Alþýðublaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 15
hún. „Roger! Sækið Roger!“ „Það er búið að senda eftir honum frú Grise“, sagði Jenny rólega. „Hann er á leiðinni hingað!“ Æðasláttur hennar varð veikari og Jenny setti skeið milli vara hennar. Felicia kingdi og örlítill roði kom í kinnar hennar. Jenny settist við hlið hennar og beið unz læknirinn kom. Hann hlustaði hjarta he’nn- ar, bað um vatn og gaf Feliciu pillu og beið þangað til þung augnalok heniiar hreyfðust og hún brosti veiklulega til hans. Hánn settist við hlið hennar og Jenny gekk út að gluggan- um. Hún fremur fann en sá, að Felicia bandaði hendinni frá sér. „Þér þurfið ekki ag vera hérna inni núna ungfrú Thorne. Henni batnar, farið þér ekki neitt frá“. Dean lækn ir' leit ekki á hana, hann sá að- eins fagra konuna, sem var að. snúa aftur til lífsins, Jenny gekk út á svalirnar ■og settist þar út í horn. Hún mig um að giftast yður“, stamaði Jenny. ,,I almáttugs bænum ... —- hvenær bað ég yður um það?“ ,,En ... Dean læknir . . . munig þér ekki. . . fyrir tveim vikum síðan ..“ „Ég sagði þér, að ég væri afbrýðisamur við Adam Grise og að þú skyldir læra að elska mig. En ég bað þig aðeins um eitt. . . um að hjálpa MÉR, MÍN 'VEGNA til að koma Adam Grise burt frá Castaníu. Er minni þitt eitt- hvað að skána?“ „Þér reynduð að fá mig á yðar mál með því að láta sem . . . þér elskuðuð mig? Var það þessvegna? En hvað ég er feg- in að ég lét ekki freistast!“ „En þín var freistað og ég lét ekki sem ég elskaði þig.“ „Ég skil yður ekki, Dean læknir“. Hann hló og svo tók hann hana blátt áfram í faðm sér og kyssti hana grimmdarlega og með slíkri ákefð að hún náði ekki andanum. Hún barðist gegn honum örvæntingarfull og sárreið. Svo minntist hún Nicks og huggaði sig við hann. Hún varð að reyna að lifa vegna þakklætisskuldar hennar við hann. Klukkan var orðin fimm áður en Anna kom til hans og sagði henni að ungfrú Felicia vildi fá að tala við hana. — Hún brosti til hennar, föl að vísu en vel útlítandi. „Ég ætla út á tún að hvíla mig, en ég vildi tala við þig fyrst Jenny“, sagði hún og rétti fram höndina. „Þú lof- aðir mér í morgun að segja mér sannleikann seinna. Ég beið en þú komst ekki aftur. Skilurðu ekki hve erfitt það er að sitja hérna hjálparvana og bíða?“ „Mér finnst þetta mjög leitt frú Grise. En ég vissi ekki hvað ég átti að segja og eins og ég held að þér vitið núna hafði ég misskilið Dean lækni algjörlega. Ég er ekki neitt sérstaklega útfarinn í daðri“. „En þú heldur að Roger 'sé það?“ „Ég held, að hann hljóti að vera það. Hann fékk mig að tak Adams í stiganum • • þráði að heyra hann berja á dyr sín- ar og segja með sinni djúpu heitu rödd: „Jenny, Jenny, .. hleyptu mér inn. Eg elska þig. Hvaða máli skiptir allt hitt, ef við aðeins elskum hvort ann- að. Hún var búin að vera. Þó nafn Enidar væri hreinsað var hún samt búin að vera. Hún henti sér upp í rúmið og gaf sig grátnum á vald. 20. Hún grét sig í svefn. Hún vaknaði aftur eins og oft kem ur fyrir eftir mjög þungan svefn, skyndilega og algjör- lega. Hún reis upp og gekk að glugganum til að loka honum. Það var stjömubjört nótt fyrir utan og hún sá Ijósrák neðan úr vinnuherberginu. Var næturgesturinn enn í heimsókn? Hún var ekki lengur hrædd við hann. Það skipti engu máli lengur hvað kæmi fyrir Shei- lu Ambrose, öðru nafni Jenny ‘tók höndum fyrir andHt sér og barðist við grátinn. Andlit Adams ... kuldaleg grá augu Adams ... Það var enginn til nema Adam fyrir henni. Hvað hafði hún gert honum? Hvað gæti hún ekki gert honum? Tíminn leið seint, Hún hafði fengið aftur sjálfstraust sitt og gat litið rólega á Ro- ger Dean, þegar hann kom út. „Þarna ertu þá Jenriy! Frú Grise sefur. Það er ekkért að henni“, hann hikaði og fögur augu hans litu hörkulega á Jenny. „Hún fékk taugaáfall“. „Sagði hún yður hvers vegna?“'stamaði Jenny. Bros hans var biturlegasta bros sem Jenny hafði nokkru sinni séð. „Þú sveikst mig vinkona!“ Jenny blóðroðnaði. „Var það að svíkja yður að segja frú Grise að .. „Það held ég að þú vitir sjálf“. Hann gekk að hand- riðinu og hallaði sér fram yfir það, Jenny gekk til hans og stóð.við híið hans. Hún heyrði að hann tautaði fyrir munni sér: Ég. er fastur £ gildrunni. — Ég losna þaðan aldrei...