Alþýðublaðið - 04.01.1961, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 04.01.1961, Qupperneq 15
ur í lund. Lady Liniey hafði hálfvegis búist við mótmæl- um af Jeunyjar hálfu en unga stúlkan hafði tekið bón orðinu með sama kæruleys- inu og hafði einkennt allar hennar gjörðir síðan hún frétti um fall Rolands. Og þannig stóðu málin þeg ar kapteinn Wilde kcwn heim. Hann hafði særst en verið bjargað af spönskum bónda sem hafði annast hann unz hann var fær um að snúa aftur til herbúða Englending- anna. Þar sem hann var langt frá því að Vera heill heilsu var hann sendur heim og kom þangað áður en frétt ir um björgun ihans ibárust. Þetta hafði sömu áhrif á Jenny og hún.væri vakin til Ijfsins á ný. Systir Rolands hafði fært henni fregnirnar og hún hafði á svipstundu látið nauðsynlegasta farang- ur í handtösku og haldið til Hertfordshire, þar sem hún efaðist fekki um að þetta myndi breyta öllum gifting aráformum móður hennar, sem var ekki 'heima. En móðir hennar var ekki aldeilis á sama máli. Að vísu gladdi það hana innilega að Roland skyldi* vera á lífi en það breytti [ engu áætlunum hennar. Hún benti á þá stað reynd að Roland og dóttir hennar hefðu aldrei verið op inberlega trúlofuð. Sú at- hugasemd hennar var rétt þótt hún væ-ri óneitanlega háif óréftlát þar sem Jenny hafði aðeins verið fimmtán ára þeg ar Roland fór til Spánar. En Hennar Náð lét það iekki á sig fá og hún tók engum söns um. Jenny var lofuð herra Guy Ravenshaw og honum skildi hún giftast. Sá eini sem var algjörlega óvitandi um allt þetta var hérra Ravenshaw sjálfur. Hann bafði farið fyrir viku síðan til Sussex til að búa allt út fy.rir sína ungu brúði. En það var von á honum til borgarinnar eftir fáeina daga og því var það sem Lady Linley hafði [ hyggju að senda dóttur sína á brott. áður en herra Ravenshaw frétti um uppreisn hennar. Jenny var fangi á heimili sínu og hafði beðið herbergis þernu sína sem var trú og trygg að fara með bréf til Rolands þar sem hún full- vissaði hann um eiljfa og órúfandi ást sína og grát- bað hann um að bjarga sér frá ihjónabandi þessu. Hún minnti hann á að brúðkaúps dagurinn hefði þegar verið á 2 kveðinn og boðskortin send út. Caroline Cressweþ hafði marg reynt að koma fram sem milligöngumaður elsk- endanna og hafði látið auð- sæja óvináttu Lady Linley lítt á sig fá. Lady Linley hefði gjarnan viljað binda endi á heimsóknir Caroline því það sæmdi ekki Hennar Náð að fá heimsóknir af konu [ stöðu Caroline. Hún trúði vinkonu sinni fyrir því að það hefði ekki verið sem verst ef Caroline hefði haft vit á að búa hjá menntaðri fjölskydlu en sá einn sem þekkti til gæti ímyndað sér hvernig fjölskylda hennar væri. En þar sem Caroline hafði leikið sér við börn 'henn ar í æsku og var einnig ná- inn vinur Wilde fjölskyldunn ar gat hún ekkert gert sér- staklega ekki þar sem Car- oline hafði aldrei gert minnstu tilraun til að kynna smáborgaralega ættingja sjna fyrir vinum sínum. Lady Linley grunaði að Caro- line flytti skilaboð frá Ro- land til Jennyar og öfugt en þar sem hana vantaði sann anir gat hún ekkert gert. „Mér þætti gaman að vita hvort við getum búizt við hjálp frá Reginald“, sagði Caroline nú hugsandi. „Lady Linley myndi án efa senda hann eftir yður ef þið strykjuð og það myndi hindra jErekabi leltingarleik ef hann samþykkti að láta að- eins sem hann veitti ykkur eftirför11. Frú Fenton leit hrifin á hana og jafnvel Roland varð að viðurkenna að þetta væri ekki sem verst hugmynd þó hann neyddist til að sam- þykkja hana ekki. „En hann þyrfti alls ekki að elta ykkur alla leið til Skotlands", skaut Caroline inn í“. Hann gæti sest að á góiðu ve(itingahúsi og verið þar í fáeina daga s\ro saga hans yrði sennileg“. Roland Wilde brosti bitru brosi. „Geturðu ímyndað þér Reginald á veitingarhúsi upp í sveit? Honum myndi leið ast eftir fáeina tjma og hann færi aftur til London“. „Það er víst rétt“, sagði Letitia hrygg. „Ég^ er ekki að hafa neitt á móti Regin ald þó ég segi að hann sé eig ingjarnasti maður í heimi. „Svo er það annað“, sagði Roland“. Hann er voðalega kjöftugur. Ég hef aldrei kynnst neinum Sem er jafn lausmáll og han og han tal- ar þeim mun meira sem hann drekkur meira. Áður en dag ur væri að kvöldi hefði hann sagt allri London brandar- ann“. „Þá veit ég enga aðra leið“, sagði Caroline áhyggju full. „Jenny verður bara að neita að giftast herra Rav- enshaw“. „Það leysir ekki vandamál ið“, minnti Roland hana á. „Fyrr eða síðar verð ég að fara til herdeildar minnar og guð einn veit hvenær ég kem aftur til Englands. Ég get alls ekki búist við að Jenny geti staðið gegn móður sinni óendanlega“. Þar sem ekki var hægt að neita þessu, gátu konumar engu svarað og skömmu seinna kom maður Lettyjar inn. Hann var greinilega æstur og varla hafði hann heilsað Caroline þegar hann sagði: „Það hefur voðalegur atburður skeð! Ég hitti Lin iey unga í bænum og sagði hann mér að það hefði ver ið brotist irýi til frænda ihans í nótt og mörgum verð mætum gripum verið stol- ið“. „Hvað ihjá John Linley?“ sagði Roland. „Þá ‘hafa þjóf arnir haft vel upp úr sér. Hann átti mikið af austur lenzkum dýrgripum“. „Þeir náðu minna en bú ist var við“, svaraði Mark Fenton. „Einn þjónanna iheyrði til þeirra og kom að þeim. Hann reyndi að vekja heimilisfólkið en áður en nokkur kom honum til hjálp ar drápu þjófarnir hann og flýðu“. , Wilde kapiteinji flaútaði. „Morð líka“, sagði hann. „Það er slæmt mark, það er helvíti slæmt“. „Já það er voðalegt að það skuli vera framið morð og þjófnaður svona nálægt heimili manna. En Sir Reg- inald sagði mér að frændi hans væri viss um að hann fengi gripina aftur því þeir leru sjaldgæfir og auðþekkj- anlegir. Hann minntist sér- saklega á fagran rúbínstein sem herra Linley kom með frá Inlandi og sem hann hafði látið greipa í óvenju lega umgerð sem hann hafði sjálfur teiknað. Hann fékk hann frá gimsteinasalanum fyrir fáeinum dögum síðán og ætlaði að gefa ungfrú Lin ley hann í brúðkaupsgjöf“. Cai-oline sem hafði hlustað á mál Mark Fentons með at hygli reis á fætur. „Ég held að ég líti við í Mount Street og heimsæki Jenny því mér finnst ein- hvern veginn að hér höfum við fengið okkar tækifæri Roland“. „Hvernig geturðu tekið þessu með slíkri ró. Caro- line“, spurði Letitia. É„g get ekki sofið í margar nætur eftir slíkar fréttir“. „Þetta er áreiðanlega leið inlda atburður“, svaraði Caroline og dró hanzkana á hendur sér“, en það er ekki til neins að láta tilfinningar sínar ihlaupa með sig í gön- ur. Það er öruggt mál að vesl ings frú Linley er uan við sig af sorg og áhyggjum og hefur snúið sér til Lady Lin ley í von um huggun. Þá hef ur Hennar Náð ekki eins mik inn tíma til að gæta Jennyj- ar. Þetta er án efa okkar eina tækifæri. BRÚÐURIN. 2. Þegar Caroline kom til húsa Lady Linley var allt eins og hún hafði búizt við. Brytinn tjáði henni, að Henn ar Náð væri ekki heima og að ungfrú Linley vildi án efa taka á móti ungfrú Cresswell. Hann vísaði henni til lítils herbergis þar sem ungfrú Lin ley sat og skoðaði tímarit. Hún lagði það frá sér, þegar henni var tilkynnt um komu ungfrú Cresswell og gekk til Caroline með útbreiddan faðminn. „Caroline!“ sagði hún hrif in. „En hvað ég er fegin að sjá þig! Eg hef setið hér og látið mér leiðast, því mamma leyfir mér ekki að fara til frænda míns og bannaði mér að taka á móti gestum meðan hún væri að heiman. Hún sagði, að fólk kæmi aðeins til að forvitnast um þetta leið- indamál. En þú hefur ef til vill ekki frétt hvað skeði í nótt?“ „Jú, það hef ég,“ svaraði Caroline glaðlega. „Herra Fenton sagði okkur tíðindin og ég er að farast úr forvitni. Svo móður þín hafði á réttu að standa!“ Jenny hló við og leiddi hana að legubekknum, en þegar þær voru seztar, sagði hún alvarlega: „Eg hef svo sem ekkert að segja þér. —• Snemma í morgun lét frændi minn okkur vita, hvað skeð hafði og bað mömmu að koma til Louise frænku sem fékk taugaáfall. Þegar mamma kom heim sagði hún að Matt- hews læknir áliti að það væri ráðlegt að frænka yrði hjá okkur nokkra daga, Mamma er að sækja hana uúna.“ „Eg skil,“ sagði Caroline hugsandi. „Þá ferðu víst ekki til Hertfordshire?“ Jenny leit hrygg á hana. „Það hélt ég líka, en mér skjátlaðist. Mamma verður hér hjá Louise frænku, en ég verð samt send ffcá London. Ungfrú Fawley á að sækja mig á morgun til að fylgja mér.“ Hún reis eirðarleysis- lega á fætur og sagði biturt: „Eg get ekki þolað þetta leng ur Caroline! Ef ég er nægi- lega gömul til að gifta mig, er ég of gömul til að komið sé fram við mig sem skóla- telpu og kennslukona látn gæta mín!“ Caroline leit blíðlega á hana og brosti með sjálfri sér. Jenny var átján ára, lag leg, dökkhærð með indælt hjartalagað andlit, stór dökk augu, útlit hennar gaf til kynna að hún væri blíðlynd og róleg, en það var algjör- lega rangt. Caroline vissi vel að Jenny vissi hvað hún vildi, en það var auðvelt fyr- ir þann, sem var átta árum eldri en hún að gleyma því að hún var orðin fullorðin. „Svo Ungfrú Fawley þefur vérið valin fangavörður þinn,“ sagði hún. „Eg er hrædd um að hún gæti þíri enn betur en mamma þín.“ j „Það veit ég og það eru engar líkur til að mér takist að koma henni á mitt band, Hún er alls ekki rómantísk og getur ekki um annað hugsað en hve heppin ég hafi verið. „Kennslukonur geta ekki leyft sér að vera rómantískai Jenny mín!“ Rödd Caroline var hálf bitur. „Þú getur ekki ásakað ungfrú Fawley fyrir. að hugsa um gott gjaforð, hún he(fur neyðst Jtl þess feUa ævi.“ „Ó, Caroline! Fyrirgefðu mér!“ sagði Jenny hrygg, — „Eg ætlaði ekki .... En ÞÚ skilur okkur svo vel, — svo hvers vegna skyldi hún ekki gera það?“ „Sennilega vegna þess, að staða hennar á heimili þínu er undir því komin, að hún sé sammála móður þinni,“ —• svaraði Caroline þurr á mann inn. „Eða ef til vill vegna þess að hún er svo mikið eldri en ég. Eg er a. m. k. óforbetran- lega rómantisk eins og þú veizt svo vel. En það kemur þessu ekki við. Við erum þá Eftir Sylvia Thorpe Alþýðublaóið'— 4. janúar 1961 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.