Alþýðublaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 13
FÉLAG íslenzkra listdans- ara telur tímabært að vekja athygli á nokkrum atriðum í rekstri Listdansskóla Þjóðleik hússins. Félagið gerir bað á opinberum vettvangi, þar eð telja verður að hér sé um mál að ræða, er almenning varðar. Nemendur skólans eru um 300 talsins. Listdansskóli Þjóðleikhúss- ins tók til starfa haustið 1952 og voru frá upphafi kennarar hans hjónin Lisa og Erik Bid- sted. Meginhluti nemenda, -—■ sem inngöngu fengu í skólann þetta haust, höfðu áður notið kennslu um lengri eða skemmri tíma hjá viðurkennd um listdanskennurum. Bid- stef-hjónin höfðu orð á því við meðUmi FÍLD. að þau hefði ekki órað fyrir að fá svo marga nemendur með trausta og rétta kunnáttu í öllum grundvallaratriðum listdans- ins, þó að það kæmi aldrei fram á opinberum vettvang'i. Fjöldi nemenda varð strax svo mikill að hjónin gátu með naumindum annað kennslunni og hefur svo verið síðan. Kennsla hefur ávallt legið niðri í 5 mánuði yfir sumar- tímann, og þá jafnframt allar æfingar x listdansi Jnnar< Þjóðleikhússins. FÍLD hefur mælzt til þess við Þjóðleikhús- stjóra að reynt yrði að halda uppi kennslu og æfingum yíír sumarið og þá jafnframt boð- ið fram starfskrafta meðlima félagsins,. enda telur íélagið það frumskilyrði fyrir mynd- un frambærilegs listdans- flokks og viðgang, að æfingum sé haldið áfram með sem styztum hléum allan ársins hring. Þessum tilmælum hefur ekki verið sinnt. S. 1. vetur varð dvöl og 'kennsla Bidsted-hjónanna hér skammvinn og síðla vetrar tók einn af nemendum skól- ans við kennslu, er auglýstir kennarár voru farnir af landi ibrott. Á þessu hausti er Erik Bidsted auglýstur sem aðal- kennari skólans og meðkenn- ari hans einn af félögum FÍLD Af augýsingum og mynd- skreyttum fréttatilkynningum má ætla að Erik Bidsted sé aðalkennari skólans, en svo er þó ek'ki. Hans var axdrei von til landsins fyrr en í fyrsta lagi um áramót og öll kennsla þess vegna falin aðstoðarkenn ara hans, sem er að vísu lið- tækur dansari og hefur sannað hæfni sína á sviði Þjóðleik- hússins. en hefur hvorki kunn- áttu né reynslu til þess að kenna 300 nemendum ein og óstudd. Þjóðleikhúsið er með þessu athæfi uppvíst að aug- lýsingaskrumi fyrir Listdans- Framhald á 14. sí3u. JOHN FITZGERALD KENNEDY er fæddur í Brookline, Massachussetts 1917, einn af níu börnum auðkýfingsins Joseph Kenn- edy, er um liríð var sendiv herra Roosevelts í London. Menníun sína hlaut hann í Harvard og háskólanum í Lon don, lagði stund á lögfræði og hagfræði. Á stríðsárunum var hann í flotanum og hlaut mörg heiðursmerki fyrir vask lega framgöngu. Aðeins 29 ára að aldri var hann kosinn á þing og 1932 sigraðr hann Henry Cabot Lodge í kosn- ingum til öldungadeildarinn- ar. Á flokksþingi Demókrata 1956 hafði hann nærri hlotið kosnrngu sem varaforsetaefni flokksins og frá því vann liann ötullega að þvi að hljóía útnefningu sem forsetaefni flokksins. Á flokksþingi De- mókrata í vor vár hann ein- róma útnefndur framhjóðandi og hefur síðan ferðast vítt og breitt um Bandaríkin til að afla sér atkvæða. Faðrr John Kennedy var einn af fáum auðmönnum, sem þegar i stað féllst á New Deal-stefnu Roosevelt. Hann ólst því upp í andrúmslofíi þjóðfélagslegra umbóta og hefur æ síðan verið aðdáandi hins mikilhæfa forseta. Kennedy þótti enginn skör ungur á þingi fyrstu árin, en er £ öldungadeildina kom vann liann að ýmsum merki- legum lagafrumvörpum. 