að segja Feliciu
allt. Hún skuldaði henni það.
Felicia hafði þegar liðið nægi-
lega mikið.
Elskaði hún Roger Dean eða
vorkenndi hún honum? Eða
óttaðist hún hann? Áttu þau
ef til vill saman leyndarmál
. .. leyndarmál um þessa
Carrol... leyndarmál, sem
Enid vissi. En hvernig átti
hún að spyrja um nafn, sem
aldrei hafði verið nefna við
hana.
Hún heyrði hófatak og jafn-
aði sig eilítið. Það var Adam,
sem kom ríðandi í áttina til
hennar. Hann hafði séð hana
og varpaði sér af bakj og gekk
til hennar.
Hann sagði ekki orð og hún
ekki heldur. Rólegt augnaráð
hans olli því að öll hennar ó-
vissa, öll hennar vandamál
hurfu. Hún var ekki lengur
Jenny Thorne, ekki heldur
dóttir Enid Ambrose Sheila,
hún var fyrsta kona heimsins
við hlið fyrsta mannsins, —
Adam! Hann breiddi út faðm-
inn og Jenny hljóp til hans.
Og þau stóðu þarna í faðm-
lögum og kysstust eins og
ekkert gæti lengur aðskilið
þau. Jenny var svo glöð, svo
ánægð, hún fyrirleit sjálfa sig
fyrir þá hégómagirnd sína að
hafa haft gaman af hrifningu
Rogers Reans og Nicks. — í
fyrsta skipti skildi hún hvað
það var að finna frið í örmum
karlmanns. Þessir armar, —
þessi líkami, þessar varir voru
heimili hennar.
En tilhugsunin um Nick
kom henni til að slíta sig af
honum.
Hann sleppti henm og hún
gekk fáein skref frá honum.
„Adam!“
„Já, ástin mín“. Hann sagði
ekki meira, hann leit aðeins í
augu hennar.
„Þetta er svo erfitt“.
„Hvað er erfitt vina mín?“
„'Vig megum ekki...“
„Hvað megum við ekki,
Jenny?“
„Vegna þess að ...“
„Reyndu ekki að segia mér
að þú elskir mig ekki“, rödd
hans var í senn blíðleg og
stríðnisleg11. Ég veit að það er
ekki satt“.
Ég elska þig, Adam“.
„Og ég elska þig, Eva“.
„En ég get ekki gifst þér . .“
„Hversvegna ekki? Ertu
gift? þá skiljum við við
hann!“
„Nei ekki gift... trúlofuð“.
„En sú vitleysa! hvar er
hringurinn? Ég skal senda
hann til baka.“
„Adam, þetta er ekkert
grín. Mér ... mér líður svo
illa!“
„Ég er alls ekki að grínast,
ég get verið jafn alvarlegur
og þú. Viltu að ég myrði hann
fyrir þig?“
■• Hún skalf og hann náföln-
aði, þegar hann sá svipinn á
andliti hennar.
„Þú ert að hugsa um það.
. ..“ Nú var hann alvarlegur.
'Viltu ekki giftast mér vegna
þess, sem skeði... einu
sinni?“
Ef hann aðeins héldi það!
„Ég get það ekki Adam“.
„í guðanna bænum, hvers-
vegna verð ég að deyja vegna
þess að faðir minn dó?“
„Þú deyrð ekki, Adam“.
„Hér eða annars staðar . ..“
„Það er ekki vegna föður
þíns Adam“, sagði Jenny ör-
væntingarfull.
