Alþýðublaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 2
SBUtlðrar: GísU 3. Astþórsson (áb.) og Benedlkt Grðndal. — rulltrúar rlt- Mómar: Sigvaldi HJilaaarsson og IndriSl G. í>orsteinsson. — Fréttastjórl: Pjórgvin GuSmundsson. - Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglysingasin. Í4 80S. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — Prentsmiðj a AlþýSublaSslns. Hveríls- ádta 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuSl. í lausasílu kr. 3,00 eint 9t*elandl: AiþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjórl: Sverrlr Kjurtansson Hefðu kommar samið ? , HÁLFS MÁNAÐAR umræðu um landhelgismál i ið er lokið í Efri deild, og varð hún allsöguleg. : Eftirfarandi staðreyndir voru upplýstar, sem j landsfóikinu munu hafa þótt nokkur tíðindi: Vorið 1958 gerðu þeir Hermann Jónasson for- sætisráðherra og Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra tilraunir til að leysa land- helgisdeiluna MEÐ FRIÐI. Þeir buðu Atlants hafsbandalaginu samkomulag, og skyldu er- lendir togarar fá að veiða að sex mílum í nokkur ár, ef full 12 mílna landhelgi yrði síðan viðurkennd skilyrðislaust. Upplýst er. að Finnbogi Rútur Valdimarsson og ráðherrar Alþýðubandalagsins, þeir Hanni bal Valdimarsson og Lúðvík Jósefsson, vissu um þessar tilraunir Hermanns og Guðmundar. Þeir hreyfðu engum opinberum mótmælum, gerðu ekkert, sem vitaö er um, til að stöðva viðræðurnar við A'bandalagið. ^ Núverandi ráðherrar hafa hælt Hermanni Jónas ] syni fyrir þá stefnu, sem hann tók 1958. Það er 1 tvímælalaus skylda hverrar ábyrgrar ríkisstjórn 1 ar að reyna að fá friðsamlega lausn deilumála, 1 sem þjóðin getur við unað. Nú gerir ríkisstjórnin ^ þetta sama, en Hermann tekur þveröfuga stefnu 1 í ábyrgðarlauri stjórnarandstöðu. J Þáttur kommúnista í landhelgismálinu er mjög 1 athyglisverður. Þeir hreyfðu engum opinberum 1 mótmælum, er Hermann og Guðmundur í. ] reyndu að leysa landhelgisdeiluna með samning I um 1958. Þó er upplýst, að Lúðvík og Hannibal i vissu mætavel um skeytasendingarnar til A- | bandalagsins. | Rétt er að minnast þess, að kommúnistar létu j lönd og leið mörg baráttumál flokks síns til þess j eins að lafa í ráðherrastólum. Þeir lögðu niður • alla baráttu gegn varnarliðinu. Þeir hættu að ] tala um, að ísland gengi úr Atlantshafsbandalag J inu. Þeir minntust ekki á, að ísland þyrfti að ] gerast hlutlaust. í Auðvitað hefðu þeir einnig fallizt á þá samn j inga í landhelgismálinu, sem Hermann vann að. J Hann skýrði kommúnistum frá því, sem var að ; gerast, og ráðherrar þeirra létu ekkert frá sér ] heyra opinberlega. Það var í fullu samræmi við i aðra framkomu þeirra að samþykkja með þögn- 1 inni það, sem þeir nú kalla makk, til að fá að sitja ' um kyrrt í stólunum. i 1) ■] 2) 1 í Áskriftarsíml Alþfðublaðsins er 14900 LAUN kr. 170,00 á mánuði og laun afgreiðslustúlku í búð um kr. 200,00 á mánuði. Síðan myndu hækkanir halda á- fram um hver áramót unz fullum jöfnuði væri náð 1. jan. 1967, Launajafnréttismájð hef- ur áður komið til kasta Al- þingis. Auk þingsályktunar innar, sem áður er greint frá, fluttu fjórir þingmenn Alþýðuflokksins frumvar.p í neðri deild á Alþingi 1953 um sömu laun kvenna og karla við öll embætti og sýsl anir hjá ríkinu og sveitar félögunum og við iðju og iðn að. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga. Síðan hefur margt breytzt og nú á launa jafnréttishugsjónin sér marga formælendur og fylgismenn. Við, sem flytjum þetta frum varp, treystum því á, að það eigi greiða leið í gegnum ammmimmwmwmmvmhm Þar vilja verkamenn ákvæðis- vmnu í DANMÖRKU, Noregi og Svíþjóð eru kaupsamn ingar til 2ja eða þriggja ára sagði Paul Engstad fulltrúi Alþýðusamband- anna í þessum löndum í á- varpr, er hann _ flutti a þingi Alþýðusambands ís lands í gær. Sagði Eng stað, að þetta fyrirkomu- lag hefði gefið góða raun og jafnvægi verið í efna- hagsmálunum. Þá kom það einnig fram í ávarpi Engstads, að verkamenn í þessum lönd um hafa farið inn á það að vinna ákvæðrsvinnu. Dagsbrún styður SÖMU Framhald af 4. síðu. hagsmuna- og réttlætismáli’. Ávinningurinn féll þó ekki einvörðungu í skaut hinum fjölmenna hópi kvenna, sem stundar störf utan heimilis. Það yrði einnig ávinningur fyrir þjóðina í heild að fá stærri hóp kvenna til að taka þátt í framleiðslu- og uppbyggingarstörfum. Slíkt er nauðsyn fyrir fámenna þjóð í víðáttumildu landi, þar sem mörg verkefni bíða óleyst. Launamismunurinn í þeim starfsgreinum