Alþýðublaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 4
^ 'Hr. forseti.
■ MEÐ FRUMVARPI þvi
sem hér liggur fyrir á þing-
i skjali 64 er ætlunin að stíga
mjög stórt skref í áttina til
| fulls launajafnaðar milli
i kvenna og karla.
Baráttan fyrir jöfnum
| launum kvenna og karla er
■ekki einvörðungu kjarabar-
átta af hálfu kvenna, heldur
■engu að síður barátta fyrir
fullkomlega jöfnum mann-
réttrndum. Þegar endanleg-
ur sigur heíur unnizt í þess
ari baráttu. er jafnréttisbar-
áttunni lokið, því að á öðr-
um sviðum mannréttinda
hafa konur fyrir löngu öðl-
azt sama rétt og karlar.
Verkalýðshreyfingin og
kvenréttindafélögin hafa lát-
ið þetta mál mikið til sín
taka og gert um það margar
ályktanir. Má þar til nefna
ályktun síðasta Alþýðusam-
'bandsþings er hljóðar svo,
með leyfi hæstv. forseta.
„26. þing A. S. ., telur að
lokatakmarkið í launakröf-
um kvenna sé algert launa-
jafnrétti við karla. Beinir
þingið því til allra þeirra sam
(bandsíálaga, sem með launa
mál kvenna fara að þau
beiti sér fyrir því sem á-
fanga að þessu marki, að
'kvennakaup hækki svo að
toilið milli þess og kaups
karla minnki, og heitir á
væntanlega sambandsstjóm
að styðja það mál af fremsta
megni“.
í þessari ályktun kemur af
staða verkalýðshreyfingarinn
ar. skýrt fram og á þvi er
enginn vafi að í hennar röð
um ríkir áhugi og full éin-
ing um að sjá þessu máli
iborgið.
Ástæðurnar fyrir mismrni
á launum karla og kvenna
eru oítast taldar þær, að
karlmenn búi yfir meiri lík
amlegu atgervi en konur og
séu hæfari og afkastameiri
til flestra starfa heldur en
þær og þeim beri því hærra
'kaup. Þetta eru þó ekki sterk
rölc, þegar málið er athugað
nánar. í fvrsta lagi er þess
að gæta, að sérlega erfið
ströf, sem karlmenn einir
vinna. eru yfirleitt greidd
með hærra kaupi en almennu
karlmannakaupi í viðkom-
andi starfsgrein. Á því síður
að vera því nokkuð til fyrir-
stöðu, að konur fái sama
kaup og karlar í almennri
vinnu. í öðru lagi er vitað,
að ýmis störf henta konum
ýmist jafnvel enn betur en
karlmönnum, en samt fá þær
iægra kaup fyrir þau. í
þriðja lagi er launamismis-
unurinn meiri en svo, að
hann verði réttlættur með
mi'smun á afköstum og
hæfni. í heild mun afkasta-
mismunur karla og kvenna
við sömu störf vera minni
en innbyrðis afkastamismun-
ur milli einstaklinga af sama
kyni, sem hafa þó allir sömu
laun, nema í þeim undantekn
ingartilfellum, þegar um á-
kvæðisvinnu er að ræða. Rök
in fyrir launamismun hafa
HÉR fer á eftir framsöguræða Jóns Þorsteins-
sonar fyrir frumvarpi því, sem hann hefur ásamt
Eggert G. Þorsteinssyni og Friðjóni Skarphéðins*
syni, flutt á alþingi xun launajöfnuð kvenna og karla.
Frumvarpinu var vísað til nefndar og er þar nú til
athugunar.
því ekki við mikið að styðj-
ast.
Sterkustu rökin fyrir
launajafnrétti eru þau, að
það er jafnkostnaðarsamt fyr
ir konur sem karla . að lifa
í þessu landi. Konur geta
ekki búið við sömu lífskjör
og karlar nema hafa sömu
laun. Þær njóta engra lög-
bundinna forréttinda um út
gjöld eða framfærslu.
Með þessu frumvarpi er
stefnt að því-, að lágmarks-
laun kvenna og karla fyrir
sömu störf verði hin sömu.
Launajafnréttið er viður-
kennt við opinber störf, þótt
misbrestur sé talinn vera á
í framkvæmd. En úr því að
launajöfnuður er • viður-
kenndur við hin æðri em-
líklegt, að um gildi þeirra
og áreiðanleik risu miklar
dei'lur. Þetta frumvarp grund
vallast því á reglunni um
sömu laun fyrir sams konar
störf, en hafnar að leysa
málin á hinum flókna og ó-
fullnægjandi grundvelli regl
unnar um .sömu laun karla
og kvenna fyrir jafnverð-
mæt störf.