1955 gekk hann undir hættulegan uppskurð og var um tíma ekki hugað líf. Eftir þetta var Kenned.y breyttur maður. Á sjúkrahúsrnu vaknaði hug- myndin að bók, er hann skrif- aði nokkru síðar og heitir Profiles in Courage. Lýsir hann þar nokkrum frægum Bandaríkjamönnum, sem fylgdu sannfæringu sinni og gerðu það, sem rétt var án tillits til afleiðinganna fyrir sjálfa sig persónulega. Frá þessum tíma hefur Kennedy verið frjálslyndur stjórnmála maður, — og ákveðinn í að verða forseti Bandaríkjanna. Kennedy aflaði sér nú að- stoðar ýmissa manna til að undirbúa kosningu sína og ekki síður að byggja upp •stefnu sína. Meðal helztu sam starfsmanna hans liafa verið Chester Bowles, fyrrum sendiherra í Indlandi, hag- fræðingurinn Galbraith og fleiri áherandi menn í banda- rísku lífi. í kosningaræðum sínum hefur Kennedy að vísu ekki lofað löndum sínum svita, blóði og tárum, en hann hefur sífellt hamrað á því, að Bandaríkin verði að sækja til nýrra markmiða, þenjast enn. frekar út, auka framleiðslxma örar en nú á sér stað og halda forustuhlutverki sínu meðal frjálsra þjóða, en sýna kom- múnistum jafnframt fram á, að þau séu öflugasta veldi jarðar. Hann hvetur til auk- inna áhrifa ríltisins í efnahags málum, aukinna ellitrygg- inga, sjúkrahjálpar og skóla- bygginga. Þessi umbótapóli- tík er hvort tveggja í senn senn arfur frá Roosevelt og byggð á raunhæfu mati á á- standinu í þessunx málum í Bandaríkjunum. Kennedy hef ur ráðist liarkalega á síend- urteknar yfirlýsingar Repú- blikana um, að allt sé £ himna lagi í Bandaríkjmium, þar þurfi engu að breyta eða bylta. Hann bendir á, að Eisenhow- er hafi nú í átta ár haldið við hálfgerðri kreppu í landinu oi; ekki þorað að grípa til raun- hæfra aðgerða í efnahagsmálj- um. Nú er svo komið, aS menn eru farnir að efast um dollarann erlendis og taka verður í taumana, ef stöðvun á ekki að verða. Þegar Roosevelt tók við völdum 1932, er allt var í kalda koli í Bandaríkjunum, sagði hann, að hið eina, sem þyrfti að gera, væri, að setja allt £ gang aftur, þá mundi ástandið lagast af sjálfu sér. Þetta tókst með ágætunx, víg- búnaðarkapphlaupið lijálpaði að vísu nokkuð, en með því að gera áætlanir um framtíð- ina, dreifa kaupmættinum og samvinnu, tókst að skapa blómlegt atvinnulíf að nýju í ríkjunum. Þessi New Deal stefna varð einnig til þess, að Bandaríkjamönnum varð mögulegt að hjálpa svo sem raun bar vitni vinum sínum í heimsstyrjöldinnl. Kennedy segir, að Banda- ríkin hafi blátt áfram ekki ráð á, að hungur og fátækt ríki £ heiminum. Hann hefur gert að sínum þær kenningar Galbraiths, að bandarískt efnahagslíf standist ekki nema til komi áætlunarbú- skapur og skipulögð fjárfest- ing. Þar af leiðandi hefur Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið 10. nóv. 1960 i3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.