Alþýðublaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 13
Jón Þorsteinsson: Ljóð. ísafoldarprcntsmiðja. Reykjavík 1960. ÞINGEYINGAR töldu aldrei Jón á Arnarvatni til stór- skálda sinna, en beztu vísur hans reynast sennilega lang- lífari en sumt af þeim skáld- skap, sem meira hefur veriS flíkað í sveitunum austan Vaðlaheiðar. Jón fæddist 1859. en lézt 1948 og vantaði þá rúmt ár í nírætt. Hann var sveitarskáld, en fjöllesinn og víðsýnn, sá út í heim og mynd- aði sér sjálfstæðar skoðanir um menn og málefni. Hann kunni dável til verks, var hug- kvæmur í ljóðagerð sinni og einstaklega kíminn. Ljóðabók eftir Jón kom út 1933, og sá Ólafur heitinn Marteinsson magister um útgáfu hennar. N ú hefur ísafoldarprent- smiðja gefið út ljóð Jóns á Arnarvatni að nýju, og er það aukin útgáfa frá þeirri, sem Ólafur annaðist. Andrés Björnsson ritar formála að bókinni í aldarminningu skáldsins, enda mun hann hafa safnað til hennar kvæð- • um og vísum Jóns. Utgáfan er falleg og vönduð og skáld- inu verðskuldaður minnis- varði. Meginhluti bókarinnar er tækifærisskáldskapur, og yrk- isefnin svo fáskrúðug', að Jón velur löngum orðin af göml- hika ekki við að fullyrða, aö beztu kvæði og lausavísur Jóns á Arnarvatni skipi hon- um framarlega á bekk is- lenzkra alþýðuskálda, | Stökurnar um Gleðiná eru svona: Gleði vor er hin rauða rós.ý;. er rjóðar veikan og bleikan; það er hún, sem leiðir í ljós lífið og ódauðleikann. Og hvort sem ég leggyr; með logandi vjh- í laut, eða á hinzta beðinn, svæfillinn minn og sængin min;. sértu mér, blessuð gleðin. Vissulega er af nógu að taka, þegar valið skal úr iausa vísum Jóns á Arnarvatoi. Hér eru nokkrar: Allt er mælt á eina vog_____ í því svarta skýi, ;,r helmingurinn öfgar og afgangurinn lygi. Vorið dregur eitthvað út undan frosnum bakka, hefur geymt þar grænan kút, — gef mér nú að smakka. Líður allt, þó líði ei fljótt, ^ lán og sorgin ríka; mér var þungbær þessi nótt, þó er hún búin líka. Farðu þér hægt mín fagra, svo fáklædd, ung og glöð; því hér eru ógrynni af eplum, en engin fíkjublöð. Heyr mig Loki, hvításs bani! Hvar er mistilteinn? Fá mér blindum fimmtán Dani fyrir Kamban einn Þetta mundi góður skáld- skapur, og á bak við er stór islenzk mannsmynd Þingev- ingar hafa orðið montnir af minna. Helgi Sæmundsson. Ósýnileg vernd ÚT ER komin hjá 'Víkur- útgáfunni bók um dulræn efni, sem heitir „Ósýnileg vernd“. Höfundur er enskur byggingamtistari, er gert hef ur teikningar að miklum fjölda kirkna, Laurence Tample að nafni. Þýðinguna hefur gert frú Halldóra Sig- urðjónsson. Bókin er 148 blað síður, prentuð í prentsmiðju Jóns Helgasonar. Bókin greinir frá þeirri skoðun höfundar, að hann hafi notið ósýnilegrar vernd ar og handeiðslu í starfi sínu og einkalífi. Hafi hann feng- ið bréf frá framliðnum mönn um göfugum, rituð ósjálfrátt af miðlum eða skilaboð gegn um miðla honum flutt munn- legá. Kveður höfundur sér hafa verið sögð fyrir mörg stórmerk atvik, er hann hafi hent á lífsleiðinni. Ný Millý Mollý Mandý bók NÝ BÓK um Millý Mollý Mandý er ’komin út hjá Skugg sjá. Hún heitir „Millý Mollý Mandý fær bréf frá íslandi.“ Eru þá komnar út fjórar bæk ur á íslenzku um hana. Höf- undur er J. L. Brisley, en þýðandi er Vilbergur Júlíus- son skólastjóri. Bókin er prentuð í Alþýðuprent- smiðjunni. Rómverjinn eftir Sholem Asch „RÓMVERJINN“, fyrsti hluti skáldverlrsins „Nazare- ans“ eftir Sholem Asch, er kominn út í íslenzkri þýð- ingu Magnúsar Jochumsson- ar hjá Bókaútgáfunni Leiftri í Reykjavík, Bókin er 248 síður. V Skáldverkið „Nazareinn“ er í þremur hlutum og fjall- ar um þjóðhætti og þjóðlíf í Jerúsalem á dögum Krists. Fyrsti hlutinn er sagður frá sjónarhóli Cornelíusar hins rómverska hundraðshöfð- ingja, sem stjórnar Jerúsal- em. Annar hlutinn er sagður frá sjónarhóli Lærisveinsins, en þriðji hlutinn er eftir frá sögn Gyðingsins. Höfundur skáldritsins, Sholem Asch, sem látinn er nýlega, hefur hlotið mikla frægð fyrir það. Kvæóasafn Magnúsar Asgeirssonar SÍÐARA bindi af kvæða- safni Magnúsar Ásgeirsson- ar er komið út hiá Helgafelli. Það flytur frumsamin og þýdd ljóð. Tómas Guðmunds son skáld sá um útgáfuna. Bókin er 270 blaðsíður að stærð, prentuð í Víkings- prenti. í þessu bindi kvæðasafns- ins eru: Þýdd liós V. og VI. bindi með nokkrum úrfell- ingum, nokkur kvæði, sem ekki hafa komizt í bók iyrr en nú. Meðan sprengjurnar falla, norsk og sænsk ljóð í íslenzkum búningi, Rubaiyat eftir Omar Khayam, Kvæð- ið um fangann eftir Oscar Wilde. Kaflar úr Faust, þar að auki efnisyfirlit og Nokk- ur n^'ru|ii\garorð um skáld og mann eftir Tómas Guð- mundsson. Þrykkt er mynd skáldsins á titilspjald og þar er og rit- hönd hans. um vana. Þó er eitthvað sér- stakt við þessa ljóðagerð hans, og öðru hvoru bregður hann út af alfaraleið íslenzkra hag- yrðinga, annaðhvort nf skemmtilegu tilefni eða per- sónulegri reynslu, og þá er Jón á Arnarvatni allt í einu orðinn skáld, sem leysir vand- ann prýðilega af hendi. Ég nefni þessu til staðfestingar kvæðin „'Hvítur sauður, svart- ur sauður“, sem á heima í sýn- isbókum íslenzkra ljóða: Mið- sumarkvöld 1915, eftirmælin ógleymanlegu um Þorgils Gjallanda, og Rindarnir, þeg- ar skáldinu verður hugsað um hesta sína fram á dal. Stök- urnar um Davíð konung og Úríu og Gleðina geta lika kall- azt ágæt kvæði, þó að skáldið komi manni þar naumast eins á óvart. En lausavísurnar verða samt áreiðanlega langlíf astar af þvi, sem Jón á Arnar- vatni kvað um dagana. Hann er í hópisnjöllustuvísnaskálda okkar síðustu áratugina, oft- ast glaður og reifur, en segir líka samtíðinni til syndanna, ef honum býður svo \dð að horfa, fjölbrögðóttur eins og kattmjúkur glímumaður. Ég Sferk, m, örugg ? f pezta hjálp húsmóburiyiyiar/ Nú geta allir eignast RAFHA ryksugu. Fæst gegn afborgun. 700,00 kr. útborgun og 6 mánaðarlegar greiðsl- ur, hver kr. 400,00 eða 300,00 kr. útborgun og 12 mánaðarlegar greiðslur, hver kr. 250,00. UTSOLUSTAÐIR: Vesturver — Aðalstræti 6. Raforka — Vesturgötu 2. Dráttarvélar h.f. — Hafnarstræti 23. Alþýðublaðið — 15. des. 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.