sem frumvarp ið nær til er svofelldur: Verkakona hefur í al- mennri dagvinnu kr. 16,14 í kaup á klst., en verkamaður kr. 20,67. Mismunurinn er kr. 4,53 á klst., sem sam- svarar kr. 906,00 á mánuði. Iðnverkakona sem komin er á fullan Iðjutaxta hefur í kaup kr. 33319,75 á mánuði en karlmaður á samsvarandi taxta hefur kr. 4341,75. Mis- munurinn er kr. 1022,00 á mánuði. Afgreiðslustúlka í búð, sem komin er á fullan taxta, hefir í laun kr. 3334,00 á mánuði en afgreiðslumaður á samsvarandi taxta kr. 4538,00. Mismunurinn er kr. 1204,00. Hjá skrifstofufólki er launamismunurinn hins veg- ar nokkuð minni. Næði frum varp þetta samþykki myndu hækkanir samkvæmt því verða þannig 1. jan. 1962 að óbreyttum samningum mið- að við framangreind tilfelli. Laun verkakonu myndu hækka um 0,76 á klst., eða kr. 150,00 á mánuði. Laun iðnverkakonu hækkuðu um DAGSBRÚN samþykkti sl. sunnudag stuðning við íillögu konunúnrsta í stjórn ASÍ um aðgerðir í kjaramálum. Jón Hjálmarsson talaði á fund inum og lagði áherzlu á það, að launþegar þyrftu að fá raun- hæfar kjarabætur en ekki kauphækkanir, er yrðp. fljót- lega að engu. Reynslan hefði sýnt bað, að kauphækkanir undanfarinna ára hefðu þegar horfið í verðbólguflóð og þess vegna bæri nú að leita nýrra úrræða í kjaramálum, úrræða, er fært gætu verkamönnum raunhæfar kjarabætur. Sagði Jón að sjálfsagt væri að reyna að fá einhverjar verðlækkaniv svo sem við afnám söluskatts í tolli. En einnig bæri að taka upp ákvæðisvrnnu fyrir verka- menn eins víða og hægt væri. Eðvarð sagði að ekki væri unnt að koma við ákvæðrsvinnu í mörgum greinum t. d. í bygg- ingarvinnu. Jón sagði, að cin- mitt í byggrngariðnaði ynnu faglærðr menn í ákvæðisvinnu en við hlið þeirra ynnu verka- mcnn á tímakaupi og yrðu þá að hafa vrð ákvæðisvimiu- mönnunum og væri það hið mesta ranglæti. Hannes á h o r n i n u ☆ Smyglað — og smygl- vörur seldur fyrir allra augu. ■fa Hættuleg skémmdar- verk á skipum. 'jíý Aðeins fáir vita það. sem allir verða að vita. SMYGLIÐ með farþegaskip- unum er á hvers manns vörum j eins og eðlilegt er. I»ó hefur það verið á allra viíorði, að smyglað hefur verið árum saraan — og varningurinn seldur á heimil- um smyglaranna, jafnvel aug- lýstur — og þar örtröð og ös eft- ir að skip húsbóndans hefur ver ið í höfn. AUK ÞESS HEFUR óskamm- feilni , smyglara og hylmara þeirra gengið svo langt, að varn. ingurinn hefur verið seldur í verzlunum og jafnvel verið stil’t út í búðarglugga. Éjf benti á þetta fyrir allmörgum árum, en þá voru ströng innflutningshöft. Þá var hringt til mín frá saka- dómaraembættinu og spurzt fyr ir um það, livað ég hefði fyrir mér í fuliyrðingum mínum. Ég bað um að skqðað væri í glugga verzlunar, sem ég nefndi. Það mun hafa verið gert, því að nokkrum mánuðum síðar las ég, að kaupmaðurinn hefði verið dæmdur í stórsektir fyrir að selja smyglaðan varning. ALLIR HAFA VITAÐ, að stórfellt smygl hefur átt sér stað og smyglaður varningur hefur verið seldur fyrir alira augum. Upp á síðkastið virðist hafa ver- ið gengið rösklega að því að leita að smj'glvörum í skipum, að minnsta kosti rösklegar en áður var. Hins vegar hefur bað oft vakið furðu hverjir dæmdi.v liafa verið. Það hefur jafnvel átt sér stað, að lægst setti maðurinn um borð, „messa‘-drengurinn, 17—18 ára, hefur meðgengið —. og verið dæmdur. MARGAR SPURNINGAR vakna við uppljóstrun svona mála: Hvernig er hægt að rífa herbergi í skipum, koma þar fyrir vörum og gera heil aftur, án þess að um það viti nema 1 —3 menn? Hvernig er hægt að hola innan siglutré eða sjóða sundur stálplötur, án þess að nokkur yfirmanna viti um það? ALMENNINGUR spyr þess- ara spurninga og það er ekki út í bláinn. Niðurstöður af þessum máliun hafa gefið tilefni ti? þeirra. Þær hafa áður verið birtar opinberlega, en aldrei fengizt viðunandi svar. Ef til vill fæst það núna. ENN EIN HLIÐIN blasir við á þessum málum. Smygl er tal- ið til glæpa gegn þjóðfélaginu. Það er auðgunarglæpur — og hylmarinn jafnsekur sjálfum smyglaranum. En við þetta bætist sú hörmulega staðreynd, að smyglarar rifa í sundur sjálfa fleytuna, sem þeir eru á, til þess að koma fyrir smyglvörum sín- um. Þeir hafa jafnvel logskorið sundur stálplötur í vélarúmi og milli lesta. Þetta er annar glæp- ur og öllu verri en smyglið sjálft — og í raun og veru eng- um sjómanni ætlandi, þrátt fyriu allt — og þó er það staðreynu, Hannes á horninu. £ £7. 'ríðv*. 1«50 MhMVtktáir"*-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.