Alþýðublaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 4
UR
j TÍU SPEKINGAR geysast
i fram á ritvöllinn í blaðsnepli
i einum, sem út kom 1. desemb-
i er og kailar sig ,.Nútíminn“.
, Ritstióri blaðsins er Gunnar
Dal, sem gat sér orðstír við
ritstjorn „Kjördæmablaðsins"
) með þvi að birta stóra for-
síðumynd af sér i fyrsta tölu-
- blaðinu. £>að hefur ritstjór-
anum laðst í nýja blaðinu.
En spekingarnir tíu hafa 1
staðinn allir fengið mynd af
sér 1 blaði Gunnars. A forsíð-
•unni trona tveir fyrrverandi
ráðherrar úr vinstri stjó n-
inni saiugu, alþingismenn og
fleira scórmenni, en á 3. síðu
koma prestur, skólastjóri og
minni spámenn.
Nú hljóta einhvarjir að
spyrja: Hvað veldur aílri
þessan viðhöfn? Á að fara að
ýta Lögbergi ofan í Almanna-
gjá, eins og ..Kjördæmablað-
ið“ botiaði? Er í réði að stofna
íslenzkan her? Er viðreisn rík
isstjórnarinnar Komin í
(strand?
Neý ekkert af þessu hefur
gerzi, sem betur fer. Tilefni
vitnareiðslu Gunnars Dal er
alls eKkert, pó að mikill sé
.fyrirgangurinn. Blpðið, sem
er getió út af .-.jáJfri Stcrstúka
.íslanus, hefur aðeins haft fyr-
>r þv., að grafa upp tíu reyk-
víska oorgara, sem eru and-
vígir sölu áfengs bjórs á ís-
landi, og látig þá sletta úr
klaufum framan í almenning.
Grunntónninn í boðskap tí-
menninganna er þessi: íslend-
íngar mundu leggjast í bjór-
þamb, ef þeir ættu þess kost,
-eyða frístundum sínum á bjór
knæpum, og flestir enda í al-
gerri óreglu! Að sjálfsögðu
telja þeir, sem þessari skoðun
íhalda fram, sjálfa sig örugga,
enda sumir forystumenn í fé-
lagsmálum og þurfa því að
hafa vit fyrir fáfróðum almúg,
anum! En lítum nú sem
snöggvast á rök þessara
manna.
Eysteinn Jónsson, fyrrver-
andi ráðherra, segist bara
vera mótfallinn sölu og meira
að segja framleiðslu áfengs öls
í landinu. Færir hann engin
rök fyrir máli sínu, heldur
segist vera eindregnari í þess-
ari afstöðu eftir því, sem hann
'liaíi meira séð af því, hvern-
4 15. des. 1960
ig áfengt öl sé notað, þar sem
það er á boðstólnum. Lúðvík
Jósefsson, fyrrverandi ráð-
herra, vill ekki vera minni
kall en Eysteinn og lætur í
Ijós þá skoðun, að unga fólk-
ið byrjaði á sterka ölinu. en
héldi siðan áfram út í algjöra
óreglu. Sú er trú Lúðvíks á
staðfestu íslenzkrar æsku.
Eggert G. Þorsteinsson, al-
þingismaður, segist í upphafi
því miður ekki hafa átt þess
kost, að dveljast langdvölum
erlendis, þar sem áfengt öl er
selt á frjálsum markaði, enda
tekur hann síðar fram að hann
sé ekki bindindismaður í þess
orðs venjulegu merkingu, svo
að harmur mannsins verður
betur skiljanlegur. Alþingis-
maðurinn finnur bjó.mum
annars það helzt til foráttu.
að hægt sé að drekka ákveðið
magn á hverjum degi, án þess
að um teljandi áfengisáhrif sé
að ræða. Kveður hann stavfs-
íélaga sína erlendis í bygg-
ingariðnaðinu telja, að bjór
valdi beint og óbeint 40%
slysa á vinnustöðum. Önnur
hættan sé sú, að heimilisfeð-
ur og jafnvel mæður, eyði
meginhluta frístunda á bjór-
stofunni, án þess að teljast of-
drykkjufólk Hvað er of-
drykkja, ef ekki þetta? Það
væri dæmalaus vantrú á
manndcmi íslenzkra héim’lis-
feðra og jafnvel mæðra. að
gera ráð fyrir stöðugu hjór-
þambi þeirra í flestum frí-
stundum, þó að sala áfengs
öls yrði leyfð í landinu.
Fjórði forsíðupostuli Gunn-
ars Dal er Hannes M Step-
hensen, formaður ‘Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar.
Hann telur sterkt öl heldur
verða til að auka drykkjuskap
inn, en rökstyður þá fuilyrð-
ingu ekki frekar, enda harla
tilgangslaust. Hannes heldur
því fram, að ölið j'rði ti! i.'Is
fvrir pyngju hins aimenna
launþega, sem er viiaskuld
rétt, ef mikið væri drukkið.
En varla drekka þeir, sem á
annað borð ganga hægt um
gleðinnar dyr og gá að séi, sig
fremur gjaldþrota af bjór en
brennivíni.
Eini ijósi punkturinh í skrif j
um vitna „Nútunans'' birtist!
í áliti Helga Ingvarssonar,
sem segir: Eins og sakir standa
er ég mótfallinn lögb.anni á
sölu alkohóls, en engan mun
sé ég á, hver blandan er seld.
Henni breytir hver neytandi
eftir sínum geðbótta. Yí:r-
læknirinn skipar alkohóii á
bekk með öðrum eiturlyfjum,
sem er alveg' rétt, en eru ekki
sum eiturlyf notuð til lækn-
inga eða hressingar, á í þess
að menn bíði tjón á sálu sinni?
Séra Bragi Friðriksson vi'ð-
urkennir, að bjór sé að visu
mun óskaðlegri drykkur en
sterk vín, en er sam: rnótfall-
inn sölu hans hér af því að
hann telur engan vegin víst
að hófs yrði gætt við neyzlu
hans. Helgi Þorláksson, skóla
stjóri, frú Þóra Einarsdóttir,
Sveinbjörn Jónsson, forstjóri,
og Erlendur Haraldsson,
blaðamaður, eru miki'ð til
sammála um, að börn og ung-
lingar leggðust í bjórdrykkju,
ef því yrði við komið, og telja
að bjór mundi bætast við á-
fengisneyzlu landsmanna, án
þess að sterkari drykkir létu
nokkuð undan síga.
Um þessar staðhæfingar er
það að segja, að drykkjuskap-
ur barna og unglinga mundi
hvorki aukast né minnka við
tilkomu áfengs öls. Börn á ís-
landi iðka sem betur fer ekki
drykkju áfengis, þó að Helga
Þorlákssyni finnist ástæða til
að skora á foreldrana að hugsa
sig tvisvar um, áður en þeir
biðji um sterkan bjór handa
íslenzkum börnum. Unglingar
hér á landi drekka áfengi, ef
þeim sýnist, því að til þess
skortir þá hvorki fjármuni né
önnur ráð, en varla er hægt
að \ ': a því fram, að drvkkiu-
skapur unglinga sé vandamál
á íslmdi. Varðandi aðra meg-
inst: I r.'.ilflutnings hinna síð-
asttöldu „Nútíma“-manna, að
bjórneyzla bætist aðeins við
neyzlu annars áfengis, má
benda á, að menn geta eins
drukkið sig fulla af bjór og
hverju öðru, en ekki hvoru
tveggja í senn, og tegundin
skiptir ekki máli. íslendingar
eru hins vegar lítt gefnir fyrir
þjór, heldur drekka þeir
gjarna við sleitur, eins og vík-
ingarnir forðum. — Slíkir
drykkjusiðir eru sízt taldir
leiða til ofdrykkju. Sterkur
bjór mundi ekki fremur en
létt vín ala á þjóri, sem lielzt
verður .mönnum að falli í sam-
fylgdinni við áfengið, sins og
sannazt hefur í löndum léttu
vínanna.
íslendingar mundu nota á-
fenga bjórinn annað hvort til
að drekka sig fulla, •—
eins og þeir hafa gert og
munu gera öðru hvoru, —
eða 'hafa hann til bragð-
bætis með mat og brauöi, án
þess að þamba hann í tíma og
ótíma. Fullyrðingar um al-
■menna ofdrykkju landsmanna
ef þeir kæmust í kynni við>
þennan meinlausa drykk, eru
algerlega út í bláinn og byggC
ar á óraunsæu mat á persón-
um og staðháttum Enda mun
það sannast, að andóf noiik-
urra sérvitringa gegn áfengu
öli mun reynast vitatilgangs-
laust, því að íslendingar láta
ekki slíka páfa ráða gangi
þessara mála til lengdar með
því að segja: Þig megið ekl:i
drekka bjór, greyin mín, þa
verðið þið allir rónar!
Ritstjórn Gunnars Dal á
málgagni þessara manna ætu
að nægja til að barátta bein'»
sé töpuð, samanber „Kjör-
dæmablaðið“ og vitnaleiðslur
framsóknarmanna gegn jafn-
sjálfsögðu mannréttindamáli
og kjördæmabreytingurmi.
Framhald á 14. síðu.
jólagjafa
HERRASLOPPAR
SKYRTUR
Estrella
Minerva
Roccola
BINDI
Nýjar gerðir
SOKKAR
NÁTTFÖT
PEYSUR
Góðar vörur
NYTSAMAR
JÖLAGJAFIR
Alþyðublaðið