Á Alþingi því, er sat vet-
urinn 1957—58, var sam-
þykkt þingsályktunartillaga
um launajafnréttismálið. Á-
lyktaði Alþingi að fela ríkis-
stjórninni að skipa fimm
manna nefnd til að athuga,
að hve miklu leyti konum
og körlum séu raunverulega
greidd sömu laun fyrir jafn
verðmæta vinnu. Enn frem-
um samningum verkalýðsfé-
laga og vinnuveitenda er
naumast fyrir hendi. Kemur
það til af því, að verka-
kvennafélögin hafa ekki bol
magn til að knýja fram kröf
una um launajafnrétti. Á
það m. a. rætur sínar að
rekja til þess, að konur geta
ekki sinnt málefnum stéttar
félags síns á sama hátt og
karlar, þar sem þær eru svo
ibur-'nar við húsmóðurstörf-
in. r , önnur heimaverkefni.
Konurnar hafa líka minni á
huga á kjaramálum en karl
ar, :,sm þær reikna flest
ar með að taka ekki þátt í
atvinnulífinu nema um nokk
urra ára skeið, en að því
loknu helga sig algerlega hús
móðurstörfunum. Hér við
bætist svo það, að heildar-
samtök verkalýðsins hér á
landi fara ekki með samn-
ingsrétt fyrir meðlimi sína,
heldur er það hvert og eitt
verkalýðsfélag. Þetta fyrir-
komulag á sinn þátt í því að
torvelda það, að unnt sé að
leysa launajafnréttismálið
með samningum. - Lausn á
þessu máli verður því ekki
komið fram á annan veg en
LAUN FYR-
bætti og önnur vel launuð
störf, hversu miklu ríkari á-
stæður eru þá ekki fyrir
hendi til þess að viðurkenna
launajöfnuð við lægst laun-
uðu störfin í þjóðíélaginu,
en það eru einmitt þau störf,
sem þetta frumvarp nær
fyrst og fremst tll.
Svo sem kunnugt er. hef
ur ísland fullgilt hina svo
nefndu jafnlaunasamþykkt
Alþj óðavinnumálaskrif stof-
unnar. Samkvæmt ákvæðum
samþykktarinnar á hvert að
ildarríki að stuðla að því,
að reglan um jöfn laun til
karla og kvenna fyrir jafn
verðmæt störf taki til alls
starfsfólks. Samþykktin er
fremur almenn stefnuyfirlýs
ing en að hún leggi aðildar-
ríkjunum beinar skyldur á
herðar. Hún nær líka
skammt að því leyti, að hún
miðar einvörðungu að launa-
jöfnuði fyrir jafnverðmæt-
mæt störf. Launajöfnuður á
þeim grundvelli eipum yrði
ófullkominn og mjög örðug
ur í framkvæmd, þar sem sí
fellt þyrfti - að framkvæma
mat á verðmæti hinna marg
breytilegustu starfa, sem kon
ur og karlar inna af hönd-
um. Væru slíkar matsgerðir
án efa mikið vandaverk og
ur skyldi nefndin gera til-
lögur um ráðstafanir til að
tryggja fullkomið launajafn-
rétti. Á grundvelli þessarar
tillögu var svo nefndin skip
uð af þáverandi félagsmála-
ráðherra, Hannibal Valdi-
marssyni. Síðan hefur verið
hljótt um þessa nefnd, og er
þó ærið langur tími liðinn,
síðan hún tók til starfa. Mun
nefndin eitthvað hafa kann-
að launagreiðslur, en hins
vegar engar tillögur gert um,
hvernig tryggja ætti fullkom
ið launajafnrétti, og þeirra
ekki að vænta á næstunni,
svo að vitað, sé. En það er
einmitt þetta verkefni. sem
nefndin hefur. vanrækt, sem
leyst er með þessu lagafrum
varpi. Markmið frumvarps-
ins er að tryggja fullt launa
jafnrétti, og það er gert með
því, eins og frumvarpið ber
með sér, að lögbjóða árlega
hækkun á launum kvenna í
öllum fjölmennustu atvinnu
greinum þjóðarinnar á næstu
sex árum, unz fullum launa
jöfnuði verði náð 1. jan.
1967.
Það má telja augljóst mál,
að launajöfnuður verði ekki
tryggður á annan hátt hér
á landi en með löggjöf. Sú
leið að leysa þetta með frjáls
með lagasetningu, enda er
það sú aðferð, sem mest er
lagt upp úr í jafnlaunasam-
þykkt Álþjóðavinnumálaskrif
stofunnar.
Frumvarp þetta nær til
allra þeirra starfa, sem al-
mennast er að konur vinni
við hlið karla. Sjálfsagt
mætti við nánari athugun
tína til einhverjar fámenn-
ar starfsgreinar, sem frum-
varp þetta tekur ekki til.
Kynnu menn þá að spyrja,
hvort konur í þeim sarfs-
greinum ættu ekki einnig
rétt á launajöfnuði. Vissu-
lega ætti það svo að vera.
Þessu er þó sleppt í frum-
varpinu til að gera lögin ekki
of erfið í framkvæmd og flók
in, enda mundi frumvarpið,
ef að lögum yrði, að sjálf-
sögðu bæta mjög samnings
aðstöðu allra kvenna, hvort
sem þær vinna störf sín yfir
lelt.t við hlið karla eða ekki,
eða með öðrum orðum hvort
sem taxti er til fyrir hlið-
sæð störf karlmanna eða
ekki. Lögin mundu því í
reynd hafa áhrif í launajafn
réttisátt fyrir allar konur,
enda er það einn megintil-
gangur frumvarpsins.
í 1. gr. frumvarpsins seg-
ir að á árunum 1962—1967
«4 17. nóv. 1960 — Alþýðuhlaðið
skuli laun kvenna fyrir
sömu störf hækka til jafns
við laun karla í almennri
verkakvennavinnu, verk-
smiðjuvinnu og verzlunar- og
skrifstofuvinnu og er hér
fyrst og fremst átt við þau
störf er falla undir kjara-
samninga verkakvennaféLag-
anna, félaga verksmiðjufólks
og félaga verzlunar- og skrif
stofufólks. Með orðinu störf
í þessari grein er átt við
störf í víðtækri merkingu.
Það er t. d., ekki meiningin
að flokka þá vinnu, sem fell
ur undir almenna verka-
kvennavinnu, í margar teg-
undir starfa svo sem fisk-
vinnu, sláturhúsvinnu, vinnu
við þvott o. s. frv., og athuga
svo hvað af þessum störfum
karlmenn vinna einnig og
hækka launin fyrir þau.
störf en hin ekki. Meining
okkar, sem að þessu frum-
varpi stöndum, er sú. að við
ákvörðun um hækkun eigi yf
irleitt ekki að sundurliða
störfin frekar en gert er í
kjarasamningum, verkalýðs-
félaganna. Almenn verka-
kvennavinna og almenn karl
.mannávinna í heild s|ama
starfið af því að flestir þætt
ir þessarar vinnu eru bæði
.unnir af konum og körlum.
Það sem á að skera úr um
hvort um sama starf hjá
konu og karli sé að ræða
þegar athugað skal um hvort
kona á rétt á launajafnaðar
hækkun er ekki það hvort
karlmenn inni þetta starf
sjaldan eða aldrei af hönd-
um heldur hitt hvort til sé
kauptaxti hjá karlmönnum,
yfir þetta starf, ef þeir yrðu
látnir vinna það. Og ef slík
ur kauptaxti er til þá á kon
an að fá hækkun. Það má
því reikna með að í þeim
starfsgreinum, sem frum-
varp þetta tekur til, yrðu það
mjög fá tilfelli þar sem rétt
ur til hækkunar væri ekki
fyrir hendi vegna þess að
ekki væri um sömu störf að
ræða.
Á'því er ekki Vafi, að það
er farsælasta fyrir alla aðila,
að launajöfnuðurinn nái fram
að ganga smátt og smátt á
nokkrum árum. Hversu mörg
ár það eiga að vera, getur
verið mikið matsatriði. í Sví-
þjóð hafa t. d. nýlega tekizt
heildarsamningar milli verka
lýðssamtakanna og vinnu-
veitenda um, að launajöfn-
uður skuli ganga í gidi á
næstu fimm árum. Hér er
lagt til, að það verði á næstu
sex árum. Væri fullur launa
jöfnuður lögboðinn þegar í
stað í einum áfanga, mundi
það geta valdið mjög mikilli
röskun í atvinnulífinu. Af-
leiðingin af því gæti orðið at-
vinnuleysi meðal kvenna.
Eðlilegast er, að atvinnuveg
irnir fái nokkurt ráðrúm til
að samlagast hinum nýju við
horfum í kjaramálum
kvenna. Til þess ættu sex
ár að vera nægur tími.
Ef frumvarp þetta yrði lög
fest, væri sigur unninn í
Framhald á 2. síðu.