Alþýðublaðið - 31.12.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.12.1960, Blaðsíða 5
aramo Framhald af 3. síðu, á nokkrum útflutningsvörum sjávarútvegsins, svo sem fiski- mjöli, síldarmjöli og lýsi, sér- taklega á mjölinu, þar sem verðfallið nemur yfir 40 %, vegna mikils og skipulagsl.it- ils framboðs á þessari vöru frá öðrum löndum. Hefir allt þetta valdið útvegsmömtum þungum búsifjum. Ríkis- stjórnin hefir ákveðið að freista að draga úr þessum erf iðleikum með afnámi útflutn- ingsskatts, lækkun vaxta og útvegun lána til langs tíma, til greiðslu lausaskulda. Veðurfar hefir verið hag- stætt á árinu og gæftir góðar. Veturinn var snjóléttur og inildur, það voraði snemma og var áfellalaust, grasspretta og nýting heyfengs gekk vel !hjá bændum, og veturinrí. það sem af er, mildur og snjólít- ill fram í desembermánuð. Má því hiklaust segja að árið hafi verið gott íslenzkum landbún- aði. Með gengisbreytingunni, sem gerð var á árinu, var num in á brott forréttindaaðstaða erlendra manna til sölu vissra tegunda iðnaðarvara og iðn- aðarstarfa hér á landi, svo sem t. d. í skipasmíðaiðnaðin- <um o. fl., og grundvöllur lagð- ur að því að ýms iðnaðarfyr- irtæki gætu aukið starfsemi sína. Skýrslur um iðnaðar- starfsemina hérlendis eru að vísu af skornum skammti og koma seint fram, þannig að ekkart yfirlit er til um þessa starfsemi á árinu, en gera má ráð fyrir að hún hafi verið svipuð og að undanförnu. Þó mun eitthvað hafa borið á að með frjálsari innflutningi hafi nokkur iðnfyrirtæki átt í vok að verjast. Byggingaiðnaðurinn mun sumstaðar hafa dregizt sam- an, vegna hækkaðs verðlags og óvenjulegra og jafnvel ó- eðlilega mikillar byggingar- starfsemi undanfarin ár. Þó getur þessi samdráttur tæpast verið mikill, því að í skýrslu, sem gerð hefur verið um byggingastarfsemina í landinu núna rétt fyrir áramótin, er gert ráð fyrir að lokið verði á árinu smíði ca. 1500 íbúða og er það mjög svipuð tala og undanfarin ár. Þá er og í sömu skýrslu gert ráð fyrir að nú um áramótin verði í smíðum 3500—3600 íbúðir, og er það einnig mjög svipuð tala og að undanförnu. Fjármagn það sem húsnæðismálastjórn hafði til útlána á árinu hefur num- ið um 70 milljónum króna, og hefir aldrei komizt svo hátt áður. Alþýðuflokkurinn hélt 27. þing sitt dagana 22.—25. nóv- ember síðastliðinn. Á þessu þingi ríkti mikill einhugur um starf o g stefnu flokksins. Menn gerðu sér ljósa grein fyrir því að flokkurinn hafði takizt á hendur mikinn vanda með því að ganga til stjórnar- samstarfs um hina vandasömu lausn efnahagsmálanna. En menn gerðu sér líka ljóst að lausnin hefði getað orðið önn ur og þungbærari, ef flokkur- inn hefði þar hvergi nærri komið, eða horfið hefði verið að öðrum ráðum. Voru þing- fulltrúar einhuga um að standa fast að baki ríkisstjórn inni um aðgerðir þær, sem á- kveðnar hafa verið, og hvika hvergi, hvað sem líður and- róðri og óábyrgri afstöðu stjórnarandstöðunnar Heiti ég á allt Alþýðuflokksfólk að gera slíkt hið sama. Ég óska öllum Alþýðu- flokksmönnum og konum góðs og farsæls nýárs og þakka þeim störfin fyrir flokkinn á liðnum árum, og landsmönn- um öllum óska ég árs og frið- ar. Emil Jónsson. Brúttótekjur aí Herjólfi á 5. milljón ÞAÐ skal