Alþýðublaðið - 23.11.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.11.1960, Blaðsíða 2
ðBlstJðnr. Gisll J. Astþórsscn (áb.) og Benedikt Gröndai — Fuiiiruar rlt* MJómar: Sifivaldl Hjálaaursson og Indriði G. t»orsteinsson — Fréttastjórl PJÖrgvin Guðmundsson - Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903 Auglýsingasín. S4 906. — Aðsetur: Aiþýðuhúsið. -- Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfis- ,8atta 8—10. — Áskriítargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasólu kr 3,00 eint %'t*e£andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvaarodastióri^ Sverrlr KjartanssoD Alþýðusambandið I ALÞÝBUSAMBANDSÞINGI er nú lokið. Hanni j bal var endurkjörinn forseti sambandsins en með j honum voru kjömir fleiri Moskvukommúnistar í i stjórnina en nokkru sinni fyrr frá því, að hann , gekk kommúnistum á hönd 1 verkalýðshreyfing- i unni. Þegar Hannibal gekk úr Alþýðuflokknum l fyrir sex árum og tók upp samvinnu við komm- \ únista lagði hann í fyrstu mikla áherzlu á það, i að ætlun hans væri sú að yfirvinna Moskvu- j kommúnistana. Ætlun Hannibals var að fá sem ; flesta Alþýðuflokksmenn með sér til kommanna j og þess vegna hélt hann því óspart fram ! að ætlunin væri að sigrast á Moskvukommún-- ] istum. í samræmi við þessar fullyrðingar sínar i tók Hannibal með sér í fyrstu stjórn sína í Al- \ þýðusambandinu ýmsa „málfundafélagsmenn“, < þ. e. menn, er honum hafði tekizt að hafa með j sér úr Alþýðuflokknum yfir til kommanna. — i Kommúnistar létu þetta eftir honum í fyrstu, I þar eð þeir vissu, að þetta fólk mundi ekki lengi j sitja í Alþýðusambandsstjórn með því að það naut j einskis trausts í sínum eigin verkalýðsfélögum. Svo fór einnig, að þessu fólki smáfækkaði og ] kommúnistar þrengdu stöðugt hringinn um Hanni . bal. Á þinginu 1958 fékk Hannibal engan ,,mál- , fundafélagsmann" inn í stjórn ASÍ. Einu „stuðn j ingsmenn“ Hannibals í þeirri stjórn voru 4 gall* ! harðir Moskvukommúnistar. En auk þess sátu j í þeirri stjórn 4 Alþýðuflokksmenn, þrautreynd- j ir verkalýðsforingjar, en eðlilega gat Hannibal j ekki átt von á neinum stuðningi frá þeim. Nú ] hafa kommúnistar enn þrengt hringinn um \ Hannibal verulega, þar eð nú sitja með honum í Alþýðusambandsstjórninni 6 gallharðir komm- 1 ar. Einn framsóknarverkalýðsleiðtogi hefur flot- í ið inn í stjórnina. Á hann sennilega að innsigla • samstarf kommúnista og framsóknar í verkalýðs- j hreyfingunni. Er það prentari er unnið hefur í i prentsmiðju Framsóknarflokksins, Eddu. Honum ; er ætlað að vera fuíltrúi prentara í stjórn ASÍ í stað hins þrautreynda forustumanns prentara, ! Magnúsar Ástmarssonar. Hannibal hefur einangr- \ ast æ meira og kommúnistar styrkt aðstöðu ; sína. Segja má, að nú sé aðeins tímaspursmál i hvenær kommúnistar sparki Hannibal. Þeir hafa haft af honum það gagn er þeir þurftu, og m. a. ! fengið hann til óhappaverka eins og þeirra að , neita stórum hópi launþega um inngöngu í Al- ; þýðusambandið. Það er ekki eðlilegt að lýðræðis : sinnar í verkalýðshreyfingunni vilji taka ábyrgð 1 á slíkum óhappaverkum. Kommúnistar og hand- i bendi þeirra, Hannibal, hljóta: sjálfir að verða að bera ábyrgð á óhappastefnu sinni. 'Gratulerer tned dasen „Það eru komnir gestir, Mon. General.“ IP.. Hannes á h o r n i n u ■fe Reiknisvélar í verzl unum. 'fe Þær reynast viðsjár verðar. Spýtubrjóstsykur og tyggigúmmí, Er hægt að gera apó tek að sjoppum? INGIBJÖRG skrifar; — „tg sendi þér eftirfarandi línur til þess, fyrst og fremst að aðvara fólk. Fyrir rúmum mánuði átti ég erindi í vefnaðarvöruverzlun. 'Ég keyptj þar vörur fyrir um 500 kr. Stúlkan, sem afgreiddi mig reiknaði upphæðina á reikni vél og fékk mér miðann eins og venja er. MÉR FANNST upphæðin nokkuð há, en ég lét kyrrt liggja, því að yfirleitt treystir maður betur reiknivélunum en hugar- reikningnum. En þegar ég kom heim fór ég að leggja saman eftir miðanum og þá reyndist upphæð in 27 krónum lægri hjá mér. Ég fór með miðann í verzlunina — og fékk þetta leiðrétt. í FYRRADAG fór ég í verzl- un og keypti vörur fyrir rúmar fjögur hundruð krónur. Enn var reiknað út á reiknivél. Ég var nú á verði og sá að stúlkan stimplaði vitlaust og fékk um 40 kr. hærri upphæð en rétt var. Ég gerði athugasemd við þetta og fékk það strax leiðrétt. FÓLKI fer eins og mér. Það treystir betur reiknivélum af- greiðslufólks en hugarreikningi þess og oft hef ég séð það böggla saman verðútreikningsmiðann og henda honum. Ég álít að það sé full ástæða fyrir fólk að vera á verði gagnvart þessu. Vélarn- ar geta bilað og reiknað vitlaust, eins og tilfellið var í fyrra skipt- ið hjá mér — og starfsfólk getUr stimplað vitlaust. Það er ástæða til að aðvara fólk gagnvart svona löguðu. S. R. SKRIFAR: „Ég vei't ekki betur en bönnuð és sala á svoköll uðum spýtubrjóstsykrj — og jafnvel tyggigúmmí. Samt er ' hvorttveggja selt í sjoppum — og að minnsta kosti sumum búð um. Það er engum blöðum um það að fletta að mikii óhollusta og sýkingarhætta stafar af hvoru tveggja og stafar það af því hvernig börn fara með þetta sín á milli, ITM LEIÐ og ég minnist á þetta langar mig að spyrja urn það, hvort það sé í raun og veru leyfilegt að gera lyfjabúðir að sjoppum og selja þar sælgæti af ýmsum t'egundum, þar á meðal, jafnvel spýtubrjóstsykur og tyggigúmmí. Ég unj því ekki að lyfsöluleyfi feli einnig í sér leyfi til sölu á bannvörum. Auk þess finnst mér það ekki ná nokkurri átt að gera lyfjabúðir að sjopp- um svo að þeir, sem þurfa að kaupa lyf, komast varla inn fyr- ir æpandi krökkum, sem eru að kaupa sælgæti, ÉG ER beðinn að vara börn og fullorðna við Tjörninni. Und- Ný Hönnu-bók NÝJASTA Hönnu-bókin heitir „Hanna fer í siglingu“, og er komin út hjá Prentsmiðj unni Leiftri. Hún er 120 blað- síður, Hönnubækurnar eru nú orðnar níu. Þær eru eink- um ætlaðar stúlkum á aldrin- um 10—16 ára: Höfundur Hönnu-bókanna er Britta Munk. anfarna daga hafa börn flykkzt á Tjörnina, en hún er ákaflega viðsjárverð, því að enn er frost ið ilítið og börnin geta farið sér að voða. Varið ykkur á Tjörn- inni. Hún er enn ekki orðinheld, Hannes á horninu. Hetjan Bob Moran LEIFTUR er að hefja út- gáfu nýs bókaflokks fyrir drengi. Fjalla þær bækur um hetjuna Bor Moran. Höfund- ur bókanna er Henri Vernes. Fyrsta bókin er komin út og heitir hún „Ungur ofurhugi". Einnig kemur út á þessu árí önnur bókin í flokknum, er heitir „Ævintýri á hafsbotni“, og á næsta ári koma út; „Græna vítið“, „Eldklóin“, „Ógnir í lofti“, „Fjársjóður sjóræningjans“. Bókin er 128 blaðsíður. Tvær Bjössa- bækur FLEMMING MUUS et kunnur danskur rithöfundur, sem m. a. hefur samið hinar svo nefndu „Bjössa-bækur“. Þær eru alls tólf og þykjs skemmtilegur lestur fyrir börn og unglinga. ísafoldarprentsmiðja gefur út nú í haust tvær þessara bóka í þýðingu Hersteins Pálssonar ritstjóra. Þær heita: Bjössi í Ameríku og Bjössi á íslandi. Þetta eria tvær síðustu bækurnar £ flokknum, ellefta og tólfta, en hver bók er algerlega sjálfstæð, þótt sama aðalper- sónan gangi í gegnum þær allar, en það er auðvitað BjösSi, svo og erkióvinur hans Karaminskijkov. . Bækurnar eru smekklegá út gefnar, hvor um hundrað blaðsíður að stærð. Höfundur þeirra gat séT mikið frægðarorð í síðusta styrjöld. j 2 £23.ýÖSqiv. .IS16O 4- AlMktVWSmV:'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.