„Þá .... þá er það vegna
þess að þú hefur komizt að
einhverju hér — einnhvað
sem fær þig til að gruna . .“
rödd hans varð að hásu hvísli
.... „móður mína!“
„Nei, Adam! — Því segirðu
þetta • • • ■ þeíta er ekki satt.“
„Eg hef haldið það! Það
hefur því sem næst gert út af
við mig. Ef hún elskar Dean,
• • ef hann .... þau ...“
„Uss, Adam, ef þau hefðu
elskað hvort annað í tuttugu
ár, hefðu þau gifst.“
„Nei ....“ rödd hans var
hljómlaus. „Ekki, ef þau voru
hraedd. Það hefðu svo margir
talað um það. Spurt • • gizkað
á ■ • • • Minnstu þess, að mál-
ið var aldrei leyst. Nýtt sönn-
'uriargagn, Jenny .... ástæða
fyrir glæpum .... einhver
sem vildi og gat • •.. kannske
veshngs Enid Ambrose • • • •
eða barn hennar!“
Orð Jennyjar hljómuðu
eins og skammbyssuskot í
þögninni. „Já, eða hann henn
ar!“
Og með þeim orðum, með
hljómblæ raddar hennar
hurfu þau bæði niður í hyl-
dýpið.
Adam starði lengi á hana.
„Jenny Thorne,“ sagði hann
loks dræmt.
„Nei, ég hélt það, þangað
til fyrir fáeinum mánuðum
síðan. Stattu kyrr . . þar sem
þú ert og hlustaðu á mig!“
„Bíddu, nei annars, segðu
frá!“
„í apríl tók ég lokapróf við
sjúkrahúsið í Bennetsville
Caroline,“ hóf hún mál sitt,
og sagði honum allt, frá
Nick, hvers vegna hún hefði
komið til Barent og hvað hún
hefði gert hér á Castaniu.
„Eg vann ekki fyrir Dean
lækni, Adam,“ sagði hún loks..
„Eg vann fyrir móður mína
til að sanna sakleysi hennar.
Vertu heiðarlegur gagnvarf
sjálfum þér, Adam, vertu rétt
látur. Getur þú sem sonur
Feliciu og Philips Grise ásák-
að mig, dóttur Enidar Amb-
rose?“
Hann svaraði ekki, hann
lagði spurningu fyrir hana.“
Og að hverju hafið þér kom-
ist hér, ungfrú Ambrose? —
Eða þorið þér ekki að segja
mér það?
.Henni fannst sem hann
hefði verið stungið í hjarta
sitt og hún átti erfitt um and-
ardrátt. „Eg kom hingað í á-
kveðnum tilgangi og ég fer
ekki héðan fyrr en þeim til-
gangi mínum er náð. Eg get
ekki hætt á það. . ... “
„Svo þér haldið að þér get-
ið verið hér • • • ■ á heimili
móður minnar, á heimili mínu
eins og ekkert hafi í skorizt,
ungfrú Ambrose? Þér hafið
sannarlega ríkt ímyndunarafl
ungfrú góð, en ég verð að við-
urkenna að allar aðstæður
eru einkennilegar . . Hér sitj
um við, sonur Philips og dótt-
ir Enidar. . ... “
Þegar hér var komið, kom
Anna hlaupandi eftir gras-
fletinum og kallaði; „Komið
þá fljótt, ungfrú Thome. —
Ungfrú Felicia er veik!“
19.
Adam gekk til hliðar og
Jenny hljóp fram hjá Önnu
og inn til Feliciu, sem lá og
það hrygldi í henni, þegar
hún dró andann. Augu hennar
voru hálflukt og hún virtist
meðvitundarlaus. En þegar
Jenny tók á púlsnum stmhdi’
- Félagslíf -
Knattspyrnufélagið Valur,
Aðalfundur félagsihs
verður í félagsheimilinu að
Hííðarenda rni ðvikudaginn
16. nóv. n.k. kl. 8,30 e. h.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjómin.
Gerum við bilaða
Krana
og klósett-kassa
Valnsveifa
Reykjavíknr
Símar 13134 og 35122
Guðlaugur Einarsson
Málflutningsstofa
Aðalstræti 18.
Símar 19740 — 16573.
Framhaldssaga
eftir KATHRINE N. BURT
AÍþýðuiiaðiÖ — 9.^nóv. ÍÖÖO '