“ „Er það ekki vegna þess, að þér ELSKEÐ hana Dean lækn- ,ir?“ „Vegna þess, að þér hafið alltaf elskað hana, vegna þess að. þér getið ekki kvænzt henni?“ „Og hver hefur gefið þér leyfi til að greina tilfinningar okkar?“ spurði hann kulda- lega. „Það... það, að þér báðuð f! „Kannske þetta kenni þér eitthvað", sagði Roger biturt. Kenni þér eitthvað um karla og konur! Ég gæti barið þig og konur eins og þig! Þær freista manns sem er að deyja úr þorsta, manns, sem er bund inn í báða skó!“ „Þér eruð vitskertur! Þér eruð brjálaður, en ekki Adam!“ „Ég hef verið brjálaður og hættulegur og ég verð það ef til vill aftur. En ekki fyrir þig. Við skulum hætta þessu, ég hef fengið nóg!“ „Ég biðst afsökunar ef ég hef misskilið yður“, heyrði hún sjálfa sig segja. „Það gleður mig að ég hef misskilið yður, ég kveið nefnilega fyr- ir að verða að segja yður að ég vildi yður ekki. Ég hef lit- ið upp til yðar, borið virðingu fyrir yður .. . mér kom aldrei til hugar að ég freistaði yðar á nokkurn hátt. Og heldur en að særa Feliciu ...“ Hann hrökk við og lagði höndina á enní sér. „Önnur kona sagði alveg þessi sömu orð nákvæmlega á sama hátt“, tautaði hann, „Sagan endur- tekur sig. Sagan er hjól, sem sífellt snýst“. Hann hló hátt. Ég hlýt að hafa lifað... og elskað of lengi. Sælar“. Hann liljóp af svölunum, settist inn í bílinn og ók á brott. Já hún hafði sært hann. — Hún hafði brotið skarð í þá trú hans að hann væri einn af inum miklu ástmögrum heims ins. En hve ást eins manns var fljót að breytast í hatur. Hafði Adam einnig hatað hana þarna úti í garðinum? — minnsta kosti til að koma mjög heimskulega fram en það var gott að ég hafði ekki tekið hann alvarlega“. „Já, mjög gott fyrir þig“, Felicia var sorgmædd á svip- inn. „Og ég var svo heimsk að segja það við yður frú Grise!“ „Það var mér að kenna ... það var ég sem minntist á Roger. Veslings Adam! Ég held að hann hafi ekki meiri reynslu en þú segist hafa!“ Jenny fór hjá sér. „Ég átti þetta víst skilið. Ég hefði átt að gæta mín betur. En ég fer eftir fáeina daga. Ef þér eruð nægilega frísk... fer ég á morgun“. „Ég er nægilega frísk. — Þessi köst mín eru ekki jafn alvarleg og þau virðast vera. Ég er slæm á taugum og hef blóðrásartruflanir. Og ég er þér sammála í því að það sé rétt að þú farir. Það væri ekki gott fýrir Adam að hafa þig hér fyrst þetta er svona“. Henni þykir ekki vænt um mig lengur, hugsaði Jenny særð, svo tautaði hún að henni þætti þetta rnjög. leitt. Allan daginn óg allt kvöldið beið hún í herbergi sínu í þeirri von að hún heyrði fóta- Thorne. Ástina myndi hún al- drei öðlast, öryggi var það eina sem hún gat vonast eftir. Hún fór úr skónum, því hún hafði legið alklædd í rúminu og læddist niður stigann. Hún opnaði dyrnar gætilega og kveikti loftljósið. Það stóð mannvera hálf- bogin yfir bókunum undir glugganum. Hún rétti úr sér og hnipraði sig svo saman aft- ur. Grönn vera með grannar herðar, umsveipuð brúnum tveedfrakka með liðað hár sem litlar hendur héldu um og á annarri hendinni glamp- aði á safírhring. Jenny gekk fáein skref í áttina til hennar áður en hún mátti mæla. „Frú Grise! Frú Grise .... það getur ekki verið, • ■ þér!“ Hendurnar féllu frá andlit- inu og veran reis á fætur. — Felicia í karlmannafötum, Felicia hærri vexti en Jenny hafði álitið. Felicia föl sem nár, Felicia sem gat gengið! Hún gekk að skrifborðinu og settist á stólinn. „Þá veiztu það,“ sagði hún. Jenny stóð graf kyrr. — „Þér getið staðið! Þér getið géngið! Hve lengi ... „Tuttugu ár.“ Framhaldssaga 20 eftir KATHRINE N. BURT AÍþ; Snjéhjélbarðar 1000x20 900x20 825x20 750x20 700x20 650x20 1050x16 820x15 640x15 600x15 590x15 560x15 550x15 520x14 590x13 640x13 670x13 Barðinn h.f. Skúlagötu 40. Varðarhúsinu við Tryggvagötu. Auglýsingasíminn 14906 Áskriffasíminn er 14900 Tékknesku kuldasfígvélin eru komin í öllum stærðum fyrir born og fullorðna. GEYSiR H.F. Fatadeildin. Þvottavéiar Hinar vinsælu ódýru hollenzku þvottavélar komnar aftmr. Rafvirkjinn Skólavörðustíg 22. Sími 15387. iubÍááíS f— 10. nóv. 1960 |j^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.