Alþýðublaðið - 04.01.1961, Side 4

Alþýðublaðið - 04.01.1961, Side 4
ERLEND TÍÐINDI •elgar: klofin þjóð efiír Guðna Guðmundsson WWWVWWMWWWWWWMWMMWHMWWtWWt JÓLAEYJAR ALLTAF þykja ævintýr- in bezt, þegar jólin eru hvít og í raun og sannleika finnst fólki jólalegra, þeg- ar snjór er á jörð eða logn- drífa. En á þeim stöðum, sem heita í höfuðið á þess- ari livítu hátíð, festir ialdrei snjó. Jólaeyjarnar eru tvær og ■:i L I Ð N u Áft I skyggðu íjariægir heimshlutar lengst af mjog á Evrópu í fréttuiþ. en nu síðustu vikurnar fyrir ■áramótm hefur athygJin beinzt æ meir að atburðum í Evrópu og þá fyrst og fremst að Belgíu síðustu dagana. Þó má segja, að Belgar hafi verið meira og minna í fréttunum frá miðju sumri, er þeir veittu Kongó sjálfstæði. Svo göfug- mannlegt, rétt og sjálfsagt sem það er að veita nýlendum sjáif stæði, verður þó varla sagt, að þær aðgerðir hafi orðið Belgum til mikils sóma i þessu tilviki. Yarla höfðu Belgar fyrr fengið Kongómönnum sjálf- stæði, en svo stórkostlegar inn byrðis deilur brutust þar út, að þá verandi forsætisráðherra — Patrice Lumumba, — neyddist til að biðja um að- atoö Sameinuðu bjóðanna til aö iriða landið. Á sama tíma sem aiburðarásin hefur orðið þessi i Belgíska Kongó, hafa bæoi Bretar og Frakkar veitt fjölda af nýlendum í Afríku sjálfstæði, án þess að tii nokk- • urra átaka kæmi.'Menn kom- . ast því ekki hjá þvi að álíta, áð í stjórn sinni á nýlendu þessari hafi Beigar látið und- ir höfuð leggjast eitt veiga- mssta verkefni hvers nýíendu ríkis nú á tímum. og raunar hið eina, sem afsakar þao að viðhalda enn slíku ástandi, en það er að ala hinar frum- stæðari þjóðir upp og gera >eim kleift að standa á eigin ótum og stjórna eigin málefn um Má raunar segja. að sjá heiöi mátt þessa þróun mála íynr, þegar minnzt er þeirrar íljótaskriftar, er virtist vera á undirbúningsráðstefnunni um sjalfstæði Kongó, sem haldin var í Brússel fyrr á ár- inu, og þá ekki síður af kosn- ingabaráttunni í Kongó, þar sem Lumumba lýsti því m. a. yfir, að fengi hann ekki að mynda stjórn í Kongó skvldi enginn annar fá frið til þesr,. Það er því augljóst mál, að þróun mála í Kongó hefur orð ið Belgíumönnum til hinnar nrestu vansæmdar, og er ekki vafi á, að hugsandi Beigíu- menn líta svo á þetta mál. — Þjóðarsamvizkan hefur orðið fyrir áfalli. Nú er það jafn augljóst, að Belgar hafa misst spón úr aski sínum við að veita Kongó sjálfstæði og hefur það orðið samsteypustjórn kaþólskra og frjálslyndra undir for. Cast- on Eyskens, forætisráðherra, tilefni til að leggja fram mik- inn lagabálk, er nefnis; á þeirra máli Loi Unique. Segiv stjórnin lög þessi vera ætluð til að ráða bót á ýmsum þeim vandamálum landsins er stafi af fyrrnefndum atburðum. — Jafnaðarmenn hafa hins veg- ar lagzt mjög ákveðið gegn lögurn þessum, og það, sem þeir eru raunverulega að segja er, að íhaldsstjórnin sé að nota þetta tækifæri til að lækka lífskjör almennings og skerða tryggingarnar, sem jafnaðarmenn, undir fo'usíu Paul-Henri Spaaks, höfðu gert að einhverjum hinum beztu í Evrópu. Nú virtist svo um tíma fyr- ir jól, að gifting konungsins hefði sameinað Belga og á- nægjan væri allsráðandi, en það fór sem svo oft fyrr í konungssögu Belga, að í kjöl- far konunglegra hátíðahalda 'sigldi fljótlega hin aldagamla óeining í landinu. Það hefur nefnilega löngum verið ein mesta óhamingja Belga, að klofningur þeirra eftir lands- hlutum, kynþætti, tungumáli og trú er svo nátengdur hin- um pólitíska-klofningi, að lín- urnar falla næstum algjörlega sam.an. og því verða pólitískar deilur þar gjarnan heiftúðugri en víða annars staðar. Stjórn Eyskens styðst aðal-f lega við Flæmingjana í norð- urhluta landsins, sem eru ka- þólskir. Þetta er í sjálfu sér nóg til þess, að Vallónarnir í suðurhlutanum líti slíka stjórn hornauga. En þegar slík stjórn kemur fram með Loi Unique, sem gerir ráð fyr ir svo víðtækum ráðstöfunum í efnahags- og fjármálum og hyggst vega að uppáhalds- barni jafnaðarmanna, trygg- ingunum, bá fer ekki hjá því, að Vallónarnir rísi öndverðir á þingi, og, eins og komið hef- ur í ljós, einnig á götunum ! Það, sem stiórn Eyskens leggur til, er endurskoðun á almannatryggingunv aðallega atvinnuleysis- og sjúkratrygg ingum, og skattalögum, en meðal anhars er ætlunin að taka skatta jafnóðum af laun- um. Stjórnin telur sig þurfa að gera þessar ráðstafanir til að koma þessum málum á heil brigðan grundvöll, emkum vegna þess áfalls, sem þjóðin hafi orðið íyrir vegna missis auðlindanna í Kongó, en stjórnarandstaðan, jafnaðar- menn, segja, að hér sé um ekkert annað að ræða en ó- nauðsynlega kjaraske>-5ingu og tilraun til að eyðileggja tryggingarnar. Segja þeir, að ráðstafanirnar: — hækkun skatta og samdráttur í trygg- ingum. muni kosta venjuleg- an verkamann þrjú til fjögur þúsund franka á ári (2300 til 3000 kr.) Út af þessu hafa verkalýðsfélög jafnaðar- manna gert verkfall. Eins og menn hafa séð af fréttum eru verkalýðsfélögin í Belgúi ldof in eftir venjulegum, belgísk- um línum ,og kaþólsku félögin hafa samþykkt að taka ekki þátt í verkfallinu Það virðist að sjálfsögðu lít ill vafi á, að verkföllin hafi a. m. k. þann auka-tilgang að neyða stjórn Eyskens til að segja af sér, enda sagði Majcr, framkvæmdastjóri verkalýðs- sambands jafnaðarmanna, í fyrradag berum orðum, að stjórn Eyskens styddist ekkj. við raunverulegan, heldur í- myndaðan meirihluta. En hvað sem um þetta má segja, þá virðist jafnaugljóst, að þarna hefur soðið upp úr ævagömlum grunsemdum hinna mismunandi kynflokka og trúflokka í landinu, og við þær hefur bætzt samvizkubit þjóðar, sem. finnur, að hún -fcefui' forsómað skyldu, sem henni bar að uppfylla gagn- vart þjóð, sem hún hefur \im árabil stjórnað og auðgazt á. báðar á brezku yfirráða- svæði í Suðurliöfum. Onn- ur þeirra er stærsta kóral- rif í heimi, þótt ekki sé hún fyrirferðarmikil á korti, skömmu norðan miðjarðar- baugs í miðju ICyrrahafi. Eyjuna byggja Polynes- ar, nokkur hundruð tals- ins, og rækta mest kókós- hnetur, og þar er einnig tvö hundruð nvanna setulið, — ‘brezkt. iHin eyjan er nvikið minni og er í Indlandshafi, tvö hundruð mílum suður af Jövu. Þar búa um tvö þús- und manns, mestmegnis Kinverjar og Ástralíu- menn, Þar er framleiddur tilbúinn áburður fyrir Ástralíu. Stærri eyjuna fann Jam- es Cook á aðfangalagskvöld árið 1777, skömmu áður en hann var stunginn til bana á Hawaii. Sú eyja er eins og segir í ævintýrum frá Kyrrahafi, vaxin pálmum, með hvít kóralrif og blá lón og hit- inn er jafn allt árið og ekki þvingandi. Litla Jólaey er ekki eins lirífandi. Hún er tindurinn Framhald á bls. 7. MUMMMMUMUmWMUMmi 4 4. janúar 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.