tekið fram til að f.yrirbyggja misskilning, að í frétt blaðsins í gær, þar sem sagt var frá eigin tekjum Herj- ólfs', Vestmannaeyjaskipsins, var að sjálfögðu átt við brúttó- tekjur, þ. e. flutningsgjöld fyr- ir -vörur og farþega. Þær námu 4.120 þús. kr. fyrstu H mánuði þessa árs. _ Spilakvöld fellur niður SPILAKVÖLD FUJ á Akra- nesi, sem auglýst hefur verrð í blaðinu og átti að fara fram í Hótel Akranesi á nýársdag — verður fellt nrður. Neyddist fé- lagið til þess, þar sem því var á síðustu stundu neitað um um- samið húsnæðr fyrir spilakvöld ið. Þeir sefa ekki ALÞÝÐUBLAÐEÐ átti í gær tal við Pál Magnússon formann Félags stóreignaskattseigenda út af frétt blaða um ályktun Mannrétindanefndar Evrópu í sóreignaskattsmálSnu. — Páll Magnússon sagði: „Fréttin er rétt hvað það snertir að nefndin vísaði mál- inu frá, en við vitum ekki enn um forsendur eða röksendur eða rökstuðning nefndarirmar og eigum von á úrskurði hean- ar og forsendum hans bráðlega. Nefndin hafði málið til athug- WWWWWMMIIWMIMMWW* 125 ferðir á þessu ári Á árínu, sem nú er að líða, hefur Björn Pálsson, flugmaður, flogið 125 sjúkraflug. Eru þetta nokkru færri ferðir en á undanförnum árum, og stafar það af því að Björn var fjarverandi 5 vikur á s. 1. sumri. Lengsta ferð hans var trl Grænlands, en þangað sótti hann fár veikan mann. Undanfarna daga hefur verið óvenju- lega mikið að gera hjá Birnr, og í gær fór hann tvær ferðir. WWWWWWWWWttWWMWM unar í nærri eitt og hálft ár og ræddi það á þrem formlegum fundum. Mun skoðanamunur hafa verið mikill og litlu munað hver úrsliti yrðu. Páll telur Iíklegt að það hafi riðið baggamúninn, að nsfnd- inni var kunnugt, að lögfræð- ingamír, sem fluttu hið áfrýj- aða mál fyrir dómstólunum hér heima, lögðust á móti málskot- inu og gáfu þar með til kynna, að eignatökulögin nr. 44/1957 væru að þeirra áliti eftir ástæð um hvorki brot á íslenzku stjórnarskránni né mannrétt- indasáttmála Evrópuráðsins. Ef á þarf að halda sagði Páll enn, mun verða mögulegt að á- frýja aftur til nefndarinnar einhverju af þehn nærri 50 mál um, sem en eru óútkljáð fyrir Hæstarétti, máli þar sem órétt- mæti laganna kemur enn ber- legar í ljós en í máli Guðmund- ar Guðmundssonar. Páll Magnússon segir að rík- isstjórninni hafi verið sent rök- stutt bréf 29. okt. s. 1. um að láta afnema á yfirstandandi Al- þingi ,,þau algerlega óhæfu slit ur“, sem eftir eru af þessum lögum, og að í bréfinu sé vara- karfa um það, að afnumin verði að minntsa kosti öll þau ákvæði laganna, sem Hæstiréttur seg- ir í dómi sínum frá 29. nóv. 1958 að geri skattþegnunum „mishátt undir höfði". / a | DagsbrúnarA fundi Þegar Eðvarö Sigurðs- son hafði lokið um klukku stundar framsöguræðu á fundi Dagsbrúnar í gær gaf fundarstjórr orðið laust. Jón Hjálmarsson kvaddi sér hljóðs. En ein- hver kommi bar þá fram tillögu um það, að skera ræðutíma niður í 10 mín. á mann. Fundarstjóri taldi sanngjarnt, að Jón fengi að tala fyrst en flutn rngsmaður tillögunnar tók það ekki í mál. Tóku margir harðir kommar undir það og töldu greini- lega óþarfa að láta fleiri tala. Var trllagan því bor in upp og samþykkt. — Merkilegt að kommarnir skyldu ekki hreinlega samþykkja að liúka um- ræðum svo að fleiri kæm ust eltki að! tWWWMWMMWMWMWWWWt Útburðarmál Framhald a£ 16. síðu. leigu fyrir rúmum þremur ár- um, Iofaði eigandi að stand- setja hana, en hefur aldrei hafzt að í þá átt að því er leigu- taki segir. Borgarlæknir hefur úrskurðað, að íbúðin sé óíbúð- arhæf, nema mikil standsetn- ing fari fram og matsmenn bæj- arins hafa metið leigu fyrir í- búðina 400 kr. á mán. Eigandi íbúðarinnar hefur þrátt fyrir þetta, gengið mjög hart að leigutaka að rýma hús- næðið, enda þótt hann telji sig hafa greitt fyrir þetta ár. í gær fluttist leigutaki búferlum í fok heldá íbúð, sem hann hefur fest kaup á með aðstoð ýmissa góðra manna, að því er hann segir, en með því munu ekki öll kurl komin til grafar. Mun blaðið skýra nánar frá þessu máli síðar, ef tilefni gefst. . Dagsbrún Framhald af 16. síðu. er um 200 kr. á viku eða 20%. Hækkunin er svipuð hlut- fallslega í fimm fyrstu launaflokkunum en í hinum er hækkunin um 16,7%. Yfirvinna greiðist með 100% álagi á tíma kaup í lausavinnu, sem verði 28,13 kr Gert er ráð fyrir að- eins einum yfirvinnutaxta. 4. Hækki verðlag um 3% eða meira falli öll ákvæði samnings ins úr gildi. 5. Orlof verði 18 virkir dag- ar f lágmarki og lágmarks- orlofsfé verði 6% af öllu kaupi og einnig yfirvinnu. 6. Lágmarkskaup mánaðar- kaupsmanna verði 5.150 kr. Er Eðvarð hafði lokið máli sínu tók Jón Hjálmarsson til máls. Hann sagði, að ýmis atr- iði í samningsuppkastinu væru til bóta svo sem ákvæðið um fast vikukaup enda hefði hann margoft hreyft því máli i Dagsbrún. Hins vegar kvaðst Jón efast um það, að almenn grunnkaupshækkun nú mundi færa verkamönnum varanlegar kjarabætur. Jón sagði, að hann vildi feginn að atvinnuvegirnir gætu tekið á sig 20% kaup- hækkun til handa verkamönn- um, en hins vegar teldi hann gagnslaust, að kaupið hækkaði um 20% ef þeirri hækkun yrði síðan hleypt út í verðlagið. Reynslan hefur sýnt, sagði Jón, að grunnkaupshækkanir síðustu ára hafa komið verka- mönnum að litlu haldi. Hver svo sem ríkisstjórnin hefur verið, hefur kauphækkunin horfið í hækkandi verðlagi. — Þess vegna þurfum við að fara inn á ríýjar brautir í kjaramál- um sagði Jón. Við eigum a3 taka upp ákvæðisvinnufyrir- komulag sem víðast, hélt hann áfram. Kvaðst Jón vilja beina því til stjórnar Dagsbrúnar að hún athugaði möguleikana á að taka upp ákvæðisvinnu. Sagðist Jón vera þess fullviss að verka menn gætu fengið meiri kjara- bætur gegnum ákvæðisvinnu- fyrirkomulagið heldur en með því að fara leið kauphækkunar. Bj. G. Bærinn vill Framhald af 16. síðu. allt í rétt horf, því að minni að fullgera manntalið og færa háttar villur og yfirsjónir hafa slæðzt inn, eins og í önnur mannanna verk. Sveinn tók fram að lokum, að fólk hafi greinilega tekið manntalið alvarlega og léti t. d. vita, ef það hefði hvergi verið tekið á skrá, Er slíkur áhugi að sjálfsögðu mjög til fyrirmyndar og sýnir, að menn vilja ekki láta „afskrá“ síg úr þjóðíélag- inu. þrátt fyrir skatta og skyld- ur, sem því um líku fylgir. FRÍMERKI Allar tegundir af notuðum íslenzkum frímerkj- um keyptar hærra verði en áður hefur þekkzt. WILLIAM F. PÁLSSON. Halldórsstaðh', Laxárdal, Suður-Þingeyjarsýslu. Alþýðublaðið' — 31. des. 1960 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.