Alþýðublaðið - 31.12.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.12.1960, Blaðsíða 3
Tekjuskattur var einnig lækkaður til mikilla muna, og sveitarfélögum gert kleift að lækka útsvör sín með því að ákveða þeim 20% af söluskatt: sem gert er ráð fyrir að nemi á árinu 1961 71 milljón kr. Með þessum ráðstöfunum er gert ráð fyrir að draga megi mjög verulega úr áhrifum gengislækkunarinnar til hækk unar á vöruverði. Samkvæmt hagtíðindum í nóvember sl. hefir vísitala framfærslukostn aðar, þegar þessar breytingar á bótagreiðslum almannatrygg inganna og á beinum sköttum eru reiknaðar með, hækkað um tæp 3%, en gert er ráö fyrir, þegar öll kurl eru kom- in til grafar, að vísitöluhækk- unin muni nema 4—5%. Þetta er að vísu allveruleg hækkun en fram hjá henni var ekki hægt að komast í bili, ef sá árangur, sem til var ællazt, átti að nást. Með hinu nýja kerfi á svo að vera slcapaður möguleiki til, þegar jafnvægi hefir náðst í þjóðarbúskapn- um, að raunveruleg kaupmátt araukning launa geti átt sér stað innan tiltölulega stutts tíma. En það furðulega hefir skeð að undanförnu, að þrátt fyrir það að tímakaup verka- manna hefir nærri þrefaldast á sl. 10 árum, hefir kaupmátr- ur tímakaups að heita má staðið í stað. Þetta hefur gerzt hér, samtímis því að í ölium nágrannalöndum okkar hafa lífskjör almennings batnað Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins: ÞEGAR saga fyrstu áratuga lýðveldis á íslandi verður rit- uð, mun ársins 1960 áreiðan- lega verða minnzt sem merk- isárs. Ber það einkum til að á því ári var gerð úrslitatil- raun, að kalla má, til þess að fá úr því skorið, hvort íslend- ingar gætu, og vildu, lifa efna hagslega sjálfstæðu lífi, eða hvort þeir yrðu sífellt að vera í því efni uppá aðra komnir, með ýmiskonar fjárframlög- um, styrkjum eða lánum. All- ar götur síðan heimsstyrjöld- inni lauk hefir þjóðin í heild eytt meiru árlega en aflað hefir verið. Mismunurinn hef- ir verið jafnaður fyrst með inneignum okkar frá styrjald- arárunum, síðar með gjafa- fé í stórum stíl og nú síðast með erlendum lántökum, sern voru orðnar svo geigvænlega miklar, að árleg gjaldabyrði þeirra vegna gleypti meira en 11% af gjaldeyristekjunum, og mun það vera meira .en flestar, ef ekki allar, aðrar þjóðir heims eiga við að búa. Þessu ástandi hefir fylgt fölsk kaupgeta, verðbólguþró- un og stöðugt minnkandi verð gildi hins íslenzka gjaldmið- ils, sem sparifjáreigendur urðu harðast fyrir barðinu á, og það svo að almenningur var að missa trúna á að nokk- uð þýddi að leggja fé til hlið- ar, en sparifé almennings er, eins og allir vita, öruggasta stoðin undir traustu og heil- brigðu efnahagslífi í hverju þjóðfélagi. Með lögum um efnahags- mál, sem ríkisstjórnin fékk samþykkt á Alþingi 20. febrú- ar, var hér brotið í blað. Gengi íslenzku krónunnar var fært til rétts vegar, og eitt gengi lögfest í stað margra áður. Styrkja- og bótakerfið var af- numið. Vísitölugreiðslur á laun voru afnumdar og verzl- unin gefin frjálsari en hún áð- ur var. Innflutningsskrifstof- an lögð niður, dregið var úr útlánum banka og vextir hækkaðir, gjaldeyrisforði tryggður til þess að geta mætt árstíðabundnum sveiflum á þörfum fyrir erlendan gjald- eyri. Þetta er, í örstuttu máli, það sem ríkisstjórnin ákvað að gera til þess að reyna að koma í veg fyrir að lenda fram af hengiflugsbrúninni, eins og fyrrverandi forsætisráðhena Hermann Jónasson orðaði það. Vitað var, þegar þessar ráð- stafanir voru gerðar, að með þeim yrðu lagðar byrðar nokkrar á alla landsmenn. Til þess að draga úr þeim, og al- veg sérstaklega hjá þeim sem minnstar byrðar þoldu, voru bætur almannatrygginganna stórauknar og dregið úr bein- um sköttum. Bótagreiðslur al- mannatrygginganna voru hækkaðar um rúmar 200 millj- ónir króna úr ríkissjóði, eða úr 101 milljón króna 1959 í 323 milljónir á fjárlögum ársins 1961, eða meir en þrefaldað- ar, og nær það til allra teg- unda trygginganna. mjög verulega. í Vestur- Þýzkalandi er til dæmis talið, að lífskjör almennings hafi á síðustu 10 árum batnað um rúm 70%. En hér hafa þau að heita má staðið í stað Hér hefir verðbólguhítin g’eypt þá kjarabót, sem hefði átt að vera möguleg. En hver hefir svo árangur- inn orðið? Hafa þessar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar nú náð þeim tilgangi, sem stefnt var að? Því er til að svara, að sparifjáraukningin hefir á tímabilinu marz til október, sem skýrslur liggja fyrir urn, verið meiri en á sama tíma undanfarin ár, eða 225,3 millj. kr. og um það bil helmingi meiri en á sama tíma 1956. Gjaldeyrisstaða bankanna gagnvart útlöndum hefir batn að um 274 milljónir gróna frá febrúarlokum til 25. desemb- er. Sparifjáraukningin man nægja til að standa undir út- lánaaukningunni. Þetta má teljast góður árangur, svo góo- ur, að fært hefir þótt að lækka vexti nú um áramótin um 2%, og haldi svo fram sem horfir, mun þess ekki langt að bíða að þeir verði aftur færðir nið- ur í það sem þeir voru fyrir efnahagsaðgerðirnar. En 2% vaxtalækkun og afnám út- flutningsskattsins, sem ákveð- ið var fyrir jólin, þýðir að fiskverð til útvegsmanna og sjómanna á-að geta hækkað verulega, og hafa verið nefnd- ir um 20 aurar á hvert kg. þess vegna. Allar hækkanir á vörum og öðrum nauðsynjum vegna gengisbreytingararinn- ar eiga nú að vera komnar fram, þannig að verðlag á að geta haldizt stöðugt, og aukn- ing þjóðarframleiðslunnar á þá að geta komið fram — þeg- ar jafnvægi hefir verið náð — í raunverulega batnandi af- komu fólksins, eins og í ná- grannalöndum okkar. Skilyrði fyrir því að það takist er þó fyrst og fremst, að ekki verði gerðar hærri kröfur til atvinnuveganno. en þeir geta staðið undir af eig- in rammleik og án aðstoðar úr hinum sameiginlega sjóði þjóðarinnar, ríkissjóði, eins og tíðkazt hefir á undanförn- um árum, og átt hefir siim mikla þátt í erfiðleikunum. Ekki verður skilizt svo við þetta mál að látið sé ógetið þess þáttar sem stjórnarand- staðan hefir átt í afgréiðslu þess og framvindu. Er þar skemmst frá að segja, að Iiún hefir beitt sér af öllu afli og með algeru tillitsleysi til stað'- reynda gegn öllum þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið í þessum málum, og eiga þar báðir flokkar óskilið mál, kommúnistar og Framsóknar- menn. Þó voru þeir báðir jafn úrræðalausir haustið 1958, þeg ar þeir viðurkenndu að í al- gert óefni væri komið, en viku sér undan því að reyna að leysa vandann. Stórmannlegt er það ekki — vægast sagt — að eiga fyrst hlut að því að koma efnahagsmálum þjóðar- innar í algert öngþveiti, og veitast síðan með brigzlum og ósanngirni að þeim, sem björg unarstarfið tóku að sér að vinna. Hafa orðræður stjórnavand- stöðunnar um þetta efm oft verið allnýstárlegar. Efnahags aðgerðunum til dæmis jafnað til móðuharðinda, þegar fólk flosnaði unnvörpum upp frá býlum sínum, fór á vergang og féll úr hungri og harðrétti. Þá hefir ríkisstjórninni verið líkt við skipstjóra, sem vildi sigla skipi sínu frá Breiðafirði til Reykjavíkur landmegin við Snæfellsjökul til að stytta leiðina. Slíkt tal dæmir sig að vísu sjálft, en það sýnir þó til hverra örþrifa er gripið. í sömu átt bendir einnig saga, sem mér hefir verið sögð frá síðasta Alþýðusambandsþingi, ef rétt er hermt, sem ég hef ekki ástæðu til að efa. Ein þingnefnd þar hafði í nefndar- áliti látið sér það verða á að fara viðurkenningarorður^ um ríkisstjórnina fyrir þær breyt- ingar, sem hún hafði staðið að á almannatryggingunum. Ekki hafði álit þetta fyrr bor ið fyrir augu fulltrúa en þess var krafizt að öll viðurkenn- ingarorð um ríkisstjórmna yrðu felld burt úr nefndarálit- inu, hvort sem þau voru rétt- mæt eða ekki — og var það auðvitað gert. í þessum átökum öllum um efnahagsmálin, hafa aðfarir stjórnarandstöðunnar verið hinar ömurlegustu, þar sem öll hugsun um þjóðarhag hefir verið látin víkja fyrir ímynd- uðum flokkshagsmunum. Velt ur nú á miklu að þjóðin sjái í gegnum þetta móðuharðinda tal og sleppi sér ekki aftur út í sömu glötunina og 1958, þeg- ar einu mesta góðæri, sem yfir þjóðina hefir komið, var breytt í erfiðleikaár með óða- verðbólgukapphlaupi verðlags og launa. Sjávarútvegurinn hefir átt við mikla erfiðleika að stríða á síðastliðnu ári. Aflabrögð togaranna hafa verið með af- brigðum léleg. Samkvæmt síðustu skýrslum sem fyrir hendi eru — fyrir 3 fvrstu ársfjórðungana — virðist afli þeirra vera 40 þúsund tonn- um minni en á sama tíma í fyrra, eða aðeins um % af því sem hann var þá, og var afli þeirra þá þó talsvert lægri en hann var 1958. Hefir þetta valdið útgerðarmönnum tog- ara miklum erfiðleikum eins og auðskilið er. — Síldarafl- inn sumarið 1960 varð líka rúmum 48 þús. tonnum minni en 1959, og nýttist þar að auki illa, þar sem tiltölulega lítið af aflanum var saltað, en megnið fór í bræðslu. Báta- fiskur hefir hinsvegar orðið lítilsháttar meiri en árið áð- ur, en á móti kemur mikil fjölgun nýrra skipa, og svo það, að í stærstu bátaverstöð landsins, Vestmannaeyjum, brást nokkur hluti vertíðar. Ofan á þetta kemur svo það að mikið verðfall hefir orðið Framhald á 5. síðu. Alþýðublaðið — 31. des. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.