Alþýðublaðið - 30.11.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.11.1960, Blaðsíða 3
Lumumba er leitað víða Unglingadeild brezka Rauða kross ins safnar leikföng- um fyrir hvver jói og sendir þau fi] sjúkra barna um víða veröld. á myndinni hjálpar tij við að pakk? leikf.ngunum, en í baksýn er foringi ungiinga- deildarinnar. I ár mun deildin meða annars senda 4,00f jóílaböggTa til Ug- anda. Leopoldville, 29. nóv (NTB). MOBUTU, hershöfðingi í Kongó, fyrirskipaði í dag víð- Rætt um Sovéttillögu NEW YORK, 29. nóv. (NTB). í dag var haldið áfram að ræða þá tillögu Sovétríkjanna, að af nema skuli nýlenduskipulagið þegar í stað og veita öllum ný Iendum sjálfstæði. í gær urðu nokkur orðaskipti um þessa til 'ögu milli brezka fulltrúans og hins rússneska. Sagði Bretinn, að Rússar væru sjálfir nýlendu bjóð, sem héldu mörgum þjóö ■un í nýlendufjötrum. Rúss eiikfi full|triúinn vrjíjð reiðuri vegna þessara ummæla og bað forseta Allsheríjarþin'gsins, að sjá til að innanríkismál Sovét ríkjanna væru ekki rædd á þinginu. Fulltrúi Ghana hélt langa ræðu í dag og kvaðst vera ein dreginn andstæðingur heims- valdasinna. Hann sagði, að ekki væri h«gt að fresta að gefa þjóðum undir því yfirskini, að þar væri hætta á stjórnleysi og upplausn._______ Richard Wright i /, • tæka leit að Lumiunba, for- sætisráðherra, sem slapp úr forsætisráðlierrabústaðnum á sunnudagskvöld, eftir að hafa verið þar í hálfgerðu stofu- fangelsi í sex vikur. Höfðu her- menn Samerauðu þjóðanna verndað hann fyrir herliði Mo- butu, sem hafði skipun um að handtaka hann. Enginn veit með vissu hvar Lumumba heldur sig. Hann kvaðst mundu lialda til Stan- leyville, en þar eru tryggustu stuðnrngsmenn hans. Mobutu hefur sett strangan vörð við alla vegi og járn- brautalínur frá Leopoldville. 20 deyja vegna bólu- setningar Fortalezt, Brasilíu, 29. nóv. (NTB). 20 MANNS létu lífið og 122 eru dauðveikir eftir að hafa verið bólusettir gegn hunda- æði í Brasilíu. Bóluefnrð var gert samkvæmt Pasteur-að- ferðinni. Forstjórr scrum-stofn- unar Brasilíu kveðsf ekki geta gert sér grein fyrir hvað vald- ið hafi göllum á framleiðslunni. Hann hefur stjórnað stofnun- inni í 23 ár. Minningarsjóð ur um Gunn- laug Bjarna í FYRRAVETUR stofnuðu nokkrar félagskonur í „Hringn um“ sjóð til minningar um Gunnlaug Bjarna Bjarnason, son þ-=irra hjónanna Gunnlaug- ar Briem og Bjarna Guðmunds sonar, deildarstjóra. Fórst hann af slysförum í ágúst 1954, þá 12 ára gamall. Hlaut sjóður- inn nafnið „Hjálpar- og jóla- glaðningssjóður Gunnlaugs Bjarna“ og er ætlað að styrkja og gleðja börn á hinum vænt- anlega Barnaspítala og önnur veik börn. Hefur sjóðnum nú borizt höfðingleg gjöf frá bróð- ur frú Gunnlaugar, hr. verk- fræðingi Eggert V. Briem, sem búsettur er í Bandaríkjunum. Gjöfin að upphæð kr. 55.000. Kvenfélagið Hringurinn þakk- ar þessa rausnarlegu gjöf, og vonar að sjóður þessi megi v-erða mörgu barninu til gleði og blessunar í framtíðinni. New York, 29. nóv. (NTB). Bandaríska tímaritið Life birti í dag kafla úr sjálfsævi- sögu þýzka stríðsglæpamanns- ins Adolf Eichmanns, sem nú er í haldr í ísrael. Eichmann skrifar þessar minningar fyrir Life og segir hann, að hann iðrist ekki neins. „Ég vil ekki auðmýkja mig né aðra með því, að iðrast. Ég Adolf Eichmann. gæti sem bezt gert eitt- hvað slíkt í því andrúmslofti, sem nú ríkir, ekkert væri létt- ara fyrir mig en þykjast breyt- ast úr Sál í Pál. Ég segi það satt, að hefðum við drepið alla þá Gyðinga, sem Himmler hafði skrifað upp 1933 þá hefði ég aðeins sagt: „Gott og vel, við höfum drepið óvini okkar. Ég hefi alltaf verið þeirrar skoðunar, að við vær- um að berjast við óvin, sem öldum saman hefur verið okk- ur fremri í lærdómi og að viti ... Áður en Róm var reist kunnu Gyðingar að skrifa. — Gyðingar áttu að setjast að í einhverju hlutlausu landi, en ekkert land-var fúst að taka á móti þeim, ekki einu sinni einni milljón“. París, 29. nóvember. (NTB). BANDARÍSKI sithöfundur- inn Rrchard Wright lézt í París í dag, 52 ára að aldri. Hann er þekktasti rithöfundur af negra- ættum, sem komið hefur fram í Bandaríkjunum. I»ekktustu bækur hans fjalla um negra- vandamálin í Bandaríkjunum. Wright var kommúnisti á ár- unum fyrir heimsstyrjöldina síðari en snerist síðan frá kommúnistum. Hann var bú- settur í París síðustu árin. Ein bók eftir hann hefur verið þýdd á íslenzku. Ákærum fjölgar Yassiada, Tyrklandi, 29. nóv. (NTB). RÉTTARHÖLDUNUM yfir Adnan Mendéres, fyrrum for- sætisráðherra Tyrkja og sam- starfsmönnum hans, var hald- ið áfram á eyjunni Yassiada, skammt frá Istanhul í dag. — Var fjallað um „útvarps-mál- irð“ svokallaða, — er Menderés sakaður um að hafa misnotað útvarpsstöðvar landsins til á- ráðursstarfsemi. Menderés og Zorlu, er var utanríkisráðherra hans, neita báðir þessum ákærum og telja, að engum flokkum eða mönn- um hafi verið mismunað í sambandi við not af útvarps- stöðvum. | Saksóknarinn sagði, að út- ] varpið hefði verið notað til þess, að sverta og ófrægja pól- itíska andstæðinga en þeim . ekki gefið tækifæri til þess að 1 bera af sér óhróðurinn. Hvítar mæður æsfar New Orleans, 29. nóv. (NTB). HVÍTAR mæður stóðu öskrandi við skóla þá, er leyfðu nýlega fjórum negrastúlkum að sækja skóla. Lögreglan varð að fjarlægja konurnar þeg- ar faðir einnar stúlkunn- ar fylgdi heni í skólann í dag. Einn maður í hópn- um veifaði fána Suður- ríkjanna, Confederacy, sem stofnað var í borgara stríðinu fyrir um það bil liundrað árum. Hvítir foreldrar banna börnum sínum að fara í skólana í New Orleans, sem leyft hafa aðgang negrabama. Aðeins þrjú hvít börn komu í skólann í dag. Alþýðublaðið — 30. nóv. 